Draumur

Í nótt dreymdi mig draum.

Í morgunn þegar ég vaknaði, mundi ég enn drauminn.

Þegar ég var búin að skutla B.T. í vinnuna var ég enn að hugsa um drauminn.

Þar sem það er engin skóli í dag er ég að hugsa um að segja ykkur frá þessum draumi.

Nú skaltu ekki halda að þetta sé merkilegasti draumur ársins eða dagsins, alls ekki ! ! !

Láttu þér ekki detta í hug að hann hafi einhverja merkingu og það sé þess vegna sem ég skrifa hann.

Láttu þér ekki detta í hug að ég skrifi hann hér svo þú getir ráðið hann fyrir mig.

Nú skal ég segja þér hvers vegna ég skrifa hann. Ég man hann og finnst hann smá fyndin. Geri samt ekki ráð fyrir, nér ætlast til að þér finnist það. Ég hef sérstakan, einstakan smekk á húmor og hlæ því stundum ein Wink

Nú er ég næstum búin að gleyma draumnum og verð því að skálda.

Í nótt dreymdi mig að ég var stödd úti í sveit hér í Dk með mínu fólki, Við vorum á stað sem mér fannst Hulla frænka eiga. Hún var ekki þarna en væntanleg. Þarna var hægt að kaupa grænmeti og við ákvæðum að versla smá því grænmetið var girnilegt. Meðal annars var búið að rífa niður gulrætur með grófu rifjárni og hægt að kaupa þær eftir vigt. Ég ákvað að fá mér gróf rifnar gulrætur og svartar ólívur. Þegar kom að því að borga þetta hjá stúlku sem var að vinna þarna þá var húnafar ókurteis við mig og ég leit á hana steinhissa, átti ekki von á þessu. Þá sagði afgreiðsludaman: ef þú ert eitthvað óánægð þá getur þú bara hætt við að kaupa þetta. Ég leit á hana og sagði að það hvarflaði ekki að mér að hætta við þessi en kaup en aftur á móti hefði ég áhuga á að ræðu þau við hana Hullu frænku mína. Þetta var greinilega rosa hótun því afgreiðslustúlkan fölnaði og draumurinn var búin eða allavega man ég ekki meira. . .

Já Hulla mín, mig bara dreymir þig á næturnar, svo ég held að við ættum að fara að hittast og fá okkur gulrótarsalat með ólífum Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er svo sjaldan sem maður man svona vel drauminn. Gaman að því þegar það gerist. Ég var einmitt  eina ferðina enn að setja bók og penna á náttborðið hjá mér og ætla að hafa tilbúið. Nú í sumar hafa samt komið óvenjumargar nætur sem ég man ekki neitt.

Hafðu það gott ljúfan.

Anna Guðný , 29.8.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Anna Guðný Þegar ég lít á nýja útlitið á síðunni, núna meðan ég svara þér, sé ég gulrótalitinn og svei mér ef grái er ekki líkur olifunum sem mér voru seldar í nótt. Féll fyrir ólífum þegar við vorum í Aþenu forðum

Vildi líka geta sett á blað suma draumana sem mig dreymir á næturna enn..... þeir hverfa út í bláma minnisleysis . . .

... aðrir draumar eru á hreinu

Knús og kærar kveðjur á Akureyri

Guðrún Þorleifs, 29.8.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: Hulla Dan

Hahahaha  Já það skal sko engin (af mínum undir mönnum) voga sér að vera ókurteisir við frænku mína, þá verð ég óð!!!

Og bara svo þú vitir það, án þess að ég sé eitthvað að fara að ráðast á drauminn þinn, þá er mikið gæfumerki að dreyma mig

Kaffi hittingur á næstuni... Ekki spurning, þú lætur bara vita þegar þú ert laus

Hulla Dan, 29.8.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú yndisleg.  Ég segi að þú hafir bara verið svöng þegar þú fórst að sofa og svo hefur hugurinn fundið það sem er hollast fyrir þig.  Mig dreymir meira súkkulaðitertur og þess háttar  ég get eiginlega ekki lagt það á neinn að skrifa niður mína drauma, þeir eru ótrúlegir og svo man ég suma vikum saman, Bjarna ofbýður oft hugarflugið hjá mér, þegar ég er að pína hann með sögum úr draumalandi.  Aðkoma Hullu að draumnum er bara sú að hún vill vernda þig.  OK já ég veit, átti ekki að reyna að ráða drauminn, en þetta var bara svo freistandi.  Farðu vel með þig darling, ég er að fara út í rokið og hitta tengdadóttir mína, hún kom í nokkurra daga heimsókn, fer aftur til DK á sunnud. Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Nákvæmlega Hulla, ég þekki þig Held líka að það sé gott að dreyma nafnið þitt Ef Bryndís fær visaáritun á mánudaginn fer hún á þriðjudaginn og eftir það verð ég hin eyrðarlausa móðir og æði kannski í sveitina ef "Flösku Dísa" í Tyrklandi birtist ekki. . .  Ertu búin að sjá að BBB er komin með Ameríkublogg?

Satt segir þú Ásdís ég fékk ekkert að borða áður en ég fór að sofa nema smá heimagerða pizzu í kvöldmatin til að verða við ósk Bryndísar um mömmumat. Held að það yrði afar krassandi og skemmtilegt að fá að heyra um draumana þína Létta álaginu af Bjarna vini vorum. 

Ekki veitir mér af vernd þessa dagana þó ekki væri nema andleg. Nú er búið að fella "dóm" í slysaáfrýjuninni og þó það hafi komið til lagfæringar þá eru bæturnar sorglegt grín ( er það til? )  Já, minn er ekki sérlega ánægður og er það vel skiljanlegt. Asnalegt þetta kerfi, hægvirkt og niðurbrjótandi  ... og nú er ég hætt, því neikvæðni borgar sig ekki. Betra að fá sér rifnar gulrætur með svörtum ólífum og smá ....

Vona að þú hafir komist út að hitta tengdasnúlluna þína þrátt fyrir lognleysið.

Knús á ykkur og kíkið nú á Ameríkubloggið 

Guðrún Þorleifs, 29.8.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband