Færsluflokkur: Lífstíll

Mikið um að vera í fótboltaheiminum

Óska D B alls hins besta þarna í USA Smile Hann er flottur nýi búningurinn hans Wink Já, engin spurning, ég er aldeilis ánægð með þetta:

DB

 DB

Þetta er nú orðið nóg um fótboltann, svona allavega þar til næst  Wink

Over andout

Herbaraiserskútuskvísan Wizard


mbl.is Beckham er kominn til Los Angeles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti kvenna - bikardeild

Sem nýbreytni hér á síðunni er ég í dag með fréttir úr íslenska kvennafótblotanum.

Fjölnir vann Stjörnuna í Garðabæ 2-1. Á 20. mínútu náði Fjölnir forystu þegar Helga Franklínsdóttir skoraði. Rúmum 20 mínútum síðar bætti Margrét Magnúsdóttir við öðru marki Fjölnisstúlkna. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum náðu Stjörnustúlkur að minnka muninn þegar Ásgerður Baldursdóttir skoraði. Nær komust þær ekki og lokastaðan 2-1 fyrir Fjölni.

Önnur nýbreytni á síðunni í dag er smá fjölskyldufræði Grin0

Málið er að hún Magga, sem átti 18 ára afmæli í gær og skoraði sitt fyrsta mark í bikardeildinni í gær er systurdóttir mín.

121-2200_img.jpg

Hér erum við frænkurnar staddar á Ráðhústorginu í Köben 2. júní sl.

Hún var þá að koma úr viku fótboltaæfingabúðum og ég hafði skellt mér í kvennahjólakeppni þennan dag og lagt að baki 112 km.

Náðum að hittast á torginu áður en hún fór í flug heim seinna um kvöldið.

Gaman að þessu börnin mín.

Eins og glöggir lesendur kannski sjá þá er maður þokkalega heima hjá sér þarna, bara á íslensku inniskónum frá Lækjabotnum.

Góð blanda

Smile


Sólsetur

Íslenskt sólarlag er fallegt.
Litirnir og tilbrygði þeirra óviðjafnanlegt og aldrei eins.
isla057
Þessi mynd er tekin frá óðalinu mínu og sér hér yfir Þjórsá.
Það er hér rétt fyrir neðan sem bryggjan mun rísa og verður þá leikur einn að sigla inn í sólarlagið Sideways

Lán

Lán = að láni

Lán = gæfa

Fór aðeins að velta því fyrir mér í dag hve mikið lán/gæfa það er að eiga góða foreldra. Orsök þess að ég fór út í þennan þankagang er bloggið hennar Ásdísar bloggvinkonu minnar

Það er með mig sem hana að báðar höfum við alist upp hjá foreldrum sem hafa elskað okkur, stutt okkur, verið til til staðar á sínum forsendum og okkar forsendum, þ.e. gagnkvæm virðing og væntumþykja. Nú er mamma hennar mikið veik, tímaglasið hefur sinn gang. Ásdís er döpur og það er þess vegna sem ég var að hugsa þetta. Ástæða dapurleikans er fólginn í þeirri væntumþykju sem hún ber til móður sinnar. Allt sem móðirin hefur verið í lífi hennar í meðbyr og mótbyr. Gleði og sorg. Gott að geta verið leiður, dapur, sorgmæddur vegna slíks láns, slíkrar gæfu.

Ég hitt um daginn 10 ára snót sem komið hafði verið fyrir á heimili fyrir börn sem ekki geta verið á heimili foreldra sinna. Þessi litla snót sagði við mig eftir  þriggja vikna dvöl á ókunnum stað: Hér vil ég alltaf vera. Ég varð hissa og spurði hvers vegna? Sú stutta sagði: hún mamma mín kann EKKI að vera mamma! Þegar barn afneitar foreldri sínu með slíkum hætti, hefur mikið og margt slæmt gerst.

Mín kynni af börnum er sú, að það er með ólíkindum hvað þau finna sig í að hálfu foreldra sinna. . .

Þessi snót á sennilega ekki eftir að vera döpur og leið eins og hún bloggvinkona mín er núna.

Það er gæfa að eiga góða foreldraInLove
 


Skemmtilegt

Skellti mér í skemmtiferð í dag. Til Flensborgar. Með múttu krúttu og litlu prinsessunni minni. Geggjað góð ferð!!! Engin RIGNINGWizard Flippaði i skóbúinni í Gallery. Ekki leiðinlegt Joyful Tókum svo skemmtilega yfirferð um svæðið og svei mér þá... já!!!

Einmitt 

Hitti bloggavin minn.

(svo mikið í tísku)

Smá ýkjur?

Kannski...

En... það voru samt 2 Búddalíkneski út á göngugötunni.

Ég meina...

 Er það ekki í sama mund og Guðmund??? 

Over and out 

Sideways

Kveðja frá þessari sem er búin að tína rólega lífinu sínu og finnst það ekki leiðinlegt Wizard

Humm... er það fíkn að vilja fjör GetLost


Stúdentin

Það er ekkert smá mál að vera foreldri barns sem líkur stúdentsprófi hér í DK. Danir eru með svo mikið af skemmtilegum hefðum í kringum þetta.

Þar sem mér finnst mikilvægt að þeir sem flytja til einhvers lands og búa þar, tileinki sér siði og menningu viðkomandi lands þá hef ég reynt að fara eftir því.

Halo

Þess vegna var stór hluti fjölskyldunnar saman komin á Statsskolen mánudagsmorguninn 25 júní kl 9.30. Þar mættum við með freyðivín og rósir, tilbúin að taka á móti Ingunni Fjólu er hún kæmi út úr síðasta prófinu, munnlegri spænsku Smile

Beðið eftir IFB

Beðið eftir stúdentinum

 

Svo kom hin nýbakaði stúdent og þá hófst nú hið danska ritual fyrir alvöru !

Systkynin

Ákveðið hafði verið að það yrði bróðirinn sem setti húfuna systir sína.

Fyrst þurfti hann að fjarlægja hvíta kóverið af sinni húfu Wink

Enn vantar myndir af þessu, þar sem Baldvin var aðalmyndatökumaðurinn og græjurnar hans svo bilað fullkomnar að ég get ekki opnað hans myndir...

Ingunn Fjóla

Ingunn Fjóla með húfuna.

Þessi húfa er svo allt öðruvísi en húfan hans Baldvins.

Þessi húfa gerir ráð fyrir því að stúdentinn djammi hraustlega að loknum prófum og minnist þess með ýmsum merkingum í húfuna.

Að auki er nafnið hennar saumað í húfuna, á giltu hnöppunum sem halda svarta bandinu fyrir ofna derið er annars vegar útskriftar árið upphleypt og hinsvegar bekkurinn hennar 3 - B.

Svarta bandið er í teygjuformi og ætlað til að setja undir höku þegar stúdentinn er í þannig stuði að húfan gæti ella dottið af.

Þegar við höfðum skálað við Ingunni Héldum við til okkar verka og hún varð eftir til að taka á móti sínum vinum sem voru að klára. Síðan tók við allsherjar djamm og sáum við lítið til hennar eftir þetta og er svo enn. Hún leit þó við með bekknum síðast liðinn fimmtudag þegar bekkurinn ók á milli heimila bekkjarfélaganna og þáði veitingar.

Þær voru hér snemma morgunshressar og kátar.

Þeim var boðið upp á ávexti og gos Wink

3-B

Hér er bekkurinn einungis 1 strákur í bekknum.

Þetta var skemmtilegur bekkur og hér eru á ferðinni krakkar sem hafa markmið.

Þetta er mikill tónlistarbekkur og eru stelpurnar margar hverjar afburða söngkonur, spila á hljóðfæri o.s.v. Stráksinn er meira í pólitíkinni. Greyið er formaður ungra sósíallista á Suður-Jótlandi. 

Eitt var líka áberandi með þennan bekk og það er hve jafnhá þau eru LoL

Á föstudagsmorgunn kl. 10 var svo stóra stundin, sjálf útskriftin úr skólanum. Við mættum þar og áttum ekki von á neinu sérstöku. Eiginlega sá ég eftir að hafa ekki fengið mér kaffi áður en ég fór svo ég mundi ekki verða mér til skammar og dotta.

Enn...

Þessi útskrift var svo skemmtielg að við hefðum verið til í að borga okkur inn á hana!

Ferlega sem Danir geta gert leiðinlegar athafnir skemmtilegar!

Man þegar Baldvin útskrifaðist úr Fjölbraut í Breiðholti.

Voða þurrt og snautt. Hátíðlegt kannski en ekki gaman. 

Það sem geri athöfnina svo skemmtilega var að 5 manns úr Sinfóníuhljómsveit Suður-Jótlands spiluðu á blásturhljóðfæri á milli ræðuhalda, sem voru í hófi og fjöldasöngs.

Þessi hópur var svo frábær í alla staði. Kom einu sinni spilandi inn í salinn úr tveimur áttum, spiluðu lag sem þau útsettu eftir löndum og svo margt annað skemmtilegt og toppuðu svo með vísindalegum fyrirlestri um uppbyggingu blásturshljóðfæra og til að undirstrika uppbygginguna enduðu þau á að spila á mislöng rör með trekt og munnstykki. Ferlega flott og skemmtilegt atriði, líka stutti vísindalegi fyrirlesturinn LoL

Engar myndir frá þessu.

Svo fórum við heim að undirbúa stúdentaveisluna sem haldin var um kvöldið.

Ingunn Fjóla fór niður í bæ...

Hringdi í hana 45 mín fyrir veislu og spurði hvort hún hefði tíma til að mæta Wizard

Hún var þá á heimleið þessi elska.

Varðandi veisluna þá hafði sú hugmynd verið að hafa fjörið úti í garði.

Veðrið var svo ekki með okkur svo ákveðið var að vera með þetta í tjaldi sem við eigum hlut í með nágrönnum okkar.

Veðrið var heldur ekki hliðholt okkur þar, of kalt. Lokaniðurstaðan var að þetta yrði hér í stofunni og var stofan tæmd og borð borin inn Wink

Ég hafi planað að vera með grill þar sem hver grillaði fyrir sig.

Það er svo gott að skipuleggja hlutina í tíma svo maður viti hvernig allt á að vera.

Þetta var ég búin að dunda mér við í rólega lífinu mínu.

Enn...

þá hvarf rólega lífið mitt sem dögg fyrir sólu!

Það gerðist á fimmtudeginum 21. júní í vikunni á undan.

Ég fann allt í einu vinnu sem mig langaði bara að fá og 1, 2, 3,

ég var komin í vinnu strax á mánudeginum  25 júní!

Þennan sama fimmtudag var HRINGT og spurt eftir Billa, ég fékk símanúmeið og nafnið og Billi hringdi strax að loknum sínum vinnudegi.

Góðan daginn!

Það var verið að bjóða honum vinnu HÉR í Sönderborg!

Vúbbiddí búbb...

Hann er búin að segja upp í Tinglev og ráða sig í Sönderborg!

Já..

og mitt í þessu fjöri var svo útskriftin og gestirnir frá Íslandi Wizard

Já og eins og þið sjáið af þessu varð ekki mikill tími til að dunda sér við að útbúa grillmat.

Þetta sá minn maður og kom með tillögu ársins: kaupa tilbúið vildisvin með sósu og rjóma kartöflum.

Umm...

Besti matur í heimi og var þetta samþykkt!

Baldvin

Ég þurfti bara að gera 2 salöt og dekka upp borðin og svona smá tutl Wink

Æðislega góður matur og nóg var af honum...

Við fengum marga góða gesti bæði fjölskyldu og vini.

Baldvin

Baldvin kom, þrátt fyrir að vera nýbúin að vera í DK.

Það var best í heimi að hafa hann með okkur InLove

mamma, Sonja og ég

Mamma kom og var með í öllu fjörinu og Sonja danska frænka mætti á föstudaginn og fór heim í gær.

 

 Magga

Magga mágkona mætti á svæðið. Var hjá Gísla og svo kom Stebbi líka!

 

 

 

 

Desertinn var að stórum hluta í hollu deildinni Halo

 

Þar sem bloggið er orðið svona langt, þá lengi ég það með nokkrum myndum Joyful

mæðgur

Við Bryndís Wink

Billi

Billi minn 

Desertin Whistling

Verði ykkur að góðu, þið sem komust alla leið.

Vinsamlegast staðfestið afrekið með kvitti Wizard 


Bibba járnkarl!!!

Get ekki látið vera að óska henni Bibbu minni hjartanlega til hamingju með Ironamanninn!!!

Bibba, þú ert stórkostleg og þvílík fyrirmynd Heart Þú sannaðir svo sannarlega í gær að hugurinn til verksins skiptir öllu. Það hefði margur karlinn sett árar í bát við það eitt að viðbeinsbrotna tæpum tveimur mánuðum fyrir Ironmannkeppni, hvað þá að togna illa. . .

Nei, það stoppaði þig ekki kæra hetja Smile

Enn og aftur óska ég þér til hamingju með árangur þinn og mannsins þíns. Þið eruð engin meðalhjón Wizard

Ironman

  


Í dag...

bæjarferð
ætla ég að skreppa í bæinn og versla mér:
sítrónusápu, sítrónusjampó, sítrónunæringu, sítrónuilmvatn...
Já, það verður sítrónuinnkaupaferðin stóra.
Nú skal endanlega loka á þessa miklu og þrúgandi aðdáun á mér!
 
Ég bara þoli ekki þessar vinsældir !!!

Ástand?

Ég er í talsverðum vandræðum þessa dagana. Vandræði mín stafa af vinsældum sem ég verð að viðurkenna að ég kæri mig ekki um. Já, ykkur er óhætt að trúa mér. Þó svo ég sé fædd í ljónsmerkinu og allt það, þá er ég bara engan veginn að fíla þessar vinsældir mínar!

Þessar vinsældir hófust einn blíðviðrisdag fyrir skömmu en rénuðu svo og það var von mín að með töku B1 vítamínsins myndi mér takast að slá á þessar vinsældir mínar. Ég er svo vítamín og bætiefna sinnuð, tel það lausn á flestum vanda. Halo

Eitthvað hefur kenningin klikkað eða ég gleymt að taka bjögunarbætiefnið... Pinch

Ósköpin hófust aftur í fyrradag, þegar ég eins og bersekkur (vil ekki segja valkyrja, nýbúið að vera 19. júní) var að berjast við þyrnigerðið mitt hér utan vert á lóðinni. Ég var vopnuð glæsilegri rafmagnshekkklippu, í hlaupaskónum mínum, fallegum top og snyrtilegum buxum (ekki uppáhaldsbuxurnar). Ég hafði grun um að það bæri eitthvað í gangi (sjötta skilningarvitið?), en ýtti því frá mér, var í svo brjálaðri baráttu við þyrnihekkið að ég áttaði mig ekki á því sem einnig var að gerast! Þar sem ég barðist þarna hetjulega með hekkklippurnar að vopni við þyrna, arfa og gras (já, sló bara hel.... grasið þarna á bak við í "leiðinni") þá sló út á mér svita svo ég sá ekki út um gleraugun  né heldur vissi ég þá alltaf hvar ég var að klippa. Lét það ekki á mig fá en barðist eins og hetja (riddari?), hálf blinduð af svitataumum á gleraugunum, við að klippa hekkið. Það tókst. Reyndar virðist mér, að mér hafi tekist að þynna það ansi mikið, alla vega er ekki laufblað á þeirri hlið sem snýr út í átt að opnu svæði kommúnunnar! Ég segi bara ha ha . . .   Gott á kommúnuna að hekkið mitt er ljótt þeim meginn. Sama er mér. Bandit

En... aftur af þessum vinsældum mínum. Þegar hekkklippuberseksbrjálæðisbaráttuæðið rann af mér (með svitanum) þá áttaði ég mig á að ég var orðin geðveikt vinsæl af MYG W00t

Dem...   dem...   dem...

Já, krúttin mín, þið sem höfðuð úthald í að lesa hingað. Litla sæta ljónið er nú útbitið og var nú ekki á bætandi eftir árásir þyrnirunnans á viðkvæmt prinsessukennt ungmeyjarhörund. Humm... smá ýkjur þetta er nú að verða þykkur skrápur. Má nú ekki ljúga ykkur full svona í einni færslu.

Til að staðfesta minn þykka skráp, tók ég mig svo til í gær og lenti (aftur) í árekstri við kantstein. Í þetta skiptið eyðilagði ég bara einu buxurnar sem ég vil vera í og bætti við örasafnið mitt á hnjáskeljunum. Alltaf gott að eiga nóg af einhverju. Grin

PL079

Eigið góðan dag.

Mín bíða mikil ævintýri í dag!

LoL


Umskiptin

Þá eru umskiptin gengin í garð, eða ætti ég kannski að segja að búið sé að koma þeim úr garði...

122-2207_IMG

og í sjóinn?

122-2215_IMG

Ég var ekki alein í þessum umskiptum.

Einkasonurinn ólmaðist með múttu sinni eins og galeiðuþræll

að skrúbba, bóna og pússa Perluna okkar Smile

Við gerðum allt klárt og þegar mastursmeistarinn mætti á hafnarbakkann, móður og rjóður eftir 40 km hjólatúr úr vinnunni, var mastrið pússað og fínt og tilbúið til uppsetningar undir styrkri stjórn hans Grin

122-2218_IMG

Veðrið var blíða og var hægt að nota biðina eftir mastursmeistaranum til að busla í sjónum sem komin er í 20°.

Um kvöldið fengum við góða heimsókn. Yndisleg fjölskylda úr Kópavoginum kom og átti með okkur góða stund.

Næsta dag var haldið á haf út í logninu LoL

122-2222_IMG

Ögn var þessi sjóferð ólík því sem reynslu miklið kappsiglingafólk frá Íslandi á að venjast  Tounge

Ég veit að ég er ekki efni í íslenska siglingahetju Wink


Seinnipart laugardagsins kvöddum við okkar góðu gesti og með þeim fór einkasonurinn.

Huggun harmi gegn að hann kemur fljótlega aftur InLove

 

Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr.

Við hjónakornin ákváðum að taka góðan hjólatúr í blíðunni.

Hanns granni vildi ekki skipta við okkur, hann valdi að lesa dagblaðið undir stóru bláu sólhlífinni sinni  enda hitinn komin yfir 25° Grin

Við tókum tæpa 50 km og ég verð bara að segja að ég hef ekki hjólað betur!

Sennilega hef ég fengið svona mikið sjálfstraust við að vera nr. 341 af ca 6800  Joyful

Óstaðfest er, að auki að ég átti annan besta íslenska tímann í Tøse-Runden Wizard

Ég meina, ég er still 48 Whistling

 

Eftir hjólatúrinn var komið við heima og örverpið tekið með nú lá leiðin niður í Perlu! 

Jamm... nóg að gera í að sinna hobbyunum W00t

122-2231_IMG

Já, eins og þið sjáið þá er ég heldur ekki hefðbundin siglari því ég dembdi mér um borð og út að sigla í flottu og fínu Herbalife hjólatreyjunni minni og í hlaupabuxum af Fjólu systir Joyful

Virðingu fyrir siglingaklæðnaði vantar líka í mig Whistling

 

Við sigldum hér út með ströndinni, vörpuðum akkerum og við mæðgurnar skelltum okkur í sjóinn

122-2232_IMG

Ég tók nokkra hringi í kringum snekkjuna en þríþraut verður ekki á mínum lista í sumar, því miður.  Þar er á ferðinni "skynsemin ræður"....

Voða leiðinlegt fyrirbrygði Crying

 

Þegar haldið var heim á leið hringdi eldri dóttirin. Hún er á kafi að lesa fyrir stúdentspróf og hafði fengið bílinn lánaðan til að skreppa til Tinu í sveitinni og læra smá...

Foreldrar Tinu reka eitt stærsta Arla-umhverfisvæna kúabúið hér á svæðinu og mikið fær bílinn okkar ekki að fara þangað aftur í sumar...

122-2236_IMG

Over and out 

er farin út á þvottastöð

Sideways

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband