Sorg í ...

Sorg í sinni og litlu hjarta.

Rosalega er erfitt þegar kveðjustund sem var í fjarska steypist yfir þig. En þannig er og verður líf sumra. Ákvarðanir fluttar til vegna eigin hagsmuna og langana. Sumir eru þeim eiginleikum gæddir að geta aðlagast beitingum nokkuð auðveldlega, jafnvel með gleði. En ekki allir. Litla viðkvæma sálin sem á svo erfitt með að henda reiður á svo margt í þessu flókna lífi þarf öryggi, festu og endurtekningu. Slík sál á erfitt með breytingar, þarf tíma, þarf að finna öryggi. Trúa að allt verði í lagi. Treysta.
Ekkert af þessum atriðum er til staðar í dag. Það er, öryggið, trúin og traustið.

Að fá að heyra að með til komu manns inn í flókið og tætt líf þessarar sálar, hafi komið birta og öryggi. Að heyra hana útskýra á einfaldan hátt, ástæðu þess að líf hennar er með þeim hætti sem það er, kallar fram tár í auga.
Að baki orða hennar liggur skilningur sem er svo djúpur að undrun sætir, þegar litið er til þess að hvert  einfalt atriði í daglegum gjörðum viðkomandi getur reynst þrautinni þyngri að leysa.

Þetta var það sem ég vildi sagt hafa hér í byrjun dags.

 

 

Er sem sagt að fara til Tyrklands.

Alltaf gott að vera búin að koma á staði sem maður þarf kannski að fara á . . .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega mikið í gangi, þú segir mér frá því seinna. Vona að allt fari vel þó ég óttist aðstæður vinkonu minnar.  Erfitt fyrir ykkur að fá engu ráðið.  Verð í bandi og knús og klem á Gul.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hugsa til þín , best að vona allt það besta, senda ljós á þær aðstæður sem koma

góða ferð !

knús í krús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ásdís mín, þetta er erfitt fyrir hana en ég verð að trúa því að aðstæður verði í lagi og því fer ég til að fá það staðfest.

Takk fyrir hlýjuna Steina mín, þetta er eins og með hana nabo þina, ekki eru allir eins og okkur þætti viðunandi

Guðrún Þorleifs, 3.7.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Hulla Dan

Góða ferð til ykkar. Vona að allt verið eins og best er á kosið.

Endalaust af knúsi til ykkar.

Hulla Dan, 3.7.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég skil auðvitað hvorki upp né niður en óska ykkur alls hins besta.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 13:17

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Datt inn á síðuna þína á blogginu, vona að allt fari vel og allt sé í lagi.  Hugsum til ykkar.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 14.7.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband