Hvar er réttlætið?

Danir hafa líkt og mörg önnur velferðarríki tekið við flóttamönnum frá ýmsum hinna hrjáðu ríkja þessa heims. Þessir flóttamenn eru í sérstökum flóttamanna búðum. Þar bíður fólk eftir að mál þeirra fari í gegnum kerfið. Ekki virðast vera knöpp tímamörk sem yfirvöld gefa sér í afgreiðslu þessa mála. Ekki dreg ég í efa þörfina á að meta hvort um raunverulega flóttamenn sé að ræða eður ei. En ég dreg í efa að hægt sé að réttlæta að þessi athugunarferill taki fleiri ár. 

Hér í nýliðinni viku kom upp hörmungar mál sem enn og aftur vakti athygli mína á þessu ómannúðlega kerfi. Um er að ræða hjón með 5 börn. Þau komu frá hinum stríðshrjáða bæ Mosul í Írak og hafa í 7 ár dvalið í flóttamannabúðum  sunnan við Hóraskeldu. Eftir 7 ára dvöl í landinu talar öll fjölskyldan dönsku. Þau hafa beðið eftir dvalarleyfi allan þennan tíma.

Þann 12. júlí sl. barst fjölskyldunni bréf frá útlendingaþjónustunni um að þau fengju dvalarleyfi í landinu. Gleði fjölskyldunnar var að vonum mikil, stóri draumurinn að rætast, möguleikinn á því að hefja nýtt líf í nýju landi. Lífið ekki lengur á "pásu"/bið. Þvílíkur léttir fyrir fjölskyldu sem var búin að ganga í gegnum miklar raunir.

Því miður varð gleðin skammvin. Með póstinum næsta morgunn kom annað bréf frá útlendingaþjónustunni dönsku. Nú leit málið heldur betur öðruvísi út! Í þessu bréfi er fjölskyldunni tilkynnt að stofnuninni hafi því miður orðið á þau mistök að gefa þeim landvistarleyfi og það sé hér með afturkallað og engin möguleiki á að breyta því!!!

Irak

Þetta var sannkölluð harmafregn og áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þarna er ólýsanlegt. Er hægt að gera fólki þetta? Hvar er mannvirðingin, náungakærleikurinn?

Í fréttum TV2 var viðtal við dóttur hjónanna og á látlausan hátt lýsti hún þessu mikla áfalli sem fjölskyldan varð fyrir. Hún var ekki reynslulaus þessi unglingsstúlka. Hún sagði meðal annars að móðir sín hefði orðið svo miður sín, misst vonina og reynt í kjölfarið að svipta sig lífi. Það tókst ekki en nú liggur hún í djúpu þunglyndi, yfirbugður kona, allar vonir brostnar, öll von úti fyrir fjölskylduna um líf. Já, um líf. Þessi fjölskylda á sér ekki viðreisnar von þegar hún verður send til baka til Írak, vegna þess að þau eru kristinnar trúar.  

Nú deila danskir lærimenn um hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessu máli. Hvort rangt sé að taka dvalarleyfið eftir að það hefur verið gefið út eða hvort rétt sé að draga það til baka þegar búið er að úthluta því. 

serviscenter

Hvað úr verður veit ég ekki en mikið vildi ég að Útlendingaþjónustan skammaðist til að veita leyfið aftur svo þetta vesalings fólk geti farið að hlúa að sér og sínum, byggja upp öll brotin. 

 

Hvar er réttlætið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Andskotans skriffinnskan, nýðist á mönnum þetta kerfi.  Hvernig geturðu látið myndirnar breytast efst á síðunni?? þú ert svo tæknivædd. Knús og veðja frá Aey.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Útlærð í þessu eða þannig. He he he Er með forrit sem ég vinn þetta í. Geri mínar eigin auglýsingar svona

Vona að allt gangi vel á Aey og ferðin skili góðum árangri.

Knús 

Guðrún Þorleifs, 15.7.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

útlendingapólitík danmörkur er svartur blettur á dönsku þjóðinni, að "mínu mati"

það er alltof mörg dæmin um fólk sem hefur verið sent úr landi og lenti í pyntingarbúðum. þú mannast örugglega eftir drengnum sem fékk ekki landvistarleiði, en mamma hans og systir fengu landvistarleyfi. hann var sendur "heim" held til irak eða iran. þegar heim var komið var honum hent beint inn í svarthol og mátti dúsa þar við reglulegar pyntingar í langan tíma. með einhverjum hætti tókst honum að koma aftur til dk. en eyðilagður á sál og líkama. hann var 17 ára þegar hann var skilin frá móður sinni og sendur "heim" frá ættingjum sínum.

Útlendingapólitíkin hérna er svo skammarleg að flestir danir lúta höfði þegar komið er inn á þá umræðu.

Ég verð sjaldan reið, en þessi mál gera mig reiða !

knús og Alaheimskærleikur til þín og takk fyrir góða grein. 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Steina, þetta er punkturinn, hvað verður um fólkið?

Guðrún Þorleifs, 17.7.2007 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband