Færsluflokkur: Bloggar

Sönnunarbyrgði, staðreyndir og svik



  

Í gær barst okkur tölvupóstur og hann ýtti við mér,  gerði mig reiða. Reiða vegna þess að svo virðist sem auðveldara sé að sanna lygi en sannleika.
Reiða vegna þess að hann felur í sér beiðni um að maðurinn minn gangi til samninga um að sú launatapskrafa sem hann fer fram á við fyrrum vinnuveitanda sinn, vegna vinnuslyss sem hann lenti í í mars 2004 verði minnkuð. Að hann gefi frá sér kröfu um greiðslu á mismun launa og sjúkradagpeninga. Upphæð sem er hærri en samanlagðar bætur hans úr slysinu. (Því mati þurfti að áfrýja og var það tekið til greina af viðkomandi stofnum, sem sendi málið aftur til vinnuslysanefndar með fleirri ábendingum en komu frá okkur um slæglega málsmeðferð. Það mat er enn í vinnslu enda Danir ekki fyrir það að flýta sér).
Það er hroðalegt að lenda í slysi sem er tilkomið vegna þess að vinnuveitandi sem þá var ábyrgur fyrir öryggismálum á vinnustað, sinnti ekki skyldu sinni. Slysi sem sviptir þig fyrri getu og möguleikum, sem breytir lífi þínu, þér sjálfum og þínum nánustu.
Að þurfa ofan í þetta að takast á við lygar og fals er martröð líkast. Hún skall enn einu sinni á okkur nú.
Hvað er til ráða?
Á bara að gefast upp?
Taka "áhættuna" á að láta þennan lögfræðing sem fer með málið fyrir hönd fagfélagsins og B. fara með málið fyrir dómstóla, þegar hann kemur með þessa tillögu?
Mælast til þess að lögfræðingurinn heyri sjálfur B. lýsingu. Þeir hafa aldrei talað saman, svo skrítið sem það kann að vera, þar sem skipt hefur verið um lögfræðing á tímabilinu því hin hætti hjá fyrirtækinu.
Tala við annan lögfræðing?
Berjast?
Með hvaða rökum?
Dugar sannleikurinn?
Með hvaða orku?

Ég veit ekki afhverju ég er að blogga um þetta, kannski til að fá hugsanir mínar á blað, tjá mig um þetta, þar sem ég sit hér ein heima?

Maður velur hvað maður les Wink

Set hér fyrir neðan færslu sem ég skrifaði eftir sjokkerandi símafund árið 2005. Í þeirri færslu er líka vísað í færslu sem ég skrifaði um slysið.

 

 ------------------------

Þegar B. lenti í slysinu gaf hann svo fljótt sem kostur var skýrslu hjá lögreglu. Það var um 10 dögum eftir slysið. Hann var á lögreglustöðinni í tæpa 3 tíma og gaf skýrslu af því sem gerðist. Afar erfitt fyrir hann með öll beinbrotinn og krankleika eftir slysið. Á þeim tímapunkti lá fyrir lögregluskýrsla sem tekinn hafði verið af eiganda fyrirtækisins sem B. vann hjá og Pe.sem var að vinna við hliðina á B.uppi á þaki. Innihald í þessum skýrslum kom okkur fyrst fyrir sjónum 7/6 sl(2005), þegar við áttum símafund með lögfræðingi TIB (fagfélag Billa). Í þeirra vitnisburði kemur meðal annars fram að vinna við að rífa þakplöturnar hafi átt að fara fram frá stillans! Hvaðan kemur svona fullyrðing? Hvernig gátu þeir sagt svona? Þetta var ekki í samræmi við aðstæður. Munið hvernig ég lýsti aðstæðum hér fyrr. Hvað var Pe. þá að gera uppi á þaki með B. og hvernig átti að standa í stillans sem bara gat verið inni í húsinu og losa þakplötur utan frá? Þegar lögfræðingurinn las þetta upp fyrir B., var bæði B.og mér brugðið. Hvað er að gerast? Hvernig er hægt að segja svona þegar aðstæður voru þannig að það var ekki hægt? Hvernig er hægt að segja svona, þegar þetta var ekki það sem sagt hafði verið við B.áður en þeir héldu upp á þakk að vinna? Hver getur staðið í stillans inni undir þaki og losað þakplötur sem festar eru utan frá? Hvað er að gerast, hugsuðum við. Þetta passar ekki, þetta er ekki hægt, þetta var ekki svona!!! Þá sagði lögfræðingurinn rólega: jú, ef þú lítur á mynd 6 í skýrslunni frá vinnueftirlitinu, þá sérðu stillansinn og hann er rétt hjá þar sem merkt er við að þú hafir fallið niður. Af hverju stóðstu ekki í stillansinum? Nú brá bæði B. og mér. Hvað er konan að tala um? Á hún að fara með þetta mál fyrir réttinn og hún bullar bara??? ÓMG!! Svo litum við á umrædda mynd og nú brá B. aftur og ég sá hvað honum leið og byrjaði bara að titra inni í mér. Ástæðan??? Jú, B. hann þekkti ekki myndina sem átti að vera af slysstaðnum! Vinnueftirlitið hafði verið á staðnum eftir slysið og tekið myndir af slysstaðnum og aðstæðum. Á einni myndinni var ör sem átti að benda á staðinn þar sem B. féll niður. Það var bara eitt þak þar... Það passaði bara ekki sagði B., þar sem ég féll í gegn voru tvö þök sem mættust í skotrennu sem ég stóð í. Humm... nú skyldi lögfræðingurinn og við ekkert. Það var ljóst að hér var eitthvað sem ekki passaði. En hver var að ljúga og hver var að segja satt og hvernig var hægt að taka svona myndir af slysstaðnum sem ekki líktust þeim aðstæðum sem voru þegar slysið varð???? Ja, svona eins og B. hafði upplifað þær. Þetta var ekki gott. Nú fór að skýrast afhverju eigandinn og Pe. sögð að vinna hefði átt verkið úr stillans. Svona út frá myndunum séð þá var það rökrétt. En það passaði bara ekki við það sem í raunveruleikanum gerðist hjá B.. Hvar var myndin af gatinu í þakinu??? Þessu gati sem myndaðist þegar B. féll niður í gegnum etenítplötunar sem skáru hann á andliti og höfði.. Hvar var ÞAKIÐ sem B. féll niður í gegnum???

Af myndunum sem við höfum nú fengið ljósrit af er ljóst að átt hefur verið við slysstaðinn áður en vinnueftirlitið kom á staðinn. Hvernig við sönnum það er ekki ljóst. Það eina sem er ljóst er að sönnunarbyrðin liggur hjá B...

Núna skilur B. betur hvað I. og Pe. voru að meina þegar þeir heimsóttu hann daginn eftir á gjörgæsluna og sögðu að þeir hefðu þurft að halda áfram með verkið...

 


Lífsdansinn sem Rassálfur

Dansinn sem Rassálfur í dag og í gær hefur sannarlega gert mig færa um að taka skemmtilegar ákvarðanir sem ekki þarf að bíða eftir, allavega ekki mjöööög lengi Whistling

 


 

The Hotel

 

Meira seinna

LoL

Over and out  


Rassálfur

Mikil skynsemi eða þreyta í skrokk, réði því að í dag var ekki farið í ræktina. Hvorki klukkan 6, 7 eða 8 Wink Ég var svo þreytt eftir 3 spinningtíma í þessari viku. Fór í spinning mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Í gær tók ég hressilega á með hraða og þyngd. Það var erfitt en skemmtilegt :) Eftir svona átök er heit sturta góð. Þetta þýðir að ég fór ekki sturtu í morgunn og fyrir það "geldur" hár mitt og útlit. Líkist ég nú Rassálfi um hausinn og verð að sætta mig við að hvorki heitur blástur né sléttujárn geta hér bætt nokkuð. Því mun ég dansa í gegnum þennan dag sem Rassálfur Whistling

Mikið finn ég hvað mér hefur farið aftur við að vera að eyða svona miklum tíma í fyrir jól í vinnu í stað þess að þeysast í gegnum lífið á hjóli, í spinning eða göngu.Blush

Sussu svei...

Nú er það bara fjörðið sem fær að ráða.

Over and out.

Er farin út að dansa við lífið. Wizard

Eigið góðan dag krúttmolarnir mínir. Heart


Góðan daginn, hvað er í gangi??? Eru Danir að verða vitlausir?

Eitthvað á þessa leið varð mér hugsað í morgunn þegar við Billi renndum inn á stæðið við líkamsræktarstöðina okkar. Málið er að ég hef ekki mætt þar í 4 vikur (var í spinninginu) og Billi í 3 vikur. Jólafríið, jú nó 0 Þetta sem mætti okkur á planinu var nú of mikil breyting fyrir mitt sálartetur svo snemma dags. Bílaplanið sem aldrei hefur haft meira en 0 til 2 bíla þegar við mætum rétt fyrir 6.00 var fullt af bílum, ja, allavega voru þarna 10 - 15 bílar og inn um gluggana sáum við fólk sem komið var á fleygiferð í tækin!!! Halló, hvað hafði breytst á þessum vikum sem við vorum í jólafríi? Fara Danir virkilega svona snemma að sofa í skammdeginu að forsenda sé til að flytja opnunartímann til 5??? Úff... var bara pláss fyrir okkur? Létum reyna á það og fórum inn steinhissa á þessum ósköpum. Ég skellti mér í kvennaklefann gekk frá mínu dóti og svo upp í krosstreinerinn. Þar var Billi kominn og byrjaður að puða. Mér varð litið á klukkuna upp á vegg og spyr Billa: Billi minn, hvenær léstu klukkuna vekja okkur í morgunn? Hann leit á mig, svo á klukkuna á veggnum og svaraði: kl.06.30 0

Ó, já. . .


Fríið búið, alvaran að taka við...

Allt tekur enda, líka langt og gott jólafrí. Hér er ég búin að lifa í ró og makindum síðan 20 desember. Hef varla gert neitt erfiðara en að dröslast á lappir, fá mér í gogginn og svo aftur í hvíldarstöðu. Ekki var hreyfingu fyrir að fara í þessu frí og man ég bara ekki eftir öðru eins letilífi. Sú hugsun hefur flogið um koll minn að kannski hafi bara verið þörf á smá pásu til að hlaða batteríin eftir fjörugt og gott haust. Kvefið sem mér fannst ég vera að fá fyrir jól, kom svo hressilega á gamlársdag og gerði slökunina algera eftir það. Eftir þessa miklu hvíld kem ég nú fíleflfd til leiks út í lífið Wink
Skólinn byrjaði í dag og það var bara gaman, þó kennaranum þætti greinilega ekki eins gaman, sennilega er hann bara eitthvað veikur...  Sideways
Hress og kát eftir góðan skóladag skellti ég mér í bæinn og það undarlega gerðist! Ég fann skó, hviss, hviss og bæng! Er bara eitthvað sem ekki gerist mjög oft...  Ekki versnaði það að ég fékk líka smá fatakyns á mig. Maður verður að líta vel út eftir fríið og því ástæða til að fá sér nýjan fatnað, það segir sig næstum sjálft. Reyndar eru þetta nú undur og stórmerki því mér gengur afar illa að finna fatnað sem er hannaður svo passi mér. Veit ekki hvað er með þessa fatahönnun í dag???
En ekki gengur að lifa ljúfu lífi eingöngu og því skellti ég mér í spinningtíma hjá Spinningmeistaranum Döggu í dag. Algerlega frábært.
Nú er hreyfiplanið að skýrast smá, verður að gera það. Jólafríið búið, afsakanirnar líka og mæjónesan orðin gul...

Í grófum dráttum er vikuplanið í janúar svona:

2 x spinning hjá Döggunni 

2 x fittnes kl. 06.00

1000 magaæfingar heima 

Þetta er lágmark. Allt yfir þetta er löglegt, minni hreyfing er ólögleg og er refsingin minni árangur...

Ó, já...

Farin að gera magaæfingar Pinch

 


Við áramót, tímamót, mánaðarmót, ættarmót, hestamót, skátamót, kökumót eða Landvegamót?

Hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna svo mikið er staldrað við og velt sér upp úr því við áramót, hvað hið nýja ár muni nú bera í skauti sér. Mér finnst það á skjön við það sem fleiri en ég erum að reyna, en það er að lifa í núinu og hafa ekki áhyggjur af því sem kannski verður ekki eða þannig0
Nú skal þetta ekki skilið þannig að ég lifi bara fyrir líðandi stund og láti allt verkast sem vill, alls ekki! Mér finnst gott að hafa stjórn á því sem gerist og að hafa plan. Afar mikilvægt að hafa plan, því ef ekki er hægt að fara eftir planinu þá er alltaf hægt að breyta því 0

Nú í byrjun þessa árs er fjölskyldan komin með nokkur plön og vinnur að plönum. Ég er að setja saman í huga mér hreyfiplan fyrir árið og veigra mér við að setja það á blað að svo stöddu því þá er það orðið "raunverulegt" plan og ég verð að fara að fylgja því. Nenni því bara ekki alveg og hef sem afsökun kvef sem ég hélt að ég væri að fá fyrir jól 0

Ef ég fer aðeins í gegnum plön fjölskyldunnar svona það sem komið er þá er lítur þetta svona út eftir aldursröð:

1. Billi búin að panta tíma í röntgen og viðtal hjá bæklunarlækni, finnst verkirnir orðið fj... sárir 0 að örðu leiti ætlar stráksi að standa sig.

2. Ég stefni á 1 spinningmaraþon í jan/ feb. 2 stórar hjólakeppnir í júní ( ætla að hafa Billa með í seinni keppninni) 1 afmæli í júlí ( slepp ekki við það ... dem... ) Svo ætla ég að klára námið um næstu jól og gera þúsund magaæfingar á viku 0

3. Baldvin Ósmann ætlar með Birnu sinni í þriggja mánaða ferð um Asíu í byrjun apríl, koma heim á klakann, pakka og flytja til Köben. ( hvað er að háskólanum hér? kommon 0 )

Hér er sonurinn frábæri!

 

4. Ingunn Fjóla ætlar að halda áfram að vinna á Ib Rene Cario fram eftir árinu en í lok apríl ætlar hún að taka sér frí og fara í 6 vikur til Suður Ammríku með henni Tinu sem hún fór með til Ameríku á sínum tíma. Flýgur til Argentínu og heim frá Brasilíu. Hvort hún fer í skóla í haust veltur á því hvort hún finnur eitthvað sem hana langar að læra... og á meðan getur hún bara verið heima hjá ma og pa, svo gaman þar 0

Hér er Ingunn Pinngunn að fara í áramótapartý í vinnunni sinni 0

 

5. Litla prinsessan og örverpið hún Bryndís Björk verður á sínum elskaða eftirskóla þar til honum líkur í lok júní. Þá kemur hún heim í hreiðrið og hvílir sig smá áður en hún breiðir út vængina og heldur til Ameríku á High school í eitt ár!!! Já, litla barnið bara tilbúið að fara svona lengi að heiman0 0

..og Bryndís Björk skellti sér líka á skauta í jólafríinu 0

 

 

Í lokin er svo mynd af okkur Billa frá gamlárskvöldi. Það var nú ekki auðvelt að ná af okkur mynd sem sýningarhæf gat talist á veraldarvefnum Heilsufar okkar var með þeim hætti að um hryllingsmyndir er frekar að ræða 0

BT var í smá stuði þegar ég setti upp Raisu húfuna mína og skellti því á sig hermannahúfunni. Annars var maður bara nettur á gamlárskvöld akandi um allan bæ með dæturnar í partý. Betra að hafa allt á hreinu og ekki minnkaði ábyrgðin við að hafa tvær vinkonur Bryndísar í gistingu á nýársnótt. Það gekk vel og vert að þakka hve maður er heppin með börnin sín.

Þetta voru svona mína pælingar við þessi Landvegamót, en víst er að ferðir okkar hjóna hingað og þangað í lofti, láði og legi verða nokkrar. En hvert og hvenær er óvíst....

Over and out...


Hið rólega líf. . .

Til að gera eitthvað af mér í þessum rólegheitum sem hér hafa ríkt undanfarið, ákvað ég að fara í að breyta síðunni. Ætlaði að nýta mér forritunarkunnáttu sem ég tel mig enn búa yfir til að eiga við liti í síðunni og sitthvað í þeim dúr. Það skemmtilega gerist að ekki vistast neinar breytingar og því fór ég að gera nýjan banner í tölvunni með bilaða grafíkkortinu, þar sem ég er með uppáhalds myndvinnsluforritið. Þetta gekk ansi vel miðað við að ég sá enga liti í réttum lit Whistling

Ætla rétt að vona að ég hafi meiri stjórn á því sem gerist hjá mér á þessu nýja ári Halo

Árið fer rólega af stað. Jólafrí til 7/1 en þá hefst skólinn aftur og nú er það "bara" skóli engin vinna líka, eða þannig. Miðað við þennan tíma sem ég mun nú hafa í að sinna skólanum ( Wink ) ætti námsárangurinn að vera í topp    ...eða það skildi maður ætla. Held ég finni mér eitthvað  til dundurs til að redda því, ekki gaman að vera nördin í bekknum  Devil

Annríkið í haust gerði það að verkum að öll líkamsrækt datt niður í 2 til 3 skipti kl 6.00 á morgnana og svo ef vel vildi 1 spinning tími í viku. Þetta kemur ekki vel út og því ætla ég að nýta þennan aukna frítíma í að undirbúa mig fyrir a.m.k. tvær stórar hjólakeppnir á komandi sumri. Sú fyrri er 31/5 og er 111 km hin er 28/6 og 187 km Síðan þarf að finna áframhaldandi markmið eftir það. Ekki dugar að detta í botninn á djúpulauginni á 2x25ára afmælinu í júlí Sideways
Eitt spinning maraþon er planað í lok janúar eða byrjun febrúar. Ég er sú eina sem vil 4 tíma maraþon, hin vilja 3 tíma svo ég bíst við að það verði niðurstaðan. Það er allt í lagi, ég ætla bara að æfa mig fyrir það Halo 

Jæja, þá er ég búin að vaða úr einu í annað fyrir þessa fáu sem enn nenna að koma hér inn Joyful
Held ég verði bara að finna mér nýja vini fyrst ég er svona léleg að viðhalda áhugaverðum samskiptum.

Hafið það gott og munið að njóta líðandi stundar.

Nú er nú Heart


Áramótasund í Sønderborg 2007

Í dag fór fram Áramótasundið hér í Sønderborg.  Þetta sund hefur verið þreytt hér í nokkur ár og er forsprakki þess sundgarpurinn og hjólakappinn Fylkir. Í fyrstu var hann einn um þetta sund en síðan hefur bættst við í hetjuhópinn. Misjafnt er milli ára hve margir taka þátt. Í ár leit út fyrir að einungis 2 ætluðu að sýna þá hetjudáð að synda í 6° köldum sjónum, þeir Kjartan og Leifur.

Áramótasund 2007 001

Á elleftu stundu snaraði Snorri sér úr kuldagallanum og kom þá í ljós að kappinn var klár í sjósundið. Þar með voru sjósundshetjurnar orðnar 3 sem örkuðu niður í sjávarmálið. Heyrðist þá á ströndinni að baki þeim að tekin var ákvörðun! Vinur vor Sveinn svipti sig klæðum, það var nú eða aldrei ! Maðurinn að flytja heim á vordögum. Á naríunum smellti hann sér í hóp hinna víkinganna.

Áramótasund 2007 002

Á haf út fóru þeir...

 

Áramótasund 2007 006

...og til baka komust þeir  LoL

 

Kæru bloggvinir,

ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar

gleði og farsældar á nýju ári.

 

Wizard Wizard Wizard


 

 

 


Hættuleg jólagjöf í handfarangri

Var að senda soninn af stað heim til Íslands. Hann tók innanlandsflugið héðan frá SDB. Hann var tekinn í öryggishliðinu hér. Með hættulega jólagjöf!!! Litla Rosendahl flösku! Honum var sagt að þetta morðvopn gæti hann ekki haft með í handfarangri, hann gæti slegið mann og annan með þessu. Ekki höfðum við áttað okkur á þessum möguleika en sjáum núna að loka verður öllum verslunum í fríhöfnum um allan heim. Það gengur ekki að hægt sé að kaupa morðvopn þar eftir að búið er að fara í gegnum stórkostlegt öryggiseftirlit við innritun. Sé alveg ljóslifandi fyrir mér nú hve hættuleg Stelton kaffikanna er svo eitthvað sé nefnt nú eða Bing og Gröndalh postulínið. OMG þetta gengur ekki! Er ekki best að setja alla í hand- og fótjárn við innritun og vera svo með færiband fyrir farþega líkt og töskur?

 

 

Kæra systir hvað varstu að pæla þegar þú keyptir gjöfina handa syni mínum???

 

Police Bandit Police

Whistling


Jólakveðja

 
Bestu óskir um
 
gleðileg jól!
 
 
 
Kær kveðja
 
 
 
 
eg1a
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband