Þú ert númer 10 . . .

Í nóvember sl. keypti ég mér nýja þvottavél. Fyrir átti ég 5 ára gamla vél sem sífellt hafði verið að svíkja lit. Þessi svik gerðu það að ég ákvað að snúa á þessa svikamillu og henti henni út á hauga! Fór og keypti nýja þvottavél. Að þessu sinni var keypt vél sem mig LANGAÐI í. Merkið og tegundin var í lagi. Enn... það er sennilega ekki nóg að fá það sem maður vill, því það er kannski ekki endilega eins og maður vill. Vélin mín nýja er þannig. Fullkomið merki, rétta tegundin en virkar bara ekki rétt. Ég fór í bullandi afneitun og svo í meðvirkni, en ekki lagaðist vélin. Nú hef ég ákveðið að horfast í augu við vandann og er nú í símanum að "tala" við þá Simens. Fyrst fékk ég númerið, hringdi. Var beðin um að velja 1 ef ég væri privatkúnni, 2 ef ég væri fyrirtæki. Mér fannst ég privat. Nú átti ég að velja 1,2,3,4 eða 5 etir því hvort ég væri með, eldavél, viftu, þurrkara, þvottavél o.s.fr. valdi þvottavél og þurrkara númerið. Þá þurfti ég að velja hvort þetta væri þvottavél eða þurrkari. Valdi þvottavél. Þá var ég beðin um að velja hvort ég vissi E númerið á vélinni minni. Valdi að vita það ekki. Þá þurfti ég að velja hvort þetta væri þetta eða hitt raftækið, valdi þvottavél. Hljóp fram í þvottahús til að lesa E númerið ef ég þyrfti að slá því inn. Tilbúin beið ég eftir næstu handleiðslu símanns. Nú fékk ég að vita að nú væri ég komin í þjónusturöð og að ég væri númer 10 í röðinni. Nú er ég númer 2 og búin að blogga LoL

Over and out, best að vera tilbúin með E-númerið.

Skildu þeir geta gert við vélina???? 

Kemur í ljós af afmælinu hennar Birnu Wink

En nú er ég NÚMER  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, númer hvað?? eitt?? vona að þeir reddi þessu, þetta á nú að vera svo gott merki, þú segist bara ætla að blogga um þetta á opnum vef á Íslandi og enginn kaupi framar svona vélar hér á landi.  Rosalega var annars gaman að sjá þig, þó í mýflugumynd væri.  Næstum eins og draumur. Hafðu það gott mín kæra.  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta er fyndin símatækni sem sundurgreinir svona Þegar ég var loksins orðin númer 1 þá fékk ég að vita að ég gæti fengið skoðun á vélina 5 maí ... og ég sem hélt að bjargvætturinn kæmi á morgunn

Það var líka skemmtilegt að sjá þig og mikið hlakkar mig til að taka á móti ykkur hjónunum hér í Sönderborg, þá verður nú tíminn að vera meiri

Guðrún Þorleifs, 21.4.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Maður er bara algjörlega valdalaus í svona viðskiptum við tölvurödd í símanum. Ekki hjálpar að grýta símanum í vegg, því mest tapar maður á því sjálfur, en hvar á maður eiginlega að fá útrás fyrir gremju sína....

Gangi þér vel með þvottavélina!!!

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Maður verður sennilega að halda í vonina Lilja  Ég var samt nálægt því að missa trúnna og vonina, því internetið er brösótt hjá mér þessa dagana og því slitnaði samtalið!!! Ég vissi að ég mundi ekki nenna að bíða aðrar 16 mínútur svo ég vonaði bara að símasnótin mundi hringja í mig, sem hún og gerði. Ég fæ viðgerðarmann 5 maí á tímabilinu milli 11 og 16. Þarf sem sagt að stinga af úr skólanum þann dag til að bíða eftir einhverjum sem er kannski alvega að koma  

Guðrún Þorleifs, 22.4.2008 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband