Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Frábært framtak einstaklings!!!

Hvet ykkur til að líta við á þessari síðu.
Hér er á ferðinni kona með hjarta úr gulli Heart

Leiðin . . .

. . . fundin  8)

Dró þetta spil hjá krúttmolanum henni Ellý. Hér er er hvatningin til að takast á við krúttkúludæmið mitt  W00t


7 stafir

Talan sjö tengist metnaði þínum og ekki síst áræðni og ákafa. Eiginleikar þínir til að kljást við erfiðleika eru öfundsverðir því þú býrð yfir kjarki og ástríðu sem flytja nánast fjöll.

Próf einhverskonar bíður þín. Hvort sem um atvinnuviðtal eða ökupróf er að ræða munt þú nýta kosti þína þér til framfara.

Þér er ráðlagt að standa föstum fótum í eigin vitund í vísdómi óvissunnar en þar munt þú finna frelsi til að skapa allt það sem þig vanhagar um.


Over and farin að leita svara   Halo 

 

 

 

Úpps!!!!

Getur verið að þetta sé frekar ábending til mín um að hætta að flækjast á blogginu og snúa mér að Revit svo ég geti farið í lokaprófið fyrir jólin og að tað sem mig vanti sé húsið sem ég tarf að teikna?????

Over and farin að spá í sumarhús á landinu mínu   Whistling.

 

...og hlusta á Gullbylgjuna mína Sideways


. . .

....... ....... ...... ....... ...... ..... .... ..... ..... .......... Smile

Nákvæmlega!

 

Allt í rólegheitunum.

 

 

Lengsta sumarfríi mínu í áraraðir lokið.

 

Hið daglega líf með daglegum skyldum og óskyldum gjörðum tekið við.

 

Voða afslöppuð, löt hljómar svo neikvætt Wink

Nenni að svo komnu máli alls ekki að segja í stuttu máli frá fríinu, yrði of langt . . .

Eitt get ég þessa þó sagt ykkur, viðurkennt Blush 

 

 

 

 

Úffffff...

 

Nú er ég hnöttótt   Crying

 

Værðarhlið ljónsins í mér náði yfirhöndinni og ég lifði hinu ljúfa lífi munaðarseggsins sem í mér býr ásamt skynsemishliðinni á mér, sem berst hverja stund fyrir sínu. Skynsemishliðin mín gafst upp og munaðarseggurinn í mér náði yfirhöndinni. Pinch

 

 

 

Nú eru framundan tímar heyrnarleysis þegar munaðarseggurinn í mér reynir að kveða sér hljóðs og komin tími á að hlusta betur eftir þessari litlu skynsemi sem ég á og reyna að rækta hana aftur upp og láta hana njóta sín með mér.

 

Fagurt plan Whistling 


Seinkanir á flugi hjá Iceland Express

Er það ekki fréttnæmt hversu miklar seinkanir eru og hafa verið á flugi hjá Iceland Express?

Er það ekki fréttnæmt að flugfélag geti valsað með flugtímann eins og þeim hentar án þess að vera bótaskyldir við flugfarþega???

Er það bara mér sem ofbíður?

 


Réttlætanlegt eða óásættanlegt???

Er að velta því fyrir mér að þegar ég þarf að breyta minni flugáætlun, þá hef ég samband við viðkomandi flugfélag, fæ breytingu á flugáætluninni og borga fyrir það um fimm þúsund krónur. Mér finnst það ásættanlegt.

En...  þegar flugfélagið þarf að breyta flugáætluninni minni, þá þarf það það ekki að borga mér krónu! Nú er það þannig að ég og mín fjölskylda erum talsvert á flugferðinni og því fylgir ákveðið skipulag. Vinna þarf að passa saman við ferðaáætlun,  tíma þarf til að pakka niður og ná út á viðkomandi flugvöll sem er í nokkurra klukkustunda akstursleið frá heimilinu. Stundum er líka um áframhaldandi flug að ræða. Nú höfum við lent í breytingum af hálfu flugfélagsins fimm sinnum á 10 dögum. Þessar breytingar á flugáætlun flugfélagsins hafa borist okkur með vel innan við dags fyrirvara.  Þetta hefur í öllum tilvikum komið sér illa fyrir okkur.
Við eigum, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu, engan rétt á að krefja það um greiðslu vegna þessara breyttu flugáætlana.  Mér finnst það óásættanlegt. Í einu tilvikinu var boðið upp á flugvél þar sem fólki var pakkað svo þétt í sætaraðir að ógerlegt var fyrir smávaxið fólk að hreyfa fæturna eða halla sætisbaki. Þá var vart pláss fyrir matarbakka. Ekki var heldur hægt að lesa blöðin nema halda þeim hátt yfir höfði sér.

Er þetta í lagi?

Hver er réttur neytenda í svona tilvikum í raun?

Getur þetta virkilega gengið svona?

Hvað finnst þér? 


« Fyrri síða

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband