Færsluflokkur: Bloggar
Lenti hér í DK um hádegi í gær. Þurfti að fara á fætur á biluðum tíma. Datt nefnilega strax inn í íslenska tímann því við komum svo seint til Ísl.
Þetta var algerlega frábær ferð! Ekki skemmdi veðrið. Hef ekki verið á ísl. í ágústmánuði síðan 1998 og fannst frábært að koma út í morgunnloftið Skellti mér í smá hlaup fyrsta daginn. Fór gamlar slóðir um Bakkana. Bara stutt því ökklinn minn er ekki par hrifinn af þessum hlaupum. Ég er samt ákveðin í að halda áfram í rólegheitum og sjá hvort þetta er ekki bara spurning um að gefa þessu tíma rétt eins og þegar ég byrjaði að hjóla aftur í vor. Slæmt að vera svona mikill vitleysingur eða viðvaningur þegar maður meiðir sig að maður fattar ekki alvöru málsins Reyna að læra af því
Skutlaðist í Þorlákshöfn á föstudeginum með soninn. Komin á fullorðinsár ákvað hann að fara til Eyja með kærustunni. Allt í lagi mín vegna en ekki þegar hann var 16 og 17
Afmælisdagurinn hans pabba var ljúfur og góður í alla staði. Frábært að geta verið með honum og fjölskyldunni
Ég skelli mér svo austur á laugardagskvöldinu með stelpurnar mínar. Leiðin lá upp að Heklu, þar sem kaldavatnslaust var í mínu húsi. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá litlu systur og fam. til mánudags. Á sunnudeginum bættist bróðir minn í hópinn með sína fam. Aldeilis frábært
Ég ákvað að fara um gamlar slóðir með dæturnar, svo á sunnudeginum skelltum við okkur út á íslenska malarvegakerfið og ókum (hristumst) sem leið lá í Landmannahelli. Alltaf fallegt að fara þessa leið og gott fyrir stelpurnar að þekkja hana. Hefði verið nóg að renna inn í Áfangagil, svona miðað við veginn.
Á mánudeginum fórum við svo niður Land og komum við í kirkjugarðinum. Litum inn á einum bæ hjá góðum vinum og renndum síðan að okkar húsi. Alltaf fallegt þar og víðsýnt. Vatnsleysið þar er greinilegt merki um þurrviðrasamt sumar.
Sveitin mín er mikið að breytast þessi misserin og skrítið að sjá það.
Ferðin í bæinn gekk vel þrátt fyrir mikla umferð. Finnst samt rólegra yfir ökumönnum en ég hef áður upplifað og vona að þar sé bætt umferðarmenning á ferðinni.
Skrítið að aka í gegnum Selfoss og sjá gömlu húsin farin. Mér finnst ekki söknuður af þeim en er spennt að sjá hvernig til tekst með uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna.
Góð ferð í alla staði
Bloggar | Fimmtudagur, 9. ágúst 2007 (breytt kl. 07:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag er merkisafmæli í fjölskyldunni.
Stór dagur, því frábær maður á afmæli í dag.
Afmælisbarn dagsins, sýndi í gegnum líf sitt einstaka umhyggju og ást í garð fjölskyldu sinnar.
Hann var stólpi fjölskyldunnar, hinn sanna fyrirmynd, hin trausti og kærleiksríki faðir.
Elsku pabbi minn,
ég og fjölskylda mín óskum þér hjartanlega til hamingju með daginn.
Við þökkum þér af heilum hug allt það sem þú varst fyrir okkur á meðan þú hafðir heilsu til.
Það er ómetanlegt að eiga í minningar- og reynslusjóði sínum það sem þú hefur verið okkur.
Það er svo margt sem þú kenndir okkur.
Þá þekkingu notum við í okkar lífi.
Ég vona að okkur auðnist að bera þann arf áfram til afkomenda okkar.
Það var gæfu spor þegar þið mamma ákváðuð að ganga saman lífsins veg.
Það er í dag gæfa okkar allra.
Eftir að veikindi þín hófust hefur mamma sýnt og sannað hve gott ykkar samband var.
Hve djúpur skilningur og ást ríkti á milli ykkar.
Mamma skynjar líðan þína og þarfir af þvílíkri næmni að einstakt verður að teljast.
Það var skelfilegt högg þegar illvíg veikindin hófu innrás í heilsuhraustan líkama þinn.
Ekkert var hægt að gera til að stoppa þá þróun sem hafin var.
Þá var það huggun í harmi og sorg að þú áttir hana mömmu að.
Mikið er hún búin að vera dugleg í þessum veikindum þínum.
Ég veit að þú treystir á hana.
Veit það, þó þú hafir engin orð lengur til að tjá þig með.
Veit það, þó þú hafir ekki lengur snertinguna til að tjá þig með.
Ég veit það, því ég sé hvernig augu þín fylgja henni.
Sé hve augu þín eru leið, þegar mamma fer í frí til að hlaða sál sína og líkama,
svo hún geti haldið áfram að annast þig í kærleika sínum.
Í dag verðum við fjölskyldan saman og fögnum afmælisdeginum þínum.
Elsku pabbi minn,
Guð veri með þér.
Bloggar | Laugardagur, 4. ágúst 2007 (breytt kl. 07:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Góðan daginn góðir hálsar,( augu?)
Ég var að renna yfir blogg og kvitt hjá mínum ágætu bloggvinum og það var ansi skemmtilegt, svona í heildina séð. Ég má til með að segja ykkur að á þessari bloggyfirferð minni áttaði ég mig á einu mikilvægu!
Ég áttaði mig á að til er einkenni/heilkenni sem ekki er til greining á!!!
Já, þetta er rétt hjá mér og látið vera að mótmæla því, þar sem ég er á þessari skoðun og hún gildir hér.
Hvað er það sem er rétt hjá mér?
Ég er búin að búa til greiningu. Greiningu á fólki sem alltaf er saklaust af öllu sem það gerir. Ekkert er þeim að kenna. Veit ekki hvort þið þekkið svona fólk, en í starfi mínu hér í DK hef ég mætt mörgum með þetta einkenni og er þar um að ræða bæði börn og fullorðna. Fólk með þokkalega greind sem og greindarskerðingu. Virðist þetta einkenni geta háð fólki óháð kyni, kynþætti, aldri, né öðru sem oft hefur áhrif, jafnvel skatttekjur hafa ekki áhrif þarna!!!
Þetta einkenni/heilkenni hef ég nefnt: ÞÉRKENNI. Byggist það á tilhneigingu"sjúklingsins" til að taka aldrei ábyrgð á eigin gerðum og kenna þér eða öllu/öllum um.
Jamm...
Verði ykkur að góðu.
Er farin að pakka niður.
Er að fara yfir 5 eyjar með meiru í dag
Alveg rétt, í símtalinu á sunnudaginn var ég og mín fjölskylda boðin til Íslands
Bloggar | Miðvikudagur, 1. ágúst 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ég er í svaka stuði, af því...
Er bara ferlega þreytt á þessari rigningu og rokinu hér. Fátt skemmtilegt við þetta veður. Ef maður fer út að hjóla verður maður haugblautur og má þakka fyrir að fjúka ekki út fyrir veg. Ef maður fer út að hlaupa verður maður líka haugblautur. Ef maður lítur út í garð verður maður fúll yfir því hvað illgresið og grasið vex
En eftir stendur að það eina skemmtilega sem hægt er að skrifa um er um mig.
Ég er nefnilega ferlega kát í dag.
Já, þetta er alveg ferlegt allt saman...
Þetta byrjaði í gær með símtali, voða spennandi...
Svo kom blómasendill með 7 risarósir frá frábærri vinkonu. Tölvukerfið í interfloru búðinni hafði klikkað og ég fékk því blómin í dag. Gaman að því
Við eigum 16 ára fósturbarn og mamma hennar lét mig vita í dag að við værum boðin í mat á Kúrdískaveitingahúsið hennar
Já og dagurinn er ekki liðin enn
Bloggar | Mánudagur, 30. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fórum og heimsóttum þessa fjölskyldu í gær:
Þau sögðu ekki margt að þessu sinni...
Gaman að hafa góða gesti:
Það eru fleiri en ég sem hafa gaman af að tína plómurnar
Lifið heil
Bloggar | Föstudagur, 27. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
óska ég sjálfri mér til hamingju með daginn Ég er svo ferlega ánægð með að eiga afmæli í dag. Veðrið er frábært og ég er búin að vera á fótum síðan um sjö í morgunn. Fékk herbate og gjöf í rúmið Bara æðislegt!!!
Ég er svo ánægð með þennan dag, vegna þess að ég er svo sátt með mig. Ég hef þá tilfinningu að undanfarin 5 ár hafi ég heilsufarslega farið batnandi. Mér hefur tekist að breyta lífsstíl mínum þannig að ég hef meiri orku en áður. Ég er bara rosa spræk og finnst það skemmtilegt. Ekkert magavesen, háþrýstingur, hausverkur, liðverkir eða önnur óáran hrjá mig í dag!
Ef ég hugsa til dagsins þegar ég varð 36ára. Úff... Ég fór fram um morguninn, leit í spegil og þá hugsaði ég: "hingað og ekki lengra"!!! Það tók mig langan tíma að finna það sem hentaði mér og vinna á lélegu formi og heilsu. Nú er annað upp á teningnum. Leit í spegil í morgunn og brosti til þessarar lífsglöðu konu sem ég sá þar og þekki orðið svo vel
Kæru bloggvinir ykkur er hér með boðið í te eða kaffi í tilefni dagsins
Stærsta og dýrmætasta gjöfin sem ég fæ í dag, er heimsókn systur minnar og mágs Mér finnst alveg magnað að þau skuli vera að koma í dag og ég hlakka svo til að ég get ekki beðið...
Knús til ykkar
Bloggar | Miðvikudagur, 25. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Húrra, húrra, húrra...
Hann er hetja
og hann er hetja
úla úla úla
(sungið)
Elskulegur mágur minn,
Þorsteinn Haukur Þorgeirsson,
náði þeim einstaka áfanga föstudaginn 20. júlí sl.
að fylla 4 áratugi. Í tilefni þessa afreks,
hélt hann til veldis Dana og og fagnaði þessum merka sigri.
Við hér á Als vottum honum samhug okkar vegna þessa tímamóta í lífi hans.
Við höfum nú fyrir víst, að hann komst klakklaust í gegnum þetta,
þökk sé danska bjórnum.
Hann lengi lifi!
Húrra,
húrra,
og
så det store
Bloggar | Þriðjudagur, 24. júlí 2007 (breytt kl. 20:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag þurfti ég að skreppa í búðir. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt og í raun hundleiðist mér það. Má ekkert vera að slíku veseni En nú vantaði minn mann skrúfur í danska byko og mig mold í danska eden. Í danska byko fann ég skrúfurnar og þegar ég var á leið að kassanum sá ég óvart, lítið krúttlegt grill sem lækkað var um helming. Keypti það. Gott að eiga nýtt grill þegar við erum búin að byggja pallinn Ég meina það, við erum enn Íslendingar þrátt fyrir þessi 8 ár.
Svo fór ég í dönsku blómabúðina. Kaupa mold á rósina sem ég þarf að færa út af væntanlegum palli og því að verið var að setja glugga í þar sem hún stóð og því bara tæmið að flytja hana. Nú það eru stundum tilboð í DK og nú sá ég 3 hortensíur fyri 100 kall. Keypti þær. Vantaði 2 en konan á móti á afmæli á morgunn, gef henni þá þriðju Svo voru 2 Lísur á tilboði. Öll blómin mín voru drukknuð og svo... 8 blóm fóru með mér heim
Bloggar | Laugardagur, 21. júlí 2007 (breytt kl. 18:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | Föstudagur, 20. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég slapp ekki. Dem.
Nú er hún Thelma búin að klukka mig og ég get ekki skorast undan. Maður tekur þátt í leiknum úr því ég slapp ekki
Verð að viðurkenna að það hefði þóknast mér betur að að vera laus við þetta. Ég veit heldur ekki alveg hverja ég á að klukka þar sem ég hef fáa en knáa bloggvini hér á mbl blogginu. Held að allir hafi verið klukkaðir.
Nú er svo komið að því að opinbera eitthvað um mig sem þið ekki vitið. Sennilega af nógu að taka en spurning hvað fær að flakka.
1. Ég er mjög varkár í samskiptum við fólk sem ég þekki lítið. Held mig gjarnan til hlés. Hlusta og tek eftir.
2. Ég er feimin og hef verið það alla tíð. Mörgum sem þekkja mig finnst það ótrúlegt, en svona er þetta samt. Góð leikkona Er bara ekki þetta athyglissjúka ljón sem lýst er í öllum stjörnuspám.
3. Ég er bókaormur og á náttborðinu mínu eru núna:
- Det skal mærkes at vi lever.
- Með lífið að láni.
- Herbalife vörubæklingur.
- Náðargáfan lesblinda.
- Dyslexia - a parents survival guied.
- Kost - Adfærd - Indlærnigsevne
- Gyldendals Løbebog.
- Líkami fyrir lífið fyrir konur.
- Hlaupadagbók.
- Matardagbók.
- Reading by the Colors.
- 2 Sudoku bækur.
Í þessu les ég fram og til baka, allt eftir því hvað á huga minn mest hverju sinni. Var að klára Alkemistan og svo les ég ýmsar skáldsögur en þær fljúga svo sína leið þegar þær eru afgreiddar
4. Í augnablikinu veit ég ekki hvort ég á að vera stuttklippt eins og ég hef svo lengi verið eða með þetta líka axlarsíða hár sem ég er komin með... Úff
5. Ég hef farið varlega í að velja mér bloggvini. finnst mjög óþægilegt að kvitta hjá Ásdísi sem er komin hátt á "vinsældarlistan". Bít þó á jaxlinn nú orðið og geri það. Hef meira að segja kvittað hjá öðrum og alveg fengið hnút í magan yfir að vera svona frökk.
6. Ég er að reyna að koma í gang hjólagrúbbu hér í Sdb. Finnst svo mikilvægt að hreyfa mig og það þarf ekki að fara fram í flottum líkamsræktarsal.
7. Hef hlaupið í nokkur ár í skóginum 5 til 10 km er hætt að villast þar. Hef alltaf komist heim. Er samt ekki búin að hlaupa síðan í haust þegar ég snéri mig illa á ökkla og eyðilagði allan bata milli jóla og nýárs. Fannst ég svo góð að ég skellti mér í maraþonspinning í 3 tíma og næsta dag hjólaði ég 65 km niður að landamærunum við Þýskaland.Voða gaman fannst mér en ekki ökklanum sem snarversnaði og rændi mig nætursvefni í nokkrar vikur. Avvv...
8. Ég og Thelma eigum sömu langömmuna og langafann Aðra bloggvini hef ég valið eftir "min syvende sanse"
Hjúkket, þá er þetta búið. Nú er að velja einhverja til að klukka.
Ég klukka:
- Bibba svala Ironman
- Dagga Súper spinnari
- Fjóla Hressa
- Lára María á Hveitiakrinum
- Linda megabeib
- Palli Nabo
- Hrund Hrundsen
- Dísa í DK
Þar með er þetta komið. Nú loka ég augunum, vista og birti.
Farin út að gera eitthvað af viti.
Bloggar | Fimmtudagur, 19. júlí 2007 (breytt kl. 14:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson