Þá kom að því . . .

Á föstudaginn gerðist hér stór viðburður, prinsessan fékk tilkynningu um að hún væri komin með fjölskyldu í USA, nánar tiltekið í Missouri. Meira fengum við ekki að vita þann daginn. Mikil spenna hljóp í fjölskylduna hér, því þessu til viðbótar kom dagsetning á brottför prinsessunnar!!! Daman yfirgefur danska grundu þriðjudaginn 2 september!

Þó svo þetta hafi staðið til síðan í janúar, þegar við gáfum grænt ljós á þessa hugmynd örverpisins, þá er það allt annað mál þegar komið er að svona atburði Woundering Nú þarf allt í einu að drífa í þessu og hinu m.a. að fara til Köben og sækja um visa áritun á vegabréfið. Prinsessan var nefnilega búin að sannfæra sjálfa sig og einnig okkur foreldrana um að úr því ekki væri komin fjölskylda í júlí þá færi hún ekki af stað. Henni fannst það ekki koma málinu við, að leitað er að fjölskyldu út ágúst. Eitt vissum við heldur ekki þar sem við lentum inni á vitlausum upplýsingafundi í vor, að ef ekki er komin fjölskylda í lok ágúst þá tekur gestafjölskylda á móti barninu/unglingnum uns fundin er fjölskylda, svona er þetta hjá STS samtökunum.
Já, nú er allt að gerast, klipping í gær, keypt ferðataska (er svona endurnýjunartímabil á ferðatöskum á þessu heimili, allt úr sér gengið eftir flughleðslur hingað og þangað) tekin mynd i visa umsóknina. Prinsessan sett inn í hvernig hún eldar uppáhalds matinn sinn, kjúkling með spínati, sætum kartöflum og fetaosti. Hún hefur jú verið í námi í höllinni og þvi ekkert stundað eldamennsku síðasta árið. Í dag er síðasta sprautan hjá doksa og kíkk í búðir eftir gjöf handa usa fjölskyldunni. Á morgunn er enginn miskunn, á fætur kl. 05.00 og með lestinni til Köben kl 06.57 Pinch og á Hovedbanegaard bíður einkasonurinn á mínum eðalvagni til að aka prinsessunni og múttunni hennar í usa sendiráðið. Verður nú líklega einhver upplifun þegar hún fer í gegnum öryggistékkið þar og sennilega bara gott að vera búin að prófa það, áður en kemur að usa flugstöðum. Hefur samt góða "reynslu" af öryggistékki úr Gyðingasafninu í Berlín Pinch
Á fimmtudaginn veður pizzakvöld með þeim vinkonum sem eru hér í SDB. Föstudagurinn er planaður í það sem þá vantar að gera, laugadagurinn götugrill. Sunnudag er annað kveðjupartý, nú  fyrir íslensku vinkonur sem hér búa enn. Allt breytist. Ein danska vinkonan, herbergisfélaginn frá höllinni, er komin til Californiu sem high schoolnemi.  Smitaðist af áhuga prinsessunnar og fékk leyfi til að vera hjá danskri ömmu sinni í usa. Amman er mjög ánægð með það og var alveg til í að taka prinsessuna líka. Mér fannst það nú sætt en full mikið Smile

Ég er fegin að ég þurfti ekki að fara til Tyrklands í þessari viku, því nóg er nú að gera við undirbúninginn. Finnst þó slæmt að múttíin sem ég ætlaði með að heimsækja fósturbarnið er bara gufuð upp í augnablikinu og ég get hvergi grafið hana uppi Woundering Fósturbarnið inneignarlaust á gemsanum í Tyklandi og ekkert á netinu þessa dagana. Whistling Þetta á eftir að reddast því um leið og múttínin þarf á mér að halda, þá birtist hún eins og "Flösku-Dísa" forðum Tounge

Læt þetta gott heita að sinni, en vil þó segja ykkur að prinsessan ætlar að stofna bloggsíðu til að segja frá lífinu hjá nautgriparæktendum, lengst úti í sveit í Missourifylki í USA Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta verður örugglega spennandi reinsla fyrir dömuna, vonandi tekst þetta alt áður en hun fer

Kristín Gunnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Anna Guðný

Ja hérna, það er allt að gerast hjá þér þessa dagana. Ein spurning hérna, hef kannski ekki lesið bloggið alltaf alla daga og því ekki náð öllu. En þetta mál allt með fósturdótturina og Tyrkland, hm.... er ég bara ekki að fatta það en á ég ekki að vera að fatta það?  Smá ljóskukast hérna, er samt vel dökkhærð

Anna Guðný , 27.8.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hamingjuóskir til skvísurnnar með að komast.  Góðar ferðakveðjur til hennar.   Þú leyfir mér að fylgjast með dömunni í Tyrklandi, ef þú heyrir í henni þá skilarðu kveðju frá mér.  Knús á ykkur frá okkur 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 18:33

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Bara innlitskvitt til þín, er búin að lesa "þig" undanfarið en alltaf verið á svo mikilli hraðferð að ég hef ekki náð að kommentera á neitt.

Bæti úr næst

Lilja G. Bolladóttir, 27.8.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kristín, þetta gengur allt upp, bara gera lista og strika út

Anna, ekkert að fá flog þetta er að hluta dulkóðaðar upplýsingar sem bara örfáir skilja, skiljú Eða svona næstum

Alltaf gaman að sjá þig Lilja

Kærar kveðjur á ykkur og takk fyrir kvittin. Setti þetta inn á aðra síðu sem ég er með og þar er talsvert meiri umferð (nokkur hundruð á dag) og þar fékk ég bara eitt kvitt Spurning um að gera þessa fálesnu síðu mína að spes fjölskyldusíðu

Guðrún Þorleifs, 28.8.2008 kl. 05:23

6 Smámynd: Anna Guðný

Hjúkk, gott að vita. Ég er þá í alvöru dökkhærð.

Anna Guðný , 29.8.2008 kl. 00:31

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já, já Anna mín og svona líka fallega

Guðrún Þorleifs, 29.8.2008 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband