Hvað skildi þessi dagur . . .

. . . bera í skauti sér?

Ég veit hvað komið er, en ekki hvað verður. Ekki hvaða ákvarðanir ég tek og hvort þær verða réttar Woundering

Vaknaði kl 5.30. Það var ákvörðun gærdagsins. Ég var ekki að nenna á fætur og í ræktina. Draumur næturinnar um frjálst fall krónunnar í gær og undangegnar vikur var martröð líkastur og ég  alveg búin á því. Í ræktina skrönglaðist ég þó. Það blundar enn þessi hugmynd innra með mér að sama hvað gengur á þá skal æft. Er bara í tímabili þar sem sú tilhugsun er ekki aðlaðandi Crying
Er ekki enn búin að koma mér í spinning í ræktinni sem ég er í. Vááá... því líkt átak. Kannski er ég með "skipta um stað fælni"? Ekki getur þetta verið mér að kenna??? 

Ég þarf að fara að taka út hjólið mitt og þeysa á því um sveitavegi DK. Fíla það vel þegar ekki er rok og rigning. Þar sem mars er senn á enda með sín 5 veður á einum degi, ætti fátt að vera því til fyrirstöðu.

Dem... í sannleika vantar mig einhvern til að sparka mér af stað. Ég er svo ósvífin í þessu hreyfingaleysi mínu að ég reyni ekki gera neitt meira en fara í morgunntímana  Angry

Í dag ætla ég mér samt að mála, læra, taka á móti rafvirkjanum sem ætlar að setja ljós í ganginn og fleira þarft. Vona sannarlega að mér verði eh úr verki í dag. Ég er ekki mikill málari en nú bara verða hlutirnir að fara að klárast í herbergi prinsessunnar. Hún kemur heim í páskafrí á morgunn og ekki getur hún bara sofið hér og þar um húsið heilt páskafrí Shocking Þarf að losna við skáp, skrifborð og hillur úr lútaðri fur. Selst á sport prís, plís, help.

Einkasonurinn hringdi sæll og glaður í múttu sína í gærkvöldi. Bakpokinn var kominn og drengurinn þokkalega sáttur með val múttu sinnar Joyful Já, maður getur nú verið snilli á sumum sviðum.
Þegar ég var að kaupa bakpokana um daginn var ég kominn í þvílíkt stuð að fara stunda fjallgöngur aftur. Ekki samt á Íslandi, nei, nei, í Ölpunum. Var bara alvarlega að pæla í að slúffa afmælispartýinu í sumar á Íslandi og draga minn mann niður í Alpana og puða þar. Gott fyrir menn með svona slasáverka eins og hann. Bara éta meiri verkjatöflur Whistling  Held samt að það verði ekkert af því í ár.  Búin að fjárfesta í partýtjaldi til að hafa við bústaðinn og tjaldið meira að segja komið á Klakann. Humm... svo er líka smá asnalegt að eiga bústað og hafa aldrei notað hann Pinch

Ég er aldeilis sæl með grænu snúrustaurana mína, þeir eru enn á sínum stað og ég hef á þessum 10 dögum sem þeir hafa verið í eigu minni, geta þurrkað úti þrisvar sinnum. Stórkostlegt í mars í DK!

Er að bíða eftir að klukkan verði 9, þá ætla ég í búðina að kaupa speltbrauð. Verð að eiga eh fyrir rafvirkjann svo hann líði ekki út af næringarskorti Það yrði ekki stuð   Frown Já, ég á víst næstum aldrei brauð. Held ég verði líka að kaupa hundamat. Heyrist hundurinn vera að segja það. Woundering

En nú er best að halda af stað inn í daginn og vona að hann færi mér réttar ákvarðanir, réttar niðurstöður og vonandi fullmálaða hurðakarma og gólflista  Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Það er aldeilis í þér orkan
Fjallgöngur... Það sé ég í hyllingum, elska fjallgöngur. Verst að ég er með svo ónýt lungu og vöntun á vöðvum hér og þarí kroppnum að ég kemst aldrei nema 2 metra og svo er ég búin á því

Hvernig fataskáp ertu að selja???

Hulla Dan, 18.3.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta er lútuð fura, með svona boga munstri og hann er með hillum engri slá. 85 cm á breidd + skreytikanntar.

Með svona ónýt lungu verður þú að heyfa þig, gengur ekki annað. Ég var með barnaastma  og því eru mín lungu alls ekki nógu góð. Óttinn rekur mig áfram

Guðrún Þorleifs, 18.3.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ dugnaðar skonsan mín.  Gaman að heyra frá þér. Ég er líka ótrúlega dugleg þessa dagana, vona bara að veðrið verði þokkalegt um páskana.  Knús á ykkur  Kisses  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er ekki alveg viss, hvaða öfl þyrfti til að draga mig á fætur kl. 5:30 á morgnana. Líklega einhver önnur hreyfing, og nær rúminu, en hreyfing á líkamsræktarstað!!!

Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 02:08

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ásdís mín, það er alveg frávært það sem þú ert að gera! byggja þig upp með góðum göngutúrum samhliða því að vorið er að koma er margföld snilld. Gangi þér áfram vel.

Ha ha Lilja, þú er snilld og sennilega mun eðlilegri en ég sem er að skrönglast þetta á morgnanna eins og rassálfur. Hræðandi alla í kringum mig með hárgreiðslunni 

Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband