Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ljón

LjónLjón: Helstu nauðsynjar eru mjög persónulegt fyrirbæri. Þú hefur þörf fyrir vissa hluti, og keyptu þá án samviskubits þótt Jón granni þarfnist þeirra ekki.


Þetta er nú frekar skondin spá. Ég man bara ekki eftir neinu sem mig langar í eða vantar.
Í fyrra sumar keypti ég mér pavillion þegar hún kom á tilboð. Ekkert meira um það, nema. . . Þegar ég kom heim eftir Íslandsferðina þá var Hans granni komin með slíka í garðinn hjá sér. Bara græn í stíl við hans hús. Þetta fannst mér alveg frábært og óskaði honum til hamingju með nýju pavillonina. Já, Guðrún, sagði þessi elska, ég fékk mína á sama verði og þú þína. Þessi krúttmoli hafði þá orðið svona hrifin af minni en það tók hann svo langan tíma að ákveða sig, þannig að tilboðinu var lokið þegar hann hafði tekið ákvörðun. En svo fór hann af stað nú í vor og afraksturinn var pavillion sem kostaði það sama og mín. Held að okkur Hans granna vanti ekkert núna, nema gott veður og það kaupir maður ekki hér Tounge


Þolinmóð og hjálpsöm. Engin ástæða til að efast um góða gjörninga.



Ég er þolinmóð.
Eins og fram kemur í blogginu hér á undan fikraði ég mig í gegnum flókinn símaleiðbeiningafrumskóg Simens og Mile. Það kom ekki fram þar að rétt áður en símtalinu lauk slitnaði samtalið!!! Hvað gerði ég? Beið eftir að afgreiðsluspurningasímaþjónustustúlkanfrásimensogmile hringdi! Hún gerði það og gladdi mig einstaklega með því að segja mér að viðgerðamaðurinn kæmi á milli 11 og 16 mánudaginn 5. maí. Einmitt, alveg snilld að geta ekki verið í skólanum því maður þarf að vera heima ef þvottavélaviðgerðarmaðurinnfrásimensogmile kemur :$ Held ég semji við Hans og Grétu. Þau eru nánast alltaf heima og vita hverjir koma hingað svo þetta ætti ekki að trufla mikið :haha:

Meira af skemmtilegum fréttum. Þegar ég var á Ísl. bauðst ég til að hjálpa Stínu systir að undirbúa flutningana. Jebb, roð, roð, ég er svo góð 8)

Hvað ég gerði?
Nú, ég fór inn í svefnherbergið hjá henni og tók niður svefnherbergisgardínurnar, fékk mömmu til að þvo þær og Mette til að smygla þeim til Dk. Núna eru þær hér í tölvuherberginu og lúkkið út á götu hefur batnað um rúmlega heilan helling.
 
Já, svona er ég hjálpsöm, gamall skáti og alltaf viðbúin
Halo

Það er alveg satt, hjálpa gömlu blindu fólki yfir götu hvort sem það vill eða ekki.

Sideways


Þú ert númer 10 . . .

Í nóvember sl. keypti ég mér nýja þvottavél. Fyrir átti ég 5 ára gamla vél sem sífellt hafði verið að svíkja lit. Þessi svik gerðu það að ég ákvað að snúa á þessa svikamillu og henti henni út á hauga! Fór og keypti nýja þvottavél. Að þessu sinni var keypt vél sem mig LANGAÐI í. Merkið og tegundin var í lagi. Enn... það er sennilega ekki nóg að fá það sem maður vill, því það er kannski ekki endilega eins og maður vill. Vélin mín nýja er þannig. Fullkomið merki, rétta tegundin en virkar bara ekki rétt. Ég fór í bullandi afneitun og svo í meðvirkni, en ekki lagaðist vélin. Nú hef ég ákveðið að horfast í augu við vandann og er nú í símanum að "tala" við þá Simens. Fyrst fékk ég númerið, hringdi. Var beðin um að velja 1 ef ég væri privatkúnni, 2 ef ég væri fyrirtæki. Mér fannst ég privat. Nú átti ég að velja 1,2,3,4 eða 5 etir því hvort ég væri með, eldavél, viftu, þurrkara, þvottavél o.s.fr. valdi þvottavél og þurrkara númerið. Þá þurfti ég að velja hvort þetta væri þvottavél eða þurrkari. Valdi þvottavél. Þá var ég beðin um að velja hvort ég vissi E númerið á vélinni minni. Valdi að vita það ekki. Þá þurfti ég að velja hvort þetta væri þetta eða hitt raftækið, valdi þvottavél. Hljóp fram í þvottahús til að lesa E númerið ef ég þyrfti að slá því inn. Tilbúin beið ég eftir næstu handleiðslu símanns. Nú fékk ég að vita að nú væri ég komin í þjónusturöð og að ég væri númer 10 í röðinni. Nú er ég númer 2 og búin að blogga LoL

Over and out, best að vera tilbúin með E-númerið.

Skildu þeir geta gert við vélina???? 

Kemur í ljós af afmælinu hennar Birnu Wink

En nú er ég NÚMER  


Skýr í gír - gír í skýr . . .

Já, hér er fjör Wizard

Kannski ekki fjör eins og ég mundi velja ef ég ætti þess kost. Nei, þetta "fjör" er af öðrum toga. Byrjaði í gærkvöldi þegar ég drekkti Nokia símanum mínum í vatni sem ég vissi ekki að væri í bílnum hjá mér Blush Skilst þannig: Ekki mér að kenna. Það sem gerðist var þetta: lokið á vatnsbrúsanum lokaðist ekki nógu þétt og lak því úr flöskunni í hólf milli framsætanna sem síminn minn lá. Það virkar ekki vel á svona síma. Ég reyndi að þurrka hann þegar heim kom. Prófaði að kveikja á honum og það var næstum í lagi meðan ég sló inn pin númer. Reyndi að svara smsum sem ég hafði fengið en þá var takkaborðið komið í rusl. Í stuttu máli simkortið læstist, mundi ekki hvar pukkóðinn var svo í morgunn stormaði ég í Teliabúðina til að láta opna kortið og eins til að kaupa hleðslutæki við síma sem ég fann um daginn þegar ég ryksugaði sófann og reif allar pullurnar úr. Sími þessi tíndist hér um jólinn og ekki heiglum hent að finna svona örsíma Pinch Strákurinn í búðinni var hin liprasti í byrjun, opnaði simkortið og svo spurði ég hvort hann gæti séð hvort þessi örsími sonar míns væri læstur. Þá þarf að hlaða hann. það var ákveðið að hlaða hann meðan við skoðuðum símaáskriftirnar sem ég er með hjá þeim, 6 númer 4 í heimili Whistling Ekki reyndist örsíminn nægilega hlaðinn þegar þessu var lokið og vildi nú þessi hjálpsami drengur opna símann og taka batteríið úr og ég veit ekki hvað. í símanum var simkort sonarinn og ekki fannst hjálpsamabúðardrengunum að það lægi nægilega vel í og fór hann nú að rífa og tæta í kortið. Ég bað hann að láta það vera síminn hefði virkað vel síðast þegar hann var hlaðinn. Já, en þetta á ekki að vera svona sagði hjálpsamibúðardrengurinn og hélt áfram að hrista og fikta í símanum þangað til að honum hafði tekist að brjóta eitt hak í simkortamóttakinu og nú komst ekkert simkort í símann. Hvað gerir þú nú spurði ég. Það veit ég ekki sagði hjálpsamibúðardrengurinn, það er ekkert víst að þessi sími hafi verið í lagi þegar þú komst með hann!!! Ég held þú verðir að láta gera við hann sagði ég. Ertu með kaupnótu spurði hjálpsamibúðarfokkingdrengurinn? Nei, vinur, sonur minn á þennan síma og eins og er þá er hann í Asíu. Já, ég get ekkert gert sagði þessi fokkingsauður. Síminn getur ekki hafa verið í lagi þegar þú komst!!!

Dönsk afgreiðslukurteisi í hnotskurn.

Það skemmtilega er að þessi &$%#"W#%/&#$#$ kemur oft á kaffihúsið hjá Ingunni Pingunni. . .

 

Ó, já. . .

Humm...

... og svo tíndi ég auðvitað simkortinu því enginn var síminn til að setja það í þegar ég rölti mér út úr þessari búð.

Spurning hvort það hefur lent inni í fóðrinu á töffarafrakkanum mínum, það er nefnilega gat á öðrum vasanum Sideways

Skildi ég komast til Íslands á eftir eða heldur fjörið áfram?

Framhald síðar LoL


Meira myndablogg

Ákvað að setja inn myndir frá síðasta ferðalagi. Er þannig að ná í "skottið" á mér Wink Mikilvægt að fjölskylda og vinir geti nú fylgst með hvert öðru þegar svo margir eru á brölti út um allt LoL

Ferðin til Marakó lá í gegnum Heathrow. Já, nákvæmlega!!! Terminal 5 var áfangastaður þegar komið var frá Hamborg. Það var skrítin tilfinning að hafa lesið um töskuvandamálin þarna og lenda svo sjálfur í vandamálinu!

 

apríl 08 002

 

Ég var þó heppnari en margir. Taskan fannst eftir um 2ja tíma leit.

 

apríl 08 006

Úti urðum við að bíða 1 tíma eftir hótelbus (hefðum átt að taka taxa).
Þannig fóru 3 dýrmætir tímar í ekkert, en planið var að skjótast inni borgina og berja hana aðeins augum.

apríl 08 011

Hótelherbergið í Lon og don var lítið enda átti bara rétt að sofa þar yfir blánóttina.

Við fórum snemma á fætur og nú tókum við taxa út á flugvöll. Vel gekk að tékka sig inn og flugið til Madríd fór fínt upp og fallega niður. Alltaf gott mál þegar þannig gengur. Í Madríd þurftum við að bíða í vélinni meðan þeir sem ekki ætluðu lengra yfirgáfu vélin. Þegar það lið var farið var okkur smalað í rútu og nú hófst rútuakstur um neðanjarðargöng Madrídarflugvallar. Var ekið með okkur í ótrúlega langan tíma um þessi göng og ranghala. Á einhvern leiðarenda komum við og þar var okkur hleypt út. Ekki var erfitt að finna út hvert við áttum að fara, því allt var sett upp í pottþétt kerfi sem virkaði. Við komumst svo í vélina sem flutti okkur til Tanger.

Á Tangerflugvelli beið okkar einkabílstjóri á Landkruser Wink
 Hann ók okkur á 5 stjörnu hótel og þar var nú þokkaleg aðstaða. 

apríl 08 014

Rúmgott og bjart herbergi.

apríl 08 017

Góðar "svalir", yndislegur gróður og fínn hiti Grin

Við skelltum okkur strax í göngutúr í góða veðrinu.

apríl 08 023

Byrjuðum í garðinum við hótelið.

apríl 08 026

Utan við garðinn var ströndin og seglskúta á ferð Grin

apríl 08 027

Því lá leiðin niður á lystbátahöfnina, hvað annað? LoL

apríl 08 032

Veður var þannig að ekki var vandamál að stúta einum köldum utan dyra Wink

 

apríl 08 046
 
Að vanda tókum við daginn snemma og þarna vorum við ekki svikin. sólaruppkoman var yndisleg! 
Þarna vorum við komin á fætur kl. 6.00 að Marakóskum tíma, sem 8.00 að dönskum tíma, 7.00 að enskum tíma og 6.00 að íslenskum tíma. Skondið, ef spáð er í staðsetningu landsins.
 
apríl 08 067
Eftir góðan göngutúr var ljúft að setjast að morgunnverðarsnæðingi utan dyra Joyful
 
apríl 08 069
Þessa 2 hittum við á ferðum okkar LoL
 
apríl 08 070
...og þessa 2 sáum við Wink
 
apríl 08 081
Þessi 2 voru ansi kát Grin
 
apríl 08 095
 Þetta var ótrúlegur draumur Halo
 
apríl 08 111
Að loknum ævintýralegum degi var við hæfi að innbyrða kvöldmatinn í huggulegu umhverfi.
Maturinn var ekki neitt sem olli vonbrigðum frekar en annað þarna . . . 
 
apríl 08 123
Já, mín var glöð þegar hún komst á netið.
Netið var hægvirkt en við gátum kíkt á mbl.is.
Möst að fylgjast með. Whistling
Þetta var svona smá í myndum frá stuttu, spennandi og ótrúlegu ferðalagi til Marokkó.

Myndablogg

Ég hef átt í brasi með að setja myndir úr nýju myndavélinni inn í tölvuna. Nú hef ég snúið á nýju fínu tölvuna með (hel..)Vista og set með góðum árangri myndir inn í litlu nýju tölvuna sem er með einfaldara Vista en hin. Af þessu tilefni ætla ég að setja inn smá myndasyrpu frá þessu ári.

Byrja á því að setja inn mynd sem litla Rósin okkar gerði á listaskólanum sínum. Fyrir þá sem eru nýir hér þá er hún fósturbarn hjá okkur 4 sólarhringa í viku. Snótin er 17 ára í árum en yngri í sér. Hún er greind með einhverfueinkenni og fleira. Yndisleg snót sem trúir á það góða í þessum heimi. Hún er mikill teiknimynda teiknari og því fannst mér spennandi að setja hana í listaskóla og vinna öðruvísi með myndlist. Hún nýtur þess.

01 - 03  2008 090

Þessi mynd er unnin með bleki og pensil.

 Upp úr miðjum janúar skelltum við okkur með prinsessuna til Stettin í Pólandi. Með í för voru góðvinir okkar Sveinn og Dagga ásamt sínum þremur börnum. Okkur fannst alveg snilld að Galaxy mollið var jólaskreytt. Veit ekki hvernig þetta er hjá Pólverjum með jólahald en það var gaman að sjá þetta.

01 - 03  2008 095

Svo  dönsuðum við í kringum tréð...  Tounge

01_-_03_2008_105.jpg

Fórum á útimarkað og keyptum . . .
PRINS POLO LoL

Í lok janúar skellti ég mér í spinningmaraþon og hjólaði í 4 tíma og 20 mínútur. 

Spinningmaraþon

Hér er ég með Döggunni minni og engin spurning þetta er bara toppurinn LoL

 01 - 03  2008 211

Afmæli Rósarinnar.
Eins og frá var sagt var farið út að borða.
Mikil upplifun fyrir snótina.Wizard

01 - 03  2008 256

Páskarnir gengu í garð.

01 - 03  2008 279

Okkur tókst að fá BT með okkur í bíó og það var nú haldið hátíðlegt með smá poppi Whistling

01 - 03  2008 284

Svo fór að snjóa . . .

 01 - 03  2008 287

Rósin notaði snjóinn í garðinum og bjó til Pandabjörn Grin

03.08 185

Svo kom að Berlínarferðinni.
Þar vorum við á nýju móteli sem heitir Motel One. 

03.08 189
Það var töff þó ekki væri plássið mikið þá vantaði ekkert Wink
Litirnir minntu mig á Dögguna Heart

03.08 271

Ég var voða dugleg og fór með hraðskreiðustu lyftu Evrópu upp 93 metra á 20 sekúndum.
Fékk þokkalega í eyrun. Wink

03.08 207

Sjáið "fjallið". Þarna fór ég Grin

Látum þetta gott heita af myndabloggi í bili Sideways

 


Tetta er ekki ad gera sig . . .

Fost i London og ekki utlit fyrir ad madur komist heim i dag. Langar bidradir af folki med somu vandamal. Aflyst flug. Logreglumenn sem vappa um 2 og med hridskotabyssurnar sinar. Litt skemmtilegt astand. Vil bara komast fra London og aetla ekki hingad i brad!!!

 


I London . .

Farin ut ad leika i snjonum.

Meira seinna, nettiminn ad verda buin


Tilraun til fréttafluttnings . . .

Lqngqdi svo ad setjq inn sma fréttir qf okkur en tqd er ekki audvelt. I London datt 2 ut fyrr en sidq,legt er og ko,mst tvi ekki a netid.  ég var ein af teim tarBlush Jebb... tessu, sem tindu toskunum sinum a Heathrow, kerfid teirrq virkqdi ekki og tqkqn min tind i 2 tima. Kostar sér ferd til Lon og don seinna; bara redda tvi. Ferdin hingad til Marokko gekk vel. Vid vorum sidust i gegnum passakontrolid. Bara typikal. Tess vegna kann eg svo vel ad meta tegar eg graedi tima. Vildi segja fra aefintyrinu her, en tetta takkabord hentar mer ekki til tjaningar ne heldur sniglqhradinn a netinu. Ta er tolvan ekki med USB svo ekki er haegt ad setja inn myndir.

Einkasonurinn lagdi af stad i sina heimsreisu i dag og muttan alveg i  molum yfir ad sja hann ekki fyrr en i agust.

En hér er eg a 5 stjornu hoteli og er nu satt vi tad. Er virkilega komin upp a lag med ad vera fritt a hotelum. Whistling

Held eg gefist upp a ad tja mig meira her ad sinni. Takka teim er haf kvittad her a undan.

Bestu kvedjur fra flokkurofunni LoL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

us


Var að græða!!!

Vildi bara leyfa ykkur að gleðjast með mér LoL 

Ó, já. Ég var að græða og það er nú alltaf betra en að tapa ekki satt?

Ég er búin að ólmast eins og samviskusamur púki við námið mitt. Notaði páskana í það meira en góðu hófi gengni. Meira að segja í Berlín var ég að læra Halo Þetta var jú, vinnuferð fyrst enginn slasaðist, laun og alles fyrir starfsmenn og alles fyrir viðhengi LoL 
Þegar maður leggst í svona víking eins og ég er lögst í, þá verður maður að halda vel á spöðunum til að skila. Nógu töff stundum þó ekkert sé. En allavega ég var á leiðinni að skila flestu í dag. Það var þá sem ég lenti í gróða. Skilafresturinn er ekki næstkomandi föstudag heldur föstudaginn þar á eftirWizard

Nú fer ég bara í frí. Pakka kannski smá niður og hvíli mig svo með tærnar upp í loft.

 

Verð bara að muna að skila á réttum tíma Whistling

Svo gott að græða stundum LoL


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband