Æft af krafti fyrir maraþon

Þá er janúar að renna sitt skeið á enda. Markmiðin sem ég setti mér í upphafi mánaðarins verða tekin upp til endurmats hér í byrjun febrúar. Eitt af janúarverkefnunum var að stefna á spinningmaraþon. Nú er komið að því á morgunn frá kl. 17.00 til kl. 20.00. Þrír tímar að þessu sinni. Eins og glöggir lesendur kanski muna þá átti ég mér ósk um 4 tíma þon en fékk ekki hljómgrunn fyrir því. Þar sem ég er á því að maður eigi að láta drauma sína rætast, þá ætla ég að byrja að hjóla kl.16.00 og hjóla til kl. 20.00. Þar með hef ég þreytt mitt eigið fjögurra tíma þon Wink
Ég er að sjálfsögðu búin að æfa mig vel. Hef mætt í spinning tvisvar til þrisvar í viku og svo í ræktina tvo morgna í viku. Um helgina breytti ég aðeins æfingunum og skellti mér á Þorrablót hér í SDB. Ég tók minn mann með en hann var samt ekki að æfa fyrir þon.

IMG_0946
Hér er ég með hjólavini okkar Villa að hita upp fyrir létta danssveiflu sem við vorum með í æfingaprógraminu LoL
 
við Snorri
Eftir stífa dansæfingu gaf ég mér smá tíma svo hægt væri að mynda Snorra með mér Grin
Veit ekki af hverju Kjartan heldur um höfuðið en kannski hefur hann bara dansað of mikið??? 
 
 
hvíld
Allavega þurfti ég að hvíla mig á dansgólfinu og þá var nú gott að geta sest niður Tounge
 
 
Billi og Ægir
Ekki veit ég hvað Billa og Ægi fór á milli, en þeim leiddist ekki á barnum . . .
 isla053
 ... og minn fór að æfa hé beygjur eða
 
 
 IMG_1075
var hann að stríða ljósmyndaranum????
 
Já, það er hægt að æfa sig með ýmsu móti og nú er bara að sjá hverju þetta æfingarform skilar á morgunn. . . 
 
 
 
Over and out . . . 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

FLottar myndir sem eru komnar, vertu dugleg að bæta við.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Tókst loksins að setja síðustu 2 inn en það var barningur

Þetta var bara svo gaman eftir öll þessi ár, án þessa að fara á blót.
Góða og árangursríka ferð á morgunn.

Kært knús héðan frá DK til þín duglega. 

Guðrún Þorleifs, 29.1.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flottar myndir af þér og þínu fólki !!

Gangi þér vel með maraþonævingarnar

BlessYou

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 07:29

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gvöð hvað það var gott að sjá mynd af þér sitjandi....ég er alveg að verða uppgefin af þessum krafti í þér kona og öllum þessum ímyndum af þér hjólandi, spinnandi, hlaupandi eða siglandi!!!!!! Svona þon og hinsegin þon...ég er bara lon og don miðað við þig.

Gleðilegt ár!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir Steina mín

Katrín þú mátt nú ekki gleyma að til að geta verið á fleygiferð, þarf hvíld og það geri ég alveg lon og don  

Heiða ég verð að æfa og æfa fyrir Esjuna

Guðrún Þorleifs, 31.1.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband