Alveg einstakur hæfileiki . . .

Ég er gædd einstökum hæfileika. Ó, já...

Get án áreynslu gert mig að algeru viðundri Pinch

Atvikið sem ég ætla að segja ykkur frá gerðist í september 2000. Þá um sumarið hafði tíkin okkar eignast 7 hvolpa, 6 komust á legg og urðu hinir yndislegustu hundar. Við höfðum ekki gert ráð fyrir í okkar plönum að Lauga fengi svona marga hvolpa. Við höfðum planað að það kæmu 2 hvolpar og frændi minn sem hér bjó, átti að fá einn og nágranar okkar annan. Gott plan þarna. En þannig fór þetta ekki. Áður en hvolparnir voru fæddir hafði frændi minn ákveðið að flytja til Ísl. og það kostar morð og milljón að taka hund með sér heim og ekki kom til greina að leggja þetta böl á saklausan hvolp frá mér. Nágrannarnir tóku upp á þeim andskota að skilja og þar með var "Úthlutunar planið" oltið. Þegar krílin 6 mættu svo í þennan heim 1 og 2 maí þá voru góð ráð dýr. Hvert áttu þessir einstöku hvolpar að fara. Smátt og smátt fækkaði í hópnum. Snúlla flutti til Úllu, Skotta til Lottu ( rímið alger tilviljun, hvolparnir hétu þessum nöfnum, eigendurnir komu seinna) Týri til bróður hennar Grétu nabo. Bangsi flutti í Broager og Ósi hér upp á Jótland. Eftir var Snati og það var á hreinu, hér yrðu ekki 2 hundar.
Á þessum tíma var elsku tengdamamma mikið veik og lést í byrjun september. Þá héldum við heim til Íslands en Snata var en óráðstafað. Ég hafði sett auglýsingu í blað en hún kom viku of seint og birtist því þegar við vorum á Íslandi. Á Íslandi var nóg að snúast. Meðal annars þurfti ég að fara í blómabúð. Þetta var lítil búð en yfirfull af viðskiptavinum. Meðan ég beið eftir að röðin kæmi að mér, hringdi dk gemsinn og ég svaraði. Í símanum var kona sem reyndi að tala dönsku. Ég gat skilið á henni að hún hefði séð auglýsinguna um Snata og hún væri að leita sér að hundi. Ég svaraði konunni eftir því sem við átti á dönsku. Svo kom að því að blessuð konan gafst upp á að rembast við dönskuna og spurði hvort ég talaði ensku. Jú, ég gerði það og nú var ég farin að svara henni á ensku og svei mér ef fólkið fyrir framan mig leit ekki við. Nú héldu umræðurnar um þessi hundamál áfram á ensku.
Vá... þetta var varla að gera sig. Dem... af hverju svaraði ég í símann??? Shocking Ég var að far að kaupa blóm og kransa en ekki að selja hvolp.
Konan áttaði sig á því að hún væri að tala við aðila sem væntanlega væri með hvolp fyrir hana. Nú vildi hún bara fá að sjá hundinn. Takk, (Jón ToPP) það er ekki hægt sagði ég á minni snilldar ensku, ég er stödd á Íslandi. Nú heyrðist í konunni: TALAR ÞÚ ÍSLENSKU? Ég,(enn í blómabúðinni þar sem afgreiðsla lá nú niðri og allir fylgdust með þessu alþjóðlega samtali, fannst mér LoL) viðurkenndi að ég talaði íslensku (svona líka góðaWink)
Ó, já...

Af hverju svarar maður alltaf í símann þegar hann hringir; sama hvernig stendur á?

Blómabúðin er sem betur fer flutt  síðan þetta var og ég held áfram að versla þar þegar ég kem til Ísl. 

Núna reyni ég að nota skynsemina með það hvenær ég svara í símann en vá... sem ég gleymi því samt Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hhahahahahahaa

Og þannig þekkir þú hana Mæju mína

Annars er ég gædd þessum sama hæfileika og þú, viðundurhæfileikanum.
Spurning að sá hæfileiki liggi í ættinni?

Hulla Dan, 6.3.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það var sko meira í þessu því sama dag hringdi mamma hennar í múttu til að ath hvort það gæti verið að ég byggi í dk og væri að selja hvolp þetta varð dáldið sniðugt. Í dag gæti hún Mæja alveg bjargað sér á dönskunni, best að það komi hér fram

Hullla mín, þetta er án efa ættarhæfileiki sem er vanmetinn

Guðrún Þorleifs, 6.3.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband