Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Óska D B alls hins besta þarna í USA Hann er flottur nýi búningurinn hans Já, engin spurning, ég er aldeilis ánægð með þetta:
Þetta er nú orðið nóg um fótboltann, svona allavega þar til næst
Over andout
Herbaraiserskútuskvísan
Beckham er kominn til Los Angeles | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 13. júlí 2007 (breytt kl. 11:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sem nýbreytni hér á síðunni er ég í dag með fréttir úr íslenska kvennafótblotanum.
Fjölnir vann Stjörnuna í Garðabæ 2-1. Á 20. mínútu náði Fjölnir forystu þegar Helga Franklínsdóttir skoraði. Rúmum 20 mínútum síðar bætti Margrét Magnúsdóttir við öðru marki Fjölnisstúlkna. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum náðu Stjörnustúlkur að minnka muninn þegar Ásgerður Baldursdóttir skoraði. Nær komust þær ekki og lokastaðan 2-1 fyrir Fjölni.
Önnur nýbreytni á síðunni í dag er smá fjölskyldufræði
Málið er að hún Magga, sem átti 18 ára afmæli í gær og skoraði sitt fyrsta mark í bikardeildinni í gær er systurdóttir mín.
Hér erum við frænkurnar staddar á Ráðhústorginu í Köben 2. júní sl.
Hún var þá að koma úr viku fótboltaæfingabúðum og ég hafði skellt mér í kvennahjólakeppni þennan dag og lagt að baki 112 km.
Náðum að hittast á torginu áður en hún fór í flug heim seinna um kvöldið.
Gaman að þessu börnin mín.
Eins og glöggir lesendur kannski sjá þá er maður þokkalega heima hjá sér þarna, bara á íslensku inniskónum frá Lækjabotnum.
Góð blanda
Bloggar | Föstudagur, 13. júlí 2007 (breytt kl. 10:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er alveg lost
Fallegu tómataplönturnar mínar, sem ég er búin að hugsa svo vel um, hafa orðið fyrir árás Ég er algerlega ráðalaus, enda rati í ræktun.
Þetta lýsir sér þannig að blöðin og tómatarnir veslast upp og á stofninum er svarbrúnir blettir.
HVAÐ GET ÉG GERT TIL AÐ BJARGA RÆKTUNINNI ? ? ?
Er ástæðuna kannski að finna í stjörnuspá minni?
Bloggar | Fimmtudagur, 12. júlí 2007 (breytt kl. 13:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Minningar mínar úr æsku skapa í dag tengsl við svo margt.
Mér hefur oft dottið í hug hve pabbi gaf okkur systrunum margar góðar minningar í farteskið.
Pabbi vann langan vinnudag þegar við vorum að alast upp og mamma var heimavinnandi þar til ég var 16 ára. Þetta þýddi að við sáum pabba stutt á kvöldin í miðri viku. Hann bætti okkur þetta upp um helgar. Flesta sunnudagsmorgna tók hann okkur systurnar með í bíltúr. Þannig áttum við góða stund saman og mamma fékk kærkomna pásu.
Pabbi fór víða um Reykjavík og nágreni með okkur. Kenndi okkur staðarheiti, örnefni. Við þekktum allir helstu byggingar borgarinnar. Við lærðum mikið á þessum ferðum og samveran var góð. Pabbi var líka fjölskyldurækin og oft fórum við með honum í heimsókn til ættingja hans. Kynntumst systkinum afa og ömmu á þennan hátt. Bundumst ættar- og fjölskylduböndum sem aldrei hafa rofnað. Systkini hans afa voru ólík systrum ömmu. Einn afabróðir minn átti stóran og magnaðan vörubíl, hann var flottur! Annar átti saltfiskverkun út við Gróttu. Þangað var gaman að koma. Ævintýri úti og inni og frændi skemmtilegur kall. Afasystur mínar voru voða fínar og flottar konur sem bjuggu svo fínt að maður hreyfði sig rólega og hélt sér stilltum á meðan heimsókn stóð. Alltaf spennandi. Ömmu systur mínar voru heldur mýkri týpur en reislulegar og fallegar konur. Góðar og þótti vænt um fólkið sitt. Ég kynntist best þremur systrum ömmu. Tvær bjuggu á Reykjavíkursvæðinu og ein í Hafnarfirði. Í kringum þær var ekki stór fjölskylda. Ein var ógift alla tíð, ein átti tvö börn og þessi í Hafnarfirði eitt barn. Þær systur, áttu fleiri systur en ég þekkti þær ekki. ég man eftir því að þessar fjölskylduræknu ömmusystur mínar töluðu um systurdóttur sem þær áttu í Hafnarfirði. Ég man að sem barn þá gerði ég mér grein fyrir að þær höfðu áhyggjur af frænku sinni og hennar fjölskyldu. Skynjaði að þær voru vanmáttugar. Vissu ekki hvað var að. Gátu ekkert gert. Ég sjálf skildi ekkert annað en að þær voru sorgmæddar er þetta bar á góma. Það getur ekki hafa verið oft því amma kom ekki oft til okkar í bæinn. En þetta greyptist í barnsminnið
Þetta er upprifjun á upplifunum og minningum sem ég á elskulegum pabba mínum að þakka
Þetta var fyrir þig frænka
Bloggar | Miðvikudagur, 11. júlí 2007 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það tilkynnist hér með að ég er búin að fá NÓG af rigningu!!!
Vá, hvað ég er bara búin að fá nóg af rigningunni. Þrátt fyrir þessar miklu rigningar þá þarf ég samt alltaf að vökva tómatana mína og það er bara ekki skemmtilegt að verða haugblaut við það.
Þetta var "stóra" vandamálið mitt í dag.
Takk fyrir...
_______________________________________________________________________
Að öðru.
Var áðan að lesa síðu Breiðuvikursamtakanna
Varð svo sorgmædd. Er búin að lesa sumt af þessu áður. Velti fyrir mér starfsháttum barnaverndarnefndar á þessum tíma. Þar hafa ríkt sérstæðar starfsreglur og líklega í anda síns tíma, verð ég að gera ráð fyrir ... eða hvað?
Í dag er ég að vinna með börn sem tekin hafa verið af heimilum. Börn sem beðið hafa um hjálp til yfirvalda og börn sem foreldar hafa beðið yfirvöld að hjálpa sér með.
Hér er það þannig að hver kommúna er með félagsráðgjafa sem sjá um þín mál, komi eitthvað upp á, óháð því hvort þú ert barn eða fullorðin. Kynntist því þegar maðurinn minn lenti í slysi. Þá hafði hann aðgang að konu sem var svo stórkostleg. Hún hjálpaði okkur svo mikið. Hún var eini aðilinn í öllu þessu slysaferli sem leit einnig á fjölskylduna þegar áhrif slyssins voru metin. Því miður hætti hún og misviturt fólk með mikilmennsku og hroka tók við. Við enduðum með að ráða okkur lögfræðing til að sjá um samskiptin við kommúnuna, svona með það í huga að halda andlegu heilsufari réttu megin við strikið.
Eftir þessi kynni svo og í starfi mínu með þroskaheftum börnum og foreldrum þeirra þá veit ég að í hópi félagsráðgjafanna er misjafn sauður. Því eru þau börn sem leita til kommúnunnar eftir hjálp, að mínu mati hetjur! Þau þora að biðja um hjálp, segja upphátt: ég er búin að fá nóg! Því er mikilvægt að þau mæti skilningi, virðingu og að það sé hlustað á þau. Sem betur fer er það gert en ekki alltaf...
Ég veit um tánings snót sem ekki fékk að fara í skólann síðustu 2 mánuðina áður en sumarfrí hófust! Hún er barin að móður sinni og tveimur eldri systkinum. Hún hefur farið til læknis og fengið áverkavottorð, hún hefur farið á lögreglustöðina og kært móður sína fyrir líkamlegt ofbeldi, hún hefur farið á kommúnuna og beðið um hjálp. Hjálpin sem henni er boðin þar er að fara á eftirskóla næsta haust, vera fjarri vinum og kærum bekkjafélögum og þurfa að eyða helgum hjá móður sinni og systkinum. Getur þetta flokkast undir viðunandi lausn? Ekki í mínum huga. Ekki þegar ljósi punkturinn í lífi hennar er skólinn og félagarnir þar.
Úff..
Þetta voru rigningarþankar.
Ég bið bara um þurrviðri.
Er það til ofnmikils mælst?
Mig langar svo að klára að klippa hekkið mitt utanvert fyrir næstu jól.
Er það too much???
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 11. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | Mánudagur, 9. júlí 2007 (breytt kl. 07:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lán = að láni
Lán = gæfa
Fór aðeins að velta því fyrir mér í dag hve mikið lán/gæfa það er að eiga góða foreldra. Orsök þess að ég fór út í þennan þankagang er bloggið hennar Ásdísar bloggvinkonu minnar
Það er með mig sem hana að báðar höfum við alist upp hjá foreldrum sem hafa elskað okkur, stutt okkur, verið til til staðar á sínum forsendum og okkar forsendum, þ.e. gagnkvæm virðing og væntumþykja. Nú er mamma hennar mikið veik, tímaglasið hefur sinn gang. Ásdís er döpur og það er þess vegna sem ég var að hugsa þetta. Ástæða dapurleikans er fólginn í þeirri væntumþykju sem hún ber til móður sinnar. Allt sem móðirin hefur verið í lífi hennar í meðbyr og mótbyr. Gleði og sorg. Gott að geta verið leiður, dapur, sorgmæddur vegna slíks láns, slíkrar gæfu.
Ég hitt um daginn 10 ára snót sem komið hafði verið fyrir á heimili fyrir börn sem ekki geta verið á heimili foreldra sinna. Þessi litla snót sagði við mig eftir þriggja vikna dvöl á ókunnum stað: Hér vil ég alltaf vera. Ég varð hissa og spurði hvers vegna? Sú stutta sagði: hún mamma mín kann EKKI að vera mamma! Þegar barn afneitar foreldri sínu með slíkum hætti, hefur mikið og margt slæmt gerst.
Mín kynni af börnum er sú, að það er með ólíkindum hvað þau finna sig í að hálfu foreldra sinna. . .
Þessi snót á sennilega ekki eftir að vera döpur og leið eins og hún bloggvinkona mín er núna.
Það er gæfa að eiga góða foreldra
Bloggar | Sunnudagur, 8. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Föstudagur, 6. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skellti mér í skemmtiferð í dag. Til Flensborgar. Með múttu krúttu og litlu prinsessunni minni. Geggjað góð ferð!!! Engin RIGNING Flippaði i skóbúinni í Gallery. Ekki leiðinlegt Tókum svo skemmtilega yfirferð um svæðið og svei mér þá... já!!!
Einmitt
Hitti bloggavin minn.
(svo mikið í tísku)
Smá ýkjur?
Kannski...
En... það voru samt 2 Búddalíkneski út á göngugötunni.
Ég meina...
Er það ekki í sama mund og Guðmund???
Over and out
Kveðja frá þessari sem er búin að tína rólega lífinu sínu og finnst það ekki leiðinlegt
Humm... er það fíkn að vilja fjör
Bloggar | Fimmtudagur, 5. júlí 2007 (breytt kl. 19:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ekkert smá mál að vera foreldri barns sem líkur stúdentsprófi hér í DK. Danir eru með svo mikið af skemmtilegum hefðum í kringum þetta.
Þar sem mér finnst mikilvægt að þeir sem flytja til einhvers lands og búa þar, tileinki sér siði og menningu viðkomandi lands þá hef ég reynt að fara eftir því.
Þess vegna var stór hluti fjölskyldunnar saman komin á Statsskolen mánudagsmorguninn 25 júní kl 9.30. Þar mættum við með freyðivín og rósir, tilbúin að taka á móti Ingunni Fjólu er hún kæmi út úr síðasta prófinu, munnlegri spænsku
Beðið eftir stúdentinum
Svo kom hin nýbakaði stúdent og þá hófst nú hið danska ritual fyrir alvöru !
Ákveðið hafði verið að það yrði bróðirinn sem setti húfuna systir sína.
Fyrst þurfti hann að fjarlægja hvíta kóverið af sinni húfu
Enn vantar myndir af þessu, þar sem Baldvin var aðalmyndatökumaðurinn og græjurnar hans svo bilað fullkomnar að ég get ekki opnað hans myndir...
Ingunn Fjóla með húfuna.
Þessi húfa er svo allt öðruvísi en húfan hans Baldvins.
Þessi húfa gerir ráð fyrir því að stúdentinn djammi hraustlega að loknum prófum og minnist þess með ýmsum merkingum í húfuna.
Að auki er nafnið hennar saumað í húfuna, á giltu hnöppunum sem halda svarta bandinu fyrir ofna derið er annars vegar útskriftar árið upphleypt og hinsvegar bekkurinn hennar 3 - B.
Svarta bandið er í teygjuformi og ætlað til að setja undir höku þegar stúdentinn er í þannig stuði að húfan gæti ella dottið af.
Þegar við höfðum skálað við Ingunni Héldum við til okkar verka og hún varð eftir til að taka á móti sínum vinum sem voru að klára. Síðan tók við allsherjar djamm og sáum við lítið til hennar eftir þetta og er svo enn. Hún leit þó við með bekknum síðast liðinn fimmtudag þegar bekkurinn ók á milli heimila bekkjarfélaganna og þáði veitingar.
Þær voru hér snemma morgunshressar og kátar.
Þeim var boðið upp á ávexti og gos
Hér er bekkurinn einungis 1 strákur í bekknum.
Þetta var skemmtilegur bekkur og hér eru á ferðinni krakkar sem hafa markmið.
Þetta er mikill tónlistarbekkur og eru stelpurnar margar hverjar afburða söngkonur, spila á hljóðfæri o.s.v. Stráksinn er meira í pólitíkinni. Greyið er formaður ungra sósíallista á Suður-Jótlandi.
Eitt var líka áberandi með þennan bekk og það er hve jafnhá þau eru
Á föstudagsmorgunn kl. 10 var svo stóra stundin, sjálf útskriftin úr skólanum. Við mættum þar og áttum ekki von á neinu sérstöku. Eiginlega sá ég eftir að hafa ekki fengið mér kaffi áður en ég fór svo ég mundi ekki verða mér til skammar og dotta.
Enn...
Þessi útskrift var svo skemmtielg að við hefðum verið til í að borga okkur inn á hana!
Ferlega sem Danir geta gert leiðinlegar athafnir skemmtilegar!
Man þegar Baldvin útskrifaðist úr Fjölbraut í Breiðholti.
Voða þurrt og snautt. Hátíðlegt kannski en ekki gaman.
Það sem geri athöfnina svo skemmtilega var að 5 manns úr Sinfóníuhljómsveit Suður-Jótlands spiluðu á blásturhljóðfæri á milli ræðuhalda, sem voru í hófi og fjöldasöngs.
Þessi hópur var svo frábær í alla staði. Kom einu sinni spilandi inn í salinn úr tveimur áttum, spiluðu lag sem þau útsettu eftir löndum og svo margt annað skemmtilegt og toppuðu svo með vísindalegum fyrirlestri um uppbyggingu blásturshljóðfæra og til að undirstrika uppbygginguna enduðu þau á að spila á mislöng rör með trekt og munnstykki. Ferlega flott og skemmtilegt atriði, líka stutti vísindalegi fyrirlesturinn
Engar myndir frá þessu.
Svo fórum við heim að undirbúa stúdentaveisluna sem haldin var um kvöldið.
Ingunn Fjóla fór niður í bæ...
Hringdi í hana 45 mín fyrir veislu og spurði hvort hún hefði tíma til að mæta
Hún var þá á heimleið þessi elska.
Varðandi veisluna þá hafði sú hugmynd verið að hafa fjörið úti í garði.
Veðrið var svo ekki með okkur svo ákveðið var að vera með þetta í tjaldi sem við eigum hlut í með nágrönnum okkar.
Veðrið var heldur ekki hliðholt okkur þar, of kalt. Lokaniðurstaðan var að þetta yrði hér í stofunni og var stofan tæmd og borð borin inn
Ég hafi planað að vera með grill þar sem hver grillaði fyrir sig.
Það er svo gott að skipuleggja hlutina í tíma svo maður viti hvernig allt á að vera.
Þetta var ég búin að dunda mér við í rólega lífinu mínu.
Enn...
þá hvarf rólega lífið mitt sem dögg fyrir sólu!
Það gerðist á fimmtudeginum 21. júní í vikunni á undan.
Ég fann allt í einu vinnu sem mig langaði bara að fá og 1, 2, 3,
ég var komin í vinnu strax á mánudeginum 25 júní!
Þennan sama fimmtudag var HRINGT og spurt eftir Billa, ég fékk símanúmeið og nafnið og Billi hringdi strax að loknum sínum vinnudegi.
Góðan daginn!
Það var verið að bjóða honum vinnu HÉR í Sönderborg!
Vúbbiddí búbb...
Hann er búin að segja upp í Tinglev og ráða sig í Sönderborg!
Já..
og mitt í þessu fjöri var svo útskriftin og gestirnir frá Íslandi
Já og eins og þið sjáið af þessu varð ekki mikill tími til að dunda sér við að útbúa grillmat.
Þetta sá minn maður og kom með tillögu ársins: kaupa tilbúið vildisvin með sósu og rjóma kartöflum.
Umm...
Besti matur í heimi og var þetta samþykkt!
Ég þurfti bara að gera 2 salöt og dekka upp borðin og svona smá tutl
Æðislega góður matur og nóg var af honum...
Við fengum marga góða gesti bæði fjölskyldu og vini.
Baldvin kom, þrátt fyrir að vera nýbúin að vera í DK.
Það var best í heimi að hafa hann með okkur
Mamma kom og var með í öllu fjörinu og Sonja danska frænka mætti á föstudaginn og fór heim í gær.
Magga mágkona mætti á svæðið. Var hjá Gísla og svo kom Stebbi líka!
Þar sem bloggið er orðið svona langt, þá lengi ég það með nokkrum myndum
Við Bryndís
Billi minn
Desertin
Verði ykkur að góðu, þið sem komust alla leið.
Vinsamlegast staðfestið afrekið með kvitti
Bloggar | Þriðjudagur, 3. júlí 2007 (breytt kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson