Færsluflokkur: Bækur

Hvatning

Einu sinni fór ég í búð og þar sá ég kort sem ég ákvað að kaupa. Alltaf gott að eiga kort. Þetta kort hef ég svo átt og rekist á það annað slagið í dótinu mínu. Ég læt það ekki frá mér en í dag ætla ég að deila með ykkur því sem stendur á kortinu.

Hvatning

Þegar eitthvað fer úrskeiðis
eins og stundum gerist,
þegar vegurinn sem þú ferð eftir
virðist allur upp í móti.
Þegar afraksturinn er lítill
en væntingarnar miklar,
þegar þig langar til að brosa,
en neyðist til að andvarpa.
Þegar áhyggjurnar
verða þrúgandi,
þá hvíldu þig
en gefstu ekki upp!

Pæling á

 

Það er margt skrítið í þessum heimi og margt sem maður skilur ekki. Sumt finnst manni, að maður skilji og án efa skilur maður það á sinn hátt. Einhver annar getur skilið það á sinn hátt, sem jafnvel er allt öðruvísi... Ekkert eitt er alltaf rétt og ekkert eitt er endilega "rétta" lausnin. Dags daglega finnst manni að maður skilji og viti það sem maður þarf að vita. Það gefur innri ró og orku til að takast á við það sem þarf að gera.

Þegar þessi þæginda tilfinning er rofin getur margt gerst. Fer eftir mörgu í kringumstæðunum.

Tökum dæmi:

Venjuleg fjölskylda, þar sem foreldrarnir hafa sína vinnu, börnin ganga í skóla og lífið er í föstum skorðum. Allir mæta á morgnana á tilsettum tíma, hafa venjur sem eru gegnum gangandi, fara á íþróttaæfingar og sinna áhugamálum ýmis konar, koma heim og lífið keyrir í farveg sem er kunnuglegur, hann endurtekur sig í megindráttum virka daga. Þetta gefur ómeðvitað öryggi, er með til að skapa grunn að vellíðan og gleði. Fjárhagurinn er í jafnvægi því báðir aðilar eru í vinnu og hafa fasta innkomu og eftir henni eru útgjöld fjölskyldunnar sniðinn. Kannski gera tekjurnar ekkert nema að sleppa, en samt, út frá þeim er hægt að planleggja. Það gefur stöðugleika sem skapar öryggi. Öryggi sem maður hugsar ekki endilega um. Það er þarna.
Ef eitthvað verður til að raska þessu, hefur það víðtæk áhrif. Að sjálfsögðu fer það m.a. eftir eðli röskunarinnar hver breytingin verður.
Ég hef verið að velta fyrir mér lífsreynslu sem við fjölskyldan lentum í árið 2004. Ástæðan er sú að þá raskaðist okkar líf og við lentum í fjárhagslegri kreppu vegna alvarlegs slys sem einn fjölskyldumeðlimurinn lenti í.
Nú raskast líf margra íslenskra fjölskyldna í kjölfar fjármálakreppunnar. Hin daglegi rytmi er rofinn vegna uppsagna, áhyggjur vegna versnandi skuldastöðu heimilanna setja sitt mark á fólk og svona má lengi telja upp áhrif sem velta hinu daglega lífi fólksins sem fyrir þessu verður. Þegar svona er komið getur verið erfitt að sjá lausnir og oft þarf að taka þungbærar ákvarðanir. Fyrir mér er mikilvægt að fólk muni að hornsteinninn í lífi hvers og eins, er fjölskyldan og þar þarf að hlúa að og njóta samvista sem best.

Nú er ég ekki beinn þátttakandi að þeirri fjármálakreppu sem ríkir á Íslandi. Það gerir búseta mín í DK til margra ára að verkum. En til eru ýmiskonar kreppur og eins og ég sagði hér að ofan, tel ég að við höfum lent í afar erfiðri kreppu árið 2004. Kreppu sem nú er að ljúka hjá okkur en hefur markað allt okkar líf, valdið áhyggjum, skapað erfiðleika, breytt forgangsröðun og verðmætamati. Þegar litið er til baka finnst mér við hafa lært mikið, við stöndum þétt saman sem fjölskylda, erum sterk.
Við erum loksins komin á þann punkt að geta andað léttara. Við erum hér, getum margt og njótum þess. 

Okkar kreppu er lokið og ég trúi að nú sé bjart framundan. Eins mun aftur birta í íslensku þjóðfélagi. Ég hef svo mikla trú á hæfileikum fólksins í landinu okkar. Hæfileikum til að sigrast á erfiðleikum og verkefnum sem eru á fárra færi.

Áfram Ísland!!!

 


Ég elska vatn, ég elska frið, ég elska lífið . . .

Hér í heimi er ýmislegt með öðrum hætti en ég kysi, mætti ég velja.

Búsett hér í DK til nokkuð margra ára hefur það ekki farið fram hjá mér að Danir móðguðu múslima með teiknimyndum af þeirra guði sem ekki má gera mynd af. Nú er það svo að teiknarinn er danskur og því  úr öðrum menningarheimi en ríkir í múslimalöndum. Í hans augum voru teikningarnar annað en það sem múslímar upplifa með þeim. Ólíkir menningarheimar. Þeir líta á þetta sem mikla óvirðingu við þeirra trú og eru heiftugir. Danir taka þessu sem einum lið í tjáningarfrelsi. Svona gróft greint.  Hvort það var rangt eða ekki að birta myndirnar legg ég ekki mat á, en er þó hlynnt tjáningarfrelsi. Heift sumra múslima vegna þessa máls á ég (sennilega vegna míns bakgrunns) afar erfitt með að skilja. Þeir meiga alveg verða sárir, reiðir, finnast þeim misboðið og kvarta opinberlega. Skil það vel. Ég skil aftur á móti ekki hvernig þeir geta verið svo heiftugir að þeir hyggi á hryðjuverk í DK. Það finnst mér langt, langt frá málinu. Það hefur heyrst að leyniþjónusta hafi komist á snoðir um fyrirhugaða hryðjuverkaárás á DK. Sú áætlun ku vera allsvakaleg. Hún mun hafa falið í sér að koma blásýru eða öðrum eiturefnum sem víðast í neysluvatn Dana. Nú veit ég að það er stór menningar munur á Dönum og heittrúuðum múslimum. Danir eru rólyndisþjóð, kannski ekkert rosalega trúuð, meira svona sósíallistar í sér, en það er ekki trú, meira svona fötlun mundi ég segja. Þess vegna skil ég ekki,hvers vegna heittrúaðir múslímar eru með þennan æsing við "ligeglade" þjóð Whistling

Ég vil fá að drekka mitt vatn í friði og ró Wink


Senn líður...

Líður og bíður.

Hér hefur fátt verið skrifað.

Því minna sýnt.

Margt til frásagnar en þagað þunnu hljóði. 

Enginn spurt frétta.

Ferðir farnar og komnar,

fram og til baka,

alla leið.

Bloggvinir horfið af lista.

Aðrir eru, en eru samt ekki.

Sakna nágrannans úr Bökkunum,

bara tíndur.

Ferlegt.

Eiginlega bara hreint ekki sniðugt.

Aðrir hafa komið inn í heimsókn ,

nýir.

Nýtt er líka fínt.

Fyrir hvern er bloggað?

Mig?

Þig?

Veit það ekki.

Bara búin að bulla svona í 7 ár.

Þar og hér.

Hér og þar.

Furðulegt athæfi.

Getur samt gefið gott.

Á nú 1 góða vinkonu í gegnum bloggið.

Ótrúlega merkilegt það.

Fann krúttlega frænku hér út í sveit.

Rík.

Les hjá ljúfu fólki.

Les hjá gamansömu fólki. 

Nenni ekki að lesa leiðindi.

Finnst lífið of skemmtilegt.

Fínt að dansa á tánum við fiðluleik,

ef maður getur það...

Já, svei mér ef það er ekki að koma haust og ég ekki sagt neitt Whistling

 


Heimsendir ???

Þegar ég var lítil snót lék ég stundum við hana Sigrúnu. Hún var rosa stór og vissi mikið, enda heilu ári eldri en ég. Einn daginn sagði hún mér, að um kvöldið yrði heimsendir. Hún útskýrði rækilega fyrir mér hvernig þetta gengi fyrir sig. Ég trúði öllu sem hún sagði enda bar hún föður sinn, skipstjóra á risaskipi fyrir þessu. Ég flýtti mér heim en varð ekki vör við áhyggjur hjá foreldrum mínum og ekki vildi ég íþyngja þeim með þessari skelfilegu vitneskju minni. Um kvöldið átti ég erfitt með að sofna. Þið vitið, hvað ef ég vakna ekki aftur og eins hitt, hvernig gerist heimsendir í alvörunni? Miklar pælingar fóru fram í kolli mínum þetta kvöld. Reglulega kallaði ég fram: Hvað er klukkan? En hún var bara hálf tíu og svo var hún korter í tíu og svo var hún tíu og svei mér ef mömmu var ekki farið að leiðast þessi óvanalegu köll í mér Crying Tíminn leið og ég beið, ekkert gerðist enda átti þetta að gerast um miðnætti. Váá...  hvað ég var hrikalega hrædd inni í mér. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að nefna þetta við mömmu og pabba, því hvað ef þetta væri bara allt vitleysa? Nú eða það sem verra væri ég  gerði þau hrædd líka? Það er ekki gott að eiga hrædda foreldra. Svona flugu hugsanirnar í kollinum fram og til baka, upp og niður, út og suður. Smám saman hefur nú hægst á þeim því litla snótin lét undan Óla Lokbrá og féll í svefn fyrir miðnætti og missti því af heimsendanum sem aldrei kom!
Næsta morgunn vaknaði ég og áttaði mig mjög fljótt á því að ég var lifandi, að ég var í rúminu mínu, í herberginu mínu, að pabbi var að gera sig kláran í að fara til vinnu og umferðin á Miklubrautinni var með eðlilegum hætti.
Þennan dag lærði ég lexíu sem ég hef nýtt mér. Að ekki er allt satt sem sagt er, jafnvel þó það séu mér eldri sem fullyrða það og að maður deyr yfirleitt bara einu sinni og þá er allt búið eða þannig.
Er það ekki???

Til hvers að hafa áhyggjur af einhverju sem hugsanlega verður ekki?

Þetta rifjaðist upp hjá mér þegar ég las bloggið hennar Hullu 

 


. . .

Ótrúlegt hvað ein fyrirsögn getur komið í veg fyrir að maður bloggi!! Oft er ég með alveg brillijant efni í kollinum. Tilbúið til niðurritunar, en þá gerist það! Hver á fyrirsögnin að vera??? Pinch Og þá "Nonni" minn gerist það... Allt þetta sem var tilbúið til niðurritunar hverfur!!! Hviss, bæng, faaaarið.Crying

Svona er þetta ekki í dag. Ég snuðaði með því að sniðganga fyrirsögnina. Dem... hvað maður getur verið klár Halo

Það var þannig að þegar ég stóð undir sturtunni áðan þá áttaði ég mig á því að ég væri með snilldarblogg í kollinum. Málið var þó að plan dagsins stendur upp á hreingerningu og engan skóla í staðinn. Að auki hafði ég leyft mér að vera smá drílinn inn á síðu hjá vinkonu minni sem kvartaði yfir vöntun af tímum í sólarhringinn. Ef ég fer að bæta meiru inn á þennan dag heldur en þrifum og undirbúining fyrir matarboð í kvöld þá er ekki víst að það verði svo vel þrifið eins og plön sögðu til um í gær þegar ég var að skipuleggja mig. Reyndar er það þannig að mér gengur vel að skipuleggja næsta dag. Alveg þrælvön því. Það er aðeins einn hængur á mínu skipulagi og það er að ég er ekki eins æfð í að fara eftir þessu plani gærdagsins Shocking Ég er samt öll af vilja gerð til að taka mig á og því ákvað ég að bæta bloggtíma inn á gærdagsplanið og til að vinna þann tíma, spreyjaði ég sturtuna með kalkhreinisi, henti í þvottavélina og setti uppþvottvélina í gang. Það sjá þeir sem vilja að þetta er bullandi aksjon. 

Nú er þessi inngangur orðin svo langur að ég man ekki hvað ég ættlaði að blogga um í tærri snilld minni.  Niðurstaðan er því sú að langir inngangar geta líka komið í veg fyrir snilldarblogg. 

Vandlifað.

Til að valda ekki algerum vonbrygðum set ég samt inn smá hugrenningar og upplifanir. 

Alveg get ég orðið steinhissa þegar fólk tekur feil á mér og Hjálparstofnun kirkjunnar eða Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna.
Þetta kemur einstaka sinnum fyrir og mikið hrikalega er erfitt að leiðrétta svona misskilning! Hvað segir maður við fólk sem er svona áttavillt?
Ég ákvað bara að þegja og vona að viðkomandi kæmi til ráðs og rænu, nú eða fengi betri ráðgjöf en þá sem vísaði honum á minn vasa!

Var í afmæli á laugardaginn og það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að svo skemmtilega vildi til að þarna hrönnuðust upp "tilviljanir/vilji til" atriði.
Ásdís bloggvinkona mín bað mig í fyrravor að skila kveðju til hjóna sem búa hér.Kveðjan var frá henni og Bjarna. Þar sem ég hitti þessi hjón sjaldan þá var kveðjan ekki komin til skila. En... á föstudaginn fórum við til afmælisbarnanna að trufla þau við undirbúninginn þá komu skilaðukveðjutilhjónin með dót sem nota átti í afmælið. Semsagt aðhjálpafólk og þau hittu okkur að truflafólk hjá aðhaldaafmælifólkinu. Ég skilaði kveðjunni samviskusamlega. Fékk að vita að við hittumst aftur daginn eftir sem við og gerðum og þá gætum við Jói sem dó og ég planað móttökur á konunglegu liði sem er væntanlegt hingað á mánudaginn!Tær snilld, sérstaklega þegar litið er til þess að við bara þekkjumst ekkert.

IMG 2798

Hér eru heiðurshjónin umræddu sitthvoru meginn við dönsku mágkonuna mína.

IMG 2797

Þessi hljómborðsleikari er víst þekktur í Sönderborg Grin

IMG 2825

Þetta er kagginn minn, hann er til sölu því BT keypti sér bíl.

IMG 2821

Svona hugsa ég nú um minn bíl. Geri aðrir betur Halo

Úff... ég svitnaði áðan, datt í hug hve lengi má kalkuppleysir vera á flísum án þess að húðin fari af flísunum??? 
Þori ekki annað en að þrífa efnið af og það þýðir að þið missið enn einu sinni af snilldarbloggi.

Svona getur lífið verið.

 


Að trúa á áhrifamátt sinn

Að trúa því að maður geti haft áhrif er mikilvægt. Oft mæti ég fólki sem segir: Æ, það þýðir ekkert fyrir mig að segja neitt, það breytir engu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt mat. Að ég ætti til að hugsa svona var ég ekki alveg með á hreinu. En svo var mér bent á frétt á visir.is sem minnti mig á mikilvægi þess að trúa því að maður geti haft áhrif með því að tjá skoðun sína. Þess vegna ætla ég að panta viðtal við skólastjórann í skólanum þar sem ég var á fundi á mánudaginn var.

Arn��r � m�tm�lum.st�r

Þessir 6 ára guttar trúa á áhrifamátt sin. Í 3 daga stóðu Aron t.v og Arnþór t.h. með spjöldin sín og tjáðu skoðun sína á bensínverði. Algerlega frábært hjá þeim félögum. Hér er fréttin öll 

 Ég þarf varla að taka það fram að Arnþór er systursonur minn InLove

 


Ferðalög og yfirsýn . . .

Er mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hvernig ég get haft yfirsýn yfir ferðalög fjölskyldunnar nú í mars og apríl. Um er að ræða lengri og skemmri ferðalög. Sum ferðalögin vara fram í júní og lok júlí en þá eru önnur ferðalög tekin við hjá þeim er heim voru komnir.
Ég er að tala um 2 ferðir til Berlínar, 1 til Noregs, 1 til Suður Ameríku, 1 til Asíu, 1 til Afríku og 1 til Íslands + Íslandsferðir í sumarfríinu. Ég er svona með allar á hreinu nema þessa Berlínar ferð prinsessunnar. Vona að ferðin sé ekki þegar við BT erum í Afríku. Þetta er skólaferð en mér finnst betra að vita hvenær hún er farin, get bara ekki munað það... Pinch Þegar við erum í Berlín verður hún í Noregi. Þegar við förum til Afríku fara Baldi og Birna í sína 4 mánaða reisu til Asíu og Mið-Ameríku. Ingunn fer svo í sína Suður-Ameríku ferð þegar ég kem frá Íslandi  í apríl, svo ég næ að kveðja hana. Við verðum síðan á Íslandi þegar Baldi og Birna enda sína ferð hér í DK í lok júlí. En hvar Berlínaferðin hjá prinsessunni er það bara man ég ekki Woundering  ..og hvenær hún fer til Ameríku það vitum við ekki. Enn sem komið er sýnist mér að það sé alltaf einhver heima til að passa hundinn Wink

Ég þarf líka að skipuleggja mig út af náminu. Þarf að vera með verkefnaskil viku á undan planinu svo það er nú eins gott að láta páskana ekki bara fara í súkkulaðiát og hjólatúra LoL

Held að nú sé komin tími á að fara teikna smá Whistling eða gera plan?


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband