Fánýtisfréttir frá fáklæddri konu

Hér í helli mínum er margt að gerast. Ekki munu þessir viðburðir setja mark sitt á heildarframganginn í hruni efnahagskerfa heimsins. Atburðir eru þetta þó.

Hér eru teknar ákvarðanir hægri og smá vinstri. Alltaf minna um vinstri aðgerðir og ákvarðanir hér. Tökum frekar á okkur hægri krók og ræður hægri reglan svona almennt. Police

Atvinnumál okkar hjónagrjóna eru í brennidepli. Rétt er að ítreka það, að þó svo við búum erlendis og grasið sé hér grænt allt árið, þá eru atvinnumálin það ekki og hafa ekki verið, þessi tæpu tíu ár sem við höfum búið hér. (þetta getur nú ekki fallið undir fánýtisfrétt, en látum hana samt fljóta með) Það er hér, sem svo víða annar staðar, að betra er að hafa innkomu til að komast af. Eiginlega nauðsynlegt. Ekki föllum við nú undir atvinnuleysisbótarétt hér því við erum alltaf farin að brölta eitthvað sjálf til að auka líkur á vinnu og er ekki unað við slíkt af hálfu verkalýðsfélaga. Mátt til dæmis ekki ákveða að fara á námskeið og kosta það sjálfur ef þú ert atvinnulaus. Já, kallinn minn og kerlan mín, þá þarft þú bara ekkert. Ég var að ljúka námi og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en eftir 4 virkar vinnuvikur frá lokum námsins. Get sagt ykkur, að ef ég verð ekki komin með vinnu fyrir þann tíma þá verð ég komin á námskeið sem ég greiði sjálf. Þoli ekki svona kerfi sem treður þig í kaf ef þú sýnir frumkvæði og vilja Angry Skil nú reyndar oft ekki hvernig stóð á því að ég fór til DK en kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun var ekki byggð á pólitískri lífssýn okkar. Fattaði bara eftir að ég kom hingað hvað þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið. Ég hefði dáið í gömlu kommúnistaríkjunum eins og þau voru. Heppin er ég að vera þó hér  Halo

Fyrir jól sagði ég ykkur frá viðskiptum mínum við 3.dk Rasistasímafyrirtækið. Finnst rétt að uppfæra þær fréttir, hvort sem þið viljið eða ekki (þetta er fánýtisfréttapistill). Man ekki hvort ég sagði ykkur, að auðvitað fékk ég nettenginguna þrátt fyrir NEI frá fyrirtækinu. Maður sýnir bara kurteisi og beitir þeirra eigin rökum og þá smellur þetta saman. Reyndar get ég alveg undrast það að ég skuli hafa haldið fast í að fá þetta net. Kemst alltaf að þeirri niðurstöðu (sem er þá rétt) að þetta er tækni sem ég vil og þessi rasismi í fyrirtækinu beinist ekki eingöngu gegn Íslendingum, heldur einnig Norðmönnum, Svíum, Finnum og Þjóðverjum sem hér búa. Mér er einnig tjáð að það sé í gangi dómsmál vegna þessa kvaða þeirra og það er nóg fyrir mig. (enda ég búin að fá það sem ég vildi) Whistling

Í fyrra hóf ég árið á að fara yfir planlagðar ferðir fjölskyldunnar fyrir árið 2008. Það var strax ljóst að þetta yrði mesta ferðaár fjölskyldunnar. Reyndist það rétt. Sonurinn og kærastan hans fóru í 18 vikna ferð um Asíu. Ferð sem þau búa ætíð af. Nú eru þau, okkur til gleði búsett í Köben, svo ferðum þangað hefur fjölgað frá því sem var. Eldri dóttirin fór í 6 vikna ferð um Suður Ameríku ásamt vinkonu sinni. Þegar ég sótti hana á flugvöllinn, fékk ég risaknús og svo sagði hún mér að hún ætlaði fljótt aftur. Já, á morgunn fer hún í 14 vikna ferð með kærastanum og nú á að fara á aðeins aðrar slóðir í Suður Ameríku. Ég er enn ekki komin með ferðadrögin. Örverpið fór svo í skóla í Ammríkuhreppi og lenti hjá yndislegri fjölskyldu og er hún alsæl þar. Um jólin fékk hún að fara til LA og heimsækja danska vinkonu þar. Hún er 17 ára, yngsta barnið okkar, en var fyrst til að vera ekki með okkur um jól. Við hjónagrjónin fórum líka í nokkrar ferðir en voru þær styttri og fleiri. Við komum til Póllands, London, Þýskalands þvers og krus og Marakkó. Þangað eigum við eftir að ferðast oftar. Ísland heimsótti ég x3 og stoppaði x2 í 3 vikur. Nú er ég að skreppa aftur og ætla að stoppa svona "smá". Verður gaman. Við stefnum á ferð í Ammríkuhrepp til að heimsækja prinsessuna okkar og fólkið sem hún er hjá. Vonandi verður af því.

Hafir þú lesið þetta allt í gegn, áttu hrós skilið. Þetta eru eins og í fyrirsögninni stendur fánýtisfréttir frá fáklæddri konu, sem nú ætlar að demba sér áfram með verkefni dagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Umm er ekki alveg komin í ferðagírinn en  kemur örugglega að því fljótlega.

Ía Jóhannsdóttir, 8.1.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ía, ég er komin í feykna ferðahug. Stefni á Pólland í lok febrúar, Prag í vor eða haust. Þarf bara að fá vinnumálin á smá hreint til að geta farið að negla niður ferðina til USA. Út frá henni verða önnur plön svo gerð. Ísland dettur svo alltaf inn planað og óplanað Já Svíþjóð kemur líka sterkt inn enda nálægt og maður nánast ekkert farið þangað.

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er varla hægt að planleggja neitt eins og ástandið er orðið. Við erum vön að fara út svona 2-3 á ári en viljum ekkert ákveða núna, finnst það ekki þorandi því maður yrði svo svekktur ef ekki yrði neitt  úr neinu.

Helga Magnúsdóttir, 8.1.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já það er málið Helga, erfitt að plana eitthvað fast eins og staðan er. Kosturinn hjá okkur er að við búum rétt við Þýsku landamærin, erum á bíl sem hentar til langferða og getum því nú orðið skotist landleiðina, en ég nenni ekki mjög löngum akstri.

Annað sem mér finnst líka örðruvisi en í fyrra þegar krakkarnir voru að fara þessar ferðir, er að mér finnst meiri óvissa um svo margt í heiminum. Því er ég verulega áhyggjufull en það verður að vera mitt mál ekki þeirra

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að lesa þetta kæra vinkona. Þið eruð sko megahress. Hér kallast afrek að fara milli stóla, með mínar fánýtu lappir.  Kær kveðja til ykkar frá okkur og knús í blíðuna eða frostið :):) 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 13:40

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Elsku Ásdís mín, þetta er bara ekki nógu gott með þig! alveg gæti ég hugsað mér að skakklappast til ykkar Bjarna meðan á klakadvölinni stendur. Verð bundin öll kvöld frá mánudegi til föstudags en frí um helgar. Það ætti að gefa góða möguleika en ég plan ekkert enn þar sem ég er vitabíllaus eins og staðan er núna   . . . en miði er möguleiki

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 14:06

7 Smámynd:

Þið eruð svei mér ferðaglöð fjölskylda. En kannski betra að hafa eitthvað milli handanna áður en lagt er upp. Nema maður bara þvoi upp á veitingahúsunum fyrir matinn

, 8.1.2009 kl. 21:10

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Dagný, mér finnst snilldin hjá krökkunum mínum sú, að þau setja sér þarna langtímamarkmið og vinna að þessu. Eiga fyrir ferðinni og afgang til að lifa af þegar heim er komið. Það eru engar skuldir sem plaga þau eftir svona ferðir. Þetta er þeirra plan og maður horfir á, hristir höfuðið og er feikna sáttur við að eiga svona krakka   Það er mikill lærdómur fólgin í svona ferð og öllum undirbúningnum við hana. Þessir krakkar í dag eru svo fær á enskt mál, nýta sér internetið og þann hafsjó af fróðleik sem er þar og svo allan þann fróðleik sem er að finna í ferðabókum. Sjálf hef ég ekki ferðast um Asíu og Suður og Mið Ameríku. Hef haldið mig við "þægilegri" svæði í Evrópu og Ameríku Færi ekki á þessar slóðir nema með reynsluboltum

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 21:29

9 Smámynd:

Já það er gott fyrir krakkana (og alla) að víkka sjóndeildarhringinn og greinilega duglegir krakkar sem þú átt. Um að gera að nota tímann áður en barneignastúss og húsnæðislán setja manni stólinn fyrir dyrnar

, 8.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband