Færsluflokkur: Bloggar
Í framhaldi af síðustu færslu minni, langar mig að velta upp spurningunni: Hvað svo?
Já, hvað verður um þessa fjölskyldu þegar hún verður send til Íraks? Þau flúðu þaðan fyrir sjö árum. Kristin fjölskylda. Hafa hafst við í flóttamannabúðum hér í DK. Lært málið, að einhverju leiti aðlagast nýju samfélagi. Þó ekki sem skyldi, því þau hafa ekki getað orðið hluti af samfélaginu hér því þau eru ekki með landvistarleyfi, eru á "pásu". Hvernig á að vera hægt að lifa uppbyggjandi lífi þannig? Hvernig er hægt að byggja upp til framtíðar þannig? Eiga drauma um menntun og vinnu? Hvernig er hægt að halda sjálfsmyndinni í lagi, sjáfsvirðingunni? Sjö ár í bið eftir landvistarleyfi? Hvernig heimur er þetta? Gefa fólki landvistarleyfi, afturkalla það næsta dag og hafa ekkert annað um málið að segja en:" þetta voru mistök". Ég held ég eigi seint eftir að gleyma andlitinu á konunni frá útlendingaþjónustunni þegar TV2 spurði hana útí málið. Frosið kerfisandlit, tilfinningalaust, engin vorkunn, engin skömm, ekkert sem benti til mannlegra tilfinninga! Ojj bara!
Ég get ekki látið vera að velta fyrir mér hver örlögum þessarar fjölskyldu. Gæti svo vel hugsað mér að með þeim yrði fylgst áfram.
Hér hafa svo skelfilegir hlutir gerst í þessum málum. Börn sem eiga fjölskyldu með landvistarleyfi hér er vikið úr landi og sent til gamla heimalandsins með skelfilegum afleiðingum.
Man eftir eftir drengnum sem fékk ekki landvistarleyfi, en mamma hans og systir fengu landvistarleyfi. hann var sendur "heim" held til Írak eða Íran. þegar heim var komið var honum hent beint inn í svarthol og mátti dúsa þar við reglulegar pyntingar í langan tíma. Með einhverjum hætti tókst honum að koma aftur til dk. en eyðilagður á sál og líkama. Hann var 17 ára þegar hann var skilin frá móður sinni og sendur "heim" frá ættingjum sínum.
Nýlegt dæmi er 10 ára kínversk stúlka sem á móður hér. Hún fékk ekki landvistarleyfi hjá móður sinni og átti að sendast til baka til Kína þar sem hún átti ekki aðra fölskyldu en aldraða og veika móðurömmu sem ekki treysti sér til að sjá um hana!
Ég skil þetta ekki .
Og svo skil ég ekki hvernig stendur á því að Danir hafa tekið við öllum þessum Tyrkjum ( Hvað er að í Tyrklandi, geta þeir ekki bara verið þar?) sem fæstum dettur eitt augnablik í hug að aðlagast landi og þjóð á nokkurn hátt, ibba sig og Danir lúta höfði og láta þá komast ótrúlega langt með það. . .
Bloggar | Þriðjudagur, 17. júlí 2007 (breytt kl. 08:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Danir hafa líkt og mörg önnur velferðarríki tekið við flóttamönnum frá ýmsum hinna hrjáðu ríkja þessa heims. Þessir flóttamenn eru í sérstökum flóttamanna búðum. Þar bíður fólk eftir að mál þeirra fari í gegnum kerfið. Ekki virðast vera knöpp tímamörk sem yfirvöld gefa sér í afgreiðslu þessa mála. Ekki dreg ég í efa þörfina á að meta hvort um raunverulega flóttamenn sé að ræða eður ei. En ég dreg í efa að hægt sé að réttlæta að þessi athugunarferill taki fleiri ár.
Hér í nýliðinni viku kom upp hörmungar mál sem enn og aftur vakti athygli mína á þessu ómannúðlega kerfi. Um er að ræða hjón með 5 börn. Þau komu frá hinum stríðshrjáða bæ Mosul í Írak og hafa í 7 ár dvalið í flóttamannabúðum sunnan við Hóraskeldu. Eftir 7 ára dvöl í landinu talar öll fjölskyldan dönsku. Þau hafa beðið eftir dvalarleyfi allan þennan tíma.
Þann 12. júlí sl. barst fjölskyldunni bréf frá útlendingaþjónustunni um að þau fengju dvalarleyfi í landinu. Gleði fjölskyldunnar var að vonum mikil, stóri draumurinn að rætast, möguleikinn á því að hefja nýtt líf í nýju landi. Lífið ekki lengur á "pásu"/bið. Þvílíkur léttir fyrir fjölskyldu sem var búin að ganga í gegnum miklar raunir.
Því miður varð gleðin skammvin. Með póstinum næsta morgunn kom annað bréf frá útlendingaþjónustunni dönsku. Nú leit málið heldur betur öðruvísi út! Í þessu bréfi er fjölskyldunni tilkynnt að stofnuninni hafi því miður orðið á þau mistök að gefa þeim landvistarleyfi og það sé hér með afturkallað og engin möguleiki á að breyta því!!!
Þetta var sannkölluð harmafregn og áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þarna er ólýsanlegt. Er hægt að gera fólki þetta? Hvar er mannvirðingin, náungakærleikurinn?
Í fréttum TV2 var viðtal við dóttur hjónanna og á látlausan hátt lýsti hún þessu mikla áfalli sem fjölskyldan varð fyrir. Hún var ekki reynslulaus þessi unglingsstúlka. Hún sagði meðal annars að móðir sín hefði orðið svo miður sín, misst vonina og reynt í kjölfarið að svipta sig lífi. Það tókst ekki en nú liggur hún í djúpu þunglyndi, yfirbugður kona, allar vonir brostnar, öll von úti fyrir fjölskylduna um líf. Já, um líf. Þessi fjölskylda á sér ekki viðreisnar von þegar hún verður send til baka til Írak, vegna þess að þau eru kristinnar trúar.
Nú deila danskir lærimenn um hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessu máli. Hvort rangt sé að taka dvalarleyfið eftir að það hefur verið gefið út eða hvort rétt sé að draga það til baka þegar búið er að úthluta því.
Hvað úr verður veit ég ekki en mikið vildi ég að Útlendingaþjónustan skammaðist til að veita leyfið aftur svo þetta vesalings fólk geti farið að hlúa að sér og sínum, byggja upp öll brotin.
Hvar er réttlætið?
Bloggar | Sunnudagur, 15. júlí 2007 (breytt kl. 20:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
það er föstudagurinn þrettándi, hef ég ákveðið að hafa bloggfærslur dagsins þrjár. Þetta er mjög rökrétt ákvörðun og er hér sérstaklega haft í huga velferð dyggra lesenda þessarar síðu
hvað ég ætla að skrifa um veit ég ekki enn...
En á meðan ég hugsa málið, þá geri ég það hér með opinbert að ég ætla að borða um borð í Perlunni í kvöl (orðið lagt síðan...) og það er ekki ég sem elda, heldur snilldarkokkurinn og snildarspinningþjálfarinn hún DAGGA.
Já, ég er í góðum málum í dag
Að auki á ég nú 2 rafmagnssnúrur og það hlýtur að vera betra en ein, ekki satt? Þetta tengist reyndar stanslausum hekkklippiáhuga mínum...
Farin út, SÓLIN skín hér á Als
Kær kveðja til hinna tryggu lesenda
Bloggar | Föstudagur, 13. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Óska D B alls hins besta þarna í USA Hann er flottur nýi búningurinn hans Já, engin spurning, ég er aldeilis ánægð með þetta:
Þetta er nú orðið nóg um fótboltann, svona allavega þar til næst
Over andout
Herbaraiserskútuskvísan
Beckham er kominn til Los Angeles | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 13. júlí 2007 (breytt kl. 11:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sem nýbreytni hér á síðunni er ég í dag með fréttir úr íslenska kvennafótblotanum.
Fjölnir vann Stjörnuna í Garðabæ 2-1. Á 20. mínútu náði Fjölnir forystu þegar Helga Franklínsdóttir skoraði. Rúmum 20 mínútum síðar bætti Margrét Magnúsdóttir við öðru marki Fjölnisstúlkna. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum náðu Stjörnustúlkur að minnka muninn þegar Ásgerður Baldursdóttir skoraði. Nær komust þær ekki og lokastaðan 2-1 fyrir Fjölni.
Önnur nýbreytni á síðunni í dag er smá fjölskyldufræði
Málið er að hún Magga, sem átti 18 ára afmæli í gær og skoraði sitt fyrsta mark í bikardeildinni í gær er systurdóttir mín.
Hér erum við frænkurnar staddar á Ráðhústorginu í Köben 2. júní sl.
Hún var þá að koma úr viku fótboltaæfingabúðum og ég hafði skellt mér í kvennahjólakeppni þennan dag og lagt að baki 112 km.
Náðum að hittast á torginu áður en hún fór í flug heim seinna um kvöldið.
Gaman að þessu börnin mín.
Eins og glöggir lesendur kannski sjá þá er maður þokkalega heima hjá sér þarna, bara á íslensku inniskónum frá Lækjabotnum.
Góð blanda
Bloggar | Föstudagur, 13. júlí 2007 (breytt kl. 10:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er alveg lost
Fallegu tómataplönturnar mínar, sem ég er búin að hugsa svo vel um, hafa orðið fyrir árás Ég er algerlega ráðalaus, enda rati í ræktun.
Þetta lýsir sér þannig að blöðin og tómatarnir veslast upp og á stofninum er svarbrúnir blettir.
HVAÐ GET ÉG GERT TIL AÐ BJARGA RÆKTUNINNI ? ? ?
Er ástæðuna kannski að finna í stjörnuspá minni?
Bloggar | Fimmtudagur, 12. júlí 2007 (breytt kl. 13:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Minningar mínar úr æsku skapa í dag tengsl við svo margt.
Mér hefur oft dottið í hug hve pabbi gaf okkur systrunum margar góðar minningar í farteskið.
Pabbi vann langan vinnudag þegar við vorum að alast upp og mamma var heimavinnandi þar til ég var 16 ára. Þetta þýddi að við sáum pabba stutt á kvöldin í miðri viku. Hann bætti okkur þetta upp um helgar. Flesta sunnudagsmorgna tók hann okkur systurnar með í bíltúr. Þannig áttum við góða stund saman og mamma fékk kærkomna pásu.
Pabbi fór víða um Reykjavík og nágreni með okkur. Kenndi okkur staðarheiti, örnefni. Við þekktum allir helstu byggingar borgarinnar. Við lærðum mikið á þessum ferðum og samveran var góð. Pabbi var líka fjölskyldurækin og oft fórum við með honum í heimsókn til ættingja hans. Kynntumst systkinum afa og ömmu á þennan hátt. Bundumst ættar- og fjölskylduböndum sem aldrei hafa rofnað. Systkini hans afa voru ólík systrum ömmu. Einn afabróðir minn átti stóran og magnaðan vörubíl, hann var flottur! Annar átti saltfiskverkun út við Gróttu. Þangað var gaman að koma. Ævintýri úti og inni og frændi skemmtilegur kall. Afasystur mínar voru voða fínar og flottar konur sem bjuggu svo fínt að maður hreyfði sig rólega og hélt sér stilltum á meðan heimsókn stóð. Alltaf spennandi. Ömmu systur mínar voru heldur mýkri týpur en reislulegar og fallegar konur. Góðar og þótti vænt um fólkið sitt. Ég kynntist best þremur systrum ömmu. Tvær bjuggu á Reykjavíkursvæðinu og ein í Hafnarfirði. Í kringum þær var ekki stór fjölskylda. Ein var ógift alla tíð, ein átti tvö börn og þessi í Hafnarfirði eitt barn. Þær systur, áttu fleiri systur en ég þekkti þær ekki. ég man eftir því að þessar fjölskylduræknu ömmusystur mínar töluðu um systurdóttur sem þær áttu í Hafnarfirði. Ég man að sem barn þá gerði ég mér grein fyrir að þær höfðu áhyggjur af frænku sinni og hennar fjölskyldu. Skynjaði að þær voru vanmáttugar. Vissu ekki hvað var að. Gátu ekkert gert. Ég sjálf skildi ekkert annað en að þær voru sorgmæddar er þetta bar á góma. Það getur ekki hafa verið oft því amma kom ekki oft til okkar í bæinn. En þetta greyptist í barnsminnið
Þetta er upprifjun á upplifunum og minningum sem ég á elskulegum pabba mínum að þakka
Þetta var fyrir þig frænka
Bloggar | Miðvikudagur, 11. júlí 2007 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Mánudagur, 9. júlí 2007 (breytt kl. 07:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lán = að láni
Lán = gæfa
Fór aðeins að velta því fyrir mér í dag hve mikið lán/gæfa það er að eiga góða foreldra. Orsök þess að ég fór út í þennan þankagang er bloggið hennar Ásdísar bloggvinkonu minnar
Það er með mig sem hana að báðar höfum við alist upp hjá foreldrum sem hafa elskað okkur, stutt okkur, verið til til staðar á sínum forsendum og okkar forsendum, þ.e. gagnkvæm virðing og væntumþykja. Nú er mamma hennar mikið veik, tímaglasið hefur sinn gang. Ásdís er döpur og það er þess vegna sem ég var að hugsa þetta. Ástæða dapurleikans er fólginn í þeirri væntumþykju sem hún ber til móður sinnar. Allt sem móðirin hefur verið í lífi hennar í meðbyr og mótbyr. Gleði og sorg. Gott að geta verið leiður, dapur, sorgmæddur vegna slíks láns, slíkrar gæfu.
Ég hitt um daginn 10 ára snót sem komið hafði verið fyrir á heimili fyrir börn sem ekki geta verið á heimili foreldra sinna. Þessi litla snót sagði við mig eftir þriggja vikna dvöl á ókunnum stað: Hér vil ég alltaf vera. Ég varð hissa og spurði hvers vegna? Sú stutta sagði: hún mamma mín kann EKKI að vera mamma! Þegar barn afneitar foreldri sínu með slíkum hætti, hefur mikið og margt slæmt gerst.
Mín kynni af börnum er sú, að það er með ólíkindum hvað þau finna sig í að hálfu foreldra sinna. . .
Þessi snót á sennilega ekki eftir að vera döpur og leið eins og hún bloggvinkona mín er núna.
Það er gæfa að eiga góða foreldra
Bloggar | Sunnudagur, 8. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Föstudagur, 6. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson