Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | Sunnudagur, 13. desember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu vikur og mánuðir hafa ekki kallað á neitt sérstaka þörf til að blogga. Ástandið á Íslandi setur sterkt mark sitt á mann þó maður búi ekki á landinu. Einstaka blogg hefur verið sett inn meira svona til að gera en Gera.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera óvenju mikið á Íslandi það sem af er þessu ári. Mér finnst það gott en það er líka gott að koma hingað heim í kreppuna, atvinnuleysið sem hér er. Gott því það er ekki eins slæmt og Heima. Sennilega svona Pollýönnubull. Mér finnst það nefnilega alveg "fokking" ómögulegt að vera hér í atvinnuleysi. Útlendingur, dýr starfskraftur í mínu fagi og sennilega frekar kresin á hvað mig langar að gera eða ekki gera En það reddast
Eitt af því sem ég hef verið að nota tíma minn í er íslenskt handverk. Ég prjóna smá sjálf en ég fylgist líka mikið með því sem er að gerast á Íslandi í þeim málum og hef gert lengi. Nú er það auðveldara með FB
Mér finnst stórkostlegt að fylgjast með þróun íslensks handverks. Það eru magnaðir hlutir að gerast í íslenskri hönnun!
Íslendingar eru að mínu mati alveg einstaklega sérstök þjóð. Fólkið í landinu okkar getur svo margt og hefur hvert og eitt svo stórt hlutverk í samfélagshjólinu. Ef að þjóðarsálin verður ekki kæfð með þessu ICE Save ógeði þá mun hún ná sér upp úr þeim öldudal sem nú ríkir með einstökum kröftum. Ef ICE Save reikningunum verður troðið upp í afturenda þjóðarinnar (afsakið orðbragðið) þá mun hún verða bugðuð til langrar framtíðar.
Nú er ég búin að tjá mig um þetta og komin að því sem ég ætlaði að blogga um.
Ég ætla nefnilega að segja ykkur frá og kynna fyrir ykkur uppáhaldslagið mitt.
Þannig er að um daginn fjárfesti ég í tveimur geisladiskum.Ég var í "kreppuferðalagi" með mínum ástkæra og eins og tæknin er, þá er auðvitað nettenging í bílnum og gildir þá einu hvort maður er í DK eða SE. Slíkar aðstæður nýtir kona sér þegar ekki er verið að þræða lykkjur á prjóna eða góna.
Ég nýtti mér möguleika netsins og pantaði eins og áður sagði tvo geisladiska Diskar þessir eru rammíslenskir og dæmi um frábært framtak. Þessir geisladiskar eru með hljómsveitinni Hjónabandið. Fyrri diskurinn kom út 2006 og sá seinni var gefin formlega út 2. júní sl. Hann heitir: Í minningu Jóns. Ég er yfir mig ánægð með þessa diska sérstaklega þann seinni. Hann nær mér inn að hjartarótum. Eitt lagið á honum er algerlega númer eitt hjá mér svo er annað sem er algerlega númer tvo hjá mér Ég syng hástöfum með þegar diskarnir eru spilaðir og einnig þegar minn spilar lög af þessum diskum á hljómborðinu sínu. Nú skulið þið ekki fá neinar grillur í hausinn og halda að við séum einhverjir rosa tónlistarmenn, því fer víðsfjarri.
Já og nú er ég endanlega komin að efninu og það er uppáhaldslagið mitt þessa dagana, Vorganga.
Dýrka lagið og textann og syng það í hljóði og með hljóði.
Mig langar að deila þessum texta með ykkur. Ástæðan er einföld, þetta er fallegt og einfalt, svo ljúft og einlægt.
Nú vil ég að þið sjáið þennan texta fyrir ykkar innra auga og njótið.
Vorganga.
Er á rölti, um mel og móa, mikið á ég gott,
söng í eyrum lætur lóa, lifnar gamalt glott.
Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifnar vor.
Þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor.
Andinn svífur, gáfur gefast,
ef ég geng um engi,
lengi, beðið eftir því,
beðið eftir þér.
Niður brekkur lækir líða, liðast eins og skott.
Lögmálinu ljúfir hlýða, líðst ei höfga dott.
Gutli vatn í gúmískónum gerir ekkert til.
Er í sokk af ömmuprjónum, ágætum með yl.
Nú er vorið, gengið inn í garðinn,
græni, blærinn
kominn allt í kringum mig,
kringum mig og þig.
Allt er nú í góðum gangi, gæfan mér við hlið.
Finnst mér eins og lækinn langi að leika fossanið.
Gott er þegar ganga vorsins gefur sálarfrið,
lifnar foldar frjó til lífsins, faðmar sólskynið.
Hæðir birtast, grundir gróa.
Þá er gaman úti að gleðjast
einn og leika sér,
leika sér með þér.
Texti; Jón Ólafsson
Lag; Jens Sigurðsson
Er nema von að maður elski þetta land?
Bloggar | Fimmtudagur, 9. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tjörnin ofan við Alsund hjá Sandberg Slot
Eitt af ráðstefnuhúsunum á Sandberg Slot
"Allir" vegir í DK eru brekkulausir.
Þess vegna hjóla ég
Ég dái fegurðina í gulu Rappsökrunum á vorin.
Í fjarska sér í segl á skútu sem siglir fyrir seglum á Alsundinu mínu.
Bráðum verð ég þar að sigla
Fegurð og friður.
Ég nýt þess að hjóla í danska vorinu og sjá og skynja lífið kvikna.
Finna lyktina af gróðrinum,
halda niður i sér andanum þegar hjólað er fram hjá svínabúi.
Þjóta eftir mjóum sveitavegum í þeirri von
að ekki komi hraðskreiður bíll og þvingi þig út í kannt.
Það eru nefnilega líka ökufantar hér, mitt í allri hjólasælunni minni.
Sé að ég þarf að fara með stóru vélina og taka mynd af blómstrandi trjám og runnum.
Njótið dagsins og þess sem hann hefur upp á að bjóða.
Bloggar | Þriðjudagur, 12. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Love it!!!
Í dag tók ég í mig kjark og fór á hjólaæfingu hjá Geysi. Það var tekið vel á móti mér. Áður en haldið var af stað var einn eldri borgari fangaður og settur í að mynda hópinn. Það var nokkuð skondið en við BT erum með á síðustu myndinni
Hjólahópurinn
Bloggar | Laugardagur, 9. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um daginn var ég að lesa blogg hjá einum bloggvini mínum. Viðkomandi skrifar um alvarleg mistök sem gerð voru í heilbrigðiskerfinu okkar. Hvert slíkt tilfelli er einu tilfelli of mikið. Þetta tilfelli snertir mig djúpt. Ég fylgdist með í gegnum bloggið þegar bloggarinn sagði frá því að hún hefði farið til Íslands og heimsótt þar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og Hjartavernd. Mér fannst þetta eitthvað svo öruggt. Ég var á þessum sama tíma í krabbameinsskoðun hjá heimilislækni. Einnig var í gangi hér í bæ eftirlit með öllum konum frá ákveðnum aldri og var hér staddur sérstakur tengivagn sem innréttaður hafði verið fyrir brjóstamyndatöku. Alger snilld og framtakið líka. Samt fannst mér eins og ég hefði verið öruggari á Íslandi. Nú efast ég stórlega. Í framhaldi af fyrri rannsókn var ákveðið að fjarlægja legið. Ekki var neinn grunur um meinsemd, önnur óþægindi í gangi. Ég fór næstum pollróleg í þessa aðgerð hér, sannfærð um ágæti spítalanns, eftir að hafa lesið fram og til baka upplýsingabækling frá þeim um allt ferlið. Þar stóð nákvæmlega hvað ég ætti að gera á degi 1 eftir aðgerð og 2 o.s.fr.Reyndin varð önnur, það stóð ekki steinn yfir steini af því sem lýst var í bæklingnum fína. Þarna ver engin setustofa til að borða matinn í, þarna var ekki boðið upp á próteindrykki, morgunnmatur, hádegismatur og kvöldverður var í ENGU samræmi við sjúkrahúsmatarstaðalinn sem hékk á fínu skilti upp á vegg. Fagleg umönnun var einnig í molum. Þessi deild sem ég lá á, var innst á gangi sem 2 aðrar deildir voru á. Fremst var fæðingadeild, svo var háls-, nef- og eyrnadeild og innst kvennsjúkdómadeildinn. Við erum að tala um spítala sem á að þjóna a.m.k. 100 þúsund manns! Að morgni annars dags var svo útskriftin mín. Hún fór þannig fram að ég rakst á hjúkrunarfræðing á göngu minni um ganginn og spurði hana hvort ég gæti ekki farið heim sem fyrst. Jú jú ,getur farið núna. Ok, sagði ég, þarf ég ekkert að hitta lækninn sem skar mig? Nei nei, sagði hún. Humm... en fæ ég ekki lyfseðil á verkjalyf. Nei, nei, sagði hún og var en brosandi. Þú tekur bara 2x500mg Panódíl. Ég ákvað að kyngja þessu, fæ nefnilega stundum smá skammir fyrir að kyngja ekki öllu sem læknalið segir við mig. Fannst samt smá munur á þessum lyfjaskammti og morfínblandinu sem ég var á hjá þeim. En hvað veit ég? Rúm 20 ár síðan ég var rist á kvið síðast og þá nær dauða en lífi og man lítið eftir verkjum. Skemmst er frá því að segja að heim komst ég og var alsæl með vistaskiptin, lyfjaskammturinn var bull og því datt verkjameðferðin niður með tilheyrandi sársauka og vanlíðan þangað til tókst að fá viðeigandi lyf. Engin eftirskoðun er eftir svona ingrip. Ég hef farið vel með mig. Hlustað á ráleggingar reynslubolta. Látið heimilstörf vera sem ekki henta fyrst eftir svona aðgerð. Verið dugleg að hvíla mig og dugleg að ganga. Samt er ég oft geggjað þreytt. Líklega vegna þess að fyrir aðgerðina var ég orðin of lág í blóði. Ekkert fylgst með því. En eins gott og það nú er, að fá tíma á heilsugæslunni þá á ég þann 15 n.k. tíma hjá hjúkku í blóðprufutöku.
Já, þessi heilbrigðiskerfi eru æði. Allavega er ég enn sannfærðari en áður um, að það er ég sem ber ábyrgð á minni heilsu númer 1, 2, og 3. Ég þarf ekki að kyngja því sem fólkið í þessu kerfi segir við mig ef ég efast. Ég hvet ykkur/þig sem þetta lesið/lest að hlusta á ykkar sannfæringu og láta ekki segja ykkur hvað sem er.
Bloggar | Fimmtudagur, 7. maí 2009 (breytt kl. 09:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hér á bæ er mikil stemming. Ég vænti mikils af þessum degi. Hvernig á það annað en geta ræst, þegar kona hefur dag sinn með því að vakna klukkan 2 að morgni þessa dags, liggja eins og dauð (með smá dauðateygjum og spörkum/kippum) til klukkan tíu í fjögur (enn á sama degi)? Þá hoppaði ég af minni tæru snilld fram úr rúminu og út á gólf. Minn elskulegur var nefnilega að fara á fætur líka og búa sig undir að fara (með vini sínum. Já, aftur. Miklar vinaferðir). Ég sveif fram eins og álfkona og inn á skrifstofu, kveikti á lífæðinni minni og beið meðan hún vaknaði líka. Loggaði mig inn á msn og SJÁ: prinsessan í Ammríkuhreppi var auðvitað vakandi og í tölvunni (enda klukkan ekki orðin 21 hjá henni) Svo ég skrifaðist á við hana og las á alheimsvefnum, kvaddi minn með kossi og góðum óskum þegar ferlíkið kom og sótti hann. Þökk sé tækninni gat ég svifið um heiminn og sankað að mér mis mikilvægum upplýsingum og bulli, skrifast á við dóttluna og látið tímann líða þar til heimurinn minn vaknaði. Þar sem ég er hraðlæs (hraðtalandi og hraðhugsandi) var ég brátt búin að lesa og kvitta hér og þar sem ég þorði. Lítur ekki vel út: Guðrún Þorleifs, 12.1.2009 kl. 03:02 svo maður kvittar bara hjá þeim sem ekki fá ranghugmyndir. (Held ég ) Þegar mér var orðið kalt skreið ég upp í rúm aftur til að fá hita í kroppinn, Ekki nennti ég að kveikja upp í rómantískum ofninum klukkan 6 að morgni, svo ég las, því ég var ekki syfjuð. Óli Lokbrá hefur líklega átt leið um og stráð einhverju í augu mér, því það næsta sem ég veit er að Rasistasímafélagslánssíminn minn hringir einhver staðar í húsinu. Eftir mikið bras, þá náði ég sambandi við hringjandann sem var nýfundna "horfna konan". Margt að gerast þar.
Nú er ég búin að Skypast við soninn, drekka með honum morgunte/kaffið. Bara kósý. Svona er tæknin. Börnin mín hér og þar í þremur heimsálfum en mútta í sambandi við sína unga Vantar bara að tala við ferðalanginn í Suður/mið Ameríku, það kemur líka
Já, þetta var tæknistemming morgunsins.
Nú fer ég í ræktina, ætlaði að vera löööööööööngu farin
Bloggar | Mánudagur, 12. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hálfbróðir hennar fjögurra ára, var í dag tekin af heimilinu með valdi. Ekki er talið að foreldarnir hafi beitt hann ofbeldi.
Foreldrarnir eru ekki taldir misnota áfengi né neyta eiturlyfja. Þau eru bæði menntuð, hún hjúkrunarfræðingur og hann pædagog. Það er með hrylling sem maður les blöðin hér sem fjalla um þetta mál. Málið hefur verið lengi í gegnum kerfið. Nágrannar ásaka sig fyrir að hafa ekki brugðist betur við.
Því miður er þetta ekki ekki eina málið sem er seint í gegnum kerfið hér. við sameiningu Kommúna árið 2007 var tekið upp nýtt kerfi hér hjá okkur (þekki ekki til annar staðar) Það hefur sýnt sig að þetta kerfi sem átti að vera skilvirkt og tengja saman faggrúppur hefur aldrei náð að virka sem skildi þessi tvö ár. Bið eftir meðferð mála lengist stöðugt. Langtíma veikindameldingar starfsfólks í félagslega geiranum hafa aukist hrikalega. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að leysa mál en kerfið er svo þungt að ekkert virkar.
Ég hef smá innsýn inn í þetta eftir að hafa unnið í samvinnu við félagskerfið í rúm níu ár. Á síðustu 2 árum er fósturbarnið okkar búin að hafa 6 félagsráðgjafa hvar af ein var lengi veikindamelduð og engin til að taka hennar mál, Þegar hún kom til baka treysti hún sér ekki að hafa barnið (mamman erfið) og þá kom sú sem er núna. Hún er nýkomin úr veikindaleyfi og eitt hennar fyrsta verkefni var að hringja í mig til að leita að barninu sem enn einu sinni er tínt. En ég finn hana ekki og ég veit að þau hafa ekki möguleika á því. Ég er ekki á launum á meðan ég leita en það eru þau. Svakalega sniðugt að gera svona nýja vinnu- og sparnaðarhagræðingu.
Bloggar | Föstudagur, 9. janúar 2009 (breytt kl. 16:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hér í helli mínum er margt að gerast. Ekki munu þessir viðburðir setja mark sitt á heildarframganginn í hruni efnahagskerfa heimsins. Atburðir eru þetta þó.
Hér eru teknar ákvarðanir hægri og smá vinstri. Alltaf minna um vinstri aðgerðir og ákvarðanir hér. Tökum frekar á okkur hægri krók og ræður hægri reglan svona almennt.
Atvinnumál okkar hjónagrjóna eru í brennidepli. Rétt er að ítreka það, að þó svo við búum erlendis og grasið sé hér grænt allt árið, þá eru atvinnumálin það ekki og hafa ekki verið, þessi tæpu tíu ár sem við höfum búið hér. (þetta getur nú ekki fallið undir fánýtisfrétt, en látum hana samt fljóta með) Það er hér, sem svo víða annar staðar, að betra er að hafa innkomu til að komast af. Eiginlega nauðsynlegt. Ekki föllum við nú undir atvinnuleysisbótarétt hér því við erum alltaf farin að brölta eitthvað sjálf til að auka líkur á vinnu og er ekki unað við slíkt af hálfu verkalýðsfélaga. Mátt til dæmis ekki ákveða að fara á námskeið og kosta það sjálfur ef þú ert atvinnulaus. Já, kallinn minn og kerlan mín, þá þarft þú bara ekkert. Ég var að ljúka námi og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en eftir 4 virkar vinnuvikur frá lokum námsins. Get sagt ykkur, að ef ég verð ekki komin með vinnu fyrir þann tíma þá verð ég komin á námskeið sem ég greiði sjálf. Þoli ekki svona kerfi sem treður þig í kaf ef þú sýnir frumkvæði og vilja Skil nú reyndar oft ekki hvernig stóð á því að ég fór til DK en kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun var ekki byggð á pólitískri lífssýn okkar. Fattaði bara eftir að ég kom hingað hvað þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið. Ég hefði dáið í gömlu kommúnistaríkjunum eins og þau voru. Heppin er ég að vera þó hér
Fyrir jól sagði ég ykkur frá viðskiptum mínum við 3.dk Rasistasímafyrirtækið. Finnst rétt að uppfæra þær fréttir, hvort sem þið viljið eða ekki (þetta er fánýtisfréttapistill). Man ekki hvort ég sagði ykkur, að auðvitað fékk ég nettenginguna þrátt fyrir NEI frá fyrirtækinu. Maður sýnir bara kurteisi og beitir þeirra eigin rökum og þá smellur þetta saman. Reyndar get ég alveg undrast það að ég skuli hafa haldið fast í að fá þetta net. Kemst alltaf að þeirri niðurstöðu (sem er þá rétt) að þetta er tækni sem ég vil og þessi rasismi í fyrirtækinu beinist ekki eingöngu gegn Íslendingum, heldur einnig Norðmönnum, Svíum, Finnum og Þjóðverjum sem hér búa. Mér er einnig tjáð að það sé í gangi dómsmál vegna þessa kvaða þeirra og það er nóg fyrir mig. (enda ég búin að fá það sem ég vildi)
Í fyrra hóf ég árið á að fara yfir planlagðar ferðir fjölskyldunnar fyrir árið 2008. Það var strax ljóst að þetta yrði mesta ferðaár fjölskyldunnar. Reyndist það rétt. Sonurinn og kærastan hans fóru í 18 vikna ferð um Asíu. Ferð sem þau búa ætíð af. Nú eru þau, okkur til gleði búsett í Köben, svo ferðum þangað hefur fjölgað frá því sem var. Eldri dóttirin fór í 6 vikna ferð um Suður Ameríku ásamt vinkonu sinni. Þegar ég sótti hana á flugvöllinn, fékk ég risaknús og svo sagði hún mér að hún ætlaði fljótt aftur. Já, á morgunn fer hún í 14 vikna ferð með kærastanum og nú á að fara á aðeins aðrar slóðir í Suður Ameríku. Ég er enn ekki komin með ferðadrögin. Örverpið fór svo í skóla í Ammríkuhreppi og lenti hjá yndislegri fjölskyldu og er hún alsæl þar. Um jólin fékk hún að fara til LA og heimsækja danska vinkonu þar. Hún er 17 ára, yngsta barnið okkar, en var fyrst til að vera ekki með okkur um jól. Við hjónagrjónin fórum líka í nokkrar ferðir en voru þær styttri og fleiri. Við komum til Póllands, London, Þýskalands þvers og krus og Marakkó. Þangað eigum við eftir að ferðast oftar. Ísland heimsótti ég x3 og stoppaði x2 í 3 vikur. Nú er ég að skreppa aftur og ætla að stoppa svona "smá". Verður gaman. Við stefnum á ferð í Ammríkuhrepp til að heimsækja prinsessuna okkar og fólkið sem hún er hjá. Vonandi verður af því.
Hafir þú lesið þetta allt í gegn, áttu hrós skilið. Þetta eru eins og í fyrirsögninni stendur fánýtisfréttir frá fáklæddri konu, sem nú ætlar að demba sér áfram með verkefni dagsins.
Bloggar | Fimmtudagur, 8. janúar 2009 (breytt kl. 11:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
...
Hef stundum velt þessu fyrir mér með fyrirsagnir og komið smá inn á það áður. Á í basli með þær á köflum. Fyrirsögn þarf að gefa til kynna hvað í textanum kemur en stundum er samt eins og þetta fari ekki saman, hvorki hjá mér né öðrum. Ég er nú ekki svona "hengi við fréttir" bloggari heldur meira "sést ekki" bloggari. Finnst það fínt en vil samt að einhverjir lesi það sem ég set hér inn og best er að fá kvitt.
Nú er ég komin langt frá fyrirsögninni.
Í gærkvöldi fór ég rosalega snemma í bólið. Búin að slökkva ljós kl. 22. Á leið inn í draumalandið þegar síminn hringdi. Útlendingaherdeildin að hringja segjum við, þegar Smart síminn hringir. Þetta var bara múttu krúttið mitt að athuga hvernig ég hefði það. Mamma, ég hafði það fínt þar til þú vaktir mig. Að venju fannst henni ég skemmtileg og spjallaði líflega við mig. Þarf að hringja í hana á eftir og ath. hvað hún sagði (og ég).
Nú er ég aftur komin langt frá fyrirsögninni.
Þegar ég var þarna í svefnrofunum að sofna, þá dreymdi mig. Nei, eiginlega hef ég bara verið að hugsa. Veit, gerist ekki oft og því erfitt að þekkja muninn. Ja, allavega þá hugsaði ég, að ef ég setti inn fyrirsögn á bloggið eins og þessi hér fyrir ofan og bloggaði svo um eitthvað, sem ég man bara alls ekki hvað var, þá fengi ég kannski heimsóknir á þetta blogg. Sko, til að útskýra þetta þá er ég með annað blogg, annar staðar. Á stað þar sem maður sést alls ekki, er bara alveg tíndur. En öfug eins og ég er, þá eru miklu fleiri heimsóknir þar en hér. Maðurinn minn segir að teljarinn þar sé bilaður (það er ekki þess vegna sem hann er farinn) Ég neita að trúa því, enda má ég velja hverju ég trúi og hvað mér finnst. I´kk?
Nú þar sem ég man ekkert hvað á að koma á eftir fyrirsögninni þá nær það ekki lengra.
Eða jú...
Sko maðurinn minn er farinn...
Já, einmitt.
Hélstu að nú hefði hann seint og um síðir, komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi í raun ætlað að ganga frá honum með björgunarafrekssögunni?
Get sagt þér að það er rangur misskilningur hjá þér!
Hann er bara farin að hjálpa vini sínum
Bloggar | Þriðjudagur, 6. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eins og ég kom inn á síðasta bloggi, þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja ykkur frá því þegar maður búsettur á Hvolsvelli var næstum búin að drepa manninn minn án þess að vera til staðar á gjörgæsludeildinni sem minn eini sanni lá á.
Eftir að hafa haft hér góða bloggvinkonu í kvöldmat (át hana ekki) þá sé ég þið eruð fullar áhuga, enda "hryllingssögur" oft meira krassandi en kirkjuferðir.
Þannig var að í mars 2004 lenti hann Billi minn í svona líka ægilegu slysi. Ætla ekki að hrella ykkur á smáatriðum um það en get sagt ykkur að hann var mölbrotinn eins og síbrotamaður eða óbrjótanlegt glas.
Af þessum sökum var honum skutlað á gjörgæsluna hér í SDB. Þar lá hann í herbergi við vaktina hjá hjúkkunum. Eftir á að hyggja þá held ég að það hafi kannski átt sínar ástæður. Ég er samt stundum sein að fatta og er bara nýbúin að átta mig á alvarleika staðsetningarinnar. Tók samt styttri tíma en annað sem ég gæti sagt ykkur frá, en það verður þá seinna.
Nú þegar minn lenti í þessu hroðalega slysi á föstudegi rétt fyrir morgunnkaffi, kom baklandið frá Íslandi á svæðið strax næsta dag. Ekki hægt að hafa mig og stelpurnar einar í þessum hörmungum. Baklandið var sonur okkar og múttan mín.
Við heimsóttum hann á laugardeginum, ég og einkasonurinn. Maðurinn var þá þokkalega málhress enda gúffað í hann morfíni og álíka sulli. Þessi elska hefur alltaf haft létta lund og sennilega hefur honum fundist við mæðginin eitthvað niðurdreginn, því hann fór að segja okkur sögur af hinu og þessu sem var frekar spaugilegt og magnaðist brandara straumurinn eftir því sem við mæðginin hlógum meira. Já, það var bara alveg ferlega skemmtilegt að heimsækja þessa elsku á gjörgæsluna. Hjúkkurnar ráku inn nefið nokkrum sinnum og tékkuðu á ýmsum rörum sem úr honum stóðu inn og út , litu undarlega á okkur en sögðu ekkert.
Þegar ég kom heim úr þessari heimsókn var ég svo glöð og full af þakklæti. Maðurinn minn lifandi og húmorinn á sínum stað. Þetta mundum við komast í gegnum, engin spurning. Svo fór ég á netið. Þið vitið að lesa fréttir og þess háttar. Hvað sem á bjátar má maður ekki missa af því sem er að gerast í kringum mann. Í þessari frétta- og "að fylgjast með" gjörð minni rakst ég á pistil. Ég las pistilinn frá upphafi til enda, algerlega heilluð. Þarna sagði frá manni sem giftur er frábærri frænku minni og hetjulegri dáð hans við að bjarga ketti, sem lenti í klandri í þvottahúsinu hans, þegar hann var "einn" heima í húsinu þeirra á Hvolsvelli.(okkar gamla heimabæ)
Hér getið þið lesið um hetjudáðina, áður en þið lesið lengra.
Ég verð að segja eins og var að mér fannst pistillinn alveg frábær, sá þetta ljóslifandi fyrir mér. (Enda ímyndunaraflið alveg í lagi) Þetta var líka svo hrikalega fyndið! Eftir smá stund rann svo upp fyrir mér ljós!!! Þennan pistil skyldi prenta út!
Næsta dag drifum við mæðginin okkur upp á gjörgæslu og enn var minn á gjörgæslustofu næst hjúkkunum. Pistillinn góði lá í vasa mínum. Ó, já nú ætlaði ég að þakka fyrir mig og soninn frá því daginn áður.
Minn elskulegi var brosmildur að vanda og lét vel af sér. Sárt og erfitt að hósta, því rifbeinin voru brotin á 8 stöðum og annað lungað samfallið. Annars góður þrátt fyrir sár eymsli í þumalfingri. Hjúkkurnar höfðu útskýrt fyrir honum að sum rifbeinin væru margbrotin og tætt og því oddhvöss. Þegar þau hreyfðust til, þá ylli það honum sársauka og brotin slípuðust til við núninginn sem hósti og aðrar slíkar hreyfingar yllu. Æ, já, ægilega sárt!
Váááá... hvað ég fann til með honum, en það var lítið sem ég gat gert, nema þá helst að gleðja hann, létta lund hans (sem var þokkalega létt) því dró ég upp úr veski mínu (eða vasa) pistilinn góða um köttinn og Jens og hóf lestur.
Það er skemmst frá því að segja að þetta virkaði eins og ég ætlaði. Elsku manninum mínum fannst þetta líka alveg hrikalega fyndið!
Ég hafði bara ekki gert ráð fyrir einu í þessu gleðiplani mínu. Maðurinn minn hló og hló en emjaði um leið af sársauka!!!
Dem... ég hafði ekkert pælt í að hann var margbrotinn maður. Ég bauðst strax til að hætta lestrinum þegar ég áttaði mig á alvarleikanum, en nei! Hann vildi söguna alla og það endaði með því að hann fékk allan pistilinn, allan hláturinn, allan sársaukann og undarlegt augnaráð frá vakthafandi hjúkku sem rauk inn í einni hláturs- sársaukadívunni og bætti á hann morfíni svo hann kæmist i gegnum þessa heimsókn.
OMG
Hvernig datt mér í hug að taka þennan pistil með?
Ef hann hefði nú dáið úr sársauka þarna, hefði það verið mér að kenna eða Jens?
Bloggar | Laugardagur, 3. janúar 2009 (breytt kl. 22:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson