Réttlætanlegt eða óásættanlegt???

Er að velta því fyrir mér að þegar ég þarf að breyta minni flugáætlun, þá hef ég samband við viðkomandi flugfélag, fæ breytingu á flugáætluninni og borga fyrir það um fimm þúsund krónur. Mér finnst það ásættanlegt.

En...  þegar flugfélagið þarf að breyta flugáætluninni minni, þá þarf það það ekki að borga mér krónu! Nú er það þannig að ég og mín fjölskylda erum talsvert á flugferðinni og því fylgir ákveðið skipulag. Vinna þarf að passa saman við ferðaáætlun,  tíma þarf til að pakka niður og ná út á viðkomandi flugvöll sem er í nokkurra klukkustunda akstursleið frá heimilinu. Stundum er líka um áframhaldandi flug að ræða. Nú höfum við lent í breytingum af hálfu flugfélagsins fimm sinnum á 10 dögum. Þessar breytingar á flugáætlun flugfélagsins hafa borist okkur með vel innan við dags fyrirvara.  Þetta hefur í öllum tilvikum komið sér illa fyrir okkur.
Við eigum, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu, engan rétt á að krefja það um greiðslu vegna þessara breyttu flugáætlana.  Mér finnst það óásættanlegt. Í einu tilvikinu var boðið upp á flugvél þar sem fólki var pakkað svo þétt í sætaraðir að ógerlegt var fyrir smávaxið fólk að hreyfa fæturna eða halla sætisbaki. Þá var vart pláss fyrir matarbakka. Ekki var heldur hægt að lesa blöðin nema halda þeim hátt yfir höfði sér.

Er þetta í lagi?

Hver er réttur neytenda í svona tilvikum í raun?

Getur þetta virkilega gengið svona?

Hvað finnst þér? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi bévítans flugfélög komast upp með allt of mikið því við erum svo háð þeim, réttlátt verður það aldrei.  Hvenær ferður?? og hvenær fór Billi?  það verður gaman að heyra í þér fljótlega. Allt annars bara gott af mér.  Góða ferð elskuleg.  Kann vel við síðuna þína. Double Kiss  Girl In Bed

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Hulla Dan

Nei þetta er sko ekki í lagi!
Prófaðu að tala við neytenda samtökin. Mér finnst þetta eigi að vera eins á báða bóga. Finnst það reyndar líka með margt annað, en þar sem ég er bara krækiber í þessu samfélagi og óframfærin í þokkabót, hef ég sjaldnast eitthvað um málin að segja.

En ertu sem sagt að koma heim??? Líst ljómandi á það og kemst í jólaskap við nýja útlitið á síðunni   (sem er jákvætt)

Endalaust af knúsi á þig

Hulla Dan, 2.8.2008 kl. 05:34

3 identicon

Sæl elsku Guðrún mín og tusund þakkir fyrir sendinguna :) frétti af henni nokkrum dögum seinna :) algjört bull hvað þessi flugfélög eigi mikin rétt :) og ég sem er að verða föst hér á klakanum :) hafiðu það sem best kæra vinkona bestu kveðjur Dagga

Dagga 2.8.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

starfandi fyrir flugfélag veit ég að margt getur komið upp á sem orsakar seinkanir. Svo sem farþegi sem ekki skilar sér, bilun á vél, seinkun á vél annars flugfélags (hefur þá með flugumferð að gera) o.sfrv. osfrv.

En breyting á áætlun og ÞAÐ 5X Á 10 DÖGUM. Þetta getur ekki staðist lagalega. Gaman væri að fá að vita af hvaða orsökum þeir hafa tekið þessar ákvarðanir um breytingar.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband