Færsluflokkur: Lífstíll

Framtíðarsýn... ?

Var að velta því fyrir mér þegar ég horfði á myndina sem ég setti inn með færslunni hér fyrir neðan, að svona gæti skógurinn ( litlu sætu trjáspírunar ) minn á Íslandi litið út eftir 20 ár með hjálp gróðurhúsaárifanna Whistling

Er það bjartsýni, svartsýni, nærsýni eða sjónskekkja??? Tounge

Fáninn okkar fer vel í svona gróðursælu umhverfi, svo ekki verður þörf á að breyta honum Grin

Já, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott...  

Sideways


Gleðilegt sumar

sumar
 
Gleðilegt sumar !
 
Yndislegur tími er hafinn.
Sá tími er náttúran losnar úr vetrarfjötrum og  sýnir sig í allri sinni fegurð.
 
Þessi tími markar okkur mannfólkið líka.
Mannlífið verður allt með léttari blæ og þú mætir fleirri brosum á leið þinni í gegnum daginn.
 
Ótrúlegt hvað veðrið hefur áhrif.
 
Veturinn á líka sína heillandi fegurð, en nú víkur hann fyrir vorinu sem í örlæti sínu færir okkur yndislegt sumarið. 
 
Heart

Sól úti, sól inni, sól í sinni...

 
Þvílíkur dagur að vakna til! 
Sól og hiti og aðeins 16 apríl hér í DK Wink
Dagurinn í gær var líka alveg met og um að gera að njóta þessara stunda í botn, því á morgunn kemur nýr dagur og þá með öðru veðri.( það segir veðurkallinn Shocking )
Í gær rölti ég með myndavélina mína um garinn. Geri þetta stundum. Finnst svo stórkostlegt að hafa þessi fallegu blóm og tré sem eru í garðinum mínum. Jurtir sem lifa af sambýli við mína ekki grænu fingur. Joyful 
Það er gott fyrir svona konu eins og mig að getað ræktað eitthvað sem lifir af. Búin að reyna af veikum mætti að halda lífi í sumarblómum á Íslandinu mínu kæra, en án árangurs.
Hér er get ég LoL Jebb, rosalega góð í rósum og sólblómum enda þessi blóm nú með mínum uppáháldsblómum.
Ég er einstaklega heppin með nágranna. Hans og Gréta rækta garðinn sinn og ég nýt útsýnisins úr innkeyrslunni minni Smile
 
Þetta er "mömmutréð" þeirra: 
 
nabo
Gréta fékk þetta tré í gjöf fyrir 30 árum á mæðradaginn frá sonum sínum.
Ég veit ekki hvað þetta tré heitir. Þarf þess ekki til að njóta fegurðar þess.
 
Heart
 
Í gær sprungu fyrstu blómin á kirsuberjatréinu mínu út:
kirsuberjatréð
Það leikur engin vafi á því að það verður nóg af kirsuberjum hér í júlí. Joyful
 
Við hliðina á kirsuberjatréinu mínu stendur plómutréið mitt.
Þessi tré eru gjöf frá ættingjum Smile
Í morgunn þegar ég skoðaði það, kom það mér á óvart!
Aldrei hef ég séð annað eins af blómum á því í þessi 7 ár sem ég hef átt það! 
 plómutréð
Þvílík fyrirheit um plómur!
Stórkostlegt, því ég er góð í að gera plómugel Grin
 
Þetta voru fréttir úr garðinum mínum í dag Happy

Æfingavika 1

Þá er fyrstu æfingavikunni lokið og best að fara yfir gang mála.

Svona leit þetta út:

9/4       23 km á léttu tempó

11/4    13 km létt með hjólahópnum mínum

11/4    39 km puð upp brekkur og hraði með Hjólaklúbbnum C hóp

13/4    34 km millihraði í byrjun, hratt í lokin. Æfði mig í að hanga í næsta hjóli fyrir framan.

14/4    17 km hratt tempó, æft að hanga aftan í næsta hjóli.

Samtals km í vikunni: 126 km

Þessi vika gekk ágætlega allt þar til ég lenti á kantsteini og endaði hjólatúr dagsins í hrúgu á gangstétt niður við strönd. Pinch

Nú fer hjólið í viðgerð og hnéin með pástur. Nýju fínu hjólabuxurnar verða sendar til álfkonunnar góðu sem mun sauma saman bæði götin á hnjánum.  

Þetta var upplifun! Ég sem hafði verið að pæla í að hjóla á hlýrabol í góða veðrinu var þakklát skynsemi minni sem varð yfirsterkari og því var ég í langermapeysu Halo Hafði eitthvað með það að gera að vinkona mín hafði nýlega tekið á móti tveimur hjólaslysum og haft á orði að það hefði verið ótrúlet hvað fólkið var krjálað þrátt fyrir góðan fatnað.

Þarf að spá betur í þetta. Ég var svo upptekinn við hanga í dekkinu hjá mínum manni að ég var of sein að uppgötva að innkeyrslan á hjólastíginn frá götunni sem við vorum á, var frekar mjó og ég lenti því á fullri ferð á kantsteininum við hliðina. Bæng!

Nú er ég reynslunni ríkari.

Á morgunn hefst svo ný æfingavika og ég tek bara hjólið hjá mínum manni og held áfram með planið Cool


Ákveðið og staðfest

Þá er það komið á hreint. Mín að fara í sína fystu íþróttakeppni. Ekki seinna vænna að byrja ferilinn Halo

Skráði mig í dag í hjólakeppni. Ákvað síðastliðið haust að ég ætlaði að vera með. Þá var ég nýbyrjuð að hjóla og fannst þetta bara snilldarhugmynd! Þessi hugmynd hefur svo hangið í mér þrátt fyrir þrálátt öklavesen. Nú viriðst mér loksins hafa tekist að fara hæfilega rólega af stað svo öklinn heldur enn.

Ég er því byrjuð að æfa fyrir þessa keppni og er fyrstu viku nú að ljúka. Búið að skrá sig í keppnina og borga Wink Orðið voða alvörulegt. Ekki bara snakk og hugsun, komin framkvæmd!

Þetta er hjólakeppni sem heitir Tøseturen og  fer fram í Köben 2. júní nk. Þar á að leggja að baki 112 km Smile  Skráðir þátttakendur voru þegar ég gáði síðast 5559 og er vonast eftir að um 7000 konur taki þátt í keppninni Smile

Ég hef ákveðið að blogga hér um þetta æfingaferli mitt því ég veit aldrei hvað ég á að blogga um, allir svo gáfulegir hér Smile sko... þessir sem les Tounge

Með því að bulla hér um undirbúning minn fyrir mína fyrstu íþróttakeppni er ég bara með eitthvað alveg annað en aðrir Sideways 

Já, nú er hægt að láta sig hlakka til eða þannig...

Over and out 


« Fyrri síða

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband