Auðvitað . . .

Auðvitað er það tær snilld að nýta sér tæknina. Nú náðum við loksins talsambandi í gærkvöldi, prinsessan í Ammríkuhreppi og ég.  Fyrir utan að bisa við 7 klukkustunda mun tóku tölvurnar okkar sig til og stríddu, svo það var fyrst í gær að við gátum báðar talað. Það var kominn tími á það og var ég frekar framlág í morgunn þegar ég skreiddist á lappir. Ætlaði eignlega ekki að trú því að klukkan væri orðin fótaferð því það var svo dimmt. Dem...  

Það er frábært að upplifa hvað prinsessan er ánægð. Hún hrósar því mikið hve fólkið sé gott við hana. Hún og dóttirin á heimilinu ná vel saman og allir eru ánægðir. Ótrúlega gott að þetta passar allt svona fínt. Prinsessan hefur mikið að gera og dagarnir þjóta hjá. Hún sagði að veðrið væri gott en hún nyti þess lítið því skólinn er til 15.00 og þá tekur við ferðin heim og svo námið fyrir næsta dag, því allir dagar eru eins á stundaskránni!

Frábært hvað tölvutæknin gerir fjarlægð afstæða Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er ómetanlegt að geta haft samband við börnin sín í gegn um þennan miðil.  Við ég og dóttir mín tölum saman á hverjum degi á Skype og bara smá stund á hverjum degi gerir allan muninn. 

Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hef notað msn mikið í samskiptum við son minn á meðan hann bjó enn heima. Nú býr hann í Köben og við heyrumst sjaldnar en sjáumst oftar en áður
Meira að segja mamma tölvuvæddist til að geta notað webcam

Frábært að geta haft svona samband við fólkið sitt þem er langt í burtu.

Guðrún Þorleifs, 24.9.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vá, frábært hjá mömmu þinni, hún kallar nú heldur ekki allt ömmu sína

Mamma mín getur ekki einu sinni lært á gemsann sinn og er ennþá að setja video myndir öfugt inn í videotækið .....

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég nota skypið og það er gott !!

Kærleikshelgi til þín sendi ég

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband