Keppni hvað?

Stundum tekur maður ákvarðanir á svipstundu, veit að þessi ákvörðun er eitthvað sem maður ætlar að gera, sama hvað.

Er þetta eitthvað sem þú kannast við?

Ég hef lent í þessu.

Í fyrrahaust þegar ég fór í minn fyrsta spinningtíma, sá ég miða upp á vegg.

Áður en ég settist á hjólið las ég það sem stóð á miðanum.

Þetta var auglýsing um spinningmaraþon sem halda átti milli jóla og nýárs. 

Þarna sem ég stóð og las þetta, ákvað ég að ég ætlaði að taka þátt í spinningmaraþoni. Þar sem þeir sem stóðu fyrir þessu maraþoni voru ekki þeir þrír þjálfarar sem ég æfði hjá, ákvað ég að bíða eftir maraþoninu þeirra sem halda átti í janúar.

Ekkert varð þó af því maraþoni og þegar fram í byrjun apríl var komið hafði ég ákveðið að ég mundi bara fara ein í mitt eigið spinningmaraþon, engin vildi með mér. OK

Þetta gerði ég og var stolt af.

Smá stund.

Reyndar var ég frekar klikkuð þegar ég hætti, því ég dauðsá eftir að hafa ekki bætt við 1 klukkutíma í viðbót, því mér fannst ég eiga svo mikið eftir af orku! Getur maður verið auli? Ég hafði aldrei á spinninghjól komið þegar ég byrjaði í okt. eða nóv. um haustið. Ég var lurkum laminn eftir fyrstu tímana, eiginlega í henglum...  

Og svo er ég rúmlega 38 ára...

Síðan gerist það að ég fell fyrir raiserhjólunum í ágúst sl., lenti reyndar í æfingabanni í 3 vikur vegna migrenis og blindu en...  áfram hélt ég.

Á þessum tíma var ég að vinna með stelpu sem er með háskólagráðu í íþróttafræðum. Hún fór að segja mér frá Tøse-Runden. Sagðist hafa farið nokkrum sinnum með vinkonum sínum og hvort ég væri ekki til í að koma með næsta sumar. Þetta væri svo skemmtilegt, kosy að hjóla svona saman og njóta nátturinnar og samverunnar.

Ég fann það strax og hún fór að útlista þetta fyrir mér að ég ætlaði að vera með. Með henni eða án. Þess vegna skráði ég mig í Tøse-Runden.

Ég var að fara cilla og njóta lífsins í góðu veðri á Sjálandi.

Nú er það þannig að ég fer ein (verðum um 7 þús.). Jana mín er að fara í aðgerð á hné og jafnvel öxl. Svona er það að vera alinn upp á íþróttalýðháskóla.0

Já og í þokkabót er fólk að halda því fram við mig að þetta sé keppni!!!

Ég er enn á því að þetta sé næs hjólatúr og er að spá í að kaupa mér sætt ömmuhjól með fallegri tágarkörfu sem ég get skreytt með blómum fyrir túrinn (111 km). Svo hef ég áhuga á að fá fallegt rósótt, vítt bómullar pils í mildum pastellitum og hvítann hlýrabol á ég. Á höfðinu ætla ég að hafa barðastórann hatt úr basti og binda hann með silkiklút undir hökuna. Stór sólgleraugu munu prýða nef mitt.

Ég er töffari.

bæjarferð

KEPPNI HVAÐ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha...þú vinnur þetta með glæsibrag á hvaða máta sem er... keppni eða ekki keppni.

Sé þig alveg fyrir mér sæta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á ömmuhjól með körfu og fíla mig alveg í tætlur í danska bænum mínum eins og ég kalla Selfoss oft.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 01:02

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Krúttin mín, sætt af ykkur að líta við. Ég er bara í felum á bak við þetta allt og er töffari.  OMG

Guðrún Þorleifs, 28.4.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband