Maðurinn farinn

...

Hef stundum velt þessu fyrir mér með fyrirsagnir og komið smá inn á það áður. Á í basli með þær á köflum. Fyrirsögn þarf að gefa til kynna hvað í textanum kemur en stundum er samt eins og þetta fari ekki saman, hvorki hjá mér né öðrum. Ég er nú ekki svona "hengi við fréttir" bloggari heldur meira "sést ekki" bloggari. Finnst það fínt en vil samt að einhverjir lesi það sem ég set hér inn og best er að fá kvitt.

Nú er ég komin langt frá fyrirsögninni.

Í gærkvöldi fór ég rosalega snemma í  bólið. Búin að slökkva ljós kl. 22. Á leið inn í draumalandið þegar síminn hringdi. Útlendingaherdeildin að hringja segjum við, þegar Smart síminn hringir. Þetta var bara múttu krúttið mitt að athuga hvernig ég hefði það. Mamma, ég hafði það fínt þar til þú vaktir mig. Að venju fannst henni ég skemmtileg og spjallaði líflega við mig. Þarf að hringja í hana á eftir og ath. hvað hún sagði (og ég).Whistling

Nú er ég aftur komin langt frá fyrirsögninni.

Þegar ég var þarna í svefnrofunum að sofna, þá dreymdi mig. Nei, eiginlega hef ég bara verið að hugsa. Veit, gerist ekki oft og því erfitt að þekkja muninn.  Ja, allavega þá hugsaði ég, að ef ég setti inn fyrirsögn á bloggið eins og þessi hér fyrir ofan og bloggaði svo um eitthvað, sem ég man bara alls ekki hvað var, þá fengi ég kannski heimsóknir á þetta blogg. Sko, til að útskýra þetta þá er ég með annað blogg, annar staðar. Á stað þar sem maður sést alls ekki, er bara alveg tíndur. En öfug eins og ég er, þá eru miklu fleiri heimsóknir þar en hér. Maðurinn minn segir að teljarinn þar sé bilaður (það er ekki þess vegna sem hann er farinn) Ég neita að trúa því, enda má ég velja hverju ég trúi og hvað mér finnst. I´kk? 

Nú þar sem ég man ekkert hvað á að koma á eftir fyrirsögninni þá nær það ekki lengra.

Eða jú...

Sko maðurinn minn er farinn...

 

Já, einmitt.

Hélstu að nú hefði hann seint og um síðir, komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi í raun ætlað að ganga frá honum með björgunarafrekssögunni?

Get sagt þér að það er rangur misskilningur hjá þér!

Hann er bara farin að hjálpa vini sínum Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

 Ja hérna - ég var alveg komin í kross  Og talandi um fyrirsagnir - mínar eru yfirleitt ekki í nokkru samræmi við innihaldi heldur bara byrjun á setningu. Eigðu góðan dag í baunalandinu

, 6.1.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Dóra

Dóra, 6.1.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta eru vangaveltur í lagi.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:07

5 Smámynd: Anna Guðný

Þú þurfti nú að lesa sumt tvisvar

Anna Guðný , 7.1.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir kvittin og það verður að hafa gaman að þessu öllu

Anna, þurftir þú eða ég að lesa þetta x2? Ef þú, þá er þetta auðvitað bara góð lestraræfing, ef ég, þá er það að segja að ég las þetta oftar en x2 enda er þetta hugarflug 

Guðrún Þorleifs, 7.1.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: Hulla Dan

Já fyrirsagnir eru pínu villandi stundum.
Ég viðurkenni alveg að ég varð svaka forvitin

Hringdu í mömmu þína og skilað kveðju frá mér

Hulla Dan, 8.1.2009 kl. 08:26

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hulla mín. Tölum bara saman á netinu ;) Ég reyndi að hringja í gær en . . .

Hér er allt á fullu :)

Á ég að hringja í mömmu fyrir þig?

Fer bar til hennar og skila þessu getur bara ekki verið minna 

Guðrún Þorleifs, 8.1.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband