Færsluflokkur: Bloggar

Seinkanir á flugi hjá Iceland Express

Er það ekki fréttnæmt hversu miklar seinkanir eru og hafa verið á flugi hjá Iceland Express?

Er það ekki fréttnæmt að flugfélag geti valsað með flugtímann eins og þeim hentar án þess að vera bótaskyldir við flugfarþega???

Er það bara mér sem ofbíður?

 


Réttlætanlegt eða óásættanlegt???

Er að velta því fyrir mér að þegar ég þarf að breyta minni flugáætlun, þá hef ég samband við viðkomandi flugfélag, fæ breytingu á flugáætluninni og borga fyrir það um fimm þúsund krónur. Mér finnst það ásættanlegt.

En...  þegar flugfélagið þarf að breyta flugáætluninni minni, þá þarf það það ekki að borga mér krónu! Nú er það þannig að ég og mín fjölskylda erum talsvert á flugferðinni og því fylgir ákveðið skipulag. Vinna þarf að passa saman við ferðaáætlun,  tíma þarf til að pakka niður og ná út á viðkomandi flugvöll sem er í nokkurra klukkustunda akstursleið frá heimilinu. Stundum er líka um áframhaldandi flug að ræða. Nú höfum við lent í breytingum af hálfu flugfélagsins fimm sinnum á 10 dögum. Þessar breytingar á flugáætlun flugfélagsins hafa borist okkur með vel innan við dags fyrirvara.  Þetta hefur í öllum tilvikum komið sér illa fyrir okkur.
Við eigum, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu, engan rétt á að krefja það um greiðslu vegna þessara breyttu flugáætlana.  Mér finnst það óásættanlegt. Í einu tilvikinu var boðið upp á flugvél þar sem fólki var pakkað svo þétt í sætaraðir að ógerlegt var fyrir smávaxið fólk að hreyfa fæturna eða halla sætisbaki. Þá var vart pláss fyrir matarbakka. Ekki var heldur hægt að lesa blöðin nema halda þeim hátt yfir höfði sér.

Er þetta í lagi?

Hver er réttur neytenda í svona tilvikum í raun?

Getur þetta virkilega gengið svona?

Hvað finnst þér? 


Sorg í ...

Sorg í sinni og litlu hjarta.

Rosalega er erfitt þegar kveðjustund sem var í fjarska steypist yfir þig. En þannig er og verður líf sumra. Ákvarðanir fluttar til vegna eigin hagsmuna og langana. Sumir eru þeim eiginleikum gæddir að geta aðlagast beitingum nokkuð auðveldlega, jafnvel með gleði. En ekki allir. Litla viðkvæma sálin sem á svo erfitt með að henda reiður á svo margt í þessu flókna lífi þarf öryggi, festu og endurtekningu. Slík sál á erfitt með breytingar, þarf tíma, þarf að finna öryggi. Trúa að allt verði í lagi. Treysta.
Ekkert af þessum atriðum er til staðar í dag. Það er, öryggið, trúin og traustið.

Að fá að heyra að með til komu manns inn í flókið og tætt líf þessarar sálar, hafi komið birta og öryggi. Að heyra hana útskýra á einfaldan hátt, ástæðu þess að líf hennar er með þeim hætti sem það er, kallar fram tár í auga.
Að baki orða hennar liggur skilningur sem er svo djúpur að undrun sætir, þegar litið er til þess að hvert  einfalt atriði í daglegum gjörðum viðkomandi getur reynst þrautinni þyngri að leysa.

Þetta var það sem ég vildi sagt hafa hér í byrjun dags.

 

 

Er sem sagt að fara til Tyrklands.

Alltaf gott að vera búin að koma á staði sem maður þarf kannski að fara á . . .

 


Allt bú. . .

Sit hér og bíð eftir að tíminn líði. Ég er komin fram úr sjálfri mér og framtíðinni með það sem ég þarf að gera Halo

 

Trúðir þú þessu?

Bara að grínast svona í morgunnsárið. Þvottavélin er biluð enn eina ferðina og ég hef því lítið annað að gera en að horfa á þvottahrúguna hækka.
Reyndar passar þetta ekki því ég er frekar forhert. Hringdi bara í Stínu nabo í gærkvöldi og spurði: má ég koma yfir með þvott, vélin er biluð? já, það er ok en er þetta ekki ný vél? Jú, ég kaupi bara bilaðar vélar sagði ég sannleikanum samkvæmt. Svo döslaði ég blauta þvottinum í poka og bala og fór yfir til Stínu nabo. Það þurfti 5 fúla brandara áður en hún sagði: viltu ekki bara að ég hengi þetta upp fyrir þig þegar vélin er búin og þú getur svo náði í þetta á morgunn hjá mér? Jú, sagði ég og skottaðist alsæl heim til mín og fór að mála í myrkrinu. Mér finnst það besti tíminn til að mála, þá gengur allt svo vel. Reyndar þurfti ég svo að mála allt aftur í morgunn en það er annað mál. . . 

Ég er enn í skólanum, fer í vörnina 25/6. Ég tek því rólega og vinn vörnina þegar nær dregur. Væri svo leiðnlegt ef ég væri löngu búin með þetta og stæði svo fyrir framan kviðdóminn og færi að bulla um eh allt annað eins og brú yfir Þjórsá í staðinn fyrir sumarbústað Shocking

Í gær sló ég grasflötina, eða það sem var grasflöt. Þetta er eiginlega eins og sviðin svörður með einstaka löngu strái og það voru þau sem fóru í útlitstaugarnar á mér. Ætli það komi gras aftur eða skyldum við þurfa að setja pall yfir allann garðinn? Erum langt komin með það.

Í gær ringdi, þá fór ég og vökvaði tómatplönturnar. Ég er í svo góðum takt við veðrið.

Nú skín sólin og því ætla ég út og láta ljós mitt skína þar henni til samlætis. Já, það verður bjartur dagur í dag Wizard

Ó, já svo mög voru þau orð . . .

Allt bú... 

 

 


Og þá . . .

- hefst lesturinn?

- hefjast skriftirnar?

- ?

Ætlaði annars bara að segja að Töfraprikið er komið út undir bert loft. Nú er engin leið að hemja það, biðin var svo löng.  Nú svíf ég á Töfraprikinu mínu um Als og er bara flott. Í fínu outfitti og allt í góðu. Þegar við BT lögðum af stað áðan í 2 túr vorsins/sumarsins þá hugsaði ég; hummmm Angry ummmm Woundering þegar hann spurði hvort við ættum ekki að hjóla upp fyrir Danfoss. Hvað er það langt? 40km sagði hann brattur. Ég hugsaði: 40 km í 2 túr vorsins/sumarsins Pinch Upphátt sagði ég: Já, látum reyna á það (Blush) BT vill alltaf byrja í mótvindi og hafa meðvind á leiðinni heim, þess vegna valdi hann Danfoss. Ég vil hafa meðvind í byrjun og vona svo að vindur hafi snúist þegar kemur að heimferð. Annars er ég betri á heimleið. Svona eins og heimasjúkt hross. Svo héldum við af stað. Minn hraðamælir er betteríslaus svo það var stólað á BT. Mjög mikilvægt hjá mér að vita þegar ég hjóla hratt Smile

Svo var lagt af stað. Hraðinn á sléttu fínn og allt í góðu. Þegar við komum lengra inn á Als, hvatti ég minn til að taka bara brekkurnar á sínum keppnishraða. Ég er meira svona, ætla upp, í brekkum Pinch
Þetta gekk allt alveg fínt en svo fór ég að dragast smá aftur úr, brekkur og svoleiðis. BT spændi í brekkurnar og fyrir ofan Danfoss mætti ég honum á baka leið. Can you tell my hvar Vífilstaðavegur is? (þýðir: hvar er 20 km markið) Hjá bláa skiltunu, ég þangað og svo til baka og nú á blússandi ferð. Ég er best á heimleið   Halo

Ó, já þinng var það. . .  


Ljón

LjónLjón: Helstu nauðsynjar eru mjög persónulegt fyrirbæri. Þú hefur þörf fyrir vissa hluti, og keyptu þá án samviskubits þótt Jón granni þarfnist þeirra ekki.


Þetta er nú frekar skondin spá. Ég man bara ekki eftir neinu sem mig langar í eða vantar.
Í fyrra sumar keypti ég mér pavillion þegar hún kom á tilboð. Ekkert meira um það, nema. . . Þegar ég kom heim eftir Íslandsferðina þá var Hans granni komin með slíka í garðinn hjá sér. Bara græn í stíl við hans hús. Þetta fannst mér alveg frábært og óskaði honum til hamingju með nýju pavillonina. Já, Guðrún, sagði þessi elska, ég fékk mína á sama verði og þú þína. Þessi krúttmoli hafði þá orðið svona hrifin af minni en það tók hann svo langan tíma að ákveða sig, þannig að tilboðinu var lokið þegar hann hafði tekið ákvörðun. En svo fór hann af stað nú í vor og afraksturinn var pavillion sem kostaði það sama og mín. Held að okkur Hans granna vanti ekkert núna, nema gott veður og það kaupir maður ekki hér Tounge


Þolinmóð og hjálpsöm. Engin ástæða til að efast um góða gjörninga.



Ég er þolinmóð.
Eins og fram kemur í blogginu hér á undan fikraði ég mig í gegnum flókinn símaleiðbeiningafrumskóg Simens og Mile. Það kom ekki fram þar að rétt áður en símtalinu lauk slitnaði samtalið!!! Hvað gerði ég? Beið eftir að afgreiðsluspurningasímaþjónustustúlkanfrásimensogmile hringdi! Hún gerði það og gladdi mig einstaklega með því að segja mér að viðgerðamaðurinn kæmi á milli 11 og 16 mánudaginn 5. maí. Einmitt, alveg snilld að geta ekki verið í skólanum því maður þarf að vera heima ef þvottavélaviðgerðarmaðurinnfrásimensogmile kemur :$ Held ég semji við Hans og Grétu. Þau eru nánast alltaf heima og vita hverjir koma hingað svo þetta ætti ekki að trufla mikið :haha:

Meira af skemmtilegum fréttum. Þegar ég var á Ísl. bauðst ég til að hjálpa Stínu systir að undirbúa flutningana. Jebb, roð, roð, ég er svo góð 8)

Hvað ég gerði?
Nú, ég fór inn í svefnherbergið hjá henni og tók niður svefnherbergisgardínurnar, fékk mömmu til að þvo þær og Mette til að smygla þeim til Dk. Núna eru þær hér í tölvuherberginu og lúkkið út á götu hefur batnað um rúmlega heilan helling.
 
Já, svona er ég hjálpsöm, gamall skáti og alltaf viðbúin
Halo

Það er alveg satt, hjálpa gömlu blindu fólki yfir götu hvort sem það vill eða ekki.

Sideways


Þú ert númer 10 . . .

Í nóvember sl. keypti ég mér nýja þvottavél. Fyrir átti ég 5 ára gamla vél sem sífellt hafði verið að svíkja lit. Þessi svik gerðu það að ég ákvað að snúa á þessa svikamillu og henti henni út á hauga! Fór og keypti nýja þvottavél. Að þessu sinni var keypt vél sem mig LANGAÐI í. Merkið og tegundin var í lagi. Enn... það er sennilega ekki nóg að fá það sem maður vill, því það er kannski ekki endilega eins og maður vill. Vélin mín nýja er þannig. Fullkomið merki, rétta tegundin en virkar bara ekki rétt. Ég fór í bullandi afneitun og svo í meðvirkni, en ekki lagaðist vélin. Nú hef ég ákveðið að horfast í augu við vandann og er nú í símanum að "tala" við þá Simens. Fyrst fékk ég númerið, hringdi. Var beðin um að velja 1 ef ég væri privatkúnni, 2 ef ég væri fyrirtæki. Mér fannst ég privat. Nú átti ég að velja 1,2,3,4 eða 5 etir því hvort ég væri með, eldavél, viftu, þurrkara, þvottavél o.s.fr. valdi þvottavél og þurrkara númerið. Þá þurfti ég að velja hvort þetta væri þvottavél eða þurrkari. Valdi þvottavél. Þá var ég beðin um að velja hvort ég vissi E númerið á vélinni minni. Valdi að vita það ekki. Þá þurfti ég að velja hvort þetta væri þetta eða hitt raftækið, valdi þvottavél. Hljóp fram í þvottahús til að lesa E númerið ef ég þyrfti að slá því inn. Tilbúin beið ég eftir næstu handleiðslu símanns. Nú fékk ég að vita að nú væri ég komin í þjónusturöð og að ég væri númer 10 í röðinni. Nú er ég númer 2 og búin að blogga LoL

Over and out, best að vera tilbúin með E-númerið.

Skildu þeir geta gert við vélina???? 

Kemur í ljós af afmælinu hennar Birnu Wink

En nú er ég NÚMER  


Skýr í gír - gír í skýr . . .

Já, hér er fjör Wizard

Kannski ekki fjör eins og ég mundi velja ef ég ætti þess kost. Nei, þetta "fjör" er af öðrum toga. Byrjaði í gærkvöldi þegar ég drekkti Nokia símanum mínum í vatni sem ég vissi ekki að væri í bílnum hjá mér Blush Skilst þannig: Ekki mér að kenna. Það sem gerðist var þetta: lokið á vatnsbrúsanum lokaðist ekki nógu þétt og lak því úr flöskunni í hólf milli framsætanna sem síminn minn lá. Það virkar ekki vel á svona síma. Ég reyndi að þurrka hann þegar heim kom. Prófaði að kveikja á honum og það var næstum í lagi meðan ég sló inn pin númer. Reyndi að svara smsum sem ég hafði fengið en þá var takkaborðið komið í rusl. Í stuttu máli simkortið læstist, mundi ekki hvar pukkóðinn var svo í morgunn stormaði ég í Teliabúðina til að láta opna kortið og eins til að kaupa hleðslutæki við síma sem ég fann um daginn þegar ég ryksugaði sófann og reif allar pullurnar úr. Sími þessi tíndist hér um jólinn og ekki heiglum hent að finna svona örsíma Pinch Strákurinn í búðinni var hin liprasti í byrjun, opnaði simkortið og svo spurði ég hvort hann gæti séð hvort þessi örsími sonar míns væri læstur. Þá þarf að hlaða hann. það var ákveðið að hlaða hann meðan við skoðuðum símaáskriftirnar sem ég er með hjá þeim, 6 númer 4 í heimili Whistling Ekki reyndist örsíminn nægilega hlaðinn þegar þessu var lokið og vildi nú þessi hjálpsami drengur opna símann og taka batteríið úr og ég veit ekki hvað. í símanum var simkort sonarinn og ekki fannst hjálpsamabúðardrengunum að það lægi nægilega vel í og fór hann nú að rífa og tæta í kortið. Ég bað hann að láta það vera síminn hefði virkað vel síðast þegar hann var hlaðinn. Já, en þetta á ekki að vera svona sagði hjálpsamibúðardrengurinn og hélt áfram að hrista og fikta í símanum þangað til að honum hafði tekist að brjóta eitt hak í simkortamóttakinu og nú komst ekkert simkort í símann. Hvað gerir þú nú spurði ég. Það veit ég ekki sagði hjálpsamibúðardrengurinn, það er ekkert víst að þessi sími hafi verið í lagi þegar þú komst með hann!!! Ég held þú verðir að láta gera við hann sagði ég. Ertu með kaupnótu spurði hjálpsamibúðarfokkingdrengurinn? Nei, vinur, sonur minn á þennan síma og eins og er þá er hann í Asíu. Já, ég get ekkert gert sagði þessi fokkingsauður. Síminn getur ekki hafa verið í lagi þegar þú komst!!!

Dönsk afgreiðslukurteisi í hnotskurn.

Það skemmtilega er að þessi &$%#"W#%/&#$#$ kemur oft á kaffihúsið hjá Ingunni Pingunni. . .

 

Ó, já. . .

Humm...

... og svo tíndi ég auðvitað simkortinu því enginn var síminn til að setja það í þegar ég rölti mér út úr þessari búð.

Spurning hvort það hefur lent inni í fóðrinu á töffarafrakkanum mínum, það er nefnilega gat á öðrum vasanum Sideways

Skildi ég komast til Íslands á eftir eða heldur fjörið áfram?

Framhald síðar LoL


Meira myndablogg

Ákvað að setja inn myndir frá síðasta ferðalagi. Er þannig að ná í "skottið" á mér Wink Mikilvægt að fjölskylda og vinir geti nú fylgst með hvert öðru þegar svo margir eru á brölti út um allt LoL

Ferðin til Marakó lá í gegnum Heathrow. Já, nákvæmlega!!! Terminal 5 var áfangastaður þegar komið var frá Hamborg. Það var skrítin tilfinning að hafa lesið um töskuvandamálin þarna og lenda svo sjálfur í vandamálinu!

 

apríl 08 002

 

Ég var þó heppnari en margir. Taskan fannst eftir um 2ja tíma leit.

 

apríl 08 006

Úti urðum við að bíða 1 tíma eftir hótelbus (hefðum átt að taka taxa).
Þannig fóru 3 dýrmætir tímar í ekkert, en planið var að skjótast inni borgina og berja hana aðeins augum.

apríl 08 011

Hótelherbergið í Lon og don var lítið enda átti bara rétt að sofa þar yfir blánóttina.

Við fórum snemma á fætur og nú tókum við taxa út á flugvöll. Vel gekk að tékka sig inn og flugið til Madríd fór fínt upp og fallega niður. Alltaf gott mál þegar þannig gengur. Í Madríd þurftum við að bíða í vélinni meðan þeir sem ekki ætluðu lengra yfirgáfu vélin. Þegar það lið var farið var okkur smalað í rútu og nú hófst rútuakstur um neðanjarðargöng Madrídarflugvallar. Var ekið með okkur í ótrúlega langan tíma um þessi göng og ranghala. Á einhvern leiðarenda komum við og þar var okkur hleypt út. Ekki var erfitt að finna út hvert við áttum að fara, því allt var sett upp í pottþétt kerfi sem virkaði. Við komumst svo í vélina sem flutti okkur til Tanger.

Á Tangerflugvelli beið okkar einkabílstjóri á Landkruser Wink
 Hann ók okkur á 5 stjörnu hótel og þar var nú þokkaleg aðstaða. 

apríl 08 014

Rúmgott og bjart herbergi.

apríl 08 017

Góðar "svalir", yndislegur gróður og fínn hiti Grin

Við skelltum okkur strax í göngutúr í góða veðrinu.

apríl 08 023

Byrjuðum í garðinum við hótelið.

apríl 08 026

Utan við garðinn var ströndin og seglskúta á ferð Grin

apríl 08 027

Því lá leiðin niður á lystbátahöfnina, hvað annað? LoL

apríl 08 032

Veður var þannig að ekki var vandamál að stúta einum köldum utan dyra Wink

 

apríl 08 046
 
Að vanda tókum við daginn snemma og þarna vorum við ekki svikin. sólaruppkoman var yndisleg! 
Þarna vorum við komin á fætur kl. 6.00 að Marakóskum tíma, sem 8.00 að dönskum tíma, 7.00 að enskum tíma og 6.00 að íslenskum tíma. Skondið, ef spáð er í staðsetningu landsins.
 
apríl 08 067
Eftir góðan göngutúr var ljúft að setjast að morgunnverðarsnæðingi utan dyra Joyful
 
apríl 08 069
Þessa 2 hittum við á ferðum okkar LoL
 
apríl 08 070
...og þessa 2 sáum við Wink
 
apríl 08 081
Þessi 2 voru ansi kát Grin
 
apríl 08 095
 Þetta var ótrúlegur draumur Halo
 
apríl 08 111
Að loknum ævintýralegum degi var við hæfi að innbyrða kvöldmatinn í huggulegu umhverfi.
Maturinn var ekki neitt sem olli vonbrigðum frekar en annað þarna . . . 
 
apríl 08 123
Já, mín var glöð þegar hún komst á netið.
Netið var hægvirkt en við gátum kíkt á mbl.is.
Möst að fylgjast með. Whistling
Þetta var svona smá í myndum frá stuttu, spennandi og ótrúlegu ferðalagi til Marokkó.

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband