Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Á föstudaginn gerðist hér stór viðburður, prinsessan fékk tilkynningu um að hún væri komin með fjölskyldu í USA, nánar tiltekið í Missouri. Meira fengum við ekki að vita þann daginn. Mikil spenna hljóp í fjölskylduna hér, því þessu til viðbótar kom dagsetning á brottför prinsessunnar!!! Daman yfirgefur danska grundu þriðjudaginn 2 september!
Þó svo þetta hafi staðið til síðan í janúar, þegar við gáfum grænt ljós á þessa hugmynd örverpisins, þá er það allt annað mál þegar komið er að svona atburði Nú þarf allt í einu að drífa í þessu og hinu m.a. að fara til Köben og sækja um visa áritun á vegabréfið. Prinsessan var nefnilega búin að sannfæra sjálfa sig og einnig okkur foreldrana um að úr því ekki væri komin fjölskylda í júlí þá færi hún ekki af stað. Henni fannst það ekki koma málinu við, að leitað er að fjölskyldu út ágúst. Eitt vissum við heldur ekki þar sem við lentum inni á vitlausum upplýsingafundi í vor, að ef ekki er komin fjölskylda í lok ágúst þá tekur gestafjölskylda á móti barninu/unglingnum uns fundin er fjölskylda, svona er þetta hjá STS samtökunum.
Já, nú er allt að gerast, klipping í gær, keypt ferðataska (er svona endurnýjunartímabil á ferðatöskum á þessu heimili, allt úr sér gengið eftir flughleðslur hingað og þangað) tekin mynd i visa umsóknina. Prinsessan sett inn í hvernig hún eldar uppáhalds matinn sinn, kjúkling með spínati, sætum kartöflum og fetaosti. Hún hefur jú verið í námi í höllinni og þvi ekkert stundað eldamennsku síðasta árið. Í dag er síðasta sprautan hjá doksa og kíkk í búðir eftir gjöf handa usa fjölskyldunni. Á morgunn er enginn miskunn, á fætur kl. 05.00 og með lestinni til Köben kl 06.57 og á Hovedbanegaard bíður einkasonurinn á mínum eðalvagni til að aka prinsessunni og múttunni hennar í usa sendiráðið. Verður nú líklega einhver upplifun þegar hún fer í gegnum öryggistékkið þar og sennilega bara gott að vera búin að prófa það, áður en kemur að usa flugstöðum. Hefur samt góða "reynslu" af öryggistékki úr Gyðingasafninu í Berlín
Á fimmtudaginn veður pizzakvöld með þeim vinkonum sem eru hér í SDB. Föstudagurinn er planaður í það sem þá vantar að gera, laugadagurinn götugrill. Sunnudag er annað kveðjupartý, nú fyrir íslensku vinkonur sem hér búa enn. Allt breytist. Ein danska vinkonan, herbergisfélaginn frá höllinni, er komin til Californiu sem high schoolnemi. Smitaðist af áhuga prinsessunnar og fékk leyfi til að vera hjá danskri ömmu sinni í usa. Amman er mjög ánægð með það og var alveg til í að taka prinsessuna líka. Mér fannst það nú sætt en full mikið
Ég er fegin að ég þurfti ekki að fara til Tyrklands í þessari viku, því nóg er nú að gera við undirbúninginn. Finnst þó slæmt að múttíin sem ég ætlaði með að heimsækja fósturbarnið er bara gufuð upp í augnablikinu og ég get hvergi grafið hana uppi Fósturbarnið inneignarlaust á gemsanum í Tyklandi og ekkert á netinu þessa dagana. Þetta á eftir að reddast því um leið og múttínin þarf á mér að halda, þá birtist hún eins og "Flösku-Dísa" forðum
Læt þetta gott heita að sinni, en vil þó segja ykkur að prinsessan ætlar að stofna bloggsíðu til að segja frá lífinu hjá nautgriparæktendum, lengst úti í sveit í Missourifylki í USA
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 26. ágúst 2008 (breytt kl. 06:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til að tipla á því sem á daga hefur drifið í stuttu máli ákvað ég að setja inn myndablogg.
Alltaf gaman af myndum
Áður en sólahringur var liðinn höfðum við foreldrarnir sótt barnið okkar og sent það áfram.
það var að fá að þvo glugga!!!
Mig undraði þessi ósk, en skýringin var að í skólanum var hún látin þrífa eldhússkáp á meðan strákarnir fengu að því glugga. Að sjálfsögðu fékk hún þá ósk uppfyllta.
Nú eru hér krúttlegir taumar á öllum gluggum en þeir fá að vera aðeins lengur, bara sætt.
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 22. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Líður og bíður.
Hér hefur fátt verið skrifað.
Því minna sýnt.
Margt til frásagnar en þagað þunnu hljóði.
Enginn spurt frétta.
Ferðir farnar og komnar,
fram og til baka,
alla leið.
Bloggvinir horfið af lista.
Aðrir eru, en eru samt ekki.
Sakna nágrannans úr Bökkunum,
bara tíndur.
Ferlegt.
Eiginlega bara hreint ekki sniðugt.
Aðrir hafa komið inn í heimsókn ,
nýir.
Nýtt er líka fínt.
Fyrir hvern er bloggað?
Mig?
Þig?
Veit það ekki.
Bara búin að bulla svona í 7 ár.
Þar og hér.
Hér og þar.
Furðulegt athæfi.
Getur samt gefið gott.
Á nú 1 góða vinkonu í gegnum bloggið.
Ótrúlega merkilegt það.
Fann krúttlega frænku hér út í sveit.
Rík.
Les hjá ljúfu fólki.
Les hjá gamansömu fólki.
Nenni ekki að lesa leiðindi.
Finnst lífið of skemmtilegt.
Fínt að dansa á tánum við fiðluleik,
ef maður getur það...
Já, svei mér ef það er ekki að koma haust og ég ekki sagt neitt
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 19. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Finnst full ástæða til að kom því á framfæri að ég kom mér og mínum ekta manni heilum í vinnu og skóla í morgunn. Ekki skemmdi að bíllinn (eðalvagninn) kom líka óskaðaður úr þessum hildarleik sem för okkar var í morgunn!!!
Hjólreiðamenn, - konur og - börn þvældust hér um allra götur, löglega og ólöglega. Kvarta alls ekki yfir þeim sem virtu reglur en hinir.... Júdddddamííííííaaaaaaa.
Hvað gerir ökumaður sem er við gatnamót og hefur hjólreiðafólk sér á hægri og vinstri hönd, þar sem viðkomandi skyggja á umferðina um "Grindavíkurafleggjarann"???
Hvað gerir ökumaður sem bíður við Hringveginn eftir taka hægri beygju og hjólamenn, - konur og -börn ryðjast upp með hægri hliðinni hjá þér til að bíða við framenda bifreiðar þinnar til að fara beint yfir Hringveginn???
Hvað gerir ökumaður sem hefur gefið stefnuljós til hægri til að beygja af Hringveginum inn á Austurgötu þegar hjóladrengur staðsettur á Austurgötu á leið yfir Hringgötu tekur ekki eftir því að þú ætlar að beygja, hefur í höfði sér ákveðið að þú haldir beint áfram með þeim afleiðingum að drengstaulinn rétt sleppur við að hjóla inn í bílinn hjá þér???
Ég veit ekki hvað öðrum finnst um svona morgunnbyrjun en mér fannst hún stressandi og ég er á móti STRESSI!!!
Þá hef ég tjáð mig um þetta.
Slutt, sprutt
...en ef þið eruð ekki viss um viðbrögðin þá get ég sagt með sanni að ég tók þessu með óþolandi umburðarlyndi...
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 19. ágúst 2008 (breytt kl. 08:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
. . . taka af allan vafa þá er rétt að ég segi eins og er varðandi skápaframkvæmdir mínar í gær. Einhvern veginn held ég bara að þetta blogg hafi misskilist og breitt sig út á netinu eins og góðverk. OMG ... allir búnir að tæma fataskápana sína til að gefa þurfandi
Geri mér grein fyrir að elskulegir bloggvinir mínir þekkja mig ekki í alvöru og gleypa því agnið þegar það er sett út. Ég hefði átt að vita þetta eftir að Ásdís var hér. Hún hélt að ég væri svo aumingjagóð að hún lagði það á sig fyrir "góðu" mig að dansa ballett við fiðluleik Boris Violin Rúmenski þegar hann æddi hér inn í matarboð hjá mér fyrr í sumar og ég hef varla sagt frá. Já, stundum kann ég að skammast mín fyrir óknytti en alls ekki alltaf
Ástæðan fyrir því að ég datt inn í fataskáp í gærmorgunn er í alvörunni sú, að ef ég hefði ekki dottið þangað þá hefði ég orðið að fara út og hreinsa illgresi með fram innkeyrslunni hjá mér, af því ég var búin að ákveða að ég ætti að gera það ... og ef ég er alveg heiðarleg þá var æðsta óskin sú að hafa pláss í skápunum ef ég finn fatnað sem langaði til að ég ætti sig
Já, svo nú er það á hreinu: Guðrún er eiginhagsmunapúki fram í fingurgóma og er á köflum svo ósvífin að henni finnst það ok
...og meðan ég er enn að: látið ykkur aldrei detta í hug að taka feil á mér og Hjálparstofnun Kirkjunnar eða Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna, það fer ekki vel!
Over and out í garð að kantskera.
Kæru bloggvinir, get ekki kommentað hjá ykkur í þessari öryggisgæslu sem tölvan mín er hneppt í að hluta til.
Humm... og um næstu helgi ætla ég að bæta á mig þremur kílóum. Ásdís segir ( tala ég bara við hana ) að maður þyngist um 3 kíló við að verða fimmtugur og þar sem ég hangi á horreiminni þá ætla ég að redda mér þannig með því að halda mörg fimmtugsafmæli
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 17. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér verður ekki færsla þar sem músin sveik og allt hvarf
Dem og ég sem ætlaði að segja ykkur frá því hve góð ég er.
Tíndi helminginn út úr fataskápunum hjá mér til að gefa þurfandi.
Ætlaði líka að segja ykkur hve mikil tómataræktandi ég er.
Hvarflar að einhverjum að ég hafi bara tæmt skápana til að fá pláss fyrir ný föt???
Vááá ... hvað manni getur sárnað svona viðhorf!!!
Bæææææ...
Farinn í bæinn að fata mig upp.
Eða hreinsa illgresi
Ætti ég kannski að horfa á leikinn
Æ, nei....
Þori það bara ekki, legg það ekki á líf mitt
Farin að gera góðverk
Á hverjum skyldi það bitna???????????????????????????????????
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 16. ágúst 2008 (breytt kl. 13:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
VIKUPLAN:
1 x ganga
2 x hjól
3 x ræktin
4 x 5 x 50 magaæfingar (1000)
Smá breytt útgáfa af planinu mínu frá 2005 - 2006 sem gaf góðan árangur. það sem breytist núna er að í stað spinning kemur ræktin inn og í stað hlaupa kemur hjólið.
þarf aðeins að hugsa betur um hvenær ég byrja
Læt ykkur kannski vita
Kveðja,
Lata Kata
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 14. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 12. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
. . . fundin
Dró þetta spil hjá krúttmolanum henni Ellý. Hér er er hvatningin til að takast á við krúttkúludæmið mitt
7 stafir
Talan sjö tengist metnaði þínum og ekki síst áræðni og ákafa. Eiginleikar þínir til að kljást við erfiðleika eru öfundsverðir því þú býrð yfir kjarki og ástríðu sem flytja nánast fjöll.
Próf einhverskonar bíður þín. Hvort sem um atvinnuviðtal eða ökupróf er að ræða munt þú nýta kosti þína þér til framfara.
Þér er ráðlagt að standa föstum fótum í eigin vitund í vísdómi óvissunnar en þar munt þú finna frelsi til að skapa allt það sem þig vanhagar um.
Over and farin að leita svara
Úpps!!!!
Getur verið að þetta sé frekar ábending til mín um að hætta að flækjast á blogginu og snúa mér að Revit svo ég geti farið í lokaprófið fyrir jólin og að tað sem mig vanti sé húsið sem ég tarf að teikna?????
Over and farin að spá í sumarhús á landinu mínu .
...og hlusta á Gullbylgjuna mína
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 12. ágúst 2008 (breytt kl. 07:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
....... ....... ...... ....... ...... ..... .... ..... ..... ..........
Nákvæmlega!
Allt í rólegheitunum.
Lengsta sumarfríi mínu í áraraðir lokið.
Hið daglega líf með daglegum skyldum og óskyldum gjörðum tekið við.
Voða afslöppuð, löt hljómar svo neikvætt
Nenni að svo komnu máli alls ekki að segja í stuttu máli frá fríinu, yrði of langt . . .
Eitt get ég þessa þó sagt ykkur, viðurkennt
Úffffff...
Nú er ég hnöttótt
Værðarhlið ljónsins í mér náði yfirhöndinni og ég lifði hinu ljúfa lífi munaðarseggsins sem í mér býr ásamt skynsemishliðinni á mér, sem berst hverja stund fyrir sínu. Skynsemishliðin mín gafst upp og munaðarseggurinn í mér náði yfirhöndinni.
Nú eru framundan tímar heyrnarleysis þegar munaðarseggurinn í mér reynir að kveða sér hljóðs og komin tími á að hlusta betur eftir þessari litlu skynsemi sem ég á og reyna að rækta hana aftur upp og láta hana njóta sín með mér.
Fagurt plan
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 11. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson