Ljón

LjónLjón: Helstu nauðsynjar eru mjög persónulegt fyrirbæri. Þú hefur þörf fyrir vissa hluti, og keyptu þá án samviskubits þótt Jón granni þarfnist þeirra ekki.


Þetta er nú frekar skondin spá. Ég man bara ekki eftir neinu sem mig langar í eða vantar.
Í fyrra sumar keypti ég mér pavillion þegar hún kom á tilboð. Ekkert meira um það, nema. . . Þegar ég kom heim eftir Íslandsferðina þá var Hans granni komin með slíka í garðinn hjá sér. Bara græn í stíl við hans hús. Þetta fannst mér alveg frábært og óskaði honum til hamingju með nýju pavillonina. Já, Guðrún, sagði þessi elska, ég fékk mína á sama verði og þú þína. Þessi krúttmoli hafði þá orðið svona hrifin af minni en það tók hann svo langan tíma að ákveða sig, þannig að tilboðinu var lokið þegar hann hafði tekið ákvörðun. En svo fór hann af stað nú í vor og afraksturinn var pavillion sem kostaði það sama og mín. Held að okkur Hans granna vanti ekkert núna, nema gott veður og það kaupir maður ekki hér Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Krúttlegur nágranni sem þú átt :)

Eigðu góðan dag frænka

Hulla Dan, 29.4.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já, Hulla ég er rosalega heppin með nágranna

Takk fyrir góðar óskir og gangi ykkur vel þarna í sveitinni

Guðrún Þorleifs, 29.4.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er mín spá líka en var ekki alveg að skilja hana

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 19:07

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Jón granni.... Hvaða auglýsing var það nú??? Ég er kominn með lagið á heilann. Jón granni sem býr nú við götu tralla la................. og svo framvegis. Var hann ekki með hatt og reykti pípu?

Svar óskast sem fyrst, nú er ég með Jón granna maníu.

Hjálp! Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

 ... ég náttla seint á ferð eins og vaktavinnufólki sæmir....

En er þetta ekki týpiskur hugsunarháttur Dana, að velta öllu vel og lengi fyrir sér áður en þeir láta verða af kaupunum, alls ekki að taka neina sénsa.....??? Allavega eins og ég þekki þá og það sama segja íslenskir kaupsýslumenn, og ekki ljúga þeir....?

Lilja G. Bolladóttir, 1.5.2008 kl. 04:49

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Huld, ætli skilningurinn á þessari spá fari ekki eftir því hvernig nágranna maður á

Úff, Gunni Palli, fann bara lagið í spilaðri útsetningu á netinu og gat ekki heyrt það því ég þurfti að taka inn sérstakt forrit til þess og nennti því ekki. Er bara í garðvinnu Er manían enn mjög slæm?

Lilja, seint og snemma, alltaf velkomin Þetta með Dani er satt ef við Íslendingar segjum það Nú er ég fyndin, svona miðmorgunnsfyndni

Guðrún Þorleifs, 1.5.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband