5 mánaða fangelsi

Móðir og stjúpi 13 ára stúlku sem búsett er á Norður Jótlandi voru í gær dæmd í 5 mánaða fangelsi fyrir að hafa beitt hana ofbeldi í 4 ár.

Hálfbróðir hennar fjögurra ára, var í dag tekin af heimilinu með valdi. Ekki er talið að foreldarnir hafi beitt hann ofbeldi.   

Foreldrarnir eru ekki taldir misnota áfengi né neyta eiturlyfja. Þau eru bæði menntuð, hún hjúkrunarfræðingur og hann pædagog. Það er með hrylling sem maður les blöðin hér sem fjalla um þetta mál. Málið hefur verið lengi í gegnum kerfið. Nágrannar ásaka sig fyrir að hafa ekki brugðist betur við.

Því miður er þetta ekki ekki eina málið sem er seint í gegnum kerfið hér. við sameiningu Kommúna árið 2007 var tekið upp nýtt kerfi hér hjá okkur (þekki ekki til annar staðar) Það hefur sýnt sig að þetta kerfi sem átti að vera skilvirkt og tengja saman faggrúppur hefur aldrei náð að virka sem skildi þessi tvö ár. Bið eftir meðferð mála lengist stöðugt. Langtíma veikindameldingar starfsfólks í félagslega geiranum hafa aukist hrikalega. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að leysa mál en kerfið er svo þungt að ekkert virkar.

Ég hef smá innsýn inn í þetta eftir að hafa unnið í samvinnu við félagskerfið í rúm níu ár. Á síðustu 2 árum er fósturbarnið okkar búin að hafa 6 félagsráðgjafa hvar af ein var lengi veikindamelduð og engin til að taka hennar mál, Þegar hún kom til baka treysti hún sér ekki að hafa barnið (mamman erfið) og þá kom sú sem er núna. Hún er nýkomin úr veikindaleyfi og eitt hennar fyrsta verkefni var að hringja í mig til að leita að barninu sem enn einu sinni er tínt. En ég finn hana ekki og ég veit að þau hafa ekki möguleika á því. Ég er ekki á launum á meðan ég leita en það eru þau. Svakalega sniðugt að gera svona nýja vinnu- og sparnaðarhagræðingu.  Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Hélt að svona klúður væru bara á Íslandi.

, 9.1.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leitt að heyra með stelpuna, vonandi er allt í lagi, en við hverju er að búast í því landi sem hún er. Ef einhver nennir og getur fundið hana þá ert það þú svo mikið er ég viss um.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 17:39

3 Smámynd: Vilma Kristín

Því miður er félagslega kerfið á Íslandi hálf heft, það að þurfa að sækja þanngað þjónustu t.d. fyrir fatlað barn eins og ég þarf að gera getur reynst þrautin þyngri og oft gefst fólk bara upp.

Vilma Kristín , 9.1.2009 kl. 19:25

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Dagný, við getum lært af mistökum Dana. Spurning hvort við tefjum okkar flotta kerfi á því

Já Ásdís mín. Nú nagar maður sig yfir að hafa ekki komist niður eftir í sumar. En mamman er eins og litla lambið, segir eitt og gerir annað. Skildi ég þá vera eins og úlfurinn? Auðtrúa og smá kikk? Er meira segja búin að fá kommúnuna til að samþykkja að hún komi með mér til Íslands ef hún dúkkar upp hér áður en ég fer og jafnvel að hún verði send til mín. Já og þeir borga  Þarf samþykki mömmunar ef af verður en ég veit alveg hvernig ég fæ það. Þarf bara að finna þær fyrst.

Vilma, man eftir baráttu þinni um plássið á skóladagheimilinu eða hvað þetta heitir á Íslandi Þess vegna er svo mikilvægt að þeir sem þurfa þessa þjónustu fyrir börnin sín hafi stuðning.

Guðrún Þorleifs, 9.1.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sæl aftur, elsku Guðrún mín. Ég þekki nokkuð til þessa máls um stúlkuna sem þú ert að tala um, bara í gegnum bloggfærslurnar þínar.....er hún virkilega týnd eða er ég að misskilja eitthvað???

Ég veit að DK telur sig vera með perfekt social kerfi, en sem er svo lamað þegar til kastanna kemur, það styður endalaust við aumingja af öllu tagi, iðjuleysingjar geta mergsogið danska kerfið að vild og alltaf notað sömu afsökunina að þeir séu svo "psykisk i ubalance"..... ég þekkti marga svona "aumingja" sem aldrei höfðu neitt fyrir stafni, voru á bistand og fengu samt alltaf kommúnuna til að borga allt fyrir sig..... En venjulegt fólk, getur yfirleitt ekki sótt mikið til þessarra kommúna.

Ég man eftir einu dæmi sem skók DK þegar ég bjó þar, og það var misnotkun á tveggja ára barni sem dró til dauða hans. Misnotkun sem gerðist af stjúpa í skjóli alvöru móður, og ég man alltaf eftir einni fyrirsögninni í ExtraBladet, þar sem stóð: Michael havde ikke flere tår...... Drengurinn var sem sagt hættur að gráta, hann þetta lítill stóð af sér hverja árásina á fætur annarri og enginn tók eftir neinu fyrr en hann var orðinn blindur, því hann var farinn að detta um alla hluti og labba á veggi, þá var hann alvarlega skaðaður og þegar hann var skoðaður þá var hann svo margbrotinn og illa meðhöndlaður að ég man að ég grét svo mikið þegar ég las um þetta mál. Sem er enn eitt dæmið um social kerfið í Danmörku. Veit svo sem ekki hvort það er betra hér....

En hlakka til að sjá þig í Nettó, mín kæra :-)

Lilja G. Bolladóttir, 9.1.2009 kl. 20:46

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið Lilja mín. Fæ tár af frá sögninni þinni.

Mín fór til T...lands fyrir jólin með mömmunni og áttu að koma heim þann 4 því mamman átti að leggjast inn á eitt sjúkrahús fimmta og eftir það á annað. Hef virkilegar áhyggjur því mamman er nú vön að forgangs raða út frá sínum þörfum. En hvað hefur skeð þarna niður frá veit ég ekki og kemst ekki spönn í rassi með að finna út úr því 

Já og bráðum verður fjör í Nettó  Blístra

Guðrún Þorleifs, 9.1.2009 kl. 20:57

7 Smámynd: Dóra

Mér þykir þessi dómur bara ekki neitt.. Segir manni að fullorðið fólk má bara misnota börnin sín og börn annara..  Bara með ólíkindum líka að drengurinn sem þau eiga saman hafi fengið að vera heima svona lengi..

Ég þekki sjálf til máls sem ég kærði á sínum tíma.. það var ekkert gert og málið var látið niður falla.. Gerandi stakka af til Íslands með sína fjölskyldu frá öllu... En mér hefur verið sagt að eitthver annar en ég geti tekið málið upp ef þolandi vill ræða þetta nánar.. Bara ótrúlegt og í þessu tilfelli sem ég er að tala um fékk þolandinn enga hjálp ekki einu sinni tékkað á ... En kona gerandans gat farið og klagað mig sem var bara vísað frá með það saman því það var bæði illa skrifað á 3 tungumálum og með kúlupenna .. og á umsókn um ökuskirteini í ofan á lag.. hún ætlaði að reyna áður en hún flýði að kné setja mig.. Bara ótrúlegt.. Maður á nú ekki mörg góð orð yfir kerfinu hér...

Maður fær bara tár í augun við að hugsa til allra þessa barna sem eiga erfitt og erfiða foreldra..  *grátur*

kærleikur til mín Guðrún mín..

Dóra, 9.1.2009 kl. 21:18

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta gekk líka fram af mér og mörgum fleirum. Ótrúlegt verðmæta matið í samfélaginu

Held ég geti gerst einkaspæjari, búin að finna þessar tíndu og jafnvel að allt smelli saman fyrir Íslandsferð og þá verður nú einhver kát.

Guðrún Þorleifs, 10.1.2009 kl. 17:56

9 Smámynd: Dóra

Þetta er bara ógeðslegt ..en þessu var áfríað.. Svo er að sjá.. auðvita á að svipta þetta fólk starfi líka og ekki fá að vinna með samfélaginu nema þá undir eftirliti.. Bara að hugsa til þess að þetta geti gerst aftur og aftur...

kærleikur  til þín og góða helgi Dóra

Dóra, 10.1.2009 kl. 22:15

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er hryllingur þetta mál, hvernig vogar fólk ser að leggja hendur á börn eða bara aðra manneskju yfirhöfuð. þau hljota að fá harðari dom ef ekki þá er náttúrulega eitthvað mikið að rettakerfinu her í Danmörku sem að mer fynst nu ekki altaf vera að taka málin nógu alvarlega. Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:58

11 Smámynd: Hulla Dan

Pældu í þvi ef hún ER að ljúga!!!
Vonandi ekki samt, en pældu í ef!!!

Hulla Dan, 11.1.2009 kl. 23:16

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það er rétt Hulla og það væri skelfilegt. En... ef að myndir sem birtst hafa í fjölmiðlum af heimilunu eru réttar, þá er ekkert sem heitir hennar herbergi með dóti og tilheyrandi því samkvæmt henni var herbergið "inddraget" því hún átti það ekki skilið vegna einhvers...  Það er líka að tala um staðfesta áverka á henni. Svona mál er skelfielgt hvernig sem á það er litið.

Guðrún Þorleifs, 12.1.2009 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband