Orða vant . . .

Eiginlega hef ég fátt að segja. Finnst of margt að gerast og á nóg með að reyna að fylgjast með atburðarásinni, því það finnst mér mikilvægt. Eitt undrast ég þó og það eru allir snillingarnir sem tjá sig. Eiginlega finnst mér sú snilligáfa minna á eldhúsborðsnillingaumræðu. Það er vandalítið að sitja hjá og fordæma og níða. Sé ekki alla þessa snillinga fyrir mér í þeirri eldlínu sem nú brennur á ráðamönnum okkar. Að standa í eldlínunni og berjast fyrir hinu strandaða fleygi er vandasamara. Því fylgja miklar ágjafir. Þar fá fáir hrós í augnablikinu. Ég er nú bara þannig að ég dáist að þeim styrk sem ráðamenn þjóðarinnar sína á þessum hrikalegu tímum þar sem hvert áfallið dynur á annað. Þeirra verkefni er stórt og yfirsýnin sem þeir þurfa að hafa er mikil. Hlutirnir gerast hratt og það sem var áðan er ekki núna.

Megi samstaða koma okkur í gegnum þennan vítiseld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða helgi Guðrún mín

Ía Jóhannsdóttir, 10.10.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Ía mín og sömuleiðis. Hér byrjar helgin með kertaljósi oggraskerssúpu með góðum vinum

Guðrún Þorleifs, 10.10.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæl kæra Nafna.

takk fyrir ad bjóda mér í hóp tinna bloggvina.

Hlakka til ad fylgjast med tér og tínum í framtídinni.

Ég sá á sídunni hennar Íu ad tú eldar graskersúpu.....gaman yrdi ad fá uppskrift af einni svoleidis.

Eigdu góda helgi

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband