Á ferðinni :)

 
Júní 016
Skellti sæti undur afturendann og fór með mínum í bíltúr í síðustu viku.
 
Gaman að sitja hærra en venjulega og sjá vötn og landslag sem ekki sést á fólksbílum Wink
 
Júní 008        Júní 021
Leiðir okkar lágu víða. Á hraðbrautum DK og SE, með ferjum milli landa og innan DK, yfir brýr og í undirgöng, inn í stóra og litla bæi. Eftir sveitavegum hér og þar. 
Að sjálfsögðu var öll tækni með í ferðinni og konan online.
Mikilvægt að fylgjast með fréttum og "bulla smá" á netinu við ættingja og vini.
Ekki minni snilld að geta notað þessa tækni til að skoða leiðir sem á að fara.

Nú erum við komin með Flakkaranet og því má líka fara að búast við bloggi frá konunni þar sem hún siglir fyrir seglum á Flensborgarfirði í glampandi sól og helst smá roki.
Já stundum er rokið gott og stundum ekki.
 
 
 Júní 029
Mættum þessum bíl á hraðbraut á Skáni.
Held helst að þetta hafi verið Hans og Gréta á ferðinni því aftur úr bílnum láku kornmolar.
 
Júní 031
Það eru engin fjöll á Skáni Wink
 
Júní 048
 Svíar eru með sveitavegi sem eru eiginlega ein og hálf braut.
Mér fannst þetta alger snilld þangað til við lentum á eftir þessum sænsk númeraða flutningabíl. 
Hann ók alltaf á heilu akreininni og safnaði þvílíkt af bílum fyrir aftan sig og olli þar með hættulegum framúr akstri þeirra er hraðar máttu aka. 
 
Júní 049
Litli sendibíllin var voða almennilegur eftir að hann hafði tekið fram úr þessum "bíltappa" og 
var með sýnikennslu fyrir "tappabílstjórann". Sú kennsla bar ekki árangur WinkJúní 067
Hér er dæmi um annan "tappabílstjóra".
Þessum fannst það rétta leiðin að velja hraðbrautina
fyrir gamla, lélega bílinn með lúnu kerrunna.
Þrátt fyrir léttaflutning (einangrunarull) komst kappinn ekki hraðar en 60 km.
Bara ef þið eruð ekki viss, þá velur maður sveitavegi í svona tilvikum.
Cool
 
Júní 026
Viðvörun við hjólastíg.
Skemmtilegt að sjá að viðvörunar merkin í Se eru rauð og gul eins og á Ísl. 
 
Júní 050
Krúttlegt sænskt býli sem liggur við hraðbrautina. 
 
Júní 061
Farmurinn þarf ekki að fylla mikið til að vigta mikið.
 
 
Meira af ferðalagi mínu í næsta bloggi.
Þangað til, lifið heil!
Cool
 
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Skemmtilegar myndir og gaman að fylgjast með.

Takk fyrir mig, knús og kram ;)

Aprílrós, 28.6.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hjónin sem sagt komin á faraldsfætur ef ég skil myndirnar rétt.  Farið bara varlega elskurnar! 

Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband