Skýr í gír - gír í skýr . . .

Já, hér er fjör Wizard

Kannski ekki fjör eins og ég mundi velja ef ég ætti þess kost. Nei, þetta "fjör" er af öðrum toga. Byrjaði í gærkvöldi þegar ég drekkti Nokia símanum mínum í vatni sem ég vissi ekki að væri í bílnum hjá mér Blush Skilst þannig: Ekki mér að kenna. Það sem gerðist var þetta: lokið á vatnsbrúsanum lokaðist ekki nógu þétt og lak því úr flöskunni í hólf milli framsætanna sem síminn minn lá. Það virkar ekki vel á svona síma. Ég reyndi að þurrka hann þegar heim kom. Prófaði að kveikja á honum og það var næstum í lagi meðan ég sló inn pin númer. Reyndi að svara smsum sem ég hafði fengið en þá var takkaborðið komið í rusl. Í stuttu máli simkortið læstist, mundi ekki hvar pukkóðinn var svo í morgunn stormaði ég í Teliabúðina til að láta opna kortið og eins til að kaupa hleðslutæki við síma sem ég fann um daginn þegar ég ryksugaði sófann og reif allar pullurnar úr. Sími þessi tíndist hér um jólinn og ekki heiglum hent að finna svona örsíma Pinch Strákurinn í búðinni var hin liprasti í byrjun, opnaði simkortið og svo spurði ég hvort hann gæti séð hvort þessi örsími sonar míns væri læstur. Þá þarf að hlaða hann. það var ákveðið að hlaða hann meðan við skoðuðum símaáskriftirnar sem ég er með hjá þeim, 6 númer 4 í heimili Whistling Ekki reyndist örsíminn nægilega hlaðinn þegar þessu var lokið og vildi nú þessi hjálpsami drengur opna símann og taka batteríið úr og ég veit ekki hvað. í símanum var simkort sonarinn og ekki fannst hjálpsamabúðardrengunum að það lægi nægilega vel í og fór hann nú að rífa og tæta í kortið. Ég bað hann að láta það vera síminn hefði virkað vel síðast þegar hann var hlaðinn. Já, en þetta á ekki að vera svona sagði hjálpsamibúðardrengurinn og hélt áfram að hrista og fikta í símanum þangað til að honum hafði tekist að brjóta eitt hak í simkortamóttakinu og nú komst ekkert simkort í símann. Hvað gerir þú nú spurði ég. Það veit ég ekki sagði hjálpsamibúðardrengurinn, það er ekkert víst að þessi sími hafi verið í lagi þegar þú komst með hann!!! Ég held þú verðir að láta gera við hann sagði ég. Ertu með kaupnótu spurði hjálpsamibúðarfokkingdrengurinn? Nei, vinur, sonur minn á þennan síma og eins og er þá er hann í Asíu. Já, ég get ekkert gert sagði þessi fokkingsauður. Síminn getur ekki hafa verið í lagi þegar þú komst!!!

Dönsk afgreiðslukurteisi í hnotskurn.

Það skemmtilega er að þessi &$%#"W#%/&#$#$ kemur oft á kaffihúsið hjá Ingunni Pingunni. . .

 

Ó, já. . .

Humm...

... og svo tíndi ég auðvitað simkortinu því enginn var síminn til að setja það í þegar ég rölti mér út úr þessari búð.

Spurning hvort það hefur lent inni í fóðrinu á töffarafrakkanum mínum, það er nefnilega gat á öðrum vasanum Sideways

Skildi ég komast til Íslands á eftir eða heldur fjörið áfram?

Framhald síðar LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

so so so, dönsk hvað, þatta er ekki allsstaðar svona, þetta skrifar þú bara af því þú ert pirruð út +i hann strákinn.

anda inn

anda út

brosa

BlessiÞig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég skil nú vel að þú sért pirruð út í strákfíflið, gastu ekki fengið að tala við verslunarstjórann?

Og svo er sagt að kúnnarnir eigi alltaf að hafa rétt fyrir sér....

Lilja G. Bolladóttir, 15.4.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Hulla Dan

Fáðu Ingunni Pinugunni til að hnerra í kaffið hans næst þegar hann kemur á kaffihúsið.
Ég hef oboðslega sjaldan fengið fyrirmynda þjónustu hér í dk...

Verðum að fara að ákveða hitting. Hvenær kemur þú frá Íslandinu? Og hvenær ferðu?

Hulla Dan, 15.4.2008 kl. 16:35

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Arg!! ég hefði orðið brjáluð við þennan dreng en rosalegur hrakfalladagur var þetta hjá þér Guðrún mín

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Satt hjá þér Steina, enda gerði ég það og labbaði út án þess að steypa mér yfir hann

Lítið um það í dk að kúnnarnir hafi rétt fyrir sér svo ég eyði ekki tímanum í að breyta því Lilja

Enginn spurning Hulla mín, það er ástæða fyrir þokkalegum rólegheitum hjá mér. Ingunn Pingunn klárar málið.
Er núna á Isl. Kem heim á sunnudag og langar að hitta þig í vikunni sem þá kemur með múttu

Huld, pældu aðeins í þessu  Nú er ég á Ísl. án Símanúmera!!! ha ha ha.. Bara fjör

Knús á ykkur og takk fyrir kvittin og innlitin

Guðrún Þorleifs, 16.4.2008 kl. 10:29

6 identicon

Mouhahaha!

Bara ad bidja um yfirmanninn. Annars megum vid vist thakka fyrir ad thurfa ekki ad eiga vid Danskinn herna i indlandi. Her eru allir thjonustulundin uppmalud... en thad kostar audvitad nokkrar rupiur aukalega :)

Bestu kvedjur ur Kashmir

Baldvin og Birna

Baldvin 19.4.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband