Þegar harðnar á dalnum . . .

Atburðir síðustu daga hafa velt lífi íslensku þjóðarinn um koll svo um munar. Afleiðingar þessa mikla hruns eru engan vegin komnar í ljós. Hitt er þó ljóst að þessir atburðir hafa mikil áhrif á sálarlíf fólks. Óvissa er ætandi tilfinning, sem skemmir út frá sér ef ekki er vel að gáð. Sannarlega hafa margir og munu margir verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna þessa bankahruns, ásamt því að í heiminum ríkir kreppa sem er enn ekki skollin á alls staðar af fullum þunga.
Við þessar aðstæður er vert að staldra við og huga að því hver mestu verðmæti okkar eru. Hvað viljum við síst missa? Eru það veraldlegir hlutir eða gott samband við okkar nánustu fjölskyldu og vini? Hvað erum við með allan auð heimsins en enga fjölskyldu eða góða vini? Mínar bestu stundir eru þegar ég veit að mínu fólki líður vel, mínar verstu stundir eru þegar fjölskyldumeðlimir eru alvarlega veikir, heyja baráttu upp á líf og dauða. Þetta er mikilvægt að vera meðvitaður um. Því spyr ég ykkur hvað er það versta sem getur gerst hjá þér?

Góður maður, Júlli Júll á Dalvík hefur farið af stað með sérstaka knúsviku með yfirskriftinni:

KNÚSVIKAN MIKLA
13. - 20. október 2008


Hefur þú knúsað í dag ?

Knúsum okkur í gegnum ástandið.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Stórt knús til þín héðan úr sveitinni.  Góður pistill!

Ía Jóhannsdóttir, 13.10.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Hulla Dan

Knús til þín sæta.
Í dag hef ég sent knús til ótrúlega margra á feisbúkkinu og svo hef ég knúsað alla mína stráka og ketti... Maðurinn er einn af strákunum

Ég held að allir geti verið sammála um að allir veraldlegir hlutir komi aldrei í stað fólksins sem okkur þykkir vænt um.
Ég held áfram að dunda mér í rauðakross húsinu mínu og er alsæl.

Luf 2 u

Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ætla ad senda tér vinarfidrildid sem Zordís sendi mér í morgunn og bankadi nett á gluggann minn.

Stórt knús til tín inn í fallega dag.

Gudrún Hauksdótttir, 14.10.2008 kl. 07:31

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er svo mikið rétt hjá þér

Kristín Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Meilið var tómt en takk samt. Kær kveðja á þig vina mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitin og kvittin, mér finnst svo gaman þegar fólk gefur sér tíma til að kvitta. Er með annað blogg og þar koma stundum fleiri hundruð manns í heimsókn á dag og engin kvittar, það er skrítið

Guðrún Þorleifs, 20.10.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband