Eintal - fleirtal

Hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga að hér við hliðina á okkur er annar heimur.

Vissuð þið það?

Nú er ég ekki að tala um andaheim eða neitt í þá átt sem það nú getur farið.

Ég er að tala um heim sem er nýtilkomin og við erum að nota dags daglega.

Við notum hann og erum kannski ekki meðvituð um hvernig hann virkar eða að við séum þátttakendur í honum eða bara alls ekki þeir þátttakendur í hinu raunverulega lífi á þann hátt sem við höldum.

Er þetta að verða torskilið?

Ég er að tala um heim sem byggður er upp á tækni. Tækni sem gerir kleift að eiga samskipti við aðra sem ekki eru til staðar þar sem þú ert. 

Ég er að tala um mátt smsa.

Að vera til staðar, að eiga samskipti við aðra sem eru ekki á staðnum.

Að þeir sem eru á staðnum vita ekki af samskiptunum við hina sem eru ekki á staðnum.

Að þeir sem eru ekki á staðnum vita ekki af samskiptunum við þá sem eru á staðnum. 

Eintal - fleirtal. 

Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nett pæling. Ég held að ef ég missti tölvuna í dag yrði ég sorgmædd, á orðið svo góða vini á netinu.  knús til Als.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með núna...

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kannski ekki von Jóna

Ég vinn með börn/unglinga sem hafa verið tekin af heimilum sínum og hér búa á heimilinu 6 unglingar. Oft er maður í góðri trú að gera samkomulag um hvenær þau eiga að koma heim o.s.fr. Telur að þar með sé allt á hreinu.

Þannig er það ekki alltaf og með smsum geta þau snúið öllum plönum, verið samstíga þar og tekið ákvarðanir sem við eigum ekki séns á að vita af. Þannig gerist margt við hliðina á okkur sem við vitum ekki um

Humm... skilst þetta

Guðrún Þorleifs, 20.8.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ertu þá að meina að þau séu í sms sambandi við heimilið sitt og þá séu teknar ákvarðanir sem þið vitið ekki af..... eða er ég á gjörsamlega rangri leið?

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vid hvort annad, standa saman í t.d. ad brjóta samkomulag og reglur.

Guðrún Þorleifs, 20.8.2007 kl. 18:16

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

þetta er góðar pælingar hjá þér, hef aldrei hugsað um þetta svona.

Huld S. Ringsted, 20.8.2007 kl. 21:01

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta er líka það sem er að gerast á netinu...

Guðrún Þorleifs, 21.8.2007 kl. 08:14

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er alveg rétt guðrún, það er heimur sem við vitum ekki um, og við þurfum að vera meðvituð um hvað blessuð börnin gera.

þegar ég spjalla við son minn sem er algjör tölvunörd fæ ég oft hroll. hann segir eins og ekkert sé sjálfsagðara að þegar hann var lítill og var alltaf á tölvunni þá voru oft pedofilar sem kontöktuðu hann, en hann vildi jú ekkert með þá hafa.

ég bað hann um daginn að hjálap systur sinni að gera prófíl á einu tjattforminu, en nei það vildi hann ekki því það væru of margir þarna úti sem vilja vont hummm

AlheimsLjós til þín 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 08:32

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sammála þér Steina, þetta er vandmeðfarin veröld

Guðrún Þorleifs, 21.8.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband