Færsluflokkur: Bloggar

Hvað skildi þessi dagur . . .

. . . bera í skauti sér?

Ég veit hvað komið er, en ekki hvað verður. Ekki hvaða ákvarðanir ég tek og hvort þær verða réttar Woundering

Vaknaði kl 5.30. Það var ákvörðun gærdagsins. Ég var ekki að nenna á fætur og í ræktina. Draumur næturinnar um frjálst fall krónunnar í gær og undangegnar vikur var martröð líkastur og ég  alveg búin á því. Í ræktina skrönglaðist ég þó. Það blundar enn þessi hugmynd innra með mér að sama hvað gengur á þá skal æft. Er bara í tímabili þar sem sú tilhugsun er ekki aðlaðandi Crying
Er ekki enn búin að koma mér í spinning í ræktinni sem ég er í. Vááá... því líkt átak. Kannski er ég með "skipta um stað fælni"? Ekki getur þetta verið mér að kenna??? 

Ég þarf að fara að taka út hjólið mitt og þeysa á því um sveitavegi DK. Fíla það vel þegar ekki er rok og rigning. Þar sem mars er senn á enda með sín 5 veður á einum degi, ætti fátt að vera því til fyrirstöðu.

Dem... í sannleika vantar mig einhvern til að sparka mér af stað. Ég er svo ósvífin í þessu hreyfingaleysi mínu að ég reyni ekki gera neitt meira en fara í morgunntímana  Angry

Í dag ætla ég mér samt að mála, læra, taka á móti rafvirkjanum sem ætlar að setja ljós í ganginn og fleira þarft. Vona sannarlega að mér verði eh úr verki í dag. Ég er ekki mikill málari en nú bara verða hlutirnir að fara að klárast í herbergi prinsessunnar. Hún kemur heim í páskafrí á morgunn og ekki getur hún bara sofið hér og þar um húsið heilt páskafrí Shocking Þarf að losna við skáp, skrifborð og hillur úr lútaðri fur. Selst á sport prís, plís, help.

Einkasonurinn hringdi sæll og glaður í múttu sína í gærkvöldi. Bakpokinn var kominn og drengurinn þokkalega sáttur með val múttu sinnar Joyful Já, maður getur nú verið snilli á sumum sviðum.
Þegar ég var að kaupa bakpokana um daginn var ég kominn í þvílíkt stuð að fara stunda fjallgöngur aftur. Ekki samt á Íslandi, nei, nei, í Ölpunum. Var bara alvarlega að pæla í að slúffa afmælispartýinu í sumar á Íslandi og draga minn mann niður í Alpana og puða þar. Gott fyrir menn með svona slasáverka eins og hann. Bara éta meiri verkjatöflur Whistling  Held samt að það verði ekkert af því í ár.  Búin að fjárfesta í partýtjaldi til að hafa við bústaðinn og tjaldið meira að segja komið á Klakann. Humm... svo er líka smá asnalegt að eiga bústað og hafa aldrei notað hann Pinch

Ég er aldeilis sæl með grænu snúrustaurana mína, þeir eru enn á sínum stað og ég hef á þessum 10 dögum sem þeir hafa verið í eigu minni, geta þurrkað úti þrisvar sinnum. Stórkostlegt í mars í DK!

Er að bíða eftir að klukkan verði 9, þá ætla ég í búðina að kaupa speltbrauð. Verð að eiga eh fyrir rafvirkjann svo hann líði ekki út af næringarskorti Það yrði ekki stuð   Frown Já, ég á víst næstum aldrei brauð. Held ég verði líka að kaupa hundamat. Heyrist hundurinn vera að segja það. Woundering

En nú er best að halda af stað inn í daginn og vona að hann færi mér réttar ákvarðanir, réttar niðurstöður og vonandi fullmálaða hurðakarma og gólflista  Wizard

 


Vona að þessi vinni . . .

X-Faktor hér í DK.

 


Tiplað á ýmsu, en ekki á tánum . . .

Mætti í ræktina í myrkri og góðu veðri, kom út úr ræktinni í birtu en hagléli svo bíllinn var fannbarinn bílstjóramegin. Fór heim, sendi fósturbarnið í skóla, smurði mér nesti og fór í skólann í sól og björtu skömmu síðar. Skellti mér til Þýskalands eftir skóla í skýjuðu veðri. Fór í mollið og keypti næstum bakpokabúðina Whistling Hélt heim á leið í ausandi vatnsveðri.
Þetta var veðrið í dag LoL

Prinsessan er hálf farlama eftir eftir stífkrampasprautuna sem hún fékk á mánudaginn. Hún var sprautuð í öxlina aftan verða. Hún er stokkbólgin og í gær og fyrradag var henni óglatt Pinch Ingunn Pingunn fékk stífkrampa sprautu í handlegginn og það lagaðist fljótt og var aldrei svo slæmt að hún kvartaði við mig Wink  Ég vil ekki svona sprautu Blush

Á laugardaginn var hér fagurt vorveður. Ég skellti mér í A - Z og keypti fínar grænar útisnúrur. Seinna sama dag voru þær settar niður og þvottur hengdur út. Ummm... ilmandi útiþurrkaður þvottur. Konan ská á móti hafði fengið sömu hugmynd og keypt állitar snúrur. Þær voru líka settar niður og teknar í notkun strax.
Síðan á sunnudag hefur geisað hér rigning og éljagangur . . .  

Í dag eru 4 ár síðan BT lenti í slysinu. Ótrúlegt hvernig það getur bæði verið stutt síðan og langt síðan Woundering


Obbobbbbb . . .

Nú vona ég að sumarið komi með hraði!

Í vorfíling skellti ég mér út í garð og ákvað að greinastífa kirsuberjatréð. Fékk munnlegar leiðbeiningar, um það síðastliðið haust. Ekki var verkkvíða fyrir að fara né heldur áhyggjum af árangri. Eins skynsöm og ég er beið ég þar til BT var farin í hjólatúr til Jótlands. Það var á dagskrá hjá mér að þjálfa tvíhöfða og þríhöfða ásamt armlyftum. Fannst mér þessi garðvinna passa vel inni það plan. Kirsuberjatréð okkar er 8 ára. Þegar við plöntuðum því ásamt plómutrénu, voru þetta 2 væskilslegar spírur sem maður átti ekki von á að lifðu sambúðina með okkur. Annað kom á daginn og hafa þessar spírur nú tekið hamskiptum og eru að fylla bakgarðinn. 

IMG_2386

Þar sem við ætlum ekki að búa í frumskógi var sú ákvörðun tekið að setja Kirsuberjatréð í þá hæð að við gætum sett yfir það net og þannig komið í veg fyrir að fuglarnir stælu á einni nóttu allri uppskerunni og lægju svo dauðir hinum megin við hekkið. Munið þið?

Já, nú er ég búin að klippa og saga kirsuberjatréð okkar. Þetta var mikil æfing. Margir vöðvar sem þurfti að þjálfa.

 

Nú er tréð okkar tannstönglar.... 

 


Rassálfurinn mætti í morgunn . . .

Ó já.

Klukkan hringdi kl 5.30. Vá..  ég var ekki að nenna að vakna. Velti því fyrir mér hvort ég væri ekki örugglega veik enn. Áttaði mig á því þegar BT spurð hvort við værum að fara í ræktina að ég væri sennilega að lagast af þessum óþvera sem hefur truflað mig síðast liðna viku.  Það var ekki til setunnar boðið og af stað fórum við. Mikið kom það sér vel að það voru fáir í ræktinni í dag. Hárið mitt hefur síkkað undanfarið og Rassálfagreiðslan því alveg einstök í morgunn Pinch Skil ekki hvernig stendur á því að ég fer svona út úr húsi og er slétt sama. Held að það tengist því að þetta er svo síðla nætur.
Ég var ógó góð í ræktinni. Þegar ég var komin upp í sal til að hita upp á víxlgöngutækinu var púlsinn komin í 145 Blush  Er að mana mig upp í að skrá mig í spinning þarna á morgunn. Verð að gera eh í þessu. Daggan mín flutt til Íslands, svo nú verð ég bara að sætta mig við hitt liðið Frown Maður getur víst ekki alltaf fengið það sem maður vill. Sideways

Smá annað:

Hjólatíska 

Danskar "til og frá" hjólakonur eru margar dáldið flottar. Algengt er að sjá þær hjóla í kápu og hæla háum skóm, margar í stuttum pilsum. Þá sé ég að það færist í vöxt að vera í stíl við litin á hjólinu.
Til dæmis:
Fallega grænt hjól ( í mínum græna lit) þá er við hæfi að vera með stóran klút um hálsinn í sama lita tón.
Rautthjól og rauð kápa.
Blátt hjól og blá húfa ( engin með hjálm nema ég á raisernum)

Fór að taka eftir þessu eftir að ég sá hvíta stelpu CUBE montainbike hjólið með gull stöfunum. 

Já, ég held ég verði að eignast þannig hjól. Ég á hvíta Nike úlpu, geðveika hvíta Puma skó og hvíta tösku. Þetta segir sig sjálft.

Bæ...

Farin að kaupa hvíta hjólið....

 .

.

.

.

.

.

.

 

Nei, grín, trúðir þú þessu? 

Auðvitað fer ég ekki að kaupa montain bike núna.

"Raiser seasonið" er að byrja. Bara um leið og ég treysti mér á bak töfraprikinu mínu dásamlega. Þarf aðeins að ná andanum betur eftir tvær flensur Blush 

Bæ í bili farin að . . .

 

 hlakka til Wizard

 he he he


Alveg einstakur hæfileiki . . .

Ég er gædd einstökum hæfileika. Ó, já...

Get án áreynslu gert mig að algeru viðundri Pinch

Atvikið sem ég ætla að segja ykkur frá gerðist í september 2000. Þá um sumarið hafði tíkin okkar eignast 7 hvolpa, 6 komust á legg og urðu hinir yndislegustu hundar. Við höfðum ekki gert ráð fyrir í okkar plönum að Lauga fengi svona marga hvolpa. Við höfðum planað að það kæmu 2 hvolpar og frændi minn sem hér bjó, átti að fá einn og nágranar okkar annan. Gott plan þarna. En þannig fór þetta ekki. Áður en hvolparnir voru fæddir hafði frændi minn ákveðið að flytja til Ísl. og það kostar morð og milljón að taka hund með sér heim og ekki kom til greina að leggja þetta böl á saklausan hvolp frá mér. Nágrannarnir tóku upp á þeim andskota að skilja og þar með var "Úthlutunar planið" oltið. Þegar krílin 6 mættu svo í þennan heim 1 og 2 maí þá voru góð ráð dýr. Hvert áttu þessir einstöku hvolpar að fara. Smátt og smátt fækkaði í hópnum. Snúlla flutti til Úllu, Skotta til Lottu ( rímið alger tilviljun, hvolparnir hétu þessum nöfnum, eigendurnir komu seinna) Týri til bróður hennar Grétu nabo. Bangsi flutti í Broager og Ósi hér upp á Jótland. Eftir var Snati og það var á hreinu, hér yrðu ekki 2 hundar.
Á þessum tíma var elsku tengdamamma mikið veik og lést í byrjun september. Þá héldum við heim til Íslands en Snata var en óráðstafað. Ég hafði sett auglýsingu í blað en hún kom viku of seint og birtist því þegar við vorum á Íslandi. Á Íslandi var nóg að snúast. Meðal annars þurfti ég að fara í blómabúð. Þetta var lítil búð en yfirfull af viðskiptavinum. Meðan ég beið eftir að röðin kæmi að mér, hringdi dk gemsinn og ég svaraði. Í símanum var kona sem reyndi að tala dönsku. Ég gat skilið á henni að hún hefði séð auglýsinguna um Snata og hún væri að leita sér að hundi. Ég svaraði konunni eftir því sem við átti á dönsku. Svo kom að því að blessuð konan gafst upp á að rembast við dönskuna og spurði hvort ég talaði ensku. Jú, ég gerði það og nú var ég farin að svara henni á ensku og svei mér ef fólkið fyrir framan mig leit ekki við. Nú héldu umræðurnar um þessi hundamál áfram á ensku.
Vá... þetta var varla að gera sig. Dem... af hverju svaraði ég í símann??? Shocking Ég var að far að kaupa blóm og kransa en ekki að selja hvolp.
Konan áttaði sig á því að hún væri að tala við aðila sem væntanlega væri með hvolp fyrir hana. Nú vildi hún bara fá að sjá hundinn. Takk, (Jón ToPP) það er ekki hægt sagði ég á minni snilldar ensku, ég er stödd á Íslandi. Nú heyrðist í konunni: TALAR ÞÚ ÍSLENSKU? Ég,(enn í blómabúðinni þar sem afgreiðsla lá nú niðri og allir fylgdust með þessu alþjóðlega samtali, fannst mér LoL) viðurkenndi að ég talaði íslensku (svona líka góðaWink)
Ó, já...

Af hverju svarar maður alltaf í símann þegar hann hringir; sama hvernig stendur á?

Blómabúðin er sem betur fer flutt  síðan þetta var og ég held áfram að versla þar þegar ég kem til Ísl. 

Núna reyni ég að nota skynsemina með það hvenær ég svara í símann en vá... sem ég gleymi því samt Blush


Vorverkin hafin í ár. . .

Ó, já Wink

Skellti mér með mínum manni í bíltúr í dag að leita að draumabílnum. Ekki bar sú leit árangur að því leiti. Veðrið var bjart og fagurt, hiti rétt yfir 10° og  glampandi sólskin sem gaf fyrirheit um að nú styttist í vorið. Það hafði áhrif á okkur, við fundum draumasláturvél. Jebbs... liðið bara fjárfesti í sláturvél sem er svo fullkomin að það er snilld. Þarf  vart að taka fram að gripurinn var að sjálfsögðu á góðu tilboðsverði Tounge Þessu til viðbótar var svo eytt í nokkra lauka í potum og með þetta var síðan haldið heim á leið. Aðeins þurfti nú að laga til hér fyrir utan húsið, því hér voru vetrarskreytingar en í notkun enda vetur hjá húsmóðurinni hér í gær Wink Nú eru fyrstu vorskeytingarnar komnar á sinn stað hér við aðaldyrnar og teborðið og stólarnir komnir á sinn stað. Vantar nú bara smá hlýju og þá verður hægt að vígja pólsku bollana 3 sem sérstaklega voru verslaðir með það í huga að nota þá við teborðið Joyful Allt að koma.
Sunnan undir stofuglugganum eru yndislegar páskaliljur búnar að stinga sér upp úr moldinni og áður en ég veit af verð ég farin að klippa páskaliljur úr eigin garði til að punta með hér inni Heart

Þetta voru fréttir úr Bjórgarði í dag Tounge


Hvað er að henni?

Í gærmorgunn snéri velgefna vinkona mín sér að mér og sagði: Rosalega finnst mér þú dugleg! Ég horfði á hana og hugsaði: Hvað skildi nú vera að henni? Spurði svo: Hvað meinar þú? Jú, sjáðu, munurinn á því sem þú gerðir fyrir sjálfa þig þegar ég kynntist þér (2000) og nú er rosalegur. Ég var enn sannfærð um að hún þjáðist af einhverju. Um hvað ertu að tala? Velgefna vinkona mín sagði af stakri þolinmæði: jú, þér hefur tekist að breyta lífsstíl þínum til betri vegar og halda þig þar. Það tekst ekki öllum.

Óóó, þannig. Er það eitthvað til að dáðst að hugsaði ég.
Eftir smá vangaveltur áttaði ég mig á, að ef um aðra persónu en mig hefði verið að ræða, þá hefði ég  líklegast verið hjartanlega sammála henni. Skrítið.

Ef ég lít í kringum mig á þá sem hafa farið út í að breyta lífsstíl sínum, þá sé ég að þeir sem ákveða að gera það til lífstíðar virðast eiga meiri möguleika á að ná árangri en hinir sem líta á þetta sem skammtímalausn til að grennast. 

Góða helgi, góðir hálsar. 


YEEEESSSSS!!!

Já, ég gerði það!

Lét drauminn rætast. Gaman að láta drauma sína rætast.
Þegar ég fór í minn fyrsta spinningtíma í nóv. fyrir þremur árum gat ég varla setið á hnakknum í þessar 60 mínútur, því síður gat ég lítið meira en reynt að hreyfa fæturna allan tímann. Sem sagt, sat eins og hræ á hjólinu fyrstu tímana. Ég ákvað að gefast ekki upp því mér fannst þetta skemmtilegt þrátt fyrir allt. Alltaf smá skrítin Tounge

Eftir einn af fyrstu tímunum rak ég augun í blað sem límt var upp á vegg í spinningherberginu (ekki salur) Á þessum seðli var verið að auglýsa spinningmaraþon. Ég varð full lotningar yfir því að til væri fólk sem hjólað gæti heilt maraþon. Í mínum huga var maraþon 4 tímar. Það kom svo í ljós að þonið átti að vera 3 tímar og fannst mér það nú talsvert aftek líka. Enginn spurning að þarna væru hetjur á ferð sem gætu þreytt svona þraut. Ég ákvað að koma mér í form og verða svona hetja. Stefnt var á annað þon í lok febrúar en ekkert gat orðið af því og svo leið vorið. Ég var komin í þokkalega þjálfun, æfði þrisvar í viku, samtals þrjá og hálfan tíma, stundum meira. Ekki vildi ég ljúka þessum hjólavetri án þess að þreyja maraþon. Tók ég það til bragðs að leggja saman tvo spinningtíma, tengja þá með áframhaldandi hjóli og bæta hálf tíma framan við fyrri tímann. Með þessum hætti tók ég mitt eigið einkamaraþon og var alsæl á eftir. Milli jóla- og ný árs í fyrra tók ég þátt í spinningmaraþoni upp á þrjá tíma og var það svakalega skemmtilegt. Ekki hafði ég æft fyrir það, þar sem ég hafði verið frá síðan í lok okt. vegna snúins ökla. Í desember sl. var svo mitt þriðja maraþon og þá var ákveðið að hafa þon aftur í lok janúar. Spurningin var hvor hjóla ætti í þrjá eða fjóra tíma. Ég var ein um að vilja hjóla í fjóra tíma svo í gær byrjaði ég rúmum klukkutíma á undan hinum Þau vildu svo hjóla aðeins lengur og því endaði ég í að hjóla í fjóra tíma og tuttugu mínútur. Algert æði og ég alsæl.

ÉG GET ÞETTA Halo

 


Æft af krafti fyrir maraþon

Þá er janúar að renna sitt skeið á enda. Markmiðin sem ég setti mér í upphafi mánaðarins verða tekin upp til endurmats hér í byrjun febrúar. Eitt af janúarverkefnunum var að stefna á spinningmaraþon. Nú er komið að því á morgunn frá kl. 17.00 til kl. 20.00. Þrír tímar að þessu sinni. Eins og glöggir lesendur kanski muna þá átti ég mér ósk um 4 tíma þon en fékk ekki hljómgrunn fyrir því. Þar sem ég er á því að maður eigi að láta drauma sína rætast, þá ætla ég að byrja að hjóla kl.16.00 og hjóla til kl. 20.00. Þar með hef ég þreytt mitt eigið fjögurra tíma þon Wink
Ég er að sjálfsögðu búin að æfa mig vel. Hef mætt í spinning tvisvar til þrisvar í viku og svo í ræktina tvo morgna í viku. Um helgina breytti ég aðeins æfingunum og skellti mér á Þorrablót hér í SDB. Ég tók minn mann með en hann var samt ekki að æfa fyrir þon.

IMG_0946
Hér er ég með hjólavini okkar Villa að hita upp fyrir létta danssveiflu sem við vorum með í æfingaprógraminu LoL
 
við Snorri
Eftir stífa dansæfingu gaf ég mér smá tíma svo hægt væri að mynda Snorra með mér Grin
Veit ekki af hverju Kjartan heldur um höfuðið en kannski hefur hann bara dansað of mikið??? 
 
 
hvíld
Allavega þurfti ég að hvíla mig á dansgólfinu og þá var nú gott að geta sest niður Tounge
 
 
Billi og Ægir
Ekki veit ég hvað Billa og Ægi fór á milli, en þeim leiddist ekki á barnum . . .
 isla053
 ... og minn fór að æfa hé beygjur eða
 
 
 IMG_1075
var hann að stríða ljósmyndaranum????
 
Já, það er hægt að æfa sig með ýmsu móti og nú er bara að sjá hverju þetta æfingarform skilar á morgunn. . . 
 
 
 
Over and out . . . 

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband