Í dag...

Ætla ég að segja ykkur smávegis í máli og myndum frá því sem ég hef verið að gera og ætla að gera.
Þar sem sólin skín hér í dag, þá er ég i essinu mínu.
Elska bara sól og gott veður Heart
 
Úti í garði á ég 7ára Plómutré. 
Nú eru plómurnar óðum að verða þroskaðar.
Mér finnst svo ótrúlega frábært að eiga þetta tré.
Finnst svo magnað að að eiga tré sem gefur svona mikið.
Tréð er ekki stórt, en þvílíkt magn af plómum sem það ber!
 
 IMG_2433
Ég ætla að búa til plómuhlaup.
Er lunkin við það Joyful
 
Þegar ég hef tínt þroskaðar plómur af trénu mínu ætla ég að mála sökkulinn á húsinu mínu.
Við höfum í rúm þrjú ár verið að breyta og bæta við húsið.
Alltaf nóg af verkefnum þar.
 
Áður en ég fer að mála, kem ég við hjá rósunum mínum.
 
IMG_2436
Þær eru svo fallegar, því í ár hef ég haft tíma til að hlúa að þeim og passa þær.
Það skilar árangri sem gleður augað og hugann. 
 
Í lokin er hér mynd af mínum manni Heart
Hann er alveg ótrúlegur.
Þrátt fyrir alvarlegt slys í mars  2004 hélt hann sig við planið okkar um að breyta og stækka hér við húsið og við byrjuðum í júní sama ár.
Hann sýndi og sannaði þar, að hugurinn dregur mann hálfaleið.
Mölbrotinn og illa farinn gaf hann ekkert eftir.
Af einstakri þrautseigju beygði hann sig undir þá staðreynd að verkhraðinn var langt frá því sem áður var. Tók þessu af einbeitni og vilja sem komið hefur honum í gegnum erfiðar breytingar og gert hann að sigurvegara í þeirri baráttu.
 
IMG_2415
Það var engin tilviljun að þessi maður lifði af tæplega 6 metra fall af þaki niður á steinsteypt gólf,
þar sem hann lenti á lestarsporum sem stóðu um 2 cm upp úr gólfinu.
Hér er hann að skipta út annarri útidyrahurðinni hjá okkur.

 
Þetta var brot úr mínu lífi.
Njótið dagsins, stundarinnar, andartaksins.
Lífið er þess virði að njóta þess núna.
Því megum við aldrei gleyma. 
 
Farin út í garð
Heart
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Maðurinn þinn er algjör hetja, margir hefðu lagst í eymd og volæði.
Namm ég væri alveg til í að eiga plómutré, þær eru svo góðar!! 

Huld S. Ringsted, 20.7.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hann er eins og Ásdís bloggvinkona fæddur 5. apríl. Þetta fólk gest ekki upp!!!

Sammála með plómurnar og pældu í að vera orðin snilli í að gera plómugel

Guðrún Þorleifs, 20.7.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég bjó í Bretlandi í nokkur á og það sem ég sakna mest þaðan er allt ódýra grænmetið og ávextirnir. Uppáhaldið var að kaupa fulla poka af plómum og kirsjuberjum. Þetta er varla kaupandi hér því það er svo dýrt!!

Huld S. Ringsted, 20.7.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég á líka kirsuberjatré Bara frábært! Sammála þér að það er synd hve ávextir eru dýrir heima.

Guðrún Þorleifs, 20.7.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! ég ætla að flytja til Danmerkur

Huld S. Ringsted, 20.7.2007 kl. 13:28

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært með þessa dásamlegu búbót frá garðinum, við njótum þess líka. það eru samt engar plómur í ár. í fyrra var alveg fullt.

en við höfum svo mikið annað að við þurfum ekki að kvarta.

flottur maður hjá þér, og bíta á jaxlinn og halda svo bara áfram.

Alheimsljós til ykkar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 11:03

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vá, en frábært að heyra að húsbandið þitt eigi afmæli sama dag og ég, þetta er dagur hetja og hann er greinilega hetja að hafa staðið upp eftir svona slys. Ég öfunda þig af garðinum. Get aldrei gleymt því þegar ég var í Noregi og við vorum með yfir 10 mismunandi ber og ávexti sem við týndum og suðum niður. Fórum svo á aðra bæi og fengum plómur, perur ofl. þetta var bara snilld. Knús til ykkar hjóna, duglegu Íslendinganna í Danaveldi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 13:59

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það er rosa skemmtileg upplifun að geta farið út í garðinn sinn og tínt ávexti

Hér hefur verið gott veður og við heppin með það því við vorum að skipta um síðustu gluggana og svalahurðina í dag. Húsið okkar breyttist svo mikið við það bæði úti og inni. Skemmtilegt.

Takk fyrir innlitin allar og knús til ykkar

Guðrún Þorleifs, 21.7.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband