Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Í dag...

bæjarferð
ætla ég að skreppa í bæinn og versla mér:
sítrónusápu, sítrónusjampó, sítrónunæringu, sítrónuilmvatn...
Já, það verður sítrónuinnkaupaferðin stóra.
Nú skal endanlega loka á þessa miklu og þrúgandi aðdáun á mér!
 
Ég bara þoli ekki þessar vinsældir !!!

Vísindalega sannað!

Nú er vísindalega staðfest gildi þess að eiga góðan vin að að tjá sig við Smile Skýrir í leiðinni vandamál þeirra sem einir eru og hafa engan að létta á sér við Pinch
mbl.is Tjáning tilfinninga með orðum virðist draga úr styrk þeirra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál

Mynd 431158sem vert er að vekja athygli á. 
mbl.is Vilja að tölvuleikjafíkn verði skilgreind sem geðröskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt...

hvað þessi ákvörun hefur flækst fyrir  þessum elskum Wink Það sést lítið í andlit kvenna sem klæðast búrku.
mbl.is Má reka konur í búrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástand?

Ég er í talsverðum vandræðum þessa dagana. Vandræði mín stafa af vinsældum sem ég verð að viðurkenna að ég kæri mig ekki um. Já, ykkur er óhætt að trúa mér. Þó svo ég sé fædd í ljónsmerkinu og allt það, þá er ég bara engan veginn að fíla þessar vinsældir mínar!

Þessar vinsældir hófust einn blíðviðrisdag fyrir skömmu en rénuðu svo og það var von mín að með töku B1 vítamínsins myndi mér takast að slá á þessar vinsældir mínar. Ég er svo vítamín og bætiefna sinnuð, tel það lausn á flestum vanda. Halo

Eitthvað hefur kenningin klikkað eða ég gleymt að taka bjögunarbætiefnið... Pinch

Ósköpin hófust aftur í fyrradag, þegar ég eins og bersekkur (vil ekki segja valkyrja, nýbúið að vera 19. júní) var að berjast við þyrnigerðið mitt hér utan vert á lóðinni. Ég var vopnuð glæsilegri rafmagnshekkklippu, í hlaupaskónum mínum, fallegum top og snyrtilegum buxum (ekki uppáhaldsbuxurnar). Ég hafði grun um að það bæri eitthvað í gangi (sjötta skilningarvitið?), en ýtti því frá mér, var í svo brjálaðri baráttu við þyrnihekkið að ég áttaði mig ekki á því sem einnig var að gerast! Þar sem ég barðist þarna hetjulega með hekkklippurnar að vopni við þyrna, arfa og gras (já, sló bara hel.... grasið þarna á bak við í "leiðinni") þá sló út á mér svita svo ég sá ekki út um gleraugun  né heldur vissi ég þá alltaf hvar ég var að klippa. Lét það ekki á mig fá en barðist eins og hetja (riddari?), hálf blinduð af svitataumum á gleraugunum, við að klippa hekkið. Það tókst. Reyndar virðist mér, að mér hafi tekist að þynna það ansi mikið, alla vega er ekki laufblað á þeirri hlið sem snýr út í átt að opnu svæði kommúnunnar! Ég segi bara ha ha . . .   Gott á kommúnuna að hekkið mitt er ljótt þeim meginn. Sama er mér. Bandit

En... aftur af þessum vinsældum mínum. Þegar hekkklippuberseksbrjálæðisbaráttuæðið rann af mér (með svitanum) þá áttaði ég mig á að ég var orðin geðveikt vinsæl af MYG W00t

Dem...   dem...   dem...

Já, krúttin mín, þið sem höfðuð úthald í að lesa hingað. Litla sæta ljónið er nú útbitið og var nú ekki á bætandi eftir árásir þyrnirunnans á viðkvæmt prinsessukennt ungmeyjarhörund. Humm... smá ýkjur þetta er nú að verða þykkur skrápur. Má nú ekki ljúga ykkur full svona í einni færslu.

Til að staðfesta minn þykka skráp, tók ég mig svo til í gær og lenti (aftur) í árekstri við kantstein. Í þetta skiptið eyðilagði ég bara einu buxurnar sem ég vil vera í og bætti við örasafnið mitt á hnjáskeljunum. Alltaf gott að eiga nóg af einhverju. Grin

PL079

Eigið góðan dag.

Mín bíða mikil ævintýri í dag!

LoL


Fréttir úr garði Guðrúnar

122-2247_IMG
Síðast liðin 6 ár hef ég reynt að halda lífi í þessum 2 rósum og vonað að þær blómstri fögrum rósum.
Í sumar tókst mér þetta, þökk sé veðurfari og öðrum hagstæðum þáttum.
Ég er svo ánægð með rósirnar mínar, þvílíkt fallegar Smile
 
Í bakgrunninn má sjá hluta af hekkinu sem ég er að klippa þessa dagana.
Þeirri baráttu er ekki lokið en ég er ánægð með það sem komið er.
Tekur smá tíma hjá mér en það er allt í lagi ég hef þennan tíma núna.
 
122-2242_IMG
Vinstramegin á þessari mynd er hekk sem á sér sögu.
Þetta er afleggjari af hekkinu sem huldi höllu Þyrnirósar þegar hún svaf svefninum langa og varnaði öllum er reyndu að komast í gegnum hann. Hekkið gaf sig ekki fyrr en rétti prinsinn kom og reddaði þessu eins og alkunna er. Ekki meira um það.
Einhverahluta vegna hafa Danir náð í afleggjara af þessum ógurlega runna og ekki bara það, nú er hann notaður í að marka lóðarmörk mín og kommúnunnar minnar. Þinglýst kvöð að hafa hann! Sannarlega er ég hrifin af rósum en runnanum hennar Þyrnirósar er ég ekki hrifin af. Það er vart hægt að nálgast hann og að ætla sér að klippa hann kostar að maður þarf að vera meira en  hetja úr ævintýri!
Já, mín kæru þetta krefst mikillar kænsku og áræðis og eftir stendur að maður er í sárum og örum eftir viðureignina. Ég er nú þegar með heilan kafla af rispu ævintýrum á handleggjunum.
Þrátt fyrir að vera varinn í fatnaði frá hvirfli til ylja, í góða veðrinu, nær þessi hryllingur að stinga mann í hendur, fætur og höfuð  Whistling
 
122-2243_IMG
Kirsuberjatréð mitt sem kom úr grósku miklum garði Ingva og Hjördísar er með fjöldann allann af berjum sem byrjuð eru að roðna.
Sönn tilhlökkun þegar kemur að því að tína þau.
Þá þarf stórann stiga Halo
 
122-2244_IMG
Cerrytómatplönturnar mínar vaxa og dafna.
Fá um 50 lítra af vatni á dag. . .
Örugglega dýrara að rækta sjálfur en kaupa.
En heimaræktaðir tómatar eru einfaldlega bestir InLove
 
Vona að fyrstu tómatarnir verði tilbúnir þegar mamma og einkasonurinn koma um helgina  Heart
Látum þetta gott heita, farin út að klippa hekkið utanvert! 

Fréttir úr garðinum...

Guðrún er enn að klippa hekkið innan vert Whistling Reyndar kom nokkurra daga hlé vegna rigningar. Var hléið notað til að stúdera vankanta á klippingunni. Í dag hefur svo verið brasað við að taka ofan af hekkinu og er allt útlit fyrir að ef hekkið á ekki að enda við jörð eða neðar þá verði það fagurlega bogadregið að ofan og á innan verðum hliðum.

Það er betra en tannstönglar, er það ekki? Undecided

 

ps. ég held að það sé mjög skynsamlegt að fá minn mann í að klippa hekkið að utan... allavega ef eitthvað á að vera eftir, en það var meiningin í upphafi Sideways


Já...

Húsið mitt er byggt 1960. Fljótlega eftir það var plantað runna í kringum lóðamörkin. Húsið stendur á horni og á bak við húsið er opið svæði. Runnarnir voru því svakalegir þegar við keyptum húsið 1999. Sem betur fer eru Hans og Gréta hér í Kökuhúsinu við hliðina á okkar hinir fullkomnu grannar og þegar við höfðum búið við hliðina á þeim í tæpt ár, spurðu þau hvort í lagi væri að taka runnann sem er á milli okkar og setja tréspjöld í staðinn. Það vildum við gjarnan því innkeyrslan er mjó og þarna gafst kostur á að rýmka hana. Hekkið sem snýr út að götunni hefur svo verið höfuðverkur hjá okkur. Nokkru áður en við keyptum hafði hluti af hekkinu sligast undan snjó og merki þess eru enn sjáanleg. Við fengum í lið með okkur vinkonu okkar Svanhildi garðyrkjufræðing til að klippa hekkið til. Við þetta höfum við barist ár hvert og erum ekki sammála um hvað gera skal. Minn maður vill rífa upp hekkið og planta nýju. Ég vil ekki heyra það nefnt að vera opin fyrir umferð og allra augum á þann hátt og vil þá fá alvöru skjólveggi úr tré í staðinn. Eftir því sem okkur lest til í þinglýstum ákvæðum um garðinn okkar og annarra hér í kring á að vera hekk. Við höfum ekki fundið lausn sem við getum bæði við unað og er lögleg Halo

Núna þegar ég er að lifa rólega lífinu mínu þá hef ég tíma fyrir svo ótal margt sem ég hef ekki haft svo mikinn tíma fyrir  lengi. Eitt af því er að sinna garðinum mínum. Hann hefur dálítið setið á hakanum eftir að við fengum skútuna. Nú er staðan þannig að hér fær varla illgresi að hugsa til þess að stinga upp blaði þá er ég kominn með klóruna, arfavitlaus Devil

Oft hef ég verið frökk og nýtt fjölskyldu meðlimi sem hér hafa verið í heimsókn til að hreinsa þessi beð mín. Útkoman hefur reyndar verið skrautleg. Eitt sumarið hreinsaði einkasonurinn samviskusamlega 5 raðir af mislitum og misháum  blómum sem ég hafði af mikilli natni sáð í lita- og stærðar röð. Ég lifði áfallið af og skammaði hann ekki,   ... held ég Pinch

Árið eftir kom mútta krútt og hún var beðin um að hreinsa illgresið í innkeyrslunni ásamt örverpinu. Þær voru alsælar með afrakstur dagsins þegar ég kom heim úr vinnunni og sá að ég átti næstum engar jarðaberjaplöntur eftir Whistling

Nú eru það bara við hjónin sem sjáum um garðinn. Minn maður hefur séð um að slá og klippa hekk. Ég hef séð um arfann í beðum og innkeyrslu.

Af því ég er svo sanngjörn, þá fannst mér, að þar sem ég lifi rólegu lífi og hann er að  feta sig út á vinnumarkaðinum eftir þriggja ára fjarveru og í þokkabót á alveg nýjum vettvangi, að það væri sanngjarnt að ég tæki líka að mér að slá garðinn. Það geri ég samviskusamlega með gömlu 13 ára rafmagnssláttuvélinni sem ég er svo hrifin af InLove

Nú er svo að nálgast tímabilið þar sem klippa þarf hekkið. Samkvæmt DK hefðum á það að gerast fyrir Jónsmessu. Við höfum ekki verið að eltast við það því Hans granni gerir það ekki. Aftur á móti þá komst ég að þeirri niðurstöðu í gærmorgunn að það væri sanngjarnt að ég í rólega lífinu mínu sæi um að klippa hekkið í ár. Ég lét ekki sitja við hugsunina eina og rauk út í skúr og náði í hekkklippurnar sem hanga svo fallega á sínum stað eftir að ég tók til í skúrnum þegar minn var í Englandi um daginn Joyful 

Ég var ögn kvíðin, hafði aldrei mundað svona græju áður en maður kallar nú ekki allt ömmu sína eða langömmu svo ég tengdi græjurnar við rafmagn og hófst síðan klippingin. Ég sá fljótlega að það hafði verið skynsamleg ákvörðun að byrja inni í garðinum. Hér var hægt að æfa sig og gera smá mistök án þess að allt nágrenið sæi mistök mín. Þetta gekk vonum framar fannst mér og ég klippti eina langhliðina af  þremur. Þá fannst mér nóg komið og tími kominn á pásu. Eftir smá pásu þar sem ég hafi virt handverkið fyrir mér tók ég klippurnar aftur og sjænaði nú smá og lagaði handbragðið.  Ég var reyndar orðin svo kjörkuð að ég ákvað að taka aðeins ofan af hekkinu á smá kafla. Sjá hvernig það tækist til. Það tókst vel, en nú var komin tími á að hætta og undirbúa kvöldmat. Svo kom minn elskulegi eiginmaður heim, ekki vildi ég vera auglýsa afrek mín en vænti þess að hann sæi afrekið og yrði hrifinn.

Enn...       minn maður stóð í stofuhurðinni og leit út í garð og svo saup hann hveljur!!!    

Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir runnann???

Nú er hann endanlega farinn!!!

Jááá... Whistling


Stjörnuspá

Ljón  Ljón: Þegar aðrir eru ringlaðir, er morgunljóst fyrir þér. Vertu varkár þegar þú leiðir þá í átt að skilningi á sýn þinni. Reyndu að skilja hvernig fólk þetta er.
 
Bjargar þetta mínum degi??? 
 
Skildi ég þurfa að vera skyggn til að skilja þetta?
 
Hversvegna er ég að lesa þetta?
 
Farin út að gera eitthvað vitrænna LoL 

Til hamingju Marta!

Aldeilis frábært afrek hjá Mörtu og vona ég að safnast hafi vel í rannsóknarverkefnið.

Held að það hljóti að vera alveg meiriháttar upplifun að ganga yfir Grænlandsjökul!


mbl.is „Glöð og pínu montin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband