Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

ÍSLAND - DANMÖRK / Danmark - Island

Þá styttist í leikinn og allt að verða klárt LoL
Ég er að velta því fyrir mér hvernig morgunndagurinn verður hér í DK. Danskir "vinir" manns farnir að senda sms og láta vita að við fáum fyrir ferðina í kvöld. Uss, uss, uss! Verða þetta vinir á morgunn?  Wink Ef þeir tapa verða þeir óþolandi og ef við töpum... já, þá verða þeir líka óþolandi Grin Þetta stefnir í mikið "ástand" hér.

Íslendingar í Sönderborg ætla að safnast saman á Loftinu og horfa þar á leikinn. Skilst mér að DRsyd verði á staðnum til að taka viðtal Wink Ég veit ekki alveg hvað þeir eru að pæla, en sjórnarmeðlimir íslendingafélagsins voru vaktir eldsnemma í morgunn til að biðja um viðtal...  Verði þeim bara að góðu Wink Við VINNUM þennan leik!!!

ÁFRAM ÍSLAND     ÁFRAM ÍSLAND    ÁFRAM ÍSLAND 

 


ÍSLAND - DANMÖRK / Danmark - Island

Það verður mikið fjör hér í DK þegar Ísland mætir Dönum 0

Hér í Sönderborg er planað að hittast á Loftinu allir þeir sem geta og hafa áhuga 0
Engin spurning að þetta verður spennandi og skemmtilegt.

Hver sem úrslit verða er eitt víst, við verðum SIGURVEGARAR 0
Þetta veit ég, því ég hef fylgst með forvali stjórnmálaflokkanna á Íslandi. Þar eru næstum allir sigurvegarar, einstaka sál sem gengið hefur burt og talið sig rekna af vellinum.
Svo á morgunn verður sigur, hvernig svo sem úrslit fara. Í versta falli talar maður þá bara dönsku næsta dag eða svo 0

http://www.inroomdesign.com/

                                                                                                        logo
Verð nú bara að benda ykkur á að kíkja á þessa síðu: http://www.inroomdesign.com/ 

Frábært framtak þarna á ferðinni Smile Enginn spurning að það er þörf fyrir svona þjónustu í dag. Það hefur ekkert  smáræði að segja hvernig lítur út í húsi sem maður er að spá í að kaupa. Sumir eru þannig að þeir sjá möguleikana í alveg ótrúlegustu húsum á meðan aðrir eru bara ekki þannig og því er svona þjónusta bara snilld.

 


Hugs, pæl og bull

Eftir að ég opnaði þessa síðu hef ég mikið pælt í því hve bloggheimurinn er orðin breyttur síðan ég var að feta mig fyrst í þessum heimi  Wink Það var einhvern tímann árið 2002 að ég fór af stað með blogg. Mér var bent á þetta af vinkonu minni sem hafði verið með mér í námi þar sem við lærðum foritun, digitalmyndvinnslu og fleirra þessu tengt. Mér fanst gaman að prófa þetta, gat breytt síðunni eins og mig lysti með forritunarmálinu sem ég kunni þá Wink Ég notaði svo síðuna til að skrifa um líf okkar fjölskyldunnar hér í DK. Lesendur síðunnar voru nánasta fjölskyldan. Svo tók ég mér pásu og opnaði aðra síðu og var hún íslensk. Fannst hún aðgengileg og fín.  Hægt og rólega bættust í blogglesendahópinn vinir. Heimsóknir á síðuna hafa verið frá 10 og upp í 20 á dag. Gaman að því Smile Svo gerist það að ég fer að verða svekt á því hve síðan er lengi að hlaðast inn, vesen að setja inn myndir, linka á efni, erfitt kommentakerfi sem reynt var að laga og erfitt að setja inn blogg snemma á morgnanna. Þetta varð svo til að ég ákvað að prófa moggabloggið. Sá að þar var að hrúgast inn fullt af fólki Whistling Nýjr bloggarar í massavís. Ráðlagt er að velja veitingastað sem er fjölmennur fremur en þann sem er fámennur. Með það í huga kom ég hingað. Wink Þegar ég svo er komin hingað fer ég meira en fyrr að fylgjast með þessum moggabloggheimi og mig rak í rogastans þegar ég áttaði mig á þeirri rosalegu breytingu sem hefur átt sér stað í bloggheimum á þessum 5 árum sem ég hef verið þar Wink Þetta er greinilega "inni" í dag og líklega komið til að vera og þróast áfram.  Það er í sjálfu sér hið besta mál. Fólk er mikið til hætt að skrifa bréf og tjá sig og segja frá í því formi. Það er gott að geta sett hugsanir sínar og/eða skoðanir í ritað orð . Reyndar sýnist mér sumir svo önnum kafnir við að tjá sig, bæði á sinni síðu og annara að ég held helst að vinnudagur fólks á Íslandi hafi styttst til muna LoL Nú gæti einhver hugsað sem svo að ég geti tútt um talað ég hafi greinilega eytt dágóðum tíma á netinu til að komast að þessari niðurstöðu og því get ég svarað játandi. Það kemur ekki til af góðu.  Þetta er gott í bland með bókum og afþurrkun þegar hafa á hægt um sig Halo

Nú standa samt mín bloggmál þannig að ég get í bili ekki bloggað inn á hina síðuna mína því þá fer athyglisverð færsla sem ég skrifaði og margir hafa lagt leið sína inn á síðuna til að lesa. ( margir á minn mælikvarða Wink ) og gera enn.  Hér á moggablogginu gengur svo mikið á í bloggfjörinu að mér verður um og ó...

Jamm, það er spurning um að draga djúpt að sér andann og vera með í fjörinu Wizard


Þrátt fyrir góðar óskir...

trafik kaosEkki tókst frændum okkar dönum að "fóta "  sig í umferðinni í gær. Þrátt fyrir nokkuð góðar óskir frá mér til danskra ökummanna urðu fjölda árekstrar í umferðinni í gær. Talið er að um eitthundrað bílar hafi lent í tveimur árekstrarhrinum í nágreni Køge í gær. Það er full ástæða til að halda sig heima þegar spáir snjó hér í DK. Whistling

 

 

Betur gekk með íslenska landsliðið, STRÁKANA OKKAR í gær. Þeir stóðu sig alveg frábærlega.

Settu mikla spennu í þetta með úrslitunum í leiknum á undan Wink Ekki hef ég séð neinar stórfyrirsagnir í blöðum hér um þennan frábæra árangur enda enginn dani í liðinu LoL

Eftir stendur að hér í DK er enn vetur og virðist svo munu verða næstu daga. 

 

 


Sitt lítið af hverju...

bildeLoksins varð mér að ósk minni. Það er komin snjór í DK Wink

Eftir langvarandi rigningar og rokgusur, vöknuðum við hér í Suðursólarborg upp við smá snjókomu/slyddu. Ánægjuleg tilbreyting. Reyndar er danska þjóðin aldrei tilbúin fyrir snjókomu. Ástæðan núna, eru óvenju miklar rigningar undan farið sem hafa skapað flóðvandamál, innan dyra jafnt sem utan. Þar sem ég glími ekki við slíkt vandamál þá er mér nett sama og gleðst yfir þessum vetrarvotti  Grin

Þessu veðri er spáð næstu daga. Vona að dönskum ökumönnum gangi vel. Þeir eru alltaf svo hissa á því af hverju Norðmenn og Svíar hlægja að þeim þegar snjóar hér...

Í BT í dag voru tvær fyrirsagnir sem  vöktu athygli mína:

"Fastfood med god samvittighed" og "Du kan spise dig barnløs"

pita

Fyrri greinin fjallar um að ekki þurfi allur "hraðmatur" að vera óhollur, svo fremi að maður velji hollustu í hann. Hér er sérstaklega tiltekið pítabrauð með hollri áfyllingu 

Verði ykkur að góðu. Smile


Hin greinin fjallar um að nú hafi uppgötvast áður ókunn ástæða fyrir barnleysi fólks. Vísindamenn hafa sem sagt uppgötvað að skyndibitar og sælgæti minnka líkur á að kona verði þunguð. Ekki þarf nema smá magn af transfitu til að draga úr egglosi hjá konu. Þetta segja nýjar vísindarannsóknir. Whistling

Læt þetta duga úr Suðursólarborg, þar sem sólin skín og snjófölin sem var er fortíð og næringunni er borgið með hollustudrykkjum Smile

 

 


Kerfið prófað...

Langar að prófa þetta bloggkerfi. Er búin að vera að blogga mismikið síðan 2002. Haldið mig lengst af á blog.central.is  þar áður á blogspot.com.

Ástæðan fyrir því að ég er hér á nýjum slóðum er að kanna hvort auðveldara er að setja inn myndir og bera saman kosti og galla þessara tvegga kerfa áður en ég ákveð hvort ég flyt mig Wink


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband