Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Má bara ekki vera að því að blogga eða lesa blogg annara, né heldur kvitta því því ég er á fullu að fara eftir sjtörnuspánni minni á mbl.is...
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 20. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ljón: Þú einbeitir þér að viðhalda góðri heilsu þinni. Álit þitt á sjálfum þér hefur mest að segja um hvernig þér líður, andlega og líkamlega. Horfðu mikið í spegil.
Ætla að gera þetta eða fara út að hjóla á töfraprikinu
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 19. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 18. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hér í heimi er ýmislegt með öðrum hætti en ég kysi, mætti ég velja.
Búsett hér í DK til nokkuð margra ára hefur það ekki farið fram hjá mér að Danir móðguðu múslima með teiknimyndum af þeirra guði sem ekki má gera mynd af. Nú er það svo að teiknarinn er danskur og því úr öðrum menningarheimi en ríkir í múslimalöndum. Í hans augum voru teikningarnar annað en það sem múslímar upplifa með þeim. Ólíkir menningarheimar. Þeir líta á þetta sem mikla óvirðingu við þeirra trú og eru heiftugir. Danir taka þessu sem einum lið í tjáningarfrelsi. Svona gróft greint. Hvort það var rangt eða ekki að birta myndirnar legg ég ekki mat á, en er þó hlynnt tjáningarfrelsi. Heift sumra múslima vegna þessa máls á ég (sennilega vegna míns bakgrunns) afar erfitt með að skilja. Þeir meiga alveg verða sárir, reiðir, finnast þeim misboðið og kvarta opinberlega. Skil það vel. Ég skil aftur á móti ekki hvernig þeir geta verið svo heiftugir að þeir hyggi á hryðjuverk í DK. Það finnst mér langt, langt frá málinu. Það hefur heyrst að leyniþjónusta hafi komist á snoðir um fyrirhugaða hryðjuverkaárás á DK. Sú áætlun ku vera allsvakaleg. Hún mun hafa falið í sér að koma blásýru eða öðrum eiturefnum sem víðast í neysluvatn Dana. Nú veit ég að það er stór menningar munur á Dönum og heittrúuðum múslimum. Danir eru rólyndisþjóð, kannski ekkert rosalega trúuð, meira svona sósíallistar í sér, en það er ekki trú, meira svona fötlun mundi ég segja. Þess vegna skil ég ekki,hvers vegna heittrúaðir múslímar eru með þennan æsing við "ligeglade" þjóð
Ég vil fá að drekka mitt vatn í friði og ró
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 17. september 2008 (breytt kl. 19:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Já, svo húkkt á msn að ég ríf mig upp fyrir allar aldir til að kíkja á msn. Kannski ferlega hallærislegt þegar litið er til þess, að það er "inn" að vera á Facebook Eitthvað er mér nú skitt sama um það, enda ástæða fyrir þessu msn næturbrölti mínu Jú, ég á von á að hitta á prinsessuna mína inni á þessum tíma. Þetta er rétt áður en hún fer að sofa, svo ég næ stundum smá "spjalli" við hana, ferlega gott.
Merkisdagur í dag, 17. september 2008. Dagurinn sem ég fer til dansks bæklunarlæknis út af ökklanum sem ég snéri 21. október 2006. Þetta er nú bara mér að kenna. Ég hef aldrei meitt mig áður og hélt að það væri öðruvísi með mig en aðra, það þyrfti ekkert að taka tillit til þessara meiðsla, bara halda áfram án þess að gera nokkuð. Núna veit ég betur, held ég. . . Reyndar var ég svo kvalin í janúar 2007 þegar ég var stödd á Íslandi að ég fór til læknis þar sem tók röntgenmynd en sá ekkert að mér. Gaf út lyfseðil á verkjatöflur og bólgueyðandi og sagði að þetta lagaðist. Hvort ég er yfirmáta óþolinmóð læt ég ósagt en í vor sannfærði ég heimilislæknirinn hér um að ég væri nánast að tapa mér yfir þessu svo hún sendi tilvísun á bæklunarlækni í Åbenrå. Sá tím er núna, þökk sé hjúkkuverkfallinnu Hún lofaði mér jafnframt að ef þessi rannsókn sýndi ekkert, þá mundi hún senda mig á einkasjúkrahús fyrir íþróttameiðsl. Jeee ræt . . einmitt eitthvað fyrir mig, hlýt að eiga vera þar, alveg hætt að hreyfa mig út af þessu, svo vont þegar fóturinn bólgnar upp og maður kemst varla úr skónum Ég er kveif, veit það. Já og ástæðan fyrir því að ég get farið á msn brölt á næturnar get ég þakkað ökklanum. Já, ég vakna undir morgunn vegna verkja í honum svo fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
Þetta var "ég um mig" blogg dagsins í boði GÞ
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 17. september 2008 (breytt kl. 07:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er bara að velta fyrir mér hvort ég "hangi " í lausu lofti eða hvort ég sé í "hlutlausum" gír. Er í svona "stuði" þar sem mér verður minna úr verki en hugsun Er til dæmis í huga mér búin að skipuleggja breytingar hér innan húss. Komin lítið lengra en að skila Stínu nabo rúminu sem fósturbarnið var með. Gerði það á mánudagskvöldið. Fattaði í gærkvöldi um níu leitið að ekkert meira hafði gerst í þessum breytingum svo ég tengdi ryksuguna og lét hana vinna sitt verk, flutti kommóðu frá einum vegg til annars. Skellti mér svo út á pall með mínum manni og horfði í lotningarkenndri hrifningu á ljósin sem hann er búin að setja í handriðið á pallinum okkar.
Já, ég hef nú ekki sagt neitt að ráði frá þessum palli og það er nú eiginlega bömmer. Þannig er að við erum að byggja "íslenskan" pall í kringum hálft húsið. Hann er með handriði og ljósum. Á pallinum eru útskot og eitt og annað sem gerir hann fínan. Um síðustu helgi vorum við í götugrilli og þá áttuðum við okkur á, að nágrannar okkar hér í götunni hafa fylgst vel með þessum framkvæmdum. Þykir pallurinn stór og flottur. Já, alveg ótrúlega stór Við vorum ekkert að segja að hann á eftir að stækka, það mun líklega ekki fara fram hjá nokkrum manni þar sem stækkunin kemur í átt að innkeyrslunni. Blessað fólkið botnar hvort sem er ekkert í okkur
En aftur að því að vera í lausu lofti eða í hlutlausum gír. Gerist ekkert hjá mér. Bara hugsa. úff...
Er að velta því fyrir mér hvort þetta lagist þegar ég er búin að fara til Tyrklands. Er kannski svona truflandi að vera alveg að fara þangað og svo ekki. Hélt að ég væri að fara þangað á mánudagskvöldið, vissi það um eitt þann dag að svo var ekki. Nú er ég sjálf búin að ákveða að ég fer í fyrsta lagi á laugardaginn sama hvað "Flösku Dísa" gerir.
Best að hætta þessari tímaeyðslu og fara að hengja út þvott eða var ég að hugsa um að tína tómata????
Sennilega tæmi ég bara uppþvottavélina
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 10. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þannig er borgarflakk prinsessunnar í dag. Allt gengið vel til þessa. Nú er bara bið í London eftir næsta fllugi sem tekur 8 tíma.
Smá skrítið og óraunverulegt allt saman
Sjálf ætla ég að láta mér Fields og Nyhavn duga í dag
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 5. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hér ríkir mikill léttir. Já við erum öll léttari. Ekki af því að við höfum verið í megrun, nei nei sussum svei, ekkert þannig. Þarf ekki, við erum svo fín. Okkur er létt því loksins tókst bandaríska sendiráðinu í Köben að útbúa visaáritun fyrir Bryndísi, áður en startdagurinn rann út! Alveg ótrúlegt ferli, humm... eða kannski ekki ????
Nú er það ljóst að Bryndís kemst af stað í sina ævintýrareisu á föstudagsmorguninn. Hún þarf sem betur fer ekki að ferðast ein þrátt fyrir seinkun. Hann Daníel, sem við þekkjum ekki, fer líka á vegum STS til Chicaco ( hvernig er þetta skrifað? ) Þau verða samferða alla leið í terminal 1 CHC þar sem leiðir skilja, því hann er greinilega ekki að fara til Browning
Til að jafna okkur á brottför Bryndísar, ætlum við að eyða helginni í Köben hjá Balda og Birnu. Þau verða reyndar að vinna alla helgina en ... sóóóó????? Miðjubarnið hún Ingunn, verður bara að vera ein heima, passa hundinn og húsið og mæta í vinnu. Þannig er það þegar maður er miðjubarn. Kannski breytist það smá þegar hún verður eina barnið á heimilinu??? Þ.e.s. ef við verðum heima til að sinna henni???
Jú, jú ,við eigum efti að hafa það kósy, horfa á grínmyndir, borða popp og veltast um í notalegheitum í herberginu hennar Bryndísar, sem við ætlum að breyta í sjónvarpsherbergi á meðan hún er í US og A. Það eru auðveld heimatök við því nú eru í herberginu 3 sjónvörp , 1 dvd og fín hljómtæki. Sjónvarpssófinn fer þangað eftir helgi. Þá er planið að færa rúmið hennar Bryndísar, tímabundið, inn í tölvuherbergi. Skila Stínu Nabo rúminu hennar, já einmitt Palli minn, takk fyrir lánið þá fara grænu stólarnir 2 í stofuna ásamt stóra sófaborðinu. Þar verður bara kósy, ekkert sjónvarp. Gott að fá einn gest í einu og einn að taka á móti honum. Ekki pláss fyrir fleiri nema við stofuborðið
Já, mamma og þið hin, ég varaði ykkur við. Þetta er ruglblogg og þannig má það líka vera með gríni og alvöru blandað saman eftir uppskrift sem ekki verður látin af hendi svo glatt.
Getið nú. Hvað er grín og hvað er alvara.....
Farin. . .
að velta fyrir mér hversvegna hér er enginn gestagangur miðað við á hinni síðunni og þó er sama bullið oft birt á báðum stöðum
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 3. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leit á stjörnuspánna mína hér á mbl.is og ákvað að hún væri skrifuð til mín
Ljón: Horfðu fram hjá smáatriðunum og sjáðu það sem skiptir máli. Þú hefur meiri stjórn yfir aðstæðum en þú gerir þér grein fyrir. Æfðu þig seinna í dag.
Tek þetta þannig að nú sé ég að ná stjórn á einhverju af því sem er að gerast í sendiráði USA í Köben, má ekki minna vera en baks mitt fari að skila árangri.
Mikið líður mér betur að hafa áttað mig á þessu. Um leið og prinsessan er send af stað til Tortryggnislandsins(vonandi á föstudaginn) þá ætla ég að eyða helginni með mínum ekta manni í Köben, kíkja á einkasoninn og tengdadótturina Ó já ekki væri leiðinlegra að finna eina frænku og kíkja á merka atburði Er vís með að hoppa af á heimleiðinni til að taka eina flugferð suður á bóginn og sjá hvort ég finn ekki fósturbarnið. Gæti verið að það sé að ganga upp líka Heyrði í snúllunni í vikunni í gegnum gemsa sem ekki var hennar eða mömmu hennar, bara e.h. númer í Tyrkjalandinu. Hún bíður alllavega spennt eftir að ég komi
Nú er best að snúa sér að náminu og bíða eftir tilkynningu frá sendiráðinu um að afskipti mín hafi komið Visamálinu á rétt ról
Pollróleg en kát, þökk sé stjörnuspánni sem ég vel að trúa í dag.
Munið við veljum okkur viðhorf
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 3. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eru reglurnar þegar gefið er út visa á USA? Þurfa að líða 2 sólahringar frá því visað er gefið út þar til má fara?
Er bara alveg búin að fá nóg af því að koma svona umsókn í gegn. Vildi að prinsessan hefði valið sér annað land en tortryggna USAlandið Furðulegar reglur um dagsetningu upphafsdags dvalar og þær hafa valdið því að ekkert er að ganga upp. Finnst þetta eitt allsherjar bull!!!Gæti notað tíma minn í skemmtilegri hluti en að bíða klukkutíma í símanum eftir að fá samband við starfsmann í sendiráðinu, skrifa meil og ítreka með símtölumm, að ekki sé minnst á allt ferðalagið til Köben svo hægt sé að vera á staðnum til að sækja um þetta "merkilega" plagg
Er samt í smá æfingu, því ég er búin að hringja svo oft í Iceland Express og bíða þar í símanum til að fá svör sem ekki skila neinu enda er ég alveg búin að missa álítið á þessu fyrirtæki!!! En ég gef mig ekki og ætla að halda áfram uns ég fæ skrifleg svör frá þeim. Er nefnilega búin að senda þeim meil 4x vegna flugseinkanna í ágúst og svo virðist sem þeim þyki ekki ástæða til að svara!
Pollróleg
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 2. september 2008 (breytt kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson