. . .

Ótrúlegt hvað ein fyrirsögn getur komið í veg fyrir að maður bloggi!! Oft er ég með alveg brillijant efni í kollinum. Tilbúið til niðurritunar, en þá gerist það! Hver á fyrirsögnin að vera??? Pinch Og þá "Nonni" minn gerist það... Allt þetta sem var tilbúið til niðurritunar hverfur!!! Hviss, bæng, faaaarið.Crying

Svona er þetta ekki í dag. Ég snuðaði með því að sniðganga fyrirsögnina. Dem... hvað maður getur verið klár Halo

Það var þannig að þegar ég stóð undir sturtunni áðan þá áttaði ég mig á því að ég væri með snilldarblogg í kollinum. Málið var þó að plan dagsins stendur upp á hreingerningu og engan skóla í staðinn. Að auki hafði ég leyft mér að vera smá drílinn inn á síðu hjá vinkonu minni sem kvartaði yfir vöntun af tímum í sólarhringinn. Ef ég fer að bæta meiru inn á þennan dag heldur en þrifum og undirbúining fyrir matarboð í kvöld þá er ekki víst að það verði svo vel þrifið eins og plön sögðu til um í gær þegar ég var að skipuleggja mig. Reyndar er það þannig að mér gengur vel að skipuleggja næsta dag. Alveg þrælvön því. Það er aðeins einn hængur á mínu skipulagi og það er að ég er ekki eins æfð í að fara eftir þessu plani gærdagsins Shocking Ég er samt öll af vilja gerð til að taka mig á og því ákvað ég að bæta bloggtíma inn á gærdagsplanið og til að vinna þann tíma, spreyjaði ég sturtuna með kalkhreinisi, henti í þvottavélina og setti uppþvottvélina í gang. Það sjá þeir sem vilja að þetta er bullandi aksjon. 

Nú er þessi inngangur orðin svo langur að ég man ekki hvað ég ættlaði að blogga um í tærri snilld minni.  Niðurstaðan er því sú að langir inngangar geta líka komið í veg fyrir snilldarblogg. 

Vandlifað.

Til að valda ekki algerum vonbrygðum set ég samt inn smá hugrenningar og upplifanir. 

Alveg get ég orðið steinhissa þegar fólk tekur feil á mér og Hjálparstofnun kirkjunnar eða Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna.
Þetta kemur einstaka sinnum fyrir og mikið hrikalega er erfitt að leiðrétta svona misskilning! Hvað segir maður við fólk sem er svona áttavillt?
Ég ákvað bara að þegja og vona að viðkomandi kæmi til ráðs og rænu, nú eða fengi betri ráðgjöf en þá sem vísaði honum á minn vasa!

Var í afmæli á laugardaginn og það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að svo skemmtilega vildi til að þarna hrönnuðust upp "tilviljanir/vilji til" atriði.
Ásdís bloggvinkona mín bað mig í fyrravor að skila kveðju til hjóna sem búa hér.Kveðjan var frá henni og Bjarna. Þar sem ég hitti þessi hjón sjaldan þá var kveðjan ekki komin til skila. En... á föstudaginn fórum við til afmælisbarnanna að trufla þau við undirbúninginn þá komu skilaðukveðjutilhjónin með dót sem nota átti í afmælið. Semsagt aðhjálpafólk og þau hittu okkur að truflafólk hjá aðhaldaafmælifólkinu. Ég skilaði kveðjunni samviskusamlega. Fékk að vita að við hittumst aftur daginn eftir sem við og gerðum og þá gætum við Jói sem dó og ég planað móttökur á konunglegu liði sem er væntanlegt hingað á mánudaginn!Tær snilld, sérstaklega þegar litið er til þess að við bara þekkjumst ekkert.

IMG 2798

Hér eru heiðurshjónin umræddu sitthvoru meginn við dönsku mágkonuna mína.

IMG 2797

Þessi hljómborðsleikari er víst þekktur í Sönderborg Grin

IMG 2825

Þetta er kagginn minn, hann er til sölu því BT keypti sér bíl.

IMG 2821

Svona hugsa ég nú um minn bíl. Geri aðrir betur Halo

Úff... ég svitnaði áðan, datt í hug hve lengi má kalkuppleysir vera á flísum án þess að húðin fari af flísunum??? 
Þori ekki annað en að þrífa efnið af og það þýðir að þið missið enn einu sinni af snilldarbloggi.

Svona getur lífið verið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert snilli.  Ég er farin að hallast mikið á þá skoðunn að þetta SÉ í ættinni.
Vona að baðherbergi þitt sé ekki ónýtt frú mín góð og ég bíð þolinmóð eftir öðru snilldar bloggi.

Hulla Dan, 12.6.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sko er alveg með hugmynd....

Skrifaðu textann fyrst og pikkaðu svo út eina setningu úr textanum...fyrirsögnin komin

Heiða Þórðar, 15.6.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband