Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Núna veit ég . . .

. . . vil bara segja ykkur ágætu lesendur að ég er alveg með skótískuna í Köben á hreinu!

Þegar ég hristist til Köben í rigningunni um daginn þá var ekki ég samt ekki svo illa farin þegar ég kom í borgina að ég næði ekki að skjóta sjónum á það helsta sem er í gangi í tískuheimi  Köben Cool Það sem stendur upp úr í þeirri skoðun sveitakonunnar eru stígvél. Helst há, reimuð að framan eða með spennu á hliðinni. Ef þau eru þannig þá kosta þau 599,- og því töff. Ef þau eru lág einlit með glimmer og kosta 200,- þá eru þau ekki eins inn. Mér sem heimsótti virðulegan höfuðstaðinn berfætt í táskóm þótti þetta afar skemmtileg uppgötvun og sé alveg fyrir mer að ég fjárfesti í einum svörtum uppháum með spennu á hliðinni á 599,- stígvélum á þriðjudaginn                           .... þegar ég er búin að senda prinsessuna í aðra heimsálfu. Henni fannst þetta bara ekki flott, en þar sem mér finnst þetta ferlega fyndið og sé mig í anda í íslensk hannaðri ullarsveiflupeysu af flottustu gerð með flotta íslensk hannaða ullarhúfu af töffaðri gerðinni, bruna um á Bensanum í þessum líka stígvélumá milli húsa í suðursólarsveitaborginni SDB Whistling Kannski ég ætti þá að fá mér hest og vera umhverfisvæn. Allavega væri ég komin með stígvél næstum við hæfi. Tounge

Ó jeeeeeeee Whistling

Næstu fréttir af ljónynjunni verða líklega þær að hún hafi keypt sér tvenn pör af stígvélum Shocking or not ......................................


Draumur

Í nótt dreymdi mig draum.

Í morgunn þegar ég vaknaði, mundi ég enn drauminn.

Þegar ég var búin að skutla B.T. í vinnuna var ég enn að hugsa um drauminn.

Þar sem það er engin skóli í dag er ég að hugsa um að segja ykkur frá þessum draumi.

Nú skaltu ekki halda að þetta sé merkilegasti draumur ársins eða dagsins, alls ekki ! ! !

Láttu þér ekki detta í hug að hann hafi einhverja merkingu og það sé þess vegna sem ég skrifa hann.

Láttu þér ekki detta í hug að ég skrifi hann hér svo þú getir ráðið hann fyrir mig.

Nú skal ég segja þér hvers vegna ég skrifa hann. Ég man hann og finnst hann smá fyndin. Geri samt ekki ráð fyrir, nér ætlast til að þér finnist það. Ég hef sérstakan, einstakan smekk á húmor og hlæ því stundum ein Wink

Nú er ég næstum búin að gleyma draumnum og verð því að skálda.

Í nótt dreymdi mig að ég var stödd úti í sveit hér í Dk með mínu fólki, Við vorum á stað sem mér fannst Hulla frænka eiga. Hún var ekki þarna en væntanleg. Þarna var hægt að kaupa grænmeti og við ákvæðum að versla smá því grænmetið var girnilegt. Meðal annars var búið að rífa niður gulrætur með grófu rifjárni og hægt að kaupa þær eftir vigt. Ég ákvað að fá mér gróf rifnar gulrætur og svartar ólívur. Þegar kom að því að borga þetta hjá stúlku sem var að vinna þarna þá var húnafar ókurteis við mig og ég leit á hana steinhissa, átti ekki von á þessu. Þá sagði afgreiðsludaman: ef þú ert eitthvað óánægð þá getur þú bara hætt við að kaupa þetta. Ég leit á hana og sagði að það hvarflaði ekki að mér að hætta við þessi en kaup en aftur á móti hefði ég áhuga á að ræðu þau við hana Hullu frænku mína. Þetta var greinilega rosa hótun því afgreiðslustúlkan fölnaði og draumurinn var búin eða allavega man ég ekki meira. . .

Já Hulla mín, mig bara dreymir þig á næturnar, svo ég held að við ættum að fara að hittast og fá okkur gulrótarsalat með ólífum Whistling


Ný á blogginu

Loksins tókst prinsessunni að stofan blogg. Virtist sem vafrinn ætlaði að vinna gegn þessu góða framtaki en þrjóska ljónið sigraði Wink Ef þið viljið fylgjast með Ameríkubrölti hennar þá er síðan hér

Ferðin til Köben í gær gekk vel, þrátt fyrir að, ég væri með ofnæmiskast ársins, ömurlega rigningu í kóngsins Köben og að ferðast væri í óþægilegum sætum DSB Pinch

Bíllinn minn er í Köben þessa dagana svo við vorum sóttar á lestarstöðina og ekið í sendiráðið US og A. Eftir góða stund í þeim húsakynnum hélt ég með prinsessunni og einkasyninum í miðbæinn þar sem vagninum var parkerað og haldið á veitingastað til að næra kroppinn og vökva. Síðan fór einkasonurinn í skólann og við mæðgurnar áttum fínan dag saman þrátt fyrir rigningu. Mæli samt ekki með því að vera máta föt og líta út eins og hundur dreginn af sundi. Humm... nema maður ætli ekki að kaupa neitt Wink En eins og tryggir lesendur síðunnar vita, þá er nóg pláss í fataskápum ljónynjunnar Halo
Þegar einkasonurinn og tengdadóttirin voru búin að troða í sína hausa náðist smá stund saman yfir kaffibolla áður en haldið var með höktandi lestinni heim. Vel frekar að keyra næst Tounge


Þá kom að því . . .

Á föstudaginn gerðist hér stór viðburður, prinsessan fékk tilkynningu um að hún væri komin með fjölskyldu í USA, nánar tiltekið í Missouri. Meira fengum við ekki að vita þann daginn. Mikil spenna hljóp í fjölskylduna hér, því þessu til viðbótar kom dagsetning á brottför prinsessunnar!!! Daman yfirgefur danska grundu þriðjudaginn 2 september!

Þó svo þetta hafi staðið til síðan í janúar, þegar við gáfum grænt ljós á þessa hugmynd örverpisins, þá er það allt annað mál þegar komið er að svona atburði Woundering Nú þarf allt í einu að drífa í þessu og hinu m.a. að fara til Köben og sækja um visa áritun á vegabréfið. Prinsessan var nefnilega búin að sannfæra sjálfa sig og einnig okkur foreldrana um að úr því ekki væri komin fjölskylda í júlí þá færi hún ekki af stað. Henni fannst það ekki koma málinu við, að leitað er að fjölskyldu út ágúst. Eitt vissum við heldur ekki þar sem við lentum inni á vitlausum upplýsingafundi í vor, að ef ekki er komin fjölskylda í lok ágúst þá tekur gestafjölskylda á móti barninu/unglingnum uns fundin er fjölskylda, svona er þetta hjá STS samtökunum.
Já, nú er allt að gerast, klipping í gær, keypt ferðataska (er svona endurnýjunartímabil á ferðatöskum á þessu heimili, allt úr sér gengið eftir flughleðslur hingað og þangað) tekin mynd i visa umsóknina. Prinsessan sett inn í hvernig hún eldar uppáhalds matinn sinn, kjúkling með spínati, sætum kartöflum og fetaosti. Hún hefur jú verið í námi í höllinni og þvi ekkert stundað eldamennsku síðasta árið. Í dag er síðasta sprautan hjá doksa og kíkk í búðir eftir gjöf handa usa fjölskyldunni. Á morgunn er enginn miskunn, á fætur kl. 05.00 og með lestinni til Köben kl 06.57 Pinch og á Hovedbanegaard bíður einkasonurinn á mínum eðalvagni til að aka prinsessunni og múttunni hennar í usa sendiráðið. Verður nú líklega einhver upplifun þegar hún fer í gegnum öryggistékkið þar og sennilega bara gott að vera búin að prófa það, áður en kemur að usa flugstöðum. Hefur samt góða "reynslu" af öryggistékki úr Gyðingasafninu í Berlín Pinch
Á fimmtudaginn veður pizzakvöld með þeim vinkonum sem eru hér í SDB. Föstudagurinn er planaður í það sem þá vantar að gera, laugadagurinn götugrill. Sunnudag er annað kveðjupartý, nú  fyrir íslensku vinkonur sem hér búa enn. Allt breytist. Ein danska vinkonan, herbergisfélaginn frá höllinni, er komin til Californiu sem high schoolnemi.  Smitaðist af áhuga prinsessunnar og fékk leyfi til að vera hjá danskri ömmu sinni í usa. Amman er mjög ánægð með það og var alveg til í að taka prinsessuna líka. Mér fannst það nú sætt en full mikið Smile

Ég er fegin að ég þurfti ekki að fara til Tyrklands í þessari viku, því nóg er nú að gera við undirbúninginn. Finnst þó slæmt að múttíin sem ég ætlaði með að heimsækja fósturbarnið er bara gufuð upp í augnablikinu og ég get hvergi grafið hana uppi Woundering Fósturbarnið inneignarlaust á gemsanum í Tyklandi og ekkert á netinu þessa dagana. Whistling Þetta á eftir að reddast því um leið og múttínin þarf á mér að halda, þá birtist hún eins og "Flösku-Dísa" forðum Tounge

Læt þetta gott heita að sinni, en vil þó segja ykkur að prinsessan ætlar að stofna bloggsíðu til að segja frá lífinu hjá nautgriparæktendum, lengst úti í sveit í Missourifylki í USA Smile


Smá myndblogg á meðan ég bíð eftir einhverju

Sumarið hefur liðið hratt. Þannig er lífið þegar það er gaman og mikið um að vera. Ég hef verið vananum trú og verið á faraldsfæti. Þannig hefur það einnig verið með aðra í þessari fjölskyldu.
Til að tipla á því sem á daga hefur drifið í stuttu máli ákvað ég að setja inn myndablogg.
Alltaf gaman af myndum Wink 
 
p6290165.jpg
 
Prinsessan lauk náminu í höllinni þann 29/6 og rétt náði að koma heim, borða kvöldmat, sofa smá og pakka síðan niður í tösku því nú var ferð hennar heitið til Íslands í sumarvinnu.
Áður en sólahringur var liðinn höfðum við foreldrarnir sótt barnið okkar og sent það áfram.
 
p7040166_647313.jpg
 
Litla Rósin okkar átti sér einn draum áður en hyrfi til suðurs í lengri eða skemmri tíma,
það var að fá að þvo glugga!!!
Mig undraði þessi ósk, en skýringin var að í skólanum var hún látin þrífa eldhússkáp á meðan strákarnir fengu að því glugga.  Að sjálfsögðu fékk hún þá ósk uppfyllta.
Nú eru hér krúttlegir taumar á öllum gluggum en þeir fá að vera aðeins lengur, bara sætt.
 
 
p7050182.jpg
 
Svo fórum við í ferðalag. Ó, já smá óvissa í upphafi ferðadagsins. Héldum að við værum að far með flugi til Tyrklands kl 19 um kvöldið. Héldum það alveg til kl 14 þá var ljóst að það var ekki svo. Plan B var tekið í notkun, fötum og þörfum hlutum skellt í bílinn og haldið af stað eftir hraðbrautum Þýskalands. Gaman að skoða þýskar hraðbrautir og trén með fram þeim. Fórum til Trier og þaðan til Lux. Skelltum okkur á gott hótel og tókum púlsinn á stöðunni. Bæði vorum við ekki sátt við að vera að fara í þetta bílaferðalag, vorum í huga okkar á leið til Tyrklands. Til greina kom að fara út á flugvöll og kaupa ferð til þangað en frá því var horfið, því við þurfum að fara þangað á einhverjum tímapunkti. Eftir innhverfa og úthverfa íhugun á haus og í sólbaði var ákveðið að fá það besta út úr Þýskalandsökuferð. Sniðgengum við því allt sem heitir hraðbrautir, skoðuðum ókunn þorp, gistum í vínræktarhéruðum, kynntumst Carmen og rauðvíninu hennar.
 
p7070323.jpg
 
Létum okkur fljóta niður með Rín sem launaði okkur með því að færa okkur að Rínarfossum.
 
 p7080401.jpg
Stórkostlegt að koma þangað. Við vorum rosalega hrifin af fossunum og  umhverfinu. Röltum yfir til Sviss og héldum svo til Bodensee. Fengum gistingu á hóteli með útsýni yfir vatnið, til Austurríkis og Sviss. Bara flott.
Eftir það lá leiðin til Kempten og þar fundum við veiðivini sem eiga hótel. Þar fengum við svítu og var dekrað svo við okkur, að við vildum ekki heim.
 
 
Í Kemten er stutt í fjallgöngur og létum við það tækifæri ekki ónotað, skelltum okkur tvisvar í brattar og háar brekkur. Þvílíkt útsýni!
 
p7100554.jpg
 
Eftir frábæra daga í Kemten brunuðum við heim í einni lotu á laugardegi enda fákurinn góður. 
Þar fengum við góða gesti sem dvöldu hjá okkur uns til ég skellti mér til Íslands á miðvikudeginum. Kannski segi ég seinna frá því í máli og myndum. Þessi færsla tók 2 daga með pásum, því myndirnar vilja ekki hlaðast inn hjá mér.
 

Senn líður...

Líður og bíður.

Hér hefur fátt verið skrifað.

Því minna sýnt.

Margt til frásagnar en þagað þunnu hljóði. 

Enginn spurt frétta.

Ferðir farnar og komnar,

fram og til baka,

alla leið.

Bloggvinir horfið af lista.

Aðrir eru, en eru samt ekki.

Sakna nágrannans úr Bökkunum,

bara tíndur.

Ferlegt.

Eiginlega bara hreint ekki sniðugt.

Aðrir hafa komið inn í heimsókn ,

nýir.

Nýtt er líka fínt.

Fyrir hvern er bloggað?

Mig?

Þig?

Veit það ekki.

Bara búin að bulla svona í 7 ár.

Þar og hér.

Hér og þar.

Furðulegt athæfi.

Getur samt gefið gott.

Á nú 1 góða vinkonu í gegnum bloggið.

Ótrúlega merkilegt það.

Fann krúttlega frænku hér út í sveit.

Rík.

Les hjá ljúfu fólki.

Les hjá gamansömu fólki. 

Nenni ekki að lesa leiðindi.

Finnst lífið of skemmtilegt.

Fínt að dansa á tánum við fiðluleik,

ef maður getur það...

Já, svei mér ef það er ekki að koma haust og ég ekki sagt neitt Whistling

 


Að morgni dags

Finnst full ástæða til að kom því á framfæri að ég kom mér og mínum ekta manni heilum í vinnu og skóla í morgunn. Ekki skemmdi að bíllinn (eðalvagninn) kom líka óskaðaður úr þessum hildarleik sem för okkar var í morgunn!!!

Hjólreiðamenn, - konur og - börn þvældust hér um allra götur, löglega og ólöglega. Kvarta alls ekki yfir þeim sem virtu reglur en hinir.... Júdddddamííííííaaaaaaa.

Hvað gerir ökumaður sem er við gatnamót og hefur hjólreiðafólk sér á hægri og vinstri hönd, þar sem viðkomandi skyggja á umferðina um "Grindavíkurafleggjarann"???   Pinch

Hvað gerir ökumaður sem bíður við Hringveginn eftir taka hægri beygju og hjólamenn, - konur og -börn ryðjast upp með hægri hliðinni hjá þér til að bíða við framenda bifreiðar þinnar til að fara beint yfir Hringveginn???   Shocking

Hvað gerir ökumaður sem hefur gefið stefnuljós til hægri til að beygja af Hringveginum inn á Austurgötu þegar hjóladrengur staðsettur á Austurgötu á leið yfir Hringgötu tekur ekki eftir því að þú ætlar að beygja, hefur í höfði sér ákveðið að þú haldir beint áfram með þeim afleiðingum að drengstaulinn rétt sleppur við að hjóla inn í bílinn hjá þér???   Angry

Ég veit ekki hvað öðrum finnst um svona morgunnbyrjun en mér fannst hún stressandi og ég er á móti STRESSI!!!  Halo

Þá hef ég tjáð mig um þetta.

 

Slutt, sprutt

 

...en ef þið eruð ekki viss um viðbrögðin þá get ég sagt með sanni að ég tók þessu með óþolandi umburðarlyndi...


Til að . . .

. . . taka af allan vafa þá er rétt að ég segi eins og er varðandi skápaframkvæmdir mínar í gær. Einhvern veginn held ég bara að þetta blogg hafi misskilist og breitt sig út á netinu eins og góðverk. OMG ... allir búnir að tæma fataskápana sína til að gefa þurfandi Pinch

Geri mér grein fyrir að elskulegir bloggvinir mínir þekkja mig ekki í alvöru og gleypa því agnið þegar það er sett út. Ég hefði átt að vita þetta eftir að Ásdís var hér. Hún hélt að ég væri svo aumingjagóð að hún lagði það á sig fyrir "góðu" mig að dansa ballett við fiðluleik Boris Violin Rúmenski þegar hann æddi hér inn í matarboð hjá mér fyrr í sumar og ég hef varla sagt frá. Já, stundum kann ég að skammast mín fyrir óknytti en alls ekki alltaf Woundering
Ástæðan fyrir því að ég datt inn í fataskáp í gærmorgunn er í alvörunni sú, að ef ég hefði ekki dottið þangað þá hefði ég orðið að fara út og hreinsa illgresi með fram innkeyrslunni hjá mér, af því ég var búin að ákveða að ég ætti að gera það Sick ... og ef ég er alveg heiðarleg Halo þá var æðsta óskin sú að hafa pláss í skápunum ef ég finn fatnað sem langaði til að ég ætti sig  Cool

Já, svo nú er það á hreinu: Guðrún er eiginhagsmunapúki fram í fingurgóma og er á köflum svo ósvífin að henni finnst það ok  W00t

...og meðan ég er enn að: látið ykkur aldrei detta í hug að taka feil á mér og Hjálparstofnun Kirkjunnar eða Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna, það fer ekki vel!

 

Over and out í garð að kantskera.

 

Kæru bloggvinir, get ekki kommentað hjá ykkur í þessari öryggisgæslu sem tölvan mín er hneppt í að hluta til.

 

Humm... og um næstu helgi ætla ég að bæta á mig þremur kílóum. Ásdís segir ( tala ég bara við hana Whistling ) að maður þyngist um 3 kíló við að verða fimmtugur og þar sem ég hangi á horreiminni þá ætla ég að redda mér þannig með því að halda mörg fimmtugsafmæli Wizard


Dem...

Hér verður ekki færsla þar sem músin sveik og allt hvarf Angry

Dem og ég sem ætlaði að segja ykkur frá því hve góð ég er.

Tíndi helminginn út úr fataskápunum hjá mér til að gefa þurfandi.

Ætlaði líka að segja ykkur hve mikil tómataræktandi ég er.

Hvarflar að einhverjum að ég hafi bara tæmt skápana til að fá pláss fyrir ný föt???

Vááá ... hvað manni getur sárnað svona viðhorf!!!

 

 

Bæææææ...

 Farinn í bæinn að fata mig upp.

 

 

 

Eða hreinsa illgresi Devil

 

 

 

Ætti ég kannski að horfa á leikinn Woundering

 

 

Æ, nei....

 

Þori það bara ekki, legg það ekki á líf mitt Sick

 

Farin að gera góðverk Heart

 

 

Á hverjum skyldi það bitna???????????????????????????????????


Vetraráætlunin

Planið mitt fyrir veturinn 2008 til 2009 með rétti til að breyta, bæta og endurskipuleggja hvenær sem mér finnst full ástæða til.

VIKUPLAN:
1 x ganga
2 x hjól
3 x ræktin
4 x 5 x 50 magaæfingar (1000)

Smá breytt útgáfa af planinu mínu frá 2005 - 2006 sem gaf góðan árangur. það sem breytist núna er að í stað spinning kemur ræktin inn og í stað hlaupa kemur hjólið.

þarf aðeins að hugsa betur um hvenær ég byrja 8)
Læt ykkur kannski vita :haha:


Kve
ðja,

Lata Kata  8)

Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband