Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Já, nú er ég búin að redda miklu, keypti bara Ísland og ætla að gefa það í jólagjöf til Ammríkuhrepps. Ferlega sátt. Set það í póst í dag. Ekkert mál. Ótrúlega góð tilfinning að fá svona snilldarhugmynd sem reddar öllu!
Já, alveg frábær jólagjöf handa góðu fólki.
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 23. október 2008 (breytt kl. 11:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
gerir eitt stórt. Skellti mér heim á klakann að bæta við gjaldeyri þjóðarinnar. Er reyndar ekki búin að versla neitt nema hárnæringu. Það er mikilvægt að líta ekki út sem rassálfur þegar maður tekur að sér að leggja sitt af mörkum til að bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar
En að öllu gamni slepptu þá er ég hér og ætla að leika mér smá. Yndislegt að anda að sér fersku haustloftinu og geta skellt sér í Árbæjarlaugina í tíma og ótíma. Knúsað fókið sitt og bara verið til
Hér er ég með henni litlu nöfnu minni sem varð 7 ára um daginn. Miklir fagnaðarfundir hjá okkur. Á morgunn hitti ég svo tvibba bróðir hennar sem var upptekinn á fjöllum um helgina. Meðal annars á uppáhalds fjallinu okkar, henni Heklu.
Ég stefni á að sækja þau í nýja skólann þeirra.
Forréttindi
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 19. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Við þessar aðstæður er vert að staldra við og huga að því hver mestu verðmæti okkar eru. Hvað viljum við síst missa? Eru það veraldlegir hlutir eða gott samband við okkar nánustu fjölskyldu og vini? Hvað erum við með allan auð heimsins en enga fjölskyldu eða góða vini? Mínar bestu stundir eru þegar ég veit að mínu fólki líður vel, mínar verstu stundir eru þegar fjölskyldumeðlimir eru alvarlega veikir, heyja baráttu upp á líf og dauða. Þetta er mikilvægt að vera meðvitaður um. Því spyr ég ykkur hvað er það versta sem getur gerst hjá þér?
Góður maður, Júlli Júll á Dalvík hefur farið af stað með sérstaka knúsviku með yfirskriftinni:
KNÚSVIKAN MIKLA
13. - 20. október 2008
Hefur þú knúsað í dag ?
Knúsum okkur í gegnum ástandið.
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 13. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Atburðir síðustu daga hafa verið þannig að ekki virðist viðlit að ganga út frá neinu sem gefnu. Þessir atburðir reyna mjög á "umburðarlyndistaugarmínar" og enn og aftur vil ég ítreka aðdáun mína á því hve vel ráðamenn okkar standa sig með Geir í eldlínunni. Takk Geir!!!
Þessi vísa reikar gjarnan um huga minn þegar mér verður hugsað til breskra hryðjuverkamanna GB:
Ef ég man það ekki skakkt
engan vil þó styggja.
En Kristur hefur sjálfur sagt,
sælla er að gefa en þiggja.
En þegar kraftur orðsins þverr
á andans huldu brautum,
gefa á kjaftinn verðum vér
vorum skuldunautum.
KN
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 11. október 2008 (breytt kl. 12:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eiginlega hef ég fátt að segja. Finnst of margt að gerast og á nóg með að reyna að fylgjast með atburðarásinni, því það finnst mér mikilvægt. Eitt undrast ég þó og það eru allir snillingarnir sem tjá sig. Eiginlega finnst mér sú snilligáfa minna á eldhúsborðsnillingaumræðu. Það er vandalítið að sitja hjá og fordæma og níða. Sé ekki alla þessa snillinga fyrir mér í þeirri eldlínu sem nú brennur á ráðamönnum okkar. Að standa í eldlínunni og berjast fyrir hinu strandaða fleygi er vandasamara. Því fylgja miklar ágjafir. Þar fá fáir hrós í augnablikinu. Ég er nú bara þannig að ég dáist að þeim styrk sem ráðamenn þjóðarinnar sína á þessum hrikalegu tímum þar sem hvert áfallið dynur á annað. Þeirra verkefni er stórt og yfirsýnin sem þeir þurfa að hafa er mikil. Hlutirnir gerast hratt og það sem var áðan er ekki núna.
Megi samstaða koma okkur í gegnum þennan vítiseld.
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 10. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ef litið er til þess hve sumir Íslendingar hafa verið stórir upp á sig í kóngsins Köben, þá er þetta bara pent grín.
Ef fer fram sem horfir hér í DK þá stefnir í ástand líka, þó aldrei verði það eins alvarlegt og íslenska ástandið. Verðbréf hrynja og bankar í haugum í stórum vandræðum.
Elsku Gréta hans Hans granna míns hér við hliðina, stóð yfir fréttatímanum í kvöld. Þessi elska er vön að taka fréttunum í danska tí víinu með sitjandi ró. Já, þetta sé ég þegar ég elda hafragrautinn á kvöldin.
Vinnufélagar míns manns trúðu honum ekki þegar hann sagði að dönsk verðbréf héldu áfram að falla í dag. Samt fóru þeir inn á netið og voru í áfalli það sem eftir lifði vinnudagsins. Sydbank, bankinn þeirra með pension uppsparnaðinum hafði líka hrunið í dýpstu skorur. Agalegt ástand fannst þeim.
Ó, já.
Kannski við förum að safna fyrir Danina innan skamms???
Söfnun fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 8. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ætlaði að logga mig inn á bloggið mitt til að bulla eitthvað að vanda en fékk smá sjokk þegar ég ég áttaði mig á að ég hafði skrifað einn bankanna okkar sem notendanafn og mesta tapið sem aðgangskóða
Hvað er til ráða?
Verð ég að flytja fókusinn eins og bankarnir þurfa að flytja til eignir?
Spyr sú sem ekki veit
Farin að leita svara . . .
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 6. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sýnileg, frýnileg, rýnileg, rennileg, skemmtileg?
Bara smá að spá í málin, er ég sýnileg eða ósýnileg eða bara svona frýnileg (veit ekkert hvað það þýðir )
Fékk nýju gleraugun í síðustu viku eftir óvenjulegt ævintýri sem aðrir lenda ekki í. En allar götur segi ykkur ekkert frá því heldur hitt að mín er alsæl með lonníetturnar sem að lokum lentu á nefinu auma. Eftir martraðir um dönsk gleraugu, hryllingsliti og skreytta arma þá fékk ég minimalisma armana mína frá Íslandi/Kastrup. Voða fín, en engin hefur haft á orði að ég sé með nýjar lonníettur. Skrítið eins og ég er ferlega fín með þessi sjást næstum ekki brillur Til að gera gott betra ákvað ég að fara í klippingu, alveg orðin loðin eins og rolla að vori enda ekki verið sneytt hár af mínu höfði síðan í síðustu Íslandsferð. Ég smellti mér því í klippingu hér einn daginn og fannst ég aldeilis hugguleg eftir þá aðgerð.
Það er þó skemmst frá því að segja að engin hefur sagt neitt um þetta mjög svo breytta útlit og nú velti ég því fyrir mér, hvort ég sé hreinlega orðin ósýnileg
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 3. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Auðvitað er það tær snilld að nýta sér tæknina. Nú náðum við loksins talsambandi í gærkvöldi, prinsessan í Ammríkuhreppi og ég. Fyrir utan að bisa við 7 klukkustunda mun tóku tölvurnar okkar sig til og stríddu, svo það var fyrst í gær að við gátum báðar talað. Það var kominn tími á það og var ég frekar framlág í morgunn þegar ég skreiddist á lappir. Ætlaði eignlega ekki að trú því að klukkan væri orðin fótaferð því það var svo dimmt. Dem...
Það er frábært að upplifa hvað prinsessan er ánægð. Hún hrósar því mikið hve fólkið sé gott við hana. Hún og dóttirin á heimilinu ná vel saman og allir eru ánægðir. Ótrúlega gott að þetta passar allt svona fínt. Prinsessan hefur mikið að gera og dagarnir þjóta hjá. Hún sagði að veðrið væri gott en hún nyti þess lítið því skólinn er til 15.00 og þá tekur við ferðin heim og svo námið fyrir næsta dag, því allir dagar eru eins á stundaskránni!
Frábært hvað tölvutæknin gerir fjarlægð afstæða
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 23. september 2008 (breytt kl. 09:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Barnið mitt í Ammríkuhreppi hefur svo mikið að gera að hún hefur ekki getað hringt í okkur. Reyndar var hún búin að kaupa alþjóðlegt símakort þarna í sveitabúðinni en það kom í ljós í gær að það virkar ekki til DK. Skiljanlega, það er nú ekki eins og DK sé nafli alheimsins.
Ég var búin að biðja hana að láta þessi kaup vera og nota bara msn og Skype. Hún hefur einhverra hluta vegna ekki verið fáanleg til að tala við okkur í gegnum tölvuna, finnst það asnalegt. Verð bara að segja að það er í raun líka asnalegt að tala í síma, sérstalega ef maður er með heyrnasett við símann. Man eftir því þegar ég tók eftir því í fyrsta sinn hver fáranlegt það er að ganga um með heyrnasett í eyranu og talandi út í loftið við "engann". Þessi náungi sem ég sá, var á Kastrup, klæddur í jakkaföt, skyrtu og bindi, með stressara í annari hendinni. Hann gekk þarna um flugstöðina, talandi út í eitt og sveiflandi lausu hendinni út í loftið. Ég man ég hugsaði: æ,æ, farinn yfir af stressi
Vona að snúllan mín í Ammríkuhreppi sætti sig við að tala við mig í tölvunni, því það er eina vitið
Barnið mitt í stórborginni er með símaáskrift þannig að það er frítt að hringja í mig, svo það er ekki málið. Bara hringja meira til að græða meira
Barnið mitt hér í Suðursólarborg er líka með svona fría áskrift en nú spörum við batteríin í símanum og tölum saman því við erum báðar heima núna, sjaldan þessu vant.
Over and out farin að tala
...og bíða
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 22. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson