Færsluflokkur: Lífstíll
Mikil umskipti í gangi hér
Mín á fullu að skipta yfir í skútulífið! Það var enginn tími til að sjósetja fyrir hjólakeppnina.
Við erum nefnilega þannig hjónin að við getum ekki gert allt í einu. Teljum okkur vera búin að læra það, en gleymum því stundum Allavega, núna eru allar lausar stundir notaðar í að gera Perluna sjóklára. Ég verð ein í sjósetningunni á morgunn ásamt kranakallinum. Váá... minn maður verður í vinnunni en heppnin er með mér og sonurinn mun verða mín stoð og stytta þegar að þessu kemur á morgunn. Held hann hafi einu sinni verið viðstaddur sjósetningu svo hann er með reynslu
Bull er þetta ég verð ekki ein
Hafið það gott
Skútuskvísukveðjur
Lífstíll | Fimmtudagur, 7. júní 2007 (breytt kl. 20:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Brotið blað. Hér með er ég búin að taka þátt í minni fyrstu hjólakeppni. Aldeilis saga til næsta bæjar
Mikið rosalega er ég ánægð með að hafa stefnt á þessa keppni og farið í hana! Þetta var svo skemmtilegt Einmitt eitthvað fyrir mig Í þessari keppni er pláss fyrir alla, mig og hinar Um 6800 konur voru skráðar í keppnina og fór fyrsti hópurinn af stað kl 7.00 að morgni laugardagsins 2. júní. Ég var í ráshóp númer 7 og var alsæl með að geta byrjað svona snemma. Þannig átti ég möguleika að klára keppnina fyrir lokun og svo er wc-in hreinni svona í byrjun
Eins og ég hef áður sagt, fór ég "ein" í þessa keppni, en ... lífið er skrítið. Ég er búin að fara á 3 æfingar í þessum hjólaklúbb hér og þar var kona sem líka ætlaði í keppnina, hefur farið mögrum sinnum. Þannig hittist á að þetta var eina konan sem ég vissi um að væri á leið í keppnina sem ég hafði augum litið. Ég vissi af 4 fræknum görpum frá Íslandi en þær þekki ég bara ekkert. Svo ótrúlegt sem það nú kann að virðast þá lentum við í sama starthóp ég og þessi kona sem ég vissi ekki einu sinni nafnið á Jamm... ekki er allt tilviljun, nema það sé viljinn til að hlutirnir gerist
Hér erum við Elsa áður en við förum í ráshollið okkar.
Þessi hjólagarpur er í hjólahóp þarna í Køge og það ver með hóp af konum þaðan sem hún ætlaði að hjóla. Þær deildu sér upp í 3 hópa og ætlaði Elsa að leiða miðhópinn í byrjun. ég var velkomin að fylgja þeim eða hóp númer 3 bara eftir hvað ég gæti. Það fannst mér frábært, því ég vissi sannarlega ekki hvað ég var að fara út í og var kvíðin brekkum því ég er búin að vera með eitthvað angur í lungunum undanfrið og hef því verið mæðin og vitlaus á hjólaæfingum Sjálfstraustið var ekki alveg á sínum stað þarna í byrjun. En mig hlakkaði til að takast á við þetta verkefni og sigra þar með sjálfa mig sem fyrir aðeins 9 mánuðum lét mér nægja að hjóla 3 km og finnast það afrek
Má til með að setja inn mynd af rásmarkinu. Það er sérstaklega gert fyrir Stínu og Elísu. En við þetta rásmark stóðum við í fyrra og hvöttum Fjólu systir þegar hún fór maraþonið sitt í Köben. Við hinar sem stóðum þarna við marklínuna með íslenska fána og hvatningarhróp vorum aðalmyndefni DR1 þegar kom að umfjöllun um umrætt maraþon
Þetta var smá skemmtiinnskot, því nú er ég búin að fara í gegnum rásmarkið
Hér er ég svo að leggja af stað og ég verð að segja að mér fannst þetta voða sniðugt allt saman Hlakkaði geggjað til að takast á við þessa 112 km hef aldrei hjólað lengra en 75 km
Leiðin byrjaði á beinum kafla sem var umvafin trjágöngum og strax og ég byrjaði að hjóla þá fann ég að ég var í fínu formi, var til í hvað sem var.
Ég ákvað að halda mig í hópnum hennar Elsu og konurnar tóku mér vel þar. Hjólað var 2 og 2 saman og þær voru sætar og spjölluðu við mig. Ein sagði mér að hún væri ellilífeyrisþegi og hún notaði hjólreiðarnar til að halda sér í líkamleguformi. Hún á við slitgigt að stríða í hnjám, en með því að hjóla heldur hún sér góðri. Ég er núna að tala um konu sem ekki lætur sig muna um að taka þátt í 300 km hjólreiðum í Svíþjóð, eyða fríunum sínum í að hjóla í fjallahéruðum Mallorka o.s.fr. Hreint frábært. Þessi hópur sem ég var í fór rólega af stað en eftir 6 km voru þær tilbúnar í að halda áfram og nú hóst skemmtunin, þegar tekið var fram úr hverjum hópnum á eftir öðrum. Alltaf kallað: Allir með? Þetta var svo gaman því þær pössuðu svo vel hver upp á aðra. Svona gekk þetta alveg að fyrsta stoppi eftir 30 km. Þar var stoppað til að létta á sér og fá smá næringu. Ég var smá stressuð, hafði áhyggjur af því að eiga eftir að berjast í brekkum og missa af kerlunum og dreif mig því í gegnum þetta og ákvað að hjóla af stað. En þá voru þessar elskur bara líka að fara af stað, ekkert slór í gangi og áfram var haldið. Nú fóru að koma hópar sem fóru fram úr okkur og áfram héldum við og tókum líka fram úr hópum. Það var samt að mörgu að gæta. Við vorum að hjóla á vegum þar sem var umferð og oft þurftum við að hægja á okkur vegna umferðar sem ýmist kom aftan frá eða framan frá, jafnvel úr báðum áttum stundum. Mikið var af beygjum og oft verðir sem vísuðu leiðina eða rauðar örvar.
Ég var alsæl alla leið og fannst þetta geggjað skemmtilegt!
Ég leyfði mér að kveðja konurnar við síðasta stopp, ég var bara ekki til að stoppa í fjórða sinn! Langaði bara að gefa í, klára keppnina og hringja í afmælisbarnið mitt
Svo ég kastaði kveðju á þær og þakkaði fyrir mig hélt áfram og nú var það bara þannig að þegar ég hafði tekið fram úr 3 hjólakonum voru bara ekki fleiri fyrir framan mig. Greinilega stór eyða og ég varð hálf skelfd. Hvað ef ég villtist nú???
Ég er ákveðin í því að vera með næsta ár og ekki bara það, heldur ætla ég að fá með mér hressar stelpur, því þetta er geggjað skemmtileg keppni.
Pláss fyrir allskonar konur á allskonar hjólum með allskonar getu og allskonar viðhorf og...
Ég er ekki komin með staðfestan tíma en sé að hraðamælinum mínum að meðalhraðinn minn var 25,6 km og það er ég ánægð með
Lífstíll | Mánudagur, 4. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Já, mín er bara sátt við veðurspánna
Hjólaði 65 km á föstudaginn og 75 km á sunnudaginn.
Í dag verða æfðar brekkur og ef ég kemst að, þá ætla ég í spinning í kvöld hjá Döggu Spinningdrottningu.
Já, þetta er allt að koma hér. Mín alveg að verða tilbúin í Töse-Runden
Veit hvar stoppistaðirnir eru á leiðinni og hæðirnar á brekkunum ekki brattann í %
Jamm... þetta verður voða huggulegt. Eftir hjólatúrinn er svo hægt að kaupa mat og bjór á hafnarbakkanum í í tjöldum sem þar eru sett upp í tilefni dagsins
Hitti í gær konu sem ég er ánægð með. Henni finnst ekki sniðugt að fara út að hjóla í rigningu og roki. Er sama þó það byrji að rigna þegar hún er komin af stað. Eins og talað út úr mínu Það sniðuga er, að þessi kona sem ég hitti í annað skiptið í gær er í SAMA start holli og ég í Töse-Runden. Við erum nú um 6.200 konur skráðar! Ég er í rásholli nr. 7 Hún hjólar með hjólakonum úr Köge hjólaklúbbnum sem hún er líka meðlimur í. Já, einmitt, kannski ég eigi eftir að verða í tveimur hjólaklúbbum? Er enn að átta mig á því að ég sé yfirleitt félagi í hjólaklúbb
Ég er endanlega tilbúin að ljóstra upp klæðnaði dagsins: Að sjálfsögðu verður skvísan í Herbalife hjólabolnum sínum, hvað annað svo verður hún í stuttum hjólabuxum sem eftir er að kaupa, enn hafa ekki fundist neinar nógu góðar
Veður er pantað gott fyrir þennan dag
Over and out
Lífstíll | Mánudagur, 21. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mikið svakalega hefur veðrið mikil áhrif á mig! Ég skil alveg fólk sem talar um veðrið. Veðrið hefur áhrif á svo margt í lifi manns, þar af leiðandi er veðurtal mikilvægt tal í mínum huga núna. Allavega þegar rignir og líka þegar sólin skín. bara skemmtilegra tal þegar sólin skín. . Alveg búin að átta mig á því eftir að hafa verið heimavinnandi húsmóðir í vetur. Þegar ég var útivinnandi, þá hafði veðrið ekki eins mikil áhrif á mig, því það var svo miklu meira af utanaðkomandi þáttum sem höfðu áhrif. Nú lifi ég rólegu lífi í fyrsta skipti. En það var nú ekki rólega lífið mitt sem ég ætlaði að skrifa um, heldur viðhorf mitt til rigningar.
Mér finnst ég alveg vera á kafi í rigningu og bara þoli hana ekki þessa dagana. Þess vegna finnst mér full ástæða til að taka á þessu. Reyna að sjá eitthvað gott við rigninguna.
Það er engin vafi að náttúran þarf á rigningunni að halda, en í vissu magni þó.
Ilmurinn í skóginum þegar nýbúið er að rigna er frábær.
Fallega eplatréð mitt nýtur þess líka að það fær nægt vatn og mun skila mér fögrum eplum þegar líður á sumarið.
Að baða sig í rigningu er líka frábært, engin spurning.
Gott að eiga svona horn í garðinum sínum á þessum rigningartímum.
En þrátt fyrir að rigningin eigi sínar fögru og lífsnauðsynlegu hliðar, þá finnst mér best ef hún væri bara á næturnar.
Eitt er þó gott við rigningu og það er að maður sér betur kóngulóavefina þegar regndroparnir sitja á fínofnum vefnum.
Það verður til þess að maður gengur síður á þá.
Mig langar út að hjóla en að það sé til í dæminu að ég láti það eftir mér þegar rignir. Nei!
Allt í lagi að vera úti að hjóla þegar fer að rigna. Þá er mér alveg sama.
En af því ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari, þá bíð ég bara mínum elskulegasta í hjólatúr út í skóg.
...og ef það gerir hellidembu þá höfum við regnhlífina með og stöndum í skjóli sem einn maður.
Síðan þegar styttir upp göngum við saman út í fagra og hreina veröldina.
Þá get ég skellt mér í hjólatúra í "de flade bakker" .
Siglt og synt í sjónum.
Niðurstaða:
Hvað sem öllu líður, þá er ég og verð sólskinsbarn og þrífst best þannig.
Sólin er ljósið.
Lífstíll | Miðvikudagur, 16. maí 2007 (breytt kl. 09:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég sá í gærkvöldi?
Þannig var að ég þurfti að skutlast niður í bæ á bílnum rétt eftir í kvöldmat í gærkvöldi. Ég ók eins og leið lá niður í bæ. Þegar ég kom að ljósunum hjá menntaskólanum og fangelsinu var rautt ljós. Ég gerði eins og umferðalög gera ráð fyrir, stoppaði og beið. Þar sem ég beið þarna á rauðu ljósi sá ég eitthvað það óvenjulegasta ever! Jebb... ég sver það! Handan við gatnamótin voru eldri hjón á gangi. Þar sem þau gengu á hægu rölti sínu gerðist allt í einu undarlegt. Þau byrjuðu að snúast þarna á gangstéttinni! Hring eftir hring snérust þau þarna rétt við gangbrautina. Ég var bara ekki að fatta þetta! Áfram var rautt ljós hjá mér og ég fylgdist með þessum eldri hjónum á gangstéttinni fyrir framan fangelsið og dómshúsið. Síðan eins og hendi væri veifað, hættu þau og héldu göngu sinni áfram eins og ekkert hefði verið í gangi. Svo kom grænt ljós hjá mér og ég ók yfir gatnamótin. Þegar ég kom á móts við gömlu hjónin endurtók sama atriðið sig aftur, þau snérust þarna í hringi á gangstéttinni í léttum ritma og svo eins og hendi væri veifað hættu þau og héldu göngu sinni áfram.
Ég velti þessu verulega fyrir mér, verð að viðurkenna það.
Allt í einu fattaði ég þetta allt!
Vissi allt í einu hvaða hjón þetta voru!
Já, ég veit, þú þekkir þau líka.
Alveg hárrétt ályktun hjá þér!
Þetta voru nefnilega hjónin sem áttu skopparakringluverksmiðjuna sem framleiddi skopparakringluna þína og mína
Lífstíll | Laugardagur, 12. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Svona lítur vika 4 út í þessu æfingaferli konunnar:
29/4 50,4 km Hjólað til Nordborg m. B. / blandað álag
1/5 17,1 km Kærhringurinn. Stelpurnar / létt
3/5 35,5 km Fynshav yfir Tandslet. Ein / blandað álag
4/5 20,7 km Hjólað til Ketting m. B. P. & S/ létt
5/5 70,0 km Hjólað á Grensuna m.B. / blandað álag
Hjólað alls í vikunni: 193,7 km
Nú þarf bara að finna lengri leiðir til að hjóla...
Er samt að spá í að taka aðra Grensuferð og sjá hvort ég bæti mig ekki á þessari leið. Gott fyrir sjálfstraustið
Framundan er rigningarspá alla vikuna og hryllir sóladýrkandanum við því...
Lífstíll | Sunnudagur, 6. maí 2007 (breytt kl. 11:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hér liggja mörkin hjá mér
Múrinn er á sínum stað
Það er komið skarð í hann
Hvar er það?
Ég veit það ekki og það skiptir ekki máli því ég er farin burt á vit æfintýra minna.
Lífstíll | Miðvikudagur, 2. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er margt skrítið í þessum heimi og margt sem maður skilur ekki. Sumt finnst manni, að maður skilji og án efa skilur maður það á sinn hátt. Einhver annar getur skilð það á sinn hátt, sem jafnvel er allt öðruvísi... Ekkert eitt er alltaf rétt og ekkert eitt er endilega "rétta" lausnin. Dags daglega finnst manni að maður skilji og viti það sem maður þarf að vita. Það gefur innri ró og orku til að takast á við það sem maður þarf að gera.
Þegar þessi þæginda tilfinning er rofin getur margt gerst. Fer eftir svo mörgu í kringumstæðunum.
Tökum dæmi:
Venjuleg fjölskylda, þar sem foreldrarnir hafa sína vinnu, börnin ganga í skóla og lífið er í föstum skorðum. Allir mæta á morgnana á tilsettum tíma, hafa venjur sem eru gegnum gangandi, fara á íþróttaæfingar og sinna áhugamálum ýmis konar, koma heim og lífið keyrir í farveg sem er kunnuglegur, hann endurtekur sig í megindráttum virka daga. Þetta gefur ómeðvitað öryggi, er með til að skapa grunn að vellíðan og gleði. Fjárhagurinn er í jafnvægi því báðir aðilar eru í vinnu og hafa fasta innkomu og eftir henni eru útgjöld fjölskyldunnar sniðinn. Kanski gera tekjurnar ekkert nema að sleppa, en samt, út frá þeim er hægt að planleggja. Það gefur stöðugleika sem skapar öryggi. Öryggi sem maður hugsar ekki endilega um. Það er þarna.
Ef eitthvað verður til að raska þessu, hefur það víðtæk áhrif. Að sjálfsögðu fer það m.a. eftir eðli röskunarinnar hver breytinging verður. Segjum nú að það verði slys. Alvarlegt slys. Þá raskast hið daglega líf. Tilfinningar fara úr skorðum og lífið lítur öðruvísi út.
Fyrstu stundirnar eftir að slysið gerist eru óraunverulegar. Maður fer í eitthver ástand sem maður hefur aldrei upplifað áður. Vissi ekki að maður gæti, vissi ekki að væri til. Óvissan, hvað kom í raun fyrir, hvað sagði sá sem hringdi í þig og hvernig hljómaði viðkomandi? Nú, vildi tilviljunin það að sú sem hringdi í þig þekkti ykkur. Þrátt fyrir búsetu í öðru landi fjarri ættingjum og vinum. Öll skynjun er á fullu, á yfirsnúnig. Þú tekur eftir viðbröðum þínum, þú tekur eftir viðbrögðum og viðbragðsleysi vinnufélaga þinna. Leggur það á minnið og geymir þessar upplýsingar þangað til seinna. Breytir hegðun þinni gangnvart þeim vinnufélaga sem þér fannst ekki bregðast við. Heldur fjarlægð þangað til viðkomadi segir þér að hún hafi misst fyrsta mannin sinn í slysi. Þá skilur þú, fyrirgefur.
Öll þessi skynjun skeður á örskots stundu, en situr samt föst í langtíma minninu. Litur himinsins, rauða umferðaljósið, umferðin. Þetta er þarna allt og þú skynjar það. Bara á annan hátt en áður. Eins og þú sért allt í einu í hjúp af einhverju. Þú er umvafin hjúp áhrifa þeirra upplýsinga sem þú ert nýbúin að fá og þess sem þú veist að þú veist ekki. Þú hefur orðið fyrir áfalli.
Það er margt sem flýgur í gegnum huga þinn á leiðinni upp á Slysó. Mikilvæg atriði eins og hafa einbeytinguna á akstrinum eru til staðar, þú ert meðvituð um það, en það er erfitt að gíra sig niður og aka af skynsemi. Það kemur sam ekkert annað til greina rökræðir þú við sjálfa þig. Það er þegar orðið einu slysi of mikið í þínu lífi. Í lífi fjölskyldu þinnar. Þegar upp á Slysó er komið færðu bílastæði um leið rétt utan við innganginn. Skrítið hugar þú. Nú er komið að því. Þú et mætt fyrir utan bygginguna þar sem maðurinn þinn liggur, illa til reika eftir slys á vinnustað. Þú manst núna að vinkona þín sagði þér að hann væri með meðvitund, það rifjast upp að hún sagði eitthvað með hjartað eða var það nýrun? Úff, þú manst það ekki, en allt í einu manstu að það var nú eiginlega vottur af einhverju hræðilegu í rödd hennar. Þú bara manst ekki alveg hvað hún sagði. Þú veist líka að með því að sitja þarna í bílnum ertu að skjóta hlutunum á frest. Þú veist að þú kemst ekki hjá því að fara þarna inn. Þú veist að hversu slæmt sem ástandið er þarna inni, þá áttu enga möguleika, þú verður að fara þarna inn og mæta raunveruleikanum. Sjá manninn þinn, vera viss um að hann sé á lífi, að það sé eðlilegt blik í augunum hans, að hann geti hreyfti sig, að hann geti... Að hann lifi.
Þú veist að það er núna sem þú verður að taka ákvörðun um það með hvaða viðhorfi þú ferð inn á Slysaleildina. Þú ert fljót að velja, þú velur að vera sterk. Ákveður að hvað svo sem mæti þér þarna inni þá ætlir þú að mæta því. Biður guð um að veita þér styrk, vera með þér svo þú sért ekki ein. Svo hefst hin þunga ganga inn í óvssuna. Þegar þú kemur inn á slysó og lætur vita hver þú ert, mætir þú viðmóti sem þú hefur aldrei mætt áður. Humm... Geta þessar hjúkkur ekki bara verið jafn frávísandi og fjarrænar og venjulega? Það er greinilega enginn biðtími eins og þegar þú kemur með manninn þinn margbrotinn eftir markvörslu. Hvað á það að þýða að bjóða þér að koma inn í eitthvert herbergi og bjóða þér sæti? Þú ert ekki komin þarna í kurteisisheimsókn, þú er komin til að fá á hreint hve slasaður maðurinn þinn er. Maðurinn sem allt starfsfólk deildarinnar er að sinna, nema þessi sem er að tala við þig. Þú situr og þykist hlusta á konuna, sýnir kurteisi, hún er að gera sitt besta og á sennilega að gera svona. Þú bíður bara eftir að sjá munnurinn á henni lokist, síbiljan hætti. Veist ekkert hvað hún er að segja, enda blaðrar hún á dönsku. Loksins hættir hún að tala og útskýra, var sennilega að því allan tímann og spyr hvort þú viljir sjá manninn þinn, það sé í lagi ef þú treystir þér til þess. Þú lítur á konuna og segir að til þess hafir þú komið. Sennilega er smá vottur af Þverlækjarsvip á þér.
Þú rifjar upp með sjálfri þér að þú hafir ákveðið að hvað svo sem mæti þér þá ætlir þú að mæta því, horfast í augu við það. Af stað.
Loksins fer hjúkkan með þig að herberginu þar sem maðurinn þinn liggur. Gangurinn er hljóður. Ekkert fólk. Svo komið þið að hurðinni og hjúkkan snýr sér að þér, spyr: Ertu alveg viss um að þú treystir þér í þetta? Þú lítur á hana með föstu augnaráði og segir JÁ. Þú veist að þetta er eitthvað sem þú verður að gera, eitthvað sem ekki verður komist hjá. Það er ekki hægt að spóla tímann til baka og breyta neinu. Slysið er staðreynd. Loks opnar hjúkkan hurðina og nú er ekki lengur rólegheit. Þú dregur andanndjúpt, minnir þig á í huganum að þú ætlir að takla þetta. Þér líður allt í einu eins og þú sért orðinn þátttakandi í Bráðavaktinni, að þú hafiðr lent inn í senu þar sem verið er að bjarga lífi. Óraunveruleikatilfinningin eykst.
frh.
Lífstíll | Laugardagur, 28. apríl 2007 (breytt kl. 20:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stundum tekur maður ákvarðanir á svipstundu, veit að þessi ákvörðun er eitthvað sem maður ætlar að gera, sama hvað.
Er þetta eitthvað sem þú kannast við?
Ég hef lent í þessu.
Í fyrrahaust þegar ég fór í minn fyrsta spinningtíma, sá ég miða upp á vegg.
Áður en ég settist á hjólið las ég það sem stóð á miðanum.
Þetta var auglýsing um spinningmaraþon sem halda átti milli jóla og nýárs.
Þarna sem ég stóð og las þetta, ákvað ég að ég ætlaði að taka þátt í spinningmaraþoni. Þar sem þeir sem stóðu fyrir þessu maraþoni voru ekki þeir þrír þjálfarar sem ég æfði hjá, ákvað ég að bíða eftir maraþoninu þeirra sem halda átti í janúar.
Ekkert varð þó af því maraþoni og þegar fram í byrjun apríl var komið hafði ég ákveðið að ég mundi bara fara ein í mitt eigið spinningmaraþon, engin vildi með mér. OK
Þetta gerði ég og var stolt af.
Smá stund.
Reyndar var ég frekar klikkuð þegar ég hætti, því ég dauðsá eftir að hafa ekki bætt við 1 klukkutíma í viðbót, því mér fannst ég eiga svo mikið eftir af orku! Getur maður verið auli? Ég hafði aldrei á spinninghjól komið þegar ég byrjaði í okt. eða nóv. um haustið. Ég var lurkum laminn eftir fyrstu tímana, eiginlega í henglum...
Og svo er ég rúmlega 38 ára...
Síðan gerist það að ég fell fyrir raiserhjólunum í ágúst sl., lenti reyndar í æfingabanni í 3 vikur vegna migrenis og blindu en... áfram hélt ég.
Á þessum tíma var ég að vinna með stelpu sem er með háskólagráðu í íþróttafræðum. Hún fór að segja mér frá Tøse-Runden. Sagðist hafa farið nokkrum sinnum með vinkonum sínum og hvort ég væri ekki til í að koma með næsta sumar. Þetta væri svo skemmtilegt, kosy að hjóla svona saman og njóta nátturinnar og samverunnar.
Ég fann það strax og hún fór að útlista þetta fyrir mér að ég ætlaði að vera með. Með henni eða án. Þess vegna skráði ég mig í Tøse-Runden.
Ég var að fara cilla og njóta lífsins í góðu veðri á Sjálandi.
Nú er það þannig að ég fer ein (verðum um 7 þús.). Jana mín er að fara í aðgerð á hné og jafnvel öxl. Svona er það að vera alinn upp á íþróttalýðháskóla.
Já og í þokkabót er fólk að halda því fram við mig að þetta sé keppni!!!
Ég er enn á því að þetta sé næs hjólatúr og er að spá í að kaupa mér sætt ömmuhjól með fallegri tágarkörfu sem ég get skreytt með blómum fyrir túrinn (111 km). Svo hef ég áhuga á að fá fallegt rósótt, vítt bómullar pils í mildum pastellitum og hvítann hlýrabol á ég. Á höfðinu ætla ég að hafa barðastórann hatt úr basti og binda hann með silkiklút undir hökuna. Stór sólgleraugu munu prýða nef mitt.
Ég er töffari.
KEPPNI HVAÐ?
Lífstíll | Fimmtudagur, 26. apríl 2007 (breytt kl. 07:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vika 2 leit svona út:
16/4 Spinning 60 mín. Álagstími og allt gefið í hann
17/4 30 km Mótvindur og langar brekkur í byrjun, létt í lokinn
18/4 25km Létt með hjólahópum mínum
19/4 Spinning milli léttur tími
Þegar hér var komið sögu varð ég að horfast í augu við það að ég var með stærra sár á hægra hné en hentaði mér og hnéskelin var farin að kvarta Ákvað að taka frí frá frekari hjólreiðum fram yfir helgi
Afleiðing: Stress hjá minni, sem sér dagana hverfa án þess að geta æft lengri leiðir
Lífið er yndislegt, smá stress er merki um að maður er til og vill eitthvað Er það ekki???
Hjólið er komið úr viðgerð og alveg með ólíkindum hvað hægt var að laga það Átti bara ekki von á því að fá töfraprikið svona fínt aftur. Nú bíð ég bara eftir að álfkonan ljúki saumaskap sínum svo hægt verði að hjóla aftur í hjólabrókum
Lífstíll | Þriðjudagur, 24. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson