Færsluflokkur: Lífstíll
Röm er sú taug...
Sennileg var eitthvert framhald á þessu en það man ég bara ekki.
Datt þetta í hug áðan.
Nú er ég búin að búa í DK í rúm 8 ár. Frekar skrítið. Mér finnst 8 ár langur tími svo ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig þetta gerðist og þó... önnur saga.
Þegar kona hefur búið í svona lengi í útlöndum er hún búin að hitta marga íslendinga sem hafa komið til SDB í mislangan tíma og farið svo heim. Þetta verður til þess að kona hættir að hafa áhuga á að stofna til kynna við fólk, því áður en hún veist af þá eru vinirnir fluttir aftur til Íslands. Auðvitað myndast samt vinakjarni og kunningjar eru nokkrir. Gott mál.
Eftir að hafa búið svona lengi í SDB þá telur kona sig nú falla aldeilis vel inn í danska hjörð og sé því ekki auðkennanleg sem íslendingur þegar íslendingar verða á vegi hennar. Ég er þá til dæmis að tala um ef ég mæti bíl á íslensku númeri og ég á mínu danska. Nú eða ef ég sé íslending í fallegri íslenskri flíspeysu. Já, þá veit ég auðvitað að þarna er íslendingur á ferð en viðkomandi veit að sjálfsögðu ekki að ég er íslendingur.
He he. . . það er sko þarna sem ég flaska.
Mín elskar nefnilega íslenska hönnun
Lífstíll | Laugardagur, 20. október 2007 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hún Ásdís bloggvinkona er farin af stað með undirskriftarsöfnun til stuðnings málefnum öryrkja.
Hvet þig til að kynna þér málið.
Lífstíll | Miðvikudagur, 17. október 2007 (breytt kl. 18:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er þrettán ára. Líf mitt er ömurlegt. Það er ekki mér að kenna. Mér er fokking sama um allt nema mömmu.
Mamma er eina manneskjan í þessum heimi sem er einhvers virði. Samt hef ég ekki búið hjá henni síðan ég var ellefu ára. Henni finnst ég reyna að stjórna henni og þegar hún er veik af þunglyndi getur hún ekki haft mig, ég hef verið hér og þar. Ég er viss um að ef ég fengi að búa hjá mömmu yrði líf mitt gott. Ég mundi hætta að gera á mig, ég mundi léttast og geta farið að ganga í skóla aftur, ég mundi hætta að drekka og reykja. Ég mundi ekki að stela. Ég mundi verða hin fullkomni sonur. Alltaf, næstum alltaf.
Þetta er allt helvítinu honum pabba að kenna! Hann barði mömmu. Hann barði mig. Hann gerði líf okkar ömurlegt. Mín heitasta ósk er að slá hann í klessu. Þegar ég hef slegið hann, mun mér líða betur. Þá verður líf mitt gott.
Þetta er fokking líf og það er ekki mér að kenna.
Ekkert er mér að kenna.
Er þetta líf?
Lífstíll | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í spinning á föstudaginn fékk ég snilldarhugmynd eins og kemur fram í síðasta bloggi hjá mér.
Nú er spurninginn...
Hver er konan á myndinni?
Lífstíll | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Frábært, alveg frábært Nú veit ég hvað ég ætla að blogga um næst
Fékk þessa mega hugljómun í gær í spinning.
Ég var sem sagt í spinning í gær og einhverra hluta vegna, festist fókusinn hjá mér á vel þjálfuðum kálfunum á mér og sat athyglin föst á þessum ofurþjálfuðu vöðvum. Humm... það hlýtur að vera skýring á þessum flottu stólpum Allavega fannst mér að ég gæti reynt að hugsa um eitthvað vitrænna og fór að spá í hvað ég gæti gert skemmtilegt á blogginu og þá, og þá, þegar ég var búin að brenna hitaeiningu númer 187 gerðist það! Mér datt sem sagt í hug hvað ég get gert á blogginu!!! Meðan ég brenndi hitaeiningasysturnar frá 188 til 332 var ég að móta hugmyndina og eftir það hafði ég bara áhuga á að drífa mig heim og framkvæma. Örlítið bráðlæti í gangi
Þar sem það var ekki boði, átti eftir að drepa, afsakið brenna, fleiri hitaeiningasystur. Þegar ég hafði gert útaf við 553 hitaeiningasystur lá leiðin í sturtu, föt og svo heim, þaðan í matarborð til spinningþjálfarans. Smá salat og grænkál og kál og ostur (+ pizza og rauðvín )
Ég er ofurheppin þessa dagana. Eitt af mínu láni er að vera lítið lesin á moggabloggi. Hjúkket! Hingað koma bara mínir trúföstu lesendur. Takk fyrir það og takk aftur og fram og til baka og aftur fram. Vegna þess að þannig lendi ég ekki í tómu tjóni! Jebb... fá ömurleika komment frá nafnlausum sem ekki þola að ég skuli tala um hitaeiningar sem systur er skuli drepast ( af mér) saman ber blogg Huldar, þar sem einhver hálviti þoldi ekki að hún talaði um krúttlegu hvolpana sína sem stráka og stelpur. Eins finnst mér fínt að vera ekki með mótað blogg, því þá koma engir rassálfar og gera grín af mínum stíl. Hjúkket x2 dúdderídeibæ.
En málið er enn það, að ég fékk hugljómun sem ég útfærði þegar ég drap hitaeiningasysturnar í gær og ég mun setja það í framkvæmd fyrr en varði en verð þó að bíða smá... eða ekki
Úff... þið ættuð bara að vita hvað þetta er mikil snilld og líka annað sem mér datt í hug í gær.
Katrín, nú er bara að gera eitthvað við allar hugmyndirnar mínar eins og þú
Lífstíll | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rósin kom miður sín heim til mín eftir skóla. Allt hafði gengið vel í skólanum í dag nema frímínúturnar. Önnur bekkjarsystirin hafði ráðist á hana þegar Rósin af vanmætti reyndi að útskýra fyrir henni að hún væri vingjarnleg mannvera sem reyndi að vera góð, ærleg og hjálpsöm við aðra. Þessi ræða féll ekki hinni að skapi og hún sló Rósina sem ekki vildi slá á móti ( "ég reyni að vera góð manneskja") og hljóp í burtu.
Erfitt að skilja að aðrir hafa engan áhuga á að heyra hvernig hún vill vera. Rósin hefur nefnilega tekið það í sig núna að sannfæra alla í kringum sig um það hve góð, ærleg og hjálpsöm hún er. Til að sannfæra, þarf hún að segja þeim sem heyra vilja og öðrum líka. Þar liggur vandinn hennar í dag.
Guðrún, hvað á ég að gera?
Góð ráð geta verið dýr og vand með farið hvað sagt er við greindarskert barn með einhverfu einkenni. Allt tekið bókstaflega.
Hugsi, hugsi, hugsi.
Svo spurði ég: Hvernig reynir þú að sannfæra nýju bekkjafélaga þína um hve góð þú ert?
Rósin: ég reyni að segja þeim eins vel og ég get, að ég vilji vera góð, ærleg og hjálpsöm, en þegar svona skeður eins og í dag þá finnst mér ég svo heimsk uppi í höfðinu mínu og allt er í flækju þar og ég veit ekki hvað ég á að hugsa eða segja til að þau skilji mig, ég er góð persóna en ég skil ekki hvað gerist í höfðinu mínu.
Það er engin vafi að Rósin er hrein sál. Allt illt er henni fjarri. Það er henni mikilvægt að aðrir hafi þá mynd af henni sem hún hefur sjálf.
Nú reyndi ég að útskýra fyrir Rósinni að það gæti verið að það væri skynsamlegra að leyfa nýju bekkjarfélögunum að mynda sér sína eigin skoðun á henni. Að þau hefðu leyfi til að hafa sitt eigið álit á henni og það mikilvægasta væri að hún væri hún sjálf og væri sátt við það.
Rósin vildi vita hvernig hún gerði það. Ekki vera segja þeim hvernig þú ert. Geymdu það inni í þér fyrir þig sjálfa og mundu að þeirra álit skiptir ekki máli. Já, en ef þeim líkar ekki við mig, spurði Rósin. Það gerir ekkert til, það er til fullt af börnum og fólki sem líkar við þig. Það þarf ekki öllum að líka við þig. Veistu, sagði ég, það er til fólk sem finnst ég álveg ómöguleg. Nei, nú hefði ég greinilega gengið fram af henni! Svona bull var hún ekki að kaupa! Ég var orðin hálf lens í þessu táraflóði Rósarinnar og lagði nú til að hún hætti að tala um þetta og prófaði að láta vera að segja fólki hvernig hún væri. Hugsaðu nú málið smá.
Eftir smá vatnsflaum og teiknimyndaáhorf kom Rósin og spurði: Guðrún, ertu að meina að ég bregðist of harkalega við (overreagerer) ?
Já, sennilega krúttið mitt.
Nú situr Rósin og horfir á teiknimyndir í sjónvarpinu mínu, en HÚN er svo heppin að ég á víst sjónvarpstegund sem er með ein bestu gæði í teiknimyndaupplausn, eitthvað sem hún hefur lesið í einhverju tækniblaði.
Amen
Lífstíll | Mánudagur, 3. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvet ykkur til að lesa þetta blogg: Þórdís
Ef það hreyfir við ykkur þá er þetta blogg einnig áhugavert.
Skólakveðjur
Lífstíll | Mánudagur, 3. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...er alveg í takt við framkvæmdir og ákvarðanir dagsins í gær:
Ljón: Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Ef þú hefur lítið að gera, viltu helst ekkert gera. Bara bestu hugmyndirnar hreyfa við þér.
Lífstíll | Þriðjudagur, 28. ágúst 2007 (breytt kl. 09:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú verða íslenskar konur að taka sig á!!!
Gengur ekki að við séum feitari en þær dönsku. Ekki nógu hollt og ekki nógu flott
Hollt mataræði og hreyfing er lykilatriði í velferð hverrar konu. Að taka sig á, í alvöru, ekki bara vera að spá og láta sig dreyma um betri lífsstíl. Finnið leiðir sem henta til að lifa hollara lífi! Leiðir sem þið getið lifað með. Skyndilausnir eru ekki lausnir. Misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Líttu á hvað þú ert að gera, hvað þú hefur verið að gera, hvað þarf að laga, hvernig getur þú gert það og hvenær ætlar þú að gera það. Langtíma markmið og skammtímamarkmið. Skref sem eru ekki stærri en að þú ræður við þau, nærð tökum á þeim og getu til að halda áfram og bæta við. Þá mun þér ganga vel.
Danskar konur eru samkvæmt þessari könnun grennri en íslenskar. Færri í yfirvigt. Ástæðan er sögð að þær hjóla mikið og það er rétt. En margar danskar hjólakonur reykja alveg rosalega!!! Það er bara ekki verið að kanna það í þessari athugun. Hvort betra er að vera með pest eða kóleru læt ég ósagt en hvet íslenskar konur til að taka á sínum málum í fullri alvöru, sjálfrar sín vegna.
Gangi þér vel!
Farin út að hjóla
ps.
Maður fær flottan rass af að hjóla, það þarf ekki að fara í dýra líkamsræktarstöð til þess
Íslenskar konur þyngri en þær dönsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Þriðjudagur, 28. ágúst 2007 (breytt kl. 07:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um daginn gerðist það hér í Suðursólarborg að eldri herramaður er kom akandi á vespu sinni um eina af götum borgarinnar ók aftan á bíl á ferð. Ökumaður bifreiðarinnar, vösk ung kona stoppaði bílinn, vatt sér út og athugaði með manninn. Hann hafði ekki slasast og sagði henni að hún þyrfti ekkert að vera að hringja á lögguna, hann muni borga skaðann. Ekki hlustaði hún á það og innan skamms var pólití borgarinnar mætt á staðinn. Þeir snéru sér að ökumanni vespunnar og spurðu:"Hefur þú verið að drekka í dag?" Ökumaður vespunnar brosti sæll og svaraði:"já, ég er búin með 24 bjóra í dag".
Þeir þurftu ekki að nota þvaglegg
Lífstíll | Mánudagur, 27. ágúst 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson