Margt smátt . . .

gerir eitt stórt. Skellti mér heim á klakann að bæta við gjaldeyri þjóðarinnar. Er reyndar ekki búin að versla neitt nema hárnæringu. Það er mikilvægt að líta ekki út sem rassálfur þegar maður tekur að sér að leggja sitt af mörkum til að bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar Wink

En að öllu gamni slepptu þá er ég hér og ætla að leika mér smá. Yndislegt að anda að sér fersku haustloftinu og geta skellt sér í Árbæjarlaugina í tíma og ótíma.  Knúsað fókið sitt og bara verið til Heart

Nöfnurnar

Hér er ég með henni litlu nöfnu minni sem varð 7 ára um daginn. Miklir fagnaðarfundir hjá okkur. Á morgunn hitti ég svo tvibba bróðir hennar sem var upptekinn á fjöllum um helgina. Meðal annars á uppáhalds fjallinu okkar, henni Heklu.
Ég stefni á að sækja þau í nýja skólann þeirra.
Forréttindi Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Flottar vinkonur...Tid erud bara líkar.

Eigdu góda daga á íslandi.

fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu það gott á Íslandi með þínum

Kristín Gunnarsdóttir, 20.10.2008 kl. 09:53

3 identicon

Þú kannski kíkir á leið úr landi

Hjördís 20.10.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það væri það, en spurning hvort ég fer með rútu. Kíkti við í ágúst en þá voruð þið ekki heima

Kær kveðja á ykkur

Guðrún Þorleifs, 20.10.2008 kl. 17:04

5 Smámynd: Hulla Dan

Njottu þess í botn!
Sæt frænka sem þú átt... á ég hana líka???

Knúsaðu mömmu þína og aðra sem vilja knús frá mér.

Hulla Dan, 20.10.2008 kl. 19:12

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já Hulla mín, hún er í ættinni  

Mamma vill að þú látir ath hvort þú sért með fjölvöðvagigt því hún er svo ríkjandi í ættinni. Var ég ekki að segja það um daginn?

Kært knús á þig frá okkur

Guðrún Þorleifs, 20.10.2008 kl. 22:15

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hafðu það virkilega gott í heimsókninni þinni ...... og vonandi var þetta dýr hárnæring sem þú keyptir....

Lilja G. Bolladóttir, 21.10.2008 kl. 17:57

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Lilja í EFRA og varðandi næringuna þá hefur hún alllavega hækkað um 400 isl kr síðan í júlí. Nú er ég búin að bæta við innkaupin. Keypti m.a. Ísland (reyndar útsagað sem klukku...)

Guðrún Þorleifs, 21.10.2008 kl. 18:03

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegar frænkur ekki spurning.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:09

10 identicon

Yndislegt að koma heim úr hitanum á Tenerife beint í kosý heitin með ykkur öllum í lauginni

Fjóla systir 22.10.2008 kl. 21:40

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Ásdís

Fjóla mín, það var toppurinn að fá þig í hópinn

Guðrún Þorleifs, 23.10.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband