Tøse-Runden

Brotið blað. Hér með er ég búin að taka þátt í minni fyrstu hjólakeppni. Aldeilis saga til næsta bæjar Smile

Mikið rosalega er ég ánægð með að hafa stefnt á þessa keppni og farið í hana! Þetta var svo skemmtilegt Wizard Einmitt eitthvað fyrir mig Í þessari keppni er pláss fyrir alla, mig og hinar Joyful Um 6800 konur voru skráðar í keppnina og fór fyrsti hópurinn af stað kl 7.00 að morgni laugardagsins 2. júní. Ég var í ráshóp númer 7 og var alsæl með að geta byrjað svona snemma. Þannig átti ég möguleika að klára keppnina fyrir lokun og svo er wc-in hreinni svona í byrjun Whistling

Eins og ég hef áður sagt, fór ég "ein" í þessa keppni, en ... lífið er skrítið. Ég er búin að fara á 3 æfingar í þessum hjólaklúbb hér og þar var kona sem líka ætlaði í keppnina, hefur farið mögrum sinnum. Þannig hittist á að þetta var eina konan sem ég vissi um að væri á leið í keppnina sem ég hafði augum litið. Ég vissi af 4 fræknum görpum frá Íslandi en þær þekki ég bara ekkert. Svo ótrúlegt sem það nú kann að virðast þá lentum við í sama starthóp ég og þessi kona sem ég vissi ekki einu sinni nafnið á Wink Jamm... ekki er allt tilviljun, nema það sé viljinn til að hlutirnir gerist Halo

121-2191_IMG

Hér erum við Elsa áður en við förum í ráshollið okkar.

Þessi hjólagarpur er í hjólahóp þarna í Køge og það ver með hóp af konum þaðan sem hún ætlaði að hjóla. Þær deildu sér upp í 3 hópa og ætlaði Elsa að leiða miðhópinn í byrjun. ég var velkomin að fylgja þeim eða hóp númer 3 bara eftir hvað ég gæti. Það fannst mér frábært, því ég vissi sannarlega ekki hvað ég var að fara út í og var kvíðin brekkum því ég er búin að vera með eitthvað angur í lungunum undanfrið og hef því verið mæðin og vitlaus á hjólaæfingum  Blush Sjálfstraustið var ekki alveg á sínum stað þarna í byrjun. En mig hlakkaði til að takast á við þetta verkefni og sigra þar með sjálfa mig sem fyrir aðeins 9 mánuðum lét mér nægja að hjóla 3 km og finnast það afrek Sideways

121-2192_IMG

Má til með að setja inn mynd af rásmarkinu. Það er sérstaklega gert fyrir Stínu og Elísu. En við þetta rásmark stóðum við í fyrra og hvöttum Fjólu systir þegar hún fór maraþonið sitt í Köben. Við hinar sem stóðum þarna við marklínuna með íslenska fána og hvatningarhróp vorum aðalmyndefni DR1 þegar kom að umfjöllun um umrætt maraþon Wizard

Þetta var smá skemmtiinnskot, því nú er ég búin að fara í gegnum  rásmarkið Cool

start

Hér er ég svo að leggja af stað og ég verð að segja að mér fannst þetta voða sniðugt allt saman LoL Hlakkaði geggjað til að takast á við þessa 112 km hef aldrei hjólað lengra en 75 km Halo

Leiðin byrjaði á beinum kafla sem var umvafin trjágöngum og  strax og ég byrjaði að hjóla þá fann ég að ég var í fínu formi, var til í hvað sem var.

Ég ákvað að halda mig í hópnum hennar Elsu og konurnar tóku mér vel þar. Hjólað var 2 og 2 saman og þær voru sætar og spjölluðu við mig. Ein sagði mér að hún væri ellilífeyrisþegi og hún notaði hjólreiðarnar til að halda sér í líkamleguformi. Hún á við slitgigt að stríða í hnjám, en með því að hjóla heldur hún sér góðri. Ég er núna að tala um konu sem ekki lætur  sig muna um að taka þátt í 300 km hjólreiðum í Svíþjóð, eyða fríunum sínum í að hjóla í fjallahéruðum Mallorka o.s.fr. Hreint frábært. Þessi hópur sem ég var í fór rólega af stað en eftir 6 km voru þær tilbúnar í að halda áfram og nú hóst skemmtunin, þegar tekið var fram úr hverjum hópnum á eftir öðrum.  Alltaf kallað: Allir með? Þetta var svo gaman því þær pössuðu svo vel hver upp á aðra. Svona gekk þetta alveg að fyrsta stoppi eftir 30 km. Þar var stoppað til að létta á sér og fá smá næringu. Ég var smá stressuð, hafði áhyggjur af því að eiga eftir að berjast í brekkum og missa af kerlunum og dreif mig því í gegnum þetta og ákvað að hjóla af stað. En þá voru þessar elskur bara líka að fara af stað, ekkert slór í gangi og áfram var haldið. Nú fóru að koma hópar sem fóru fram úr okkur og áfram héldum við og tókum líka fram úr hópum. Það var samt að mörgu að gæta. Við vorum að hjóla á vegum þar sem var umferð og oft þurftum við að hægja á okkur vegna umferðar sem ýmist kom aftan frá eða framan frá, jafnvel úr báðum áttum stundum. Mikið var af beygjum og oft verðir sem vísuðu leiðina eða rauðar örvar. 

Ég var alsæl alla leið og fannst þetta geggjað skemmtilegt!

Ég leyfði mér að kveðja konurnar við síðasta stopp, ég var bara ekki til að stoppa í fjórða sinn! Langaði bara að gefa í, klára keppnina og hringja í afmælisbarnið mitt Smile 

Svo ég kastaði kveðju á þær og þakkaði fyrir mig hélt áfram og nú var það bara þannig að þegar ég hafði tekið fram úr 3 hjólakonum voru bara ekki fleiri fyrir framan mig. Greinilega stór eyða og ég varð hálf skelfd. Hvað ef ég villtist nú??? 

 

121-2196_IMG
 
En það gerðist ekki og ég tók síðasta kaflann á 26 til 29 km hraða og var alsæl, átti svo mikið eftir, leið vel í skrokknum og var bara að fíla þetta í ræmurWizard

 

Ég er ákveðin í því að vera með næsta ár og ekki bara það, heldur ætla ég að fá með mér hressar stelpur, því þetta er geggjað skemmtileg keppni.

Pláss fyrir allskonar konur á allskonar hjólum með allskonar getu og allskonar viðhorf og... 

Ég er ekki komin með staðfestan tíma en sé að hraðamælinum mínum að meðalhraðinn minn var 25,6 km og það er ég ánægð með Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já, það er rétt hér eru fleirri hljólastígar þó ég vildi gjarnan sjá fleirri er svo hrædd við bílana sem keyra glannalega á litlu sætu sveitavegunum Hjólafólk á Íslandi á alla mína aðdáun, það er mikill hetjuskapur að stunda hjólreiðar á Íslandi!!! 

Guðrún Þorleifs, 4.6.2007 kl. 16:52

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá hvað mér finnst þú mikil hetja..þú hlýtur að vera full af innri sigurtilfinningu og sjálfstrausti..þetta er ekkert smá afrek Guðrún!!!  Til hamingju segi ég nú bara.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 19:14

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Satt er það Katrín, ég er í sigurvímu og finnst ég hafa verið ansi dugleg. Ekki skemmir sú staðreynd að ég er númer 341 af um 6800 þátttakendum   Nú veit ég bara ekkert hvað ég af mér að gera, því ég er ekki komin með ný markmið. Sennilegast er það markmiðið að finna sér ný viðfangsefni að stefna að. . .

En á meðan ég hugsa málið, ætla ég að gera skútuna mína klára fyrir sjósettningu, því tíminn hefur farið í hjólaæfingar...  

Guðrún Þorleifs, 4.6.2007 kl. 20:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku stelpa, algjörlega frábært. þú mátt sko vera montin. Kannski ég endi bara á hjóli ýkt hress.  kær kveðja í Danaveldi.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Ásdís mín Selfoss er ekki versti staður á Íslandi til að stunda hjólreiðar. Sé það fyrir mér þegar mallinn þinn er komin í lag og sásaukinn verið sleginn niður. Byrja smátt og bæta við. En gott hjól er grundvallaratriði!!! Mér er full alvara eftir að hafa heyrt í þessum konum um helgina

Góða og árangursríka ferð norður

PS.

Þú er komin svo hátt á vinsældalistann að það gæti farið svo að maður hætti að þora að kvitta, en fínt væri það ef þú næðir nú topp 4

Guðrún Þorleifs, 5.6.2007 kl. 07:35

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert hjólahetja, frábært !!!!!

til hamingju með þetta.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 14:47

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Steina ótrúlegt hvað svona persónulegur sigur gefur góða tilfinningu!

Guðrún Þorleifs, 5.6.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband