Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fríið . . .

Nú er bara að koma að því. Á föstudaginn ætlum að skella okkur í vikufrí. Við veðrum 2 að þessu sinni, börnin orðin svo stór. Ýmist erlendis á ferðalagi, erlendis í vinnu eða hérlendis í vinnu eftir ferðalag Wink

Lengi vel var planið að skjótast til Tyrklands með flugi og líta á væntanlegan listaskóla og aðrar aðstæður fósturbarnsins. Þar sem flutning hennar seinkar verður ekkert af því nú. Ætli ég skutlist ekki niður eftir þegar þar að kemur og líti á aðstæður. Maður sendir ekki barn í hvað sem er. . .

Eftir situr að við erum samt að fara í frí. Ekki út að sigla, því ákveðið var að gefa Perlunni frí í ár vegna fyrirséðs annríkis hér á heimilinu. Þetta skapar ákveðinn vanda, hvert eigum við að fara?
Ég er svo hugmyndalaus en get þó sagt að mig langar í sól, sjó og fjöll. Að mig langar ekki að keyra heilann helling, að mig langar að skoða eitthvað fallegt, helst náttúru ekki hús. 

Er einhver með tillögu? 


Uss . . .

eksamensskilt

Gaman saman

Vil bara láta ykkur vita krúttin mín hve gaman það er hér hjá mér Grin Með góða vini í heimsókn og í dag komu megakrútt dagsins í heimsókn til mín. Sætar saman
Hulla Pulla og múttu krúttið hennar.
 
Næst er svo að festa hina gestina á pixelform, en þau eru hlaupandi út um allt eins og kálfar á vori Tounge

æfðum höndum . . .

Í gær þurfti ég aftur að hringja í SimensMileviðgerðarþjónustuna. Já, rétt þvottavélin er síðan í nóvember. Æfðum höndum sló ég inn 1 og 2 og 4 eftir því sem leiðbeiningaröddinísímanum leiddi mig áfram í átt að réttu þjónustudeildinni. Þegar ég var búin að ýta á rétta talnarullu (gott að vera ekki með athyglisbrest) þá fékk ég að vita að ég væri mjög aftarlega í langri biðröð (sennilega öftust) símaröddin bauð mér að slá inn númerið mitt og lofaði að ég héldi plássinu mínu í röðinni (öftust) og þau mundu hringja í mig. Fínt tilboð sem ég tók við. Sló inn mínu númeri og fór að læra. Þetta var klukkann níu. Um tólfleitið þótti mér ég hafa verið lengi í biðröðinni og hringdi aftur. Nú þáði ég ekki hringjumíþig kostaboðið en beið sjálf í 13 mínútur. Þá svaraði hún Lina og ég sagði henni hvað væri, vélin dældi ekki af sér vatni og svo vindur hún ekki alltaf ( það er ekkert nýtt) já sagði Lina ég sendi viðgerðramann, hann kemur á milli 8 og 16 þann 25/6. Nei, sagði ég kurteis, hann veður að koma í síðasta lagi á morgunn. Það er ekki hægt sagði Linasímalína. Það fannst mér skrítið og spurði hvort þau þyrftu ekki að uppfylla ákveðið lágmarks þjónustustig. Jú, sagði hún svona er þetta. Ég ýtrekaði að 25 júní væri of langt í fjarskanum til að ég gæti sætt mig við að bíða þvottavélalaus. Ég heyri að þú vilt kvarta segir Linasímalína fúl. Ha? Já, þú vilt ekki taka við tímanum sem ég hef handa þér og þá viltu kvarta. Nú skildi ég lítið. Kvarta? Ég vil bara fá þvottavélina lagaða í dag eða í síðasta lagi á morgunn. Já, þú vilt ekki taka við þeim viðgerðatíma sem ég bíð þér og því sendi ég þig til Peter. Svo ég var send til Peter en hann var á tali og Linasímalína kom atur í símann og sagði að Peter væri upptekinn en að hann myndi hringja í mig. Nú? takk? Svo var símtalinu lokið og ég með bilaða þvottavél sem ekki var fyrir séð hvenær kæmist í lag. Rétt seinna hringir Linasímalína aftur og segir mér að hún hafi verið að tala við mig fyrir minna en 5 mínútum. Já, ég mundi það. Svo sagði Línasímalína mér frekar fúl að það væri búið að kalla til annann viðgerðarmann og að hún mundi senda beiðni á hann í dag sem hann sæi í kvðld og svo mundi hann hringja á morgunn. Já, já, sagði ég þar sem  hún var svo ansi fúl. Sennilega hefur Peter ekki viljað tala við mig, fundist eins og mér að 25 júní væri ansi mikið í blámóðu frammtíðar þegar um væri að ræða þvottavél sem ekki virkaði. Varla hafði ég lagt símtólið til hleðslu þegar hringt er aftur og er þetta nú SimensMileviðgerðarmaðurinnsemkallaðurvarútogekkiáttiaðhringjafyrrenámorgunn. Spurði hann hvort ég væri heima og játti ég þvi í undrun minni á því er var að gerast. Kort sagt innan 30 mínútna var hann hér, hafði lagað helminginn af vandamálinu og var farinn Whistling

Allt bú. . .

Sit hér og bíð eftir að tíminn líði. Ég er komin fram úr sjálfri mér og framtíðinni með það sem ég þarf að gera Halo

 

Trúðir þú þessu?

Bara að grínast svona í morgunnsárið. Þvottavélin er biluð enn eina ferðina og ég hef því lítið annað að gera en að horfa á þvottahrúguna hækka.
Reyndar passar þetta ekki því ég er frekar forhert. Hringdi bara í Stínu nabo í gærkvöldi og spurði: má ég koma yfir með þvott, vélin er biluð? já, það er ok en er þetta ekki ný vél? Jú, ég kaupi bara bilaðar vélar sagði ég sannleikanum samkvæmt. Svo döslaði ég blauta þvottinum í poka og bala og fór yfir til Stínu nabo. Það þurfti 5 fúla brandara áður en hún sagði: viltu ekki bara að ég hengi þetta upp fyrir þig þegar vélin er búin og þú getur svo náði í þetta á morgunn hjá mér? Jú, sagði ég og skottaðist alsæl heim til mín og fór að mála í myrkrinu. Mér finnst það besti tíminn til að mála, þá gengur allt svo vel. Reyndar þurfti ég svo að mála allt aftur í morgunn en það er annað mál. . . 

Ég er enn í skólanum, fer í vörnina 25/6. Ég tek því rólega og vinn vörnina þegar nær dregur. Væri svo leiðnlegt ef ég væri löngu búin með þetta og stæði svo fyrir framan kviðdóminn og færi að bulla um eh allt annað eins og brú yfir Þjórsá í staðinn fyrir sumarbústað Shocking

Í gær sló ég grasflötina, eða það sem var grasflöt. Þetta er eiginlega eins og sviðin svörður með einstaka löngu strái og það voru þau sem fóru í útlitstaugarnar á mér. Ætli það komi gras aftur eða skyldum við þurfa að setja pall yfir allann garðinn? Erum langt komin með það.

Í gær ringdi, þá fór ég og vökvaði tómatplönturnar. Ég er í svo góðum takt við veðrið.

Nú skín sólin og því ætla ég út og láta ljós mitt skína þar henni til samlætis. Já, það verður bjartur dagur í dag Wizard

Ó, já svo mög voru þau orð . . .

Allt bú... 

 

 


. . .

Ótrúlegt hvað ein fyrirsögn getur komið í veg fyrir að maður bloggi!! Oft er ég með alveg brillijant efni í kollinum. Tilbúið til niðurritunar, en þá gerist það! Hver á fyrirsögnin að vera??? Pinch Og þá "Nonni" minn gerist það... Allt þetta sem var tilbúið til niðurritunar hverfur!!! Hviss, bæng, faaaarið.Crying

Svona er þetta ekki í dag. Ég snuðaði með því að sniðganga fyrirsögnina. Dem... hvað maður getur verið klár Halo

Það var þannig að þegar ég stóð undir sturtunni áðan þá áttaði ég mig á því að ég væri með snilldarblogg í kollinum. Málið var þó að plan dagsins stendur upp á hreingerningu og engan skóla í staðinn. Að auki hafði ég leyft mér að vera smá drílinn inn á síðu hjá vinkonu minni sem kvartaði yfir vöntun af tímum í sólarhringinn. Ef ég fer að bæta meiru inn á þennan dag heldur en þrifum og undirbúining fyrir matarboð í kvöld þá er ekki víst að það verði svo vel þrifið eins og plön sögðu til um í gær þegar ég var að skipuleggja mig. Reyndar er það þannig að mér gengur vel að skipuleggja næsta dag. Alveg þrælvön því. Það er aðeins einn hængur á mínu skipulagi og það er að ég er ekki eins æfð í að fara eftir þessu plani gærdagsins Shocking Ég er samt öll af vilja gerð til að taka mig á og því ákvað ég að bæta bloggtíma inn á gærdagsplanið og til að vinna þann tíma, spreyjaði ég sturtuna með kalkhreinisi, henti í þvottavélina og setti uppþvottvélina í gang. Það sjá þeir sem vilja að þetta er bullandi aksjon. 

Nú er þessi inngangur orðin svo langur að ég man ekki hvað ég ættlaði að blogga um í tærri snilld minni.  Niðurstaðan er því sú að langir inngangar geta líka komið í veg fyrir snilldarblogg. 

Vandlifað.

Til að valda ekki algerum vonbrygðum set ég samt inn smá hugrenningar og upplifanir. 

Alveg get ég orðið steinhissa þegar fólk tekur feil á mér og Hjálparstofnun kirkjunnar eða Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna.
Þetta kemur einstaka sinnum fyrir og mikið hrikalega er erfitt að leiðrétta svona misskilning! Hvað segir maður við fólk sem er svona áttavillt?
Ég ákvað bara að þegja og vona að viðkomandi kæmi til ráðs og rænu, nú eða fengi betri ráðgjöf en þá sem vísaði honum á minn vasa!

Var í afmæli á laugardaginn og það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að svo skemmtilega vildi til að þarna hrönnuðust upp "tilviljanir/vilji til" atriði.
Ásdís bloggvinkona mín bað mig í fyrravor að skila kveðju til hjóna sem búa hér.Kveðjan var frá henni og Bjarna. Þar sem ég hitti þessi hjón sjaldan þá var kveðjan ekki komin til skila. En... á föstudaginn fórum við til afmælisbarnanna að trufla þau við undirbúninginn þá komu skilaðukveðjutilhjónin með dót sem nota átti í afmælið. Semsagt aðhjálpafólk og þau hittu okkur að truflafólk hjá aðhaldaafmælifólkinu. Ég skilaði kveðjunni samviskusamlega. Fékk að vita að við hittumst aftur daginn eftir sem við og gerðum og þá gætum við Jói sem dó og ég planað móttökur á konunglegu liði sem er væntanlegt hingað á mánudaginn!Tær snilld, sérstaklega þegar litið er til þess að við bara þekkjumst ekkert.

IMG 2798

Hér eru heiðurshjónin umræddu sitthvoru meginn við dönsku mágkonuna mína.

IMG 2797

Þessi hljómborðsleikari er víst þekktur í Sönderborg Grin

IMG 2825

Þetta er kagginn minn, hann er til sölu því BT keypti sér bíl.

IMG 2821

Svona hugsa ég nú um minn bíl. Geri aðrir betur Halo

Úff... ég svitnaði áðan, datt í hug hve lengi má kalkuppleysir vera á flísum án þess að húðin fari af flísunum??? 
Þori ekki annað en að þrífa efnið af og það þýðir að þið missið enn einu sinni af snilldarbloggi.

Svona getur lífið verið.

 


skoðaðu . . .

Sá þennan lista á síðunni hjá Ásdísi og svo Hulluog ákvað að fara í smávegis sjálfsskoðun. Væri gaman ef þið skilduð eftir svörin ykkar í kommentakerfinu. Hér er gott tækifæri til að svara í  hreinskilninni.

 

1.   ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?   Já, Guðrún eftir föður ömmu minni og Svandís eftir næst yngstu systur mömmu, hún dó 8 mánaða.

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Man það ekki . . .


3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?Alveg ótrúlega vel


5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? 3 börn, 1 son og 2 dætur.

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?Ó, já!!!


7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?   Nei

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Herbasheik

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Nei

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ?

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Þýskur vaniluís ú Aldi.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Framkoma

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Ljósbleikur.


15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?  Skortur á sjálfsaga


16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  Pabba, sem er á lífi en fangi í eigin líkama ......


17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Það væri gaman.

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Svörtum skóm og svörtum skokk ;) 

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? banani, ananas og jarðaber með RJÓMA ;)

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?  Ekkert.

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Eiturgrænn eða appelsínugulur. . .

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?  nýja ilmvatnið mitt . . .


23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?  Rut

 24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?  Sko... sá þetta hjá Ásdísi og Hullu minni og þaðan kemur þetta. Þær eru æði Wizard

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Tour du Frans 

26. ÞINN HÁRALITUR ?  dökkur og svo fagur

27. AUGNLITUR ÞINN ?  Bara að skoða....

 28. NOTARÐU LINSLUR ?  Nei, en hef velt því fyri mér hvort það sé lausnin þegar ég set eyliner
 á mig ;) 

29. UPPÁHALDSMATUR ?  Góður matur með góðum vinum

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Gamanmyndir, annað er leiðinlegt ;)

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?  OMG. Ég man það ekki. Samt í Kolding um páskana, voða gaman ;)

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?  Iss var algjör slut hérna í denn.


33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? þýskur vanilluís

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?Líklegur? engin held ég, er svo slow

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? BT o g Magni

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?  Leyndarmálið

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?  Eengin motta. . .
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Sjónvarpið er ekki tengt

 
 40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Florida :)

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Diplomat og sanngirni


42. HVAR FÆDDISTU ? Á Landsspítalanum

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Geri mér litlar vonir ....


ég er hér enn...

Hef lítið nennt að blogga undanfarið. Þegar veðrið er svona gott þá er áhuginn meiri á því sem er utandyra. Vil samt aðeins bæta úr þessu fréttaleysi með því að setja inn nokkrar myndir. Nýustu framkvæmdir er þó ekki búið að mynda, það kemur seinna ;)


Ingunn Fjóla fór til Suður Ameríku í  6 vikur með henni Tinu úr sveitinni.
Ferðin var frábær og
Ingunn farin að plana næstu ferð. Við Bryndís sóttum þær til hamborgar, brunuðum í sveitina með Tinu, fengum frábærar móttökur þar að vanda og svo var haldið til Sönderborg. Sóttum Billa í vinnuna og svo var slegið upp afmælis- og velkomin heim veislu :)


Bryndís er alltaf jafn ánægð með dvölina í höllinni en nú fer skólinn að verða búin og þá fara vinirnir í allar áttir.
Hún ætlar að skella sér til Íslands og vinna þar í fríinu sínu.



Baldi er enn í Asíu og finnst voða gaman þar með Birnu sinni. Drengurinn er nú skallapoppari og milli. Þetta varð til þess að nú vill pabbi hans bætast í þann hóp ;)


Vananum trú, voru tómatarnir á sínum stað en þá upphófst barátta við snaróðan svartþröst!
Baráttunni lauk með að hin klókari sigraði :haha:



Í ár var ákveðið að byrja á pallinum sem koma á í kringum húsið. Framkvæmdir ganga markvist fram og eru þetta "gamlar" myndir af fyrirbærinu 8)


Maður hefur verið í léttri sveiflu við að kaupa blóm og potta ;)
Voða gaman 8)



Draumar eru til að láta rætast :d

Við höfum verið verið dugleg við þá yðju ;)



Ó, já... skápurinn varð minn og fyrir það þakka ég Fjólunni minni og gullmolanum honum Bassa. Takk elskurnar mínar.

Lífið er ljúfur draumur.
Njótum þess.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband