Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Nútímabörn fá pillur í stað umhyggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 31. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þarf að fara að skipta um mynd hér í blogghausnum. Setti þessa mynd gagngert inn til að minna mig á hve gott er að hjóla í rigningu Nú þegar styttist í hjólatúr ársins þá finnst mér vera komin tími á aðra mynd.
Ég er búin að hjóla minn lengsta túr fyrir Töse-Runden. Ég var smá stressuð áður en ég lagði af stað því síðasta æfingavika var mér strembin. Brekkurnar voru alveg að fara með mig og 40 km túrinn á miðvikudaginn var nánast martröð, þar sem ég var hóstandi, lafmóð og ólík sjálfri mér. Held að það hafi verið eh að angra mig í lungunum sem er á leið burtu núna. Allavega gekk þessi ferð vel og ég var að sættast aftur við smelluskóna mína. Hef ekki þorað að hjóla á þeim vegna ökklameiðsla sem ég fékk sl. haust. En eftir ferðina í dag er ég sigurvegari sem hlakkar til að fara og hjóla 112 km. Ég á mér minn draumatíma en því fer fjarri að um sé að ræða keppnismarkmið þar. Er svo laus við að vera með þennan íþróttaanda þar sem maður er alltaf að keppa við allt og alla. Minn stærsti og einasti keppinautur er ég sjálf og sú keppni er nóg fyrir mig
Framundan er róleg vika með stuttum hjólatúr, gleðinnar vegna.
Ég þarf líka að setja mér markmið fyrir líf mitt eftir 2. júní
Júní verður samt annasamur mánuður, Báðar prinsessurnar í lokaprófum, yngri að ljúka grunnskólanum og sú eldri að taka stúdentsprófin. Því verður fagnað 29. júní með Gardenparty hér heima Einkasonurinn kemur líka í heimsókn og tökum við hann með okkur frá Köben um næstu helgi og fáum að hafa hann í viku. Svo er von á honum þegar systurnar klára. Það er hefð hér í DK að þegar stúdentinn kemur úr síðasta prófinu þá bíður fjölskyldan fyrir utan dyrnar og einn úr fjölskyldunni setur stúdentshúfuna á stúdentinn og svo er skálað í kampavíni Semsagt fjölskyldan er þátttakandi í þessu. Gaman að því Þetta verður skemmtilegt!
Bloggar | Mánudagur, 28. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er tilviljun, tilviljun?
Hvað er tilviljun?
Fór að velta þessu fyrir mér í gær.
Er það tilviljun að sólin kemur upp í austri og sest í vestri?
Nei.
Hvað þýðir orðið "tilviljun" ?
Til að vilja?
Viljinn til?
Þá er það ekkert happa og glappa neitt, eða hvað?
Var það tilviljun þegar ég sá þessa hressu stelpu,
káta og glaða í tveggja tíma biðröð,
að gleði hennar smitaði út frá sér?
Nei.
Var það tilviljun að þegar hringstiginn var alveg að síga niður undan gestafjölda,
þá kom þessi káta og glaða stelpa og lyfti honum?
Með öllum sínum viljastyrk og allri sinni lífsgleði,
tókst henni að koma stiganum á sinn stað.
Tilviljun?
Nei
Bloggar | Fimmtudagur, 24. maí 2007 (breytt kl. 14:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Var að velta fyrir mér að kannski finnst sumum ég klikkuð að vera að skrifa svona um mínar hjólaæfingar. Út frá þeirri hugdettu fékk ég þá hugmynd að það væri rétt að árétta hversvegna mér finnst svona gaman að því sem ég er að gera og vel að skrifa mest um það, svona frekar en eitthvað annað.
Fyrir rúmum 5 árum var ég í hópi þeirra sem voru alltof þungir og höfðu ekki stjórnina í þeim málum. Það var ömurlegt ástand fannst mér. Ekki bara er maður ósáttur við útlit sitt, heldur eru ýmis heilsuvandamál sem fylgja. Hjá mér var það hækkaður blóðþrýstingur og síendurtekin magasár með tilheyrandi ónotum og sársauka. Þol mitt og þrek var lélegt og mér hraus hugur við að ástandið ætti bara eftir að versna! Ég taldi mig vera að borða þokkalega skynsamlega en ekkert virkaði, ástandið fór versnandi.
Ég var algerlega lost, þoldi ekki að vera svona, vildi ekki vera svona! Svo ég fór yfir öll mín mál og niðurstaða varð sú að ástæða þess að ég þyngdist svona voru síendurtekin magasár sem voru orðin fastur partur í tilveru minni. Ástæða magasáranna lágu í ytri álagsþáttum í mínu lífi sem ég gat ekki stjórnað. Á þessu varð ég að taka og vann með sjálfa mig og mín viðbrögð. Til að "laga" magann sætti ég mig við að taka magameðul tímabundið á meðan ég varað komast út úr þessum vítahring. Þegar ég var komin af stað með þessa vinnu mína var ég svo lánsöm að kynnast Herbalife. Ég gerði mér ekki grein fyrir því happi þá, en fór að nota sumt af vörunum frá Herbalife. Það kom mér ánægjulega á óvart hve mikið þessar vörur hjálpuðu mér og ég ákvað að fara alla leið og nota vörurnar sem næringar- og bætiefni fyrir mig. Það var í lok janúar 2003. Síðan þá hef ég notað næringardrykkinn sem grunn í minni næringu og tekið bætiefnin sem uppbót á það sem líkaminn þarf til að vinna sem best úr því sem hann hefur. Árangurinn kom fljótlega í ljós, mér fór að líða betur, léttist markvisst og þolið jókst samhliða aukinni hreyfigetu. Lífið varð mikið skemmtilegra. Ekki að ég hafi lifað neinu leiðinda lífi, þvert á móti. Breytingin var fólgin í minni líkamlegu líðan sem sannarlega gerði mig ánægðari sem einstakling.
Til að skilja þetta þarf eftirvill bara að upplifa þetta?
Að breyta lífstíl sínum varanlega eins og ég valdi að gera, hefur verið mitt happ. Það er ekki auðvelt og það er vinna. Vinna sem skilar árangri. Vinna sem skilar mér miklu. Í dag er Herbalife svo stór þáttur í lífi mínu og minnar fjölskyldu að við gætum ekki hugsað okkur dag án þessarar frábæru næringar, því sama hve vel þú vandar til næringarsamsetningar þinnar, getur þú bara engan veginn tryggt þér allt það sem líkami þinn þarf á að halda svo vel sé. Þess vegna er Herbalife nútímaleg lausn sem einfaldar það að lifa og nærast á hollan hátt.
Það sem er enn betra fyrir mig í þessu öllu, er sú staðreynd að ég á nú auðveldara með að sneiða hjá matvörum með aukaefnum sem ég þoli ekki. Ég þekki orðið líkama minn svo vel. Ég þekki muninn á því að líða vel í líkamanum og því að vera undirlögð af bjúg og verkjum í vöðvum og liðum.
Hefði ég ekki tekið ábyrgðina á sjálfri mér og minni heilsu á sínum tíma, veit ég að ég væri ekki að fara hjóla 112 km 2 júní nk.
Hvað gerir þú fyrir þig?
Bloggar | Miðvikudagur, 23. maí 2007 (breytt kl. 06:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já, mín er bara sátt við veðurspánna
Hjólaði 65 km á föstudaginn og 75 km á sunnudaginn.
Í dag verða æfðar brekkur og ef ég kemst að, þá ætla ég í spinning í kvöld hjá Döggu Spinningdrottningu.
Já, þetta er allt að koma hér. Mín alveg að verða tilbúin í Töse-Runden
Veit hvar stoppistaðirnir eru á leiðinni og hæðirnar á brekkunum ekki brattann í %
Jamm... þetta verður voða huggulegt. Eftir hjólatúrinn er svo hægt að kaupa mat og bjór á hafnarbakkanum í í tjöldum sem þar eru sett upp í tilefni dagsins
Hitti í gær konu sem ég er ánægð með. Henni finnst ekki sniðugt að fara út að hjóla í rigningu og roki. Er sama þó það byrji að rigna þegar hún er komin af stað. Eins og talað út úr mínu Það sniðuga er, að þessi kona sem ég hitti í annað skiptið í gær er í SAMA start holli og ég í Töse-Runden. Við erum nú um 6.200 konur skráðar! Ég er í rásholli nr. 7 Hún hjólar með hjólakonum úr Köge hjólaklúbbnum sem hún er líka meðlimur í. Já, einmitt, kannski ég eigi eftir að verða í tveimur hjólaklúbbum? Er enn að átta mig á því að ég sé yfirleitt félagi í hjólaklúbb
Ég er endanlega tilbúin að ljóstra upp klæðnaði dagsins: Að sjálfsögðu verður skvísan í Herbalife hjólabolnum sínum, hvað annað svo verður hún í stuttum hjólabuxum sem eftir er að kaupa, enn hafa ekki fundist neinar nógu góðar
Veður er pantað gott fyrir þennan dag
Over and out
Bloggar | Mánudagur, 21. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mikið svakalega hefur veðrið mikil áhrif á mig! Ég skil alveg fólk sem talar um veðrið. Veðrið hefur áhrif á svo margt í lifi manns, þar af leiðandi er veðurtal mikilvægt tal í mínum huga núna. Allavega þegar rignir og líka þegar sólin skín. bara skemmtilegra tal þegar sólin skín. . Alveg búin að átta mig á því eftir að hafa verið heimavinnandi húsmóðir í vetur. Þegar ég var útivinnandi, þá hafði veðrið ekki eins mikil áhrif á mig, því það var svo miklu meira af utanaðkomandi þáttum sem höfðu áhrif. Nú lifi ég rólegu lífi í fyrsta skipti. En það var nú ekki rólega lífið mitt sem ég ætlaði að skrifa um, heldur viðhorf mitt til rigningar.
Mér finnst ég alveg vera á kafi í rigningu og bara þoli hana ekki þessa dagana. Þess vegna finnst mér full ástæða til að taka á þessu. Reyna að sjá eitthvað gott við rigninguna.
Það er engin vafi að náttúran þarf á rigningunni að halda, en í vissu magni þó.
Ilmurinn í skóginum þegar nýbúið er að rigna er frábær.
Fallega eplatréð mitt nýtur þess líka að það fær nægt vatn og mun skila mér fögrum eplum þegar líður á sumarið.
Að baða sig í rigningu er líka frábært, engin spurning.
Gott að eiga svona horn í garðinum sínum á þessum rigningartímum.
En þrátt fyrir að rigningin eigi sínar fögru og lífsnauðsynlegu hliðar, þá finnst mér best ef hún væri bara á næturnar.
Eitt er þó gott við rigningu og það er að maður sér betur kóngulóavefina þegar regndroparnir sitja á fínofnum vefnum.
Það verður til þess að maður gengur síður á þá.
Mig langar út að hjóla en að það sé til í dæminu að ég láti það eftir mér þegar rignir. Nei!
Allt í lagi að vera úti að hjóla þegar fer að rigna. Þá er mér alveg sama.
En af því ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari, þá bíð ég bara mínum elskulegasta í hjólatúr út í skóg.
...og ef það gerir hellidembu þá höfum við regnhlífina með og stöndum í skjóli sem einn maður.
Síðan þegar styttir upp göngum við saman út í fagra og hreina veröldina.
Þá get ég skellt mér í hjólatúra í "de flade bakker" .
Siglt og synt í sjónum.
Niðurstaða:
Hvað sem öllu líður, þá er ég og verð sólskinsbarn og þrífst best þannig.
Sólin er ljósið.
Bloggar | Miðvikudagur, 16. maí 2007 (breytt kl. 09:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta voru frásögur af atviki sem ég sá á föstudagskvöldið. Færðar í búning af mínu hugmyndarflugi. Pen útfærsla á því að við sjáum eitthvað og ályktum út frá því, án þess að vita meira í raun. Það sama á við þegar við lesum fréttir og frásagnir. Það er ekki allt satt eða rétt sem sett er á prent. Okkur hættir samt til að trúa því. Við vitnum í það. Jebb...
Það er vandlifað í þessum heim og dómharka fólks með ólíkindum grimm. Ég skrifa þetta vegna þess að mér blöskrar þegar fólk sem sem í skrifum hér á blogginu er til í að drepa aðra manneskju vegna þess að það hefur lesið um eitthvað sem viðkomandi hefur/á að hafa gert. Fólk kynnir sér ekki málin til hlítar, en fellir dóm sem í mínum huga er einnig áfellisdómur á það sjálft.
Guð gefi mér og ykkur, góðann dag og mikið af umburðarlyndi.
ps.
Staðreyndin í færslunum tveimur hér á undan eru eftirfarandi:
1. Ég var að bíða á rauðu ljósi á móts við Dómshúsið ( það vakti hugmyndina)
2. Ég sá eldri hjón ganga þar með hund sem vildi þefa af öllu og fékk það.
Frásögurnar voru út frá því sem ég sá/ hélt að ég sæi.
Bloggar | Þriðjudagur, 15. maí 2007 (breytt kl. 06:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég sá í fyrrakvöld?
Þannig var að ég þurfti að skutlast niður í bæ á bílnum rétt eftir kvöldmat. Ég ók eins og leið lá niður í bæ. Þegar ég kom að ljósunum hjá menntaskólanum og fangelsinu var rautt ljós. Ég gerði eins og umferðalög gera ráð fyrir, stoppaði og beið. Þar sem ég beið þarna á rauðu ljósi sá ég eitthvað það óvenjulegasta ever! Jebb... ég sver það! Handan við gatnamótin voru eldri hjón á gangi. Þar sem þau gengu á hægu rölti sínu gerðist allt í einu undarlegt. Þau byrjuðu að snúast þarna á gangstéttinni! Hring eftir hring snérust þau þarna rétt við gangbrautina. Ég var bara ekki að fatta þetta! Áfram var rautt ljós hjá mér og ég fylgdist með þessum eldri hjónum á gangstéttinni fyrir framan fangelsið og dómshúsið. Síðan eins og hendi væri veifað, hættu þau og héldu göngu sinni áfram eins og ekkert hefði verið í gangi. Svo kom grænt ljós hjá mér og ég ók yfir gatnamótin. Þegar ég kom á móts við gömlu hjónin endurtók sama atriðið sig aftur, þau snérust þarna í hringi á gangstéttinni í léttum ritma og svo eins og hendi væri veifað hættu þau og héldu göngu sinni áfram.
Ég velti þessu verulega fyrir mér, verð að viðurkenna það.
Allt í einu fattaði ég þetta allt!
Þessi krúttlegu hjón voru úti að viðra litla fjöruga hundinn sinn, sem elskaði að snúast í hringi og yndisleg eins og þau eru snérust þau með hundinum sínum...Bloggar | Sunnudagur, 13. maí 2007 (breytt kl. 22:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég sá í gærkvöldi?
Þannig var að ég þurfti að skutlast niður í bæ á bílnum rétt eftir í kvöldmat í gærkvöldi. Ég ók eins og leið lá niður í bæ. Þegar ég kom að ljósunum hjá menntaskólanum og fangelsinu var rautt ljós. Ég gerði eins og umferðalög gera ráð fyrir, stoppaði og beið. Þar sem ég beið þarna á rauðu ljósi sá ég eitthvað það óvenjulegasta ever! Jebb... ég sver það! Handan við gatnamótin voru eldri hjón á gangi. Þar sem þau gengu á hægu rölti sínu gerðist allt í einu undarlegt. Þau byrjuðu að snúast þarna á gangstéttinni! Hring eftir hring snérust þau þarna rétt við gangbrautina. Ég var bara ekki að fatta þetta! Áfram var rautt ljós hjá mér og ég fylgdist með þessum eldri hjónum á gangstéttinni fyrir framan fangelsið og dómshúsið. Síðan eins og hendi væri veifað, hættu þau og héldu göngu sinni áfram eins og ekkert hefði verið í gangi. Svo kom grænt ljós hjá mér og ég ók yfir gatnamótin. Þegar ég kom á móts við gömlu hjónin endurtók sama atriðið sig aftur, þau snérust þarna í hringi á gangstéttinni í léttum ritma og svo eins og hendi væri veifað hættu þau og héldu göngu sinni áfram.
Ég velti þessu verulega fyrir mér, verð að viðurkenna það.
Allt í einu fattaði ég þetta allt!
Vissi allt í einu hvaða hjón þetta voru!
Já, ég veit, þú þekkir þau líka.
Alveg hárrétt ályktun hjá þér!
Þetta voru nefnilega hjónin sem áttu skopparakringluverksmiðjuna sem framleiddi skopparakringluna þína og mína
Lífstíll | Laugardagur, 12. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Breytti útliti síðunnar í tilefni af því að ég skutlaðist til Hamborgar í morgunn með minn elskulegasta. Hann var að fara í flug til Manchester United. Ætlar að sjá "sína" menn spila á móti West Ham. Það skemmtilega er að þessi ferð var plönuð áður en WH varð "íslenskt" og það skemmir ekki ánægjuna með ferðinni
Nú er ég hálf löt því ég fór svo snemma á fætur og það er puð að keyra svona á hraðbrautinni fram og til baka eða þannig Eða kanski er það af því ég vakti og sá forkeppni Evrovison til enda?
Nú er það spurningin með morgunndaginn, verður horft á kosningasjónvarp á netinu, horft á Evrovision í sjónvarpinu eða slakað á með góða bók og smá rauðvín í glasi?
Humm... held ég viti hvað ég vel (...og vandlega)
Bloggar | Föstudagur, 11. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson