Ný á blogginu

Loksins tókst prinsessunni að stofan blogg. Virtist sem vafrinn ætlaði að vinna gegn þessu góða framtaki en þrjóska ljónið sigraði Wink Ef þið viljið fylgjast með Ameríkubrölti hennar þá er síðan hér

Ferðin til Köben í gær gekk vel, þrátt fyrir að, ég væri með ofnæmiskast ársins, ömurlega rigningu í kóngsins Köben og að ferðast væri í óþægilegum sætum DSB Pinch

Bíllinn minn er í Köben þessa dagana svo við vorum sóttar á lestarstöðina og ekið í sendiráðið US og A. Eftir góða stund í þeim húsakynnum hélt ég með prinsessunni og einkasyninum í miðbæinn þar sem vagninum var parkerað og haldið á veitingastað til að næra kroppinn og vökva. Síðan fór einkasonurinn í skólann og við mæðgurnar áttum fínan dag saman þrátt fyrir rigningu. Mæli samt ekki með því að vera máta föt og líta út eins og hundur dreginn af sundi. Humm... nema maður ætli ekki að kaupa neitt Wink En eins og tryggir lesendur síðunnar vita, þá er nóg pláss í fataskápum ljónynjunnar Halo
Þegar einkasonurinn og tengdadóttirin voru búin að troða í sína hausa náðist smá stund saman yfir kaffibolla áður en haldið var með höktandi lestinni heim. Vel frekar að keyra næst Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf líf og fjör hjá þér, mín kæra.  Vona að allt gangi vel hjá krökkunum þínum.  Verð í bandi. Falleg síðan þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Allt virðist í góðum gír og krakkarnir mínir í Köben fá íbúð á mánudaginn.

Bryndís nær því að kíkja á þau á þriðjudaginn áður en hún fer því ég fer með restina af búslóðinni þeirra á kerru. Verður gaman að keyra um Köben með kerru í eftirdragi

Guðrún Þorleifs, 29.8.2008 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband