Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Ég, um mig, frá mér, til mín...

Ég er í svaka stuði, af því...

Er bara ferlega þreytt á þessari rigningu og rokinu hér. Fátt skemmtilegt við þetta veður.  Ef maður fer út að hjóla verður maður haugblautur og má þakka fyrir að fjúka ekki út fyrir veg. Ef maður fer út að hlaupa verður maður líka haugblautur. Ef maður lítur út í garð verður maður fúll yfir því hvað illgresið og grasið vex Pinch

En eftir stendur að það eina skemmtilega sem hægt er að skrifa um er um mig. Halo

Ég er nefnilega ferlega kát í dag.

Já, þetta er alveg ferlegt allt saman...

Þetta byrjaði í gær með símtali, voða spennandi...

Svo kom blómasendill með 7 risarósir frá frábærri vinkonu. Tölvukerfið í interfloru búðinni hafði klikkað og ég fékk því blómin í dag. Gaman að því Heart

Við eigum 16 ára fósturbarn og mamma hennar lét mig vita í dag að við værum boðin í mat á Kúrdískaveitingahúsið hennar Wizard

Já og dagurinn er ekki liðin enn Wink 


Heimsókn

Fórum og heimsóttum þessa fjölskyldu í gær:

IMG_2458

Þau sögðu ekki margt að þessu sinni...

 

 

Gaman að hafa góða gesti: 

IMG_2465

Það eru fleiri en ég sem hafa gaman af að tína plómurnar  Joyful

 

Lifið heil Heart


Í dag

óska ég sjálfri mér til hamingju með daginn Wizard Ég er svo ferlega ánægð með að eiga afmæli í dag. Veðrið er frábært og ég er búin að vera á fótum síðan um sjö í morgunn. Fékk herbate og gjöf í rúmið InLove Bara æðislegt!!!

Ég er svo ánægð með þennan dag, vegna þess að ég er svo sátt með mig. Ég hef þá tilfinningu að undanfarin 5 ár hafi ég heilsufarslega farið batnandi. Mér hefur tekist að breyta lífsstíl mínum þannig að ég hef meiri orku en áður. Ég er bara rosa spræk og finnst það skemmtilegt. Ekkert magavesen, háþrýstingur, hausverkur, liðverkir eða önnur óáran hrjá mig í dag! 

Ef ég hugsa til dagsins þegar ég varð 36ára. Úff... Ég fór fram um morguninn, leit í spegil og þá hugsaði ég: "hingað og ekki lengra"!!! Það tók mig langan tíma að finna það sem hentaði mér og vinna á lélegu formi og heilsu. Nú er annað upp á teningnum. Leit í spegil í morgunn og brosti til þessarar lífsglöðu konu sem ég sá þar og þekki orðið svo vel Kissing

Kæru bloggvinir ykkur er hér með boðið í te eða kaffi í tilefni dagsins Wizard

Stærsta og dýrmætasta gjöfin sem ég fæ í dag, er heimsókn systur minnar og mágs InLove Mér finnst alveg magnað að þau skuli vera að koma í dag og ég hlakka svo til að ég get ekki beðið...

 

Knús til ykkar 


Húrra, húrra, húrrrraaaaa....

Húrra, húrra, húrra... 

 

Hann er hetja

og hann er hetja

úla úla úla 

(sungið) 0  

 

Elskulegur mágur minn,

Þorsteinn Haukur Þorgeirsson,

náði þeim einstaka áfanga föstudaginn 20. júlí sl.

að fylla 4 áratugi. Í tilefni þessa afreks,

hélt hann til veldis Dana og og fagnaði þessum merka sigri.

Við hér á Als vottum honum samhug okkar vegna þessa tímamóta í lífi hans.

Við höfum nú fyrir víst, að hann komst klakklaust í gegnum þetta,

þökk sé danska bjórnum. 

Hann lengi lifi!

Húrra,

húrra,

og

så det store 

HÚRRA!!!

 


Verðlag og fl.

Í dag þurfti ég að skreppa í búðir. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt og í raun hundleiðist mér það. Má ekkert vera að slíku veseni Wink En  nú vantaði minn mann skrúfur í danska byko og mig mold í danska eden. Í danska byko fann ég skrúfurnar og þegar ég var á leið að kassanum sá ég óvart, lítið krúttlegt grill sem lækkað var um helming. Keypti það. Gott að eiga nýtt grill þegar við erum búin að byggja pallinn Halo Ég meina það, við erum enn Íslendingar þrátt fyrir þessi 8 ár.
Svo fór ég í dönsku blómabúðina. Kaupa mold á rósina sem ég þarf að færa út af væntanlegum palli og því að verið var að setja glugga í þar sem hún stóð og því bara tæmið að flytja hana. Nú það eru stundum tilboð í DK og nú sá ég 3 hortensíur fyri 100 kall. Keypti þær. Vantaði  2 en konan á móti á afmæli á morgunn, gef henni þá þriðju Halo Svo voru 2 Lísur á tilboði. Öll blómin mín voru drukknuð og svo...       8 blóm fóru með mér heimJoyful
 

júlí 013
Já, ég bara fyllti skottið úr því ég var byrjuð. Grillið innst, skottið stórt Wink
Kostaði?
800 kr danskar Whistling
Sæi mig gera sömu innkaup á Íslandinu mínu kæra fyrir þennan pening  Sideways

Í dag...

Ætla ég að segja ykkur smávegis í máli og myndum frá því sem ég hef verið að gera og ætla að gera.
Þar sem sólin skín hér í dag, þá er ég i essinu mínu.
Elska bara sól og gott veður Heart
 
Úti í garði á ég 7ára Plómutré. 
Nú eru plómurnar óðum að verða þroskaðar.
Mér finnst svo ótrúlega frábært að eiga þetta tré.
Finnst svo magnað að að eiga tré sem gefur svona mikið.
Tréð er ekki stórt, en þvílíkt magn af plómum sem það ber!
 
 IMG_2433
Ég ætla að búa til plómuhlaup.
Er lunkin við það Joyful
 
Þegar ég hef tínt þroskaðar plómur af trénu mínu ætla ég að mála sökkulinn á húsinu mínu.
Við höfum í rúm þrjú ár verið að breyta og bæta við húsið.
Alltaf nóg af verkefnum þar.
 
Áður en ég fer að mála, kem ég við hjá rósunum mínum.
 
IMG_2436
Þær eru svo fallegar, því í ár hef ég haft tíma til að hlúa að þeim og passa þær.
Það skilar árangri sem gleður augað og hugann. 
 
Í lokin er hér mynd af mínum manni Heart
Hann er alveg ótrúlegur.
Þrátt fyrir alvarlegt slys í mars  2004 hélt hann sig við planið okkar um að breyta og stækka hér við húsið og við byrjuðum í júní sama ár.
Hann sýndi og sannaði þar, að hugurinn dregur mann hálfaleið.
Mölbrotinn og illa farinn gaf hann ekkert eftir.
Af einstakri þrautseigju beygði hann sig undir þá staðreynd að verkhraðinn var langt frá því sem áður var. Tók þessu af einbeitni og vilja sem komið hefur honum í gegnum erfiðar breytingar og gert hann að sigurvegara í þeirri baráttu.
 
IMG_2415
Það var engin tilviljun að þessi maður lifði af tæplega 6 metra fall af þaki niður á steinsteypt gólf,
þar sem hann lenti á lestarsporum sem stóðu um 2 cm upp úr gólfinu.
Hér er hann að skipta út annarri útidyrahurðinni hjá okkur.

 
Þetta var brot úr mínu lífi.
Njótið dagsins, stundarinnar, andartaksins.
Lífið er þess virði að njóta þess núna.
Því megum við aldrei gleyma. 
 
Farin út í garð
Heart
 

Úff

Ég slapp ekki. Dem.

Nú er hún Thelma búin að klukka mig og ég get ekki skorast undan. Maður tekur þátt í leiknum úr því ég slapp ekki Wink

Verð að viðurkenna að það hefði þóknast mér betur að að vera laus við þetta. Ég veit heldur ekki alveg hverja ég á að klukka þar sem ég hef fáa en knáa bloggvini hér á mbl blogginu. Held að allir hafi verið klukkaðir.

Nú er svo komið að því að opinbera eitthvað um mig sem þið ekki vitið. Sennilega af nógu að taka en spurning hvað fær að flakka. Whistling

1. Ég er mjög varkár í samskiptum við fólk sem ég þekki lítið. Held mig gjarnan til hlés. Hlusta og tek eftir.

2. Ég er feimin og hef verið það alla tíð. Mörgum sem þekkja mig finnst það ótrúlegt, en svona er þetta samt. Góð leikkona Bandit Er bara ekki þetta athyglissjúka ljón sem lýst er í öllum stjörnuspám.

3. Ég er bókaormur og á náttborðinu mínu eru núna: 

  1. Det skal mærkes at vi lever.
  2. Með lífið að láni.
  3. Herbalife vörubæklingur.
  4. Náðargáfan lesblinda.
  5. Dyslexia - a parents survival guied.
  6. Kost - Adfærd - Indlærnigsevne
  7. Gyldendals Løbebog.
  8. Líkami fyrir lífið fyrir konur.
  9. Hlaupadagbók.
  10. Matardagbók.
  11. Reading by the Colors.
  12. 2 Sudoku bækur.

Í þessu les ég fram og til baka, allt eftir því hvað á huga minn mest hverju sinni. Var að klára Alkemistan og svo les ég ýmsar skáldsögur en þær fljúga svo sína leið þegar þær eru afgreiddar Wink

4. Í augnablikinu veit ég ekki hvort ég á að vera stuttklippt eins og ég hef svo lengi verið eða með þetta líka axlarsíða hár sem ég er komin með...  Úff Shocking

5. Ég hef farið varlega í að velja mér bloggvini. finnst mjög óþægilegt að kvitta hjá Ásdísi sem er komin hátt á "vinsældarlistan". Bít þó á jaxlinn nú orðið og geri það. Hef meira að segja kvittað hjá öðrum og alveg fengið hnút í magan yfir að vera svona frökk. Sick

6. Ég er að reyna að koma í gang hjólagrúbbu hér í Sdb. Finnst svo mikilvægt að hreyfa mig og  það þarf ekki að fara fram í flottum líkamsræktarsal.

7. Hef hlaupið í nokkur ár í skóginum 5 til 10 km er hætt að villast þar. Hef alltaf komist heim. Er samt ekki búin að hlaupa síðan í haust þegar ég snéri mig illa á ökkla og eyðilagði allan bata milli jóla og nýárs. Fannst ég svo góð að ég skellti mér í maraþonspinning í 3 tíma og næsta dag hjólaði ég 65 km niður að landamærunum við Þýskaland.Voða gaman fannst mér en ekki ökklanum sem snarversnaði og rændi mig nætursvefni í nokkrar vikur. Avvv... 

8. Ég og Thelma eigum sömu langömmuna og langafann Wink Aðra bloggvini hef ég valið eftir "min syvende sanse" Sideways

Hjúkket, þá er þetta búið. Nú er að velja einhverja til að klukka.

Ég klukka:

  1. Bibba svala Ironman
  2. Dagga Súper spinnari
  3. Fjóla Hressa
  4. Lára María á Hveitiakrinum
  5. Linda megabeib
  6. Palli Nabo
  7. Hrund Hrundsen
  8. Dísa í DK

Þar með er þetta komið. Nú loka ég augunum, vista og birti.

Farin út að gera eitthvað af viti. Whistling

 


Hvað svo?

Í framhaldi af síðustu færslu minni, langar mig að velta upp spurningunni: Hvað svo?

Já, hvað verður um þessa fjölskyldu þegar hún verður send til Íraks? Þau flúðu þaðan fyrir  sjö árum. Kristin fjölskylda.  Hafa hafst við í flóttamannabúðum hér í DK. Lært málið, að einhverju leiti aðlagast nýju samfélagi. Þó ekki sem skyldi, því þau hafa ekki getað orðið hluti af samfélaginu hér því þau eru ekki með landvistarleyfi, eru á "pásu". Hvernig á að vera hægt að lifa uppbyggjandi lífi þannig? Hvernig er hægt að byggja upp til framtíðar þannig? Eiga drauma um menntun og vinnu? Hvernig er hægt að halda sjálfsmyndinni í lagi, sjáfsvirðingunni? Sjö ár í bið eftir landvistarleyfi? Hvernig heimur er þetta? Gefa fólki landvistarleyfi, afturkalla það næsta dag og hafa ekkert annað um málið að segja en:" þetta voru mistök". Ég held ég eigi seint eftir að gleyma andlitinu á konunni frá útlendingaþjónustunni þegar TV2 spurði hana útí málið. Frosið kerfisandlit, tilfinningalaust, engin vorkunn, engin skömm, ekkert sem benti til mannlegra tilfinninga! Ojj bara! 

Ég get ekki látið vera að velta fyrir mér hver örlögum þessarar fjölskyldu. Gæti svo vel hugsað mér að með þeim yrði fylgst áfram.

Hér hafa svo skelfilegir hlutir gerst í þessum málum. Börn sem eiga fjölskyldu með landvistarleyfi hér er vikið úr landi og sent til gamla heimalandsins með skelfilegum afleiðingum.  

Man eftir eftir drengnum sem fékk ekki landvistarleyfi, en mamma hans og systir fengu landvistarleyfi. hann var sendur "heim" held til Írak eða Íran. þegar heim var komið var honum hent beint inn í svarthol og mátti dúsa þar við reglulegar pyntingar í langan tíma. Með einhverjum hætti tókst honum að koma aftur til dk. en eyðilagður á sál og líkama. Hann var 17 ára þegar hann var skilin frá móður sinni og sendur "heim" frá ættingjum sínum.

Nýlegt dæmi er 10 ára kínversk stúlka sem á móður hér. Hún fékk ekki landvistarleyfi hjá móður sinni og átti að sendast til baka til Kína þar sem hún átti ekki aðra fölskyldu en aldraða og veika móðurömmu sem ekki treysti sér til að sjá um hana!

Ég skil þetta ekki .

Og svo skil ég  ekki hvernig stendur á því að Danir hafa tekið við öllum þessum Tyrkjum ( Hvað er að í Tyrklandi, geta þeir ekki bara verið þar?) sem fæstum dettur eitt augnablik í hug að aðlagast landi og þjóð á nokkurn hátt, ibba sig og Danir lúta höfði og láta þá komast ótrúlega langt með það. . .

 


Hvar er réttlætið?

Danir hafa líkt og mörg önnur velferðarríki tekið við flóttamönnum frá ýmsum hinna hrjáðu ríkja þessa heims. Þessir flóttamenn eru í sérstökum flóttamanna búðum. Þar bíður fólk eftir að mál þeirra fari í gegnum kerfið. Ekki virðast vera knöpp tímamörk sem yfirvöld gefa sér í afgreiðslu þessa mála. Ekki dreg ég í efa þörfina á að meta hvort um raunverulega flóttamenn sé að ræða eður ei. En ég dreg í efa að hægt sé að réttlæta að þessi athugunarferill taki fleiri ár. 

Hér í nýliðinni viku kom upp hörmungar mál sem enn og aftur vakti athygli mína á þessu ómannúðlega kerfi. Um er að ræða hjón með 5 börn. Þau komu frá hinum stríðshrjáða bæ Mosul í Írak og hafa í 7 ár dvalið í flóttamannabúðum  sunnan við Hóraskeldu. Eftir 7 ára dvöl í landinu talar öll fjölskyldan dönsku. Þau hafa beðið eftir dvalarleyfi allan þennan tíma.

Þann 12. júlí sl. barst fjölskyldunni bréf frá útlendingaþjónustunni um að þau fengju dvalarleyfi í landinu. Gleði fjölskyldunnar var að vonum mikil, stóri draumurinn að rætast, möguleikinn á því að hefja nýtt líf í nýju landi. Lífið ekki lengur á "pásu"/bið. Þvílíkur léttir fyrir fjölskyldu sem var búin að ganga í gegnum miklar raunir.

Því miður varð gleðin skammvin. Með póstinum næsta morgunn kom annað bréf frá útlendingaþjónustunni dönsku. Nú leit málið heldur betur öðruvísi út! Í þessu bréfi er fjölskyldunni tilkynnt að stofnuninni hafi því miður orðið á þau mistök að gefa þeim landvistarleyfi og það sé hér með afturkallað og engin möguleiki á að breyta því!!!

Irak

Þetta var sannkölluð harmafregn og áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þarna er ólýsanlegt. Er hægt að gera fólki þetta? Hvar er mannvirðingin, náungakærleikurinn?

Í fréttum TV2 var viðtal við dóttur hjónanna og á látlausan hátt lýsti hún þessu mikla áfalli sem fjölskyldan varð fyrir. Hún var ekki reynslulaus þessi unglingsstúlka. Hún sagði meðal annars að móðir sín hefði orðið svo miður sín, misst vonina og reynt í kjölfarið að svipta sig lífi. Það tókst ekki en nú liggur hún í djúpu þunglyndi, yfirbugður kona, allar vonir brostnar, öll von úti fyrir fjölskylduna um líf. Já, um líf. Þessi fjölskylda á sér ekki viðreisnar von þegar hún verður send til baka til Írak, vegna þess að þau eru kristinnar trúar.  

Nú deila danskir lærimenn um hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessu máli. Hvort rangt sé að taka dvalarleyfið eftir að það hefur verið gefið út eða hvort rétt sé að draga það til baka þegar búið er að úthluta því. 

serviscenter

Hvað úr verður veit ég ekki en mikið vildi ég að Útlendingaþjónustan skammaðist til að veita leyfið aftur svo þetta vesalings fólk geti farið að hlúa að sér og sínum, byggja upp öll brotin. 

 

Hvar er réttlætið? 


Þar sem...

það er föstudagurinn þrettándi, hef ég ákveðið að hafa bloggfærslur dagsins þrjár. Þetta er mjög rökrétt ákvörðun og er hér sérstaklega haft í huga velferð dyggra lesenda þessarar síðu Sideways

hvað ég ætla að skrifa um veit ég ekki enn...

En á meðan ég hugsa málið, þá geri ég það hér með opinbert að ég ætla að borða um borð í Perlunni í kvöl (orðið lagt síðan...) og það er ekki ég sem elda, heldur snilldarkokkurinn og snildarspinningþjálfarinn hún DAGGA.

Já, ég er í góðum málum í dag Smile

Að auki á ég nú 2 rafmagnssnúrur og það hlýtur að vera betra en ein, ekki satt? Þetta tengist reyndar stanslausum hekkklippiáhuga mínum... 

Farin út, SÓLIN skín hér á Als

Kær kveðja til hinna tryggu lesenda Wizard


Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband