Færsluflokkur: Lífstíll

Þá er því lokið...

í bili að minnstakosti.

Hverju er lokið?

Rólega lífinu mínu Halo

Danmerkurdvölin hefur ekki getað breytt genunum í mér. Þrátt fyrir að ég hafi á köflum reynt samviskusamlega að hægja á og dingla mér, þá kemst ég alltaf að þeirri niðurstöðu ansi fljótt, að það sé leiðinlegt Sleeping

Ekki nógu mikið að gerast  Whistling

Svo á morgunn hefst fjörið og stendur allavega fram í janúar og ef það gengur eftir, þá tekst mér kannski að gera annað plan sem gerir mér fært að klára það sem ég er að prófa mig áfram með núna Joyful

Lífið bíður upp á möguleika.

Wizard

En það er engin trygging fyrir því að á þeirri leið sem nú er að hefjast finnist ekki nýir möguleikar sem ég veit ekki af núna og því mun ég áfram vera með augun opin fyrir því góðir hálsar Joyful

Nú hefst það . . . 

LoL  Grin  LoL

 


Eintal - fleirtal

Hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga að hér við hliðina á okkur er annar heimur.

Vissuð þið það?

Nú er ég ekki að tala um andaheim eða neitt í þá átt sem það nú getur farið.

Ég er að tala um heim sem er nýtilkomin og við erum að nota dags daglega.

Við notum hann og erum kannski ekki meðvituð um hvernig hann virkar eða að við séum þátttakendur í honum eða bara alls ekki þeir þátttakendur í hinu raunverulega lífi á þann hátt sem við höldum.

Er þetta að verða torskilið?

Ég er að tala um heim sem byggður er upp á tækni. Tækni sem gerir kleift að eiga samskipti við aðra sem ekki eru til staðar þar sem þú ert. 

Ég er að tala um mátt smsa.

Að vera til staðar, að eiga samskipti við aðra sem eru ekki á staðnum.

Að þeir sem eru á staðnum vita ekki af samskiptunum við hina sem eru ekki á staðnum.

Að þeir sem eru ekki á staðnum vita ekki af samskiptunum við þá sem eru á staðnum. 

Eintal - fleirtal. 

Woundering


Það var og...

LjónLjón: Plánetnurnar benda þér á möguleika sem þér voru ekki ljósir fyrr. T.d er möguleiki að vinna starfið sitt og verða ríkur í frítímanum.

Nokkrum dottið þetta í hug Wink

Skoða málið.


Hvað?

vid
                    Er að velta því fyrir mér hvað ég hef að segja hér... 

Rólegt . . .

Rólegt hér.
Búin að fara með litlu prinsessuna í slottið.
Rólegt, ef undan er skilið suðið í imbanum.
Fósturbarnið mætt á staðinn.
Braust bara inn.
Hafði ákveðið upp í sínu einhverfa höfði að hún væri að koma núna . . .
Helgin var góð.
Náði að sigla og versla garðhúsgögn og pavillion.
Fara með prinsessuna í slottið.
Ná mér niður eftir innbrot fósturbarnsins,
hjóla um sveitirnar i kring
og njóta lífsins sem er núna.

Nú tekur við vinna og frí og vinna og frí. . .
Nóg að gera.
Over and out.


Heimsókn

Fórum og heimsóttum þessa fjölskyldu í gær:

IMG_2458

Þau sögðu ekki margt að þessu sinni...

 

 

Gaman að hafa góða gesti: 

IMG_2465

Það eru fleiri en ég sem hafa gaman af að tína plómurnar  Joyful

 

Lifið heil Heart


Í dag

óska ég sjálfri mér til hamingju með daginn Wizard Ég er svo ferlega ánægð með að eiga afmæli í dag. Veðrið er frábært og ég er búin að vera á fótum síðan um sjö í morgunn. Fékk herbate og gjöf í rúmið InLove Bara æðislegt!!!

Ég er svo ánægð með þennan dag, vegna þess að ég er svo sátt með mig. Ég hef þá tilfinningu að undanfarin 5 ár hafi ég heilsufarslega farið batnandi. Mér hefur tekist að breyta lífsstíl mínum þannig að ég hef meiri orku en áður. Ég er bara rosa spræk og finnst það skemmtilegt. Ekkert magavesen, háþrýstingur, hausverkur, liðverkir eða önnur óáran hrjá mig í dag! 

Ef ég hugsa til dagsins þegar ég varð 36ára. Úff... Ég fór fram um morguninn, leit í spegil og þá hugsaði ég: "hingað og ekki lengra"!!! Það tók mig langan tíma að finna það sem hentaði mér og vinna á lélegu formi og heilsu. Nú er annað upp á teningnum. Leit í spegil í morgunn og brosti til þessarar lífsglöðu konu sem ég sá þar og þekki orðið svo vel Kissing

Kæru bloggvinir ykkur er hér með boðið í te eða kaffi í tilefni dagsins Wizard

Stærsta og dýrmætasta gjöfin sem ég fæ í dag, er heimsókn systur minnar og mágs InLove Mér finnst alveg magnað að þau skuli vera að koma í dag og ég hlakka svo til að ég get ekki beðið...

 

Knús til ykkar 


Húrra, húrra, húrrrraaaaa....

Húrra, húrra, húrra... 

 

Hann er hetja

og hann er hetja

úla úla úla 

(sungið) 0  

 

Elskulegur mágur minn,

Þorsteinn Haukur Þorgeirsson,

náði þeim einstaka áfanga föstudaginn 20. júlí sl.

að fylla 4 áratugi. Í tilefni þessa afreks,

hélt hann til veldis Dana og og fagnaði þessum merka sigri.

Við hér á Als vottum honum samhug okkar vegna þessa tímamóta í lífi hans.

Við höfum nú fyrir víst, að hann komst klakklaust í gegnum þetta,

þökk sé danska bjórnum. 

Hann lengi lifi!

Húrra,

húrra,

og

så det store 

HÚRRA!!!

 


Í dag...

Ætla ég að segja ykkur smávegis í máli og myndum frá því sem ég hef verið að gera og ætla að gera.
Þar sem sólin skín hér í dag, þá er ég i essinu mínu.
Elska bara sól og gott veður Heart
 
Úti í garði á ég 7ára Plómutré. 
Nú eru plómurnar óðum að verða þroskaðar.
Mér finnst svo ótrúlega frábært að eiga þetta tré.
Finnst svo magnað að að eiga tré sem gefur svona mikið.
Tréð er ekki stórt, en þvílíkt magn af plómum sem það ber!
 
 IMG_2433
Ég ætla að búa til plómuhlaup.
Er lunkin við það Joyful
 
Þegar ég hef tínt þroskaðar plómur af trénu mínu ætla ég að mála sökkulinn á húsinu mínu.
Við höfum í rúm þrjú ár verið að breyta og bæta við húsið.
Alltaf nóg af verkefnum þar.
 
Áður en ég fer að mála, kem ég við hjá rósunum mínum.
 
IMG_2436
Þær eru svo fallegar, því í ár hef ég haft tíma til að hlúa að þeim og passa þær.
Það skilar árangri sem gleður augað og hugann. 
 
Í lokin er hér mynd af mínum manni Heart
Hann er alveg ótrúlegur.
Þrátt fyrir alvarlegt slys í mars  2004 hélt hann sig við planið okkar um að breyta og stækka hér við húsið og við byrjuðum í júní sama ár.
Hann sýndi og sannaði þar, að hugurinn dregur mann hálfaleið.
Mölbrotinn og illa farinn gaf hann ekkert eftir.
Af einstakri þrautseigju beygði hann sig undir þá staðreynd að verkhraðinn var langt frá því sem áður var. Tók þessu af einbeitni og vilja sem komið hefur honum í gegnum erfiðar breytingar og gert hann að sigurvegara í þeirri baráttu.
 
IMG_2415
Það var engin tilviljun að þessi maður lifði af tæplega 6 metra fall af þaki niður á steinsteypt gólf,
þar sem hann lenti á lestarsporum sem stóðu um 2 cm upp úr gólfinu.
Hér er hann að skipta út annarri útidyrahurðinni hjá okkur.

 
Þetta var brot úr mínu lífi.
Njótið dagsins, stundarinnar, andartaksins.
Lífið er þess virði að njóta þess núna.
Því megum við aldrei gleyma. 
 
Farin út í garð
Heart
 

Hvar er réttlætið?

Danir hafa líkt og mörg önnur velferðarríki tekið við flóttamönnum frá ýmsum hinna hrjáðu ríkja þessa heims. Þessir flóttamenn eru í sérstökum flóttamanna búðum. Þar bíður fólk eftir að mál þeirra fari í gegnum kerfið. Ekki virðast vera knöpp tímamörk sem yfirvöld gefa sér í afgreiðslu þessa mála. Ekki dreg ég í efa þörfina á að meta hvort um raunverulega flóttamenn sé að ræða eður ei. En ég dreg í efa að hægt sé að réttlæta að þessi athugunarferill taki fleiri ár. 

Hér í nýliðinni viku kom upp hörmungar mál sem enn og aftur vakti athygli mína á þessu ómannúðlega kerfi. Um er að ræða hjón með 5 börn. Þau komu frá hinum stríðshrjáða bæ Mosul í Írak og hafa í 7 ár dvalið í flóttamannabúðum  sunnan við Hóraskeldu. Eftir 7 ára dvöl í landinu talar öll fjölskyldan dönsku. Þau hafa beðið eftir dvalarleyfi allan þennan tíma.

Þann 12. júlí sl. barst fjölskyldunni bréf frá útlendingaþjónustunni um að þau fengju dvalarleyfi í landinu. Gleði fjölskyldunnar var að vonum mikil, stóri draumurinn að rætast, möguleikinn á því að hefja nýtt líf í nýju landi. Lífið ekki lengur á "pásu"/bið. Þvílíkur léttir fyrir fjölskyldu sem var búin að ganga í gegnum miklar raunir.

Því miður varð gleðin skammvin. Með póstinum næsta morgunn kom annað bréf frá útlendingaþjónustunni dönsku. Nú leit málið heldur betur öðruvísi út! Í þessu bréfi er fjölskyldunni tilkynnt að stofnuninni hafi því miður orðið á þau mistök að gefa þeim landvistarleyfi og það sé hér með afturkallað og engin möguleiki á að breyta því!!!

Irak

Þetta var sannkölluð harmafregn og áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þarna er ólýsanlegt. Er hægt að gera fólki þetta? Hvar er mannvirðingin, náungakærleikurinn?

Í fréttum TV2 var viðtal við dóttur hjónanna og á látlausan hátt lýsti hún þessu mikla áfalli sem fjölskyldan varð fyrir. Hún var ekki reynslulaus þessi unglingsstúlka. Hún sagði meðal annars að móðir sín hefði orðið svo miður sín, misst vonina og reynt í kjölfarið að svipta sig lífi. Það tókst ekki en nú liggur hún í djúpu þunglyndi, yfirbugður kona, allar vonir brostnar, öll von úti fyrir fjölskylduna um líf. Já, um líf. Þessi fjölskylda á sér ekki viðreisnar von þegar hún verður send til baka til Írak, vegna þess að þau eru kristinnar trúar.  

Nú deila danskir lærimenn um hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessu máli. Hvort rangt sé að taka dvalarleyfið eftir að það hefur verið gefið út eða hvort rétt sé að draga það til baka þegar búið er að úthluta því. 

serviscenter

Hvað úr verður veit ég ekki en mikið vildi ég að Útlendingaþjónustan skammaðist til að veita leyfið aftur svo þetta vesalings fólk geti farið að hlúa að sér og sínum, byggja upp öll brotin. 

 

Hvar er réttlætið? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband