Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Æfingavika 3

Þá er viku 3 lokið. Hún lítur svona út:

23/4 1tími spinnig - Puð

24/4 35 km    - blandað álag

25/4 46 km    - blandað álag

27/4 40,5 km - blandað álag

 

Samtals hjólað: 121,5 km

Nú er tími hrakfara liðinn, það er óþolandi að vera endalaust í einhverju tjóni... Sideways

Pæling

Það er margt skrítið í þessum heimi og margt sem maður skilur ekki. Sumt finnst manni, að maður skilji og án efa skilur maður það á sinn hátt. Einhver annar getur skilð það á sinn hátt, sem jafnvel er allt öðruvísi... Ekkert eitt er alltaf rétt og ekkert eitt er endilega "rétta" lausnin. Dags daglega finnst manni að maður skilji og viti það sem maður þarf að vita. Það gefur innri ró og orku til að takast á við það sem maður þarf að gera.

Þegar þessi þæginda tilfinning er rofin getur margt gerst. Fer eftir svo mörgu í kringumstæðunum.

Tökum dæmi:

Venjuleg fjölskylda, þar sem foreldrarnir hafa sína vinnu, börnin ganga í skóla og lífið er í föstum skorðum. Allir mæta á morgnana á tilsettum tíma, hafa venjur sem eru gegnum gangandi, fara á íþróttaæfingar og sinna áhugamálum ýmis konar, koma heim og lífið keyrir í farveg sem er kunnuglegur, hann endurtekur sig í megindráttum virka daga. Þetta gefur ómeðvitað öryggi, er með til að skapa grunn að vellíðan og gleði. Fjárhagurinn er í jafnvægi því báðir aðilar eru í vinnu og hafa fasta innkomu og eftir henni eru útgjöld fjölskyldunnar sniðinn. Kanski gera tekjurnar ekkert nema að sleppa, en samt, út frá þeim er hægt að planleggja. Það gefur stöðugleika sem skapar öryggi. Öryggi sem maður hugsar ekki endilega um. Það er þarna.
Ef eitthvað verður til að raska þessu, hefur það víðtæk áhrif. Að sjálfsögðu fer það m.a. eftir eðli röskunarinnar hver breytinging verður. Segjum nú að það verði slys. Alvarlegt slys. Þá raskast hið daglega líf. Tilfinningar fara úr skorðum og lífið lítur öðruvísi út.

Fyrstu stundirnar eftir að slysið gerist eru óraunverulegar. Maður fer í eitthver ástand sem maður hefur aldrei upplifað áður. Vissi ekki að maður gæti, vissi ekki að væri til. Óvissan, hvað kom í raun fyrir, hvað sagði sá sem hringdi í þig og hvernig hljómaði viðkomandi? Nú, vildi tilviljunin það að sú sem hringdi í þig þekkti ykkur. Þrátt fyrir búsetu í öðru landi fjarri ættingjum og vinum. Öll skynjun er á fullu, á yfirsnúnig. Þú tekur eftir viðbröðum þínum, þú tekur eftir viðbrögðum og viðbragðsleysi vinnufélaga þinna. Leggur það á minnið og geymir þessar upplýsingar þangað til seinna. Breytir hegðun þinni gangnvart þeim vinnufélaga sem þér fannst ekki bregðast við. Heldur fjarlægð þangað til viðkomadi segir þér að hún hafi misst fyrsta mannin sinn í slysi. Þá skilur þú, fyrirgefur.

Öll þessi skynjun skeður á örskots stundu, en situr samt föst í langtíma minninu. Litur himinsins, rauða umferðaljósið, umferðin. Þetta er þarna allt og þú skynjar það. Bara á annan hátt en áður. Eins og þú sért allt í einu í hjúp af einhverju. Þú er umvafin hjúp áhrifa þeirra upplýsinga sem þú ert nýbúin að fá og þess sem þú veist að þú veist ekki. Þú hefur orðið fyrir áfalli.

Það er margt sem flýgur í gegnum huga þinn á leiðinni upp á Slysó. Mikilvæg atriði eins og hafa einbeytinguna á akstrinum eru til staðar, þú ert meðvituð um það, en það er erfitt að gíra sig niður og aka af skynsemi. Það kemur sam ekkert annað til greina rökræðir þú við sjálfa þig. Það er þegar orðið einu slysi of mikið í þínu lífi. Í lífi fjölskyldu þinnar. Þegar upp á Slysó er komið færðu bílastæði um leið rétt utan við innganginn. Skrítið hugar þú. Nú er komið að því. Þú et mætt fyrir utan bygginguna þar sem maðurinn þinn liggur, illa til reika eftir slys á vinnustað. Þú manst núna að vinkona þín sagði þér að hann væri með meðvitund, það rifjast upp að hún sagði eitthvað með hjartað eða var það nýrun? Úff, þú manst það ekki, en allt í einu manstu að það var nú eiginlega vottur af einhverju hræðilegu í rödd hennar. Þú bara manst ekki alveg hvað hún sagði. Þú veist líka að með því að sitja þarna í bílnum ertu að skjóta hlutunum á frest. Þú veist að þú kemst ekki hjá því að fara þarna inn. Þú veist að hversu slæmt sem ástandið er þarna inni, þá áttu enga möguleika, þú verður að fara þarna inn og mæta raunveruleikanum. Sjá manninn þinn, vera viss um að hann sé á lífi, að það sé eðlilegt blik í augunum hans, að hann geti hreyfti sig, að hann geti... Að hann lifi.

Þú veist að það er núna sem þú verður að taka ákvörðun um það með hvaða viðhorfi þú ferð inn á Slysaleildina. Þú ert fljót að velja, þú velur að vera sterk. Ákveður að hvað svo sem mæti þér þarna inni þá ætlir þú að mæta því. Biður guð um að veita þér styrk, vera með þér svo þú sért ekki ein. Svo hefst hin þunga ganga inn í óvssuna. Þegar þú kemur inn á slysó og lætur vita hver þú ert, mætir þú viðmóti sem þú hefur aldrei mætt áður. Humm... Geta þessar hjúkkur ekki bara verið jafn frávísandi og fjarrænar og venjulega? Það er greinilega enginn biðtími eins og þegar þú kemur með manninn þinn margbrotinn eftir markvörslu.  Hvað á það að þýða að bjóða þér að koma inn í eitthvert herbergi og bjóða þér sæti? Þú ert ekki komin þarna í kurteisisheimsókn, þú er komin til að fá á hreint hve slasaður maðurinn þinn er. Maðurinn sem allt starfsfólk deildarinnar er að sinna, nema þessi sem er að tala við þig. Þú situr og þykist hlusta á konuna, sýnir kurteisi, hún er að gera sitt besta og á sennilega að gera svona. Þú bíður bara eftir að sjá munnurinn á henni lokist, síbiljan hætti. Veist ekkert hvað hún er að segja, enda blaðrar hún á dönsku. Loksins hættir hún að tala og útskýra, var sennilega að því allan tímann og spyr hvort þú viljir sjá manninn þinn, það sé í lagi ef þú treystir þér til þess. Þú lítur á konuna og segir að til þess hafir þú komið. Sennilega er smá vottur af Þverlækjarsvip á þér.
Þú rifjar upp með sjálfri þér að þú hafir ákveðið að hvað svo sem mæti þér þá ætlir þú að mæta því, horfast í augu við það. Af stað.

Loksins fer hjúkkan með þig að herberginu þar sem maðurinn þinn liggur. Gangurinn er hljóður. Ekkert fólk. Svo komið þið að hurðinni og hjúkkan snýr sér að þér, spyr: Ertu alveg viss um að þú treystir þér í þetta? Þú lítur á hana með föstu augnaráði og segir JÁ. Þú veist að þetta er eitthvað sem þú verður að gera, eitthvað sem ekki verður komist hjá. Það er ekki hægt að spóla tímann til baka og breyta neinu. Slysið er staðreynd. Loks opnar hjúkkan hurðina og nú er ekki lengur rólegheit. Þú dregur andanndjúpt, minnir þig á í huganum að þú ætlir að takla þetta. Þér líður allt í einu eins og þú sért orðinn þátttakandi í Bráðavaktinni, að þú hafiðr lent inn í senu þar sem verið er að bjarga lífi. Óraunveruleikatilfinningin eykst.

 

frh.

 


Keppni hvað?

Stundum tekur maður ákvarðanir á svipstundu, veit að þessi ákvörðun er eitthvað sem maður ætlar að gera, sama hvað.

Er þetta eitthvað sem þú kannast við?

Ég hef lent í þessu.

Í fyrrahaust þegar ég fór í minn fyrsta spinningtíma, sá ég miða upp á vegg.

Áður en ég settist á hjólið las ég það sem stóð á miðanum.

Þetta var auglýsing um spinningmaraþon sem halda átti milli jóla og nýárs. 

Þarna sem ég stóð og las þetta, ákvað ég að ég ætlaði að taka þátt í spinningmaraþoni. Þar sem þeir sem stóðu fyrir þessu maraþoni voru ekki þeir þrír þjálfarar sem ég æfði hjá, ákvað ég að bíða eftir maraþoninu þeirra sem halda átti í janúar.

Ekkert varð þó af því maraþoni og þegar fram í byrjun apríl var komið hafði ég ákveðið að ég mundi bara fara ein í mitt eigið spinningmaraþon, engin vildi með mér. OK

Þetta gerði ég og var stolt af.

Smá stund.

Reyndar var ég frekar klikkuð þegar ég hætti, því ég dauðsá eftir að hafa ekki bætt við 1 klukkutíma í viðbót, því mér fannst ég eiga svo mikið eftir af orku! Getur maður verið auli? Ég hafði aldrei á spinninghjól komið þegar ég byrjaði í okt. eða nóv. um haustið. Ég var lurkum laminn eftir fyrstu tímana, eiginlega í henglum...  

Og svo er ég rúmlega 38 ára...

Síðan gerist það að ég fell fyrir raiserhjólunum í ágúst sl., lenti reyndar í æfingabanni í 3 vikur vegna migrenis og blindu en...  áfram hélt ég.

Á þessum tíma var ég að vinna með stelpu sem er með háskólagráðu í íþróttafræðum. Hún fór að segja mér frá Tøse-Runden. Sagðist hafa farið nokkrum sinnum með vinkonum sínum og hvort ég væri ekki til í að koma með næsta sumar. Þetta væri svo skemmtilegt, kosy að hjóla svona saman og njóta nátturinnar og samverunnar.

Ég fann það strax og hún fór að útlista þetta fyrir mér að ég ætlaði að vera með. Með henni eða án. Þess vegna skráði ég mig í Tøse-Runden.

Ég var að fara cilla og njóta lífsins í góðu veðri á Sjálandi.

Nú er það þannig að ég fer ein (verðum um 7 þús.). Jana mín er að fara í aðgerð á hné og jafnvel öxl. Svona er það að vera alinn upp á íþróttalýðháskóla.0

Já og í þokkabót er fólk að halda því fram við mig að þetta sé keppni!!!

Ég er enn á því að þetta sé næs hjólatúr og er að spá í að kaupa mér sætt ömmuhjól með fallegri tágarkörfu sem ég get skreytt með blómum fyrir túrinn (111 km). Svo hef ég áhuga á að fá fallegt rósótt, vítt bómullar pils í mildum pastellitum og hvítann hlýrabol á ég. Á höfðinu ætla ég að hafa barðastórann hatt úr basti og binda hann með silkiklút undir hökuna. Stór sólgleraugu munu prýða nef mitt.

Ég er töffari.

bæjarferð

KEPPNI HVAÐ?


MEZZOFORTE

Nú stendur mikið til!  Wizard

Mín bara að fara á tónleika á fimmtudaginn!

Enn og aftur Wink

 Já, MEZZAFORTE er að fara að spila hér á eyjunni!!!

Svo gríðarleg menning hér Joyful

Hlakka rosa mikið til! Kissing

Ég fer með mínum manni, múttu minni og svo tónlistrarviðundrinu henni eldri dóttur minni.  Yngri dóttirin hristi bara hausinn og bað um að fá að vera heima. Þekkti ekki þetta lið Woundering Úpps...

 


Æfingavika 2

Vika 2 leit svona út:

 

16/4    Spinning 60 mín. Álagstími og allt gefið í hann Tounge 

17/4    30 km Mótvindur og langar brekkur í byrjun, létt í lokinn Joyful

18/4    25km Létt með hjólahópum mínum Halo

19/4     Spinning milli léttur tími Wink

Þegar hér var komið sögu varð ég að horfast í augu við það að ég var með stærra sár á hægra hné en hentaði mér og hnéskelin var farin að kvarta Undecided  Ákvað að taka frí frá frekari hjólreiðum fram yfir helgi Pinch

Afleiðing: Stress hjá minni, sem sér dagana hverfa án þess að geta æft lengri leiðir Gasp

Lífið er yndislegt, smá stress er merki um að maður er til og vill eitthvað Kissing Er það ekki???

Hjólið er komið úr viðgerð og alveg með ólíkindum hvað hægt var að laga það Cool  Átti bara ekki von á því að fá töfraprikið svona fínt aftur. Nú bíð ég bara eftir að álfkonan ljúki saumaskap sínum svo hægt verði að hjóla aftur í hjólabrókum Whistling

 


Framtíðarsýn... ?

Var að velta því fyrir mér þegar ég horfði á myndina sem ég setti inn með færslunni hér fyrir neðan, að svona gæti skógurinn ( litlu sætu trjáspírunar ) minn á Íslandi litið út eftir 20 ár með hjálp gróðurhúsaárifanna Whistling

Er það bjartsýni, svartsýni, nærsýni eða sjónskekkja??? Tounge

Fáninn okkar fer vel í svona gróðursælu umhverfi, svo ekki verður þörf á að breyta honum Grin

Já, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott...  

Sideways


Gleðilegt sumar

sumar
 
Gleðilegt sumar !
 
Yndislegur tími er hafinn.
Sá tími er náttúran losnar úr vetrarfjötrum og  sýnir sig í allri sinni fegurð.
 
Þessi tími markar okkur mannfólkið líka.
Mannlífið verður allt með léttari blæ og þú mætir fleirri brosum á leið þinni í gegnum daginn.
 
Ótrúlegt hvað veðrið hefur áhrif.
 
Veturinn á líka sína heillandi fegurð, en nú víkur hann fyrir vorinu sem í örlæti sínu færir okkur yndislegt sumarið. 
 
Heart

Sól úti, sól inni, sól í sinni...

 
Þvílíkur dagur að vakna til! 
Sól og hiti og aðeins 16 apríl hér í DK Wink
Dagurinn í gær var líka alveg met og um að gera að njóta þessara stunda í botn, því á morgunn kemur nýr dagur og þá með öðru veðri.( það segir veðurkallinn Shocking )
Í gær rölti ég með myndavélina mína um garinn. Geri þetta stundum. Finnst svo stórkostlegt að hafa þessi fallegu blóm og tré sem eru í garðinum mínum. Jurtir sem lifa af sambýli við mína ekki grænu fingur. Joyful 
Það er gott fyrir svona konu eins og mig að getað ræktað eitthvað sem lifir af. Búin að reyna af veikum mætti að halda lífi í sumarblómum á Íslandinu mínu kæra, en án árangurs.
Hér er get ég LoL Jebb, rosalega góð í rósum og sólblómum enda þessi blóm nú með mínum uppáháldsblómum.
Ég er einstaklega heppin með nágranna. Hans og Gréta rækta garðinn sinn og ég nýt útsýnisins úr innkeyrslunni minni Smile
 
Þetta er "mömmutréð" þeirra: 
 
nabo
Gréta fékk þetta tré í gjöf fyrir 30 árum á mæðradaginn frá sonum sínum.
Ég veit ekki hvað þetta tré heitir. Þarf þess ekki til að njóta fegurðar þess.
 
Heart
 
Í gær sprungu fyrstu blómin á kirsuberjatréinu mínu út:
kirsuberjatréð
Það leikur engin vafi á því að það verður nóg af kirsuberjum hér í júlí. Joyful
 
Við hliðina á kirsuberjatréinu mínu stendur plómutréið mitt.
Þessi tré eru gjöf frá ættingjum Smile
Í morgunn þegar ég skoðaði það, kom það mér á óvart!
Aldrei hef ég séð annað eins af blómum á því í þessi 7 ár sem ég hef átt það! 
 plómutréð
Þvílík fyrirheit um plómur!
Stórkostlegt, því ég er góð í að gera plómugel Grin
 
Þetta voru fréttir úr garðinum mínum í dag Happy

Æfingavika 1

Þá er fyrstu æfingavikunni lokið og best að fara yfir gang mála.

Svona leit þetta út:

9/4       23 km á léttu tempó

11/4    13 km létt með hjólahópnum mínum

11/4    39 km puð upp brekkur og hraði með Hjólaklúbbnum C hóp

13/4    34 km millihraði í byrjun, hratt í lokin. Æfði mig í að hanga í næsta hjóli fyrir framan.

14/4    17 km hratt tempó, æft að hanga aftan í næsta hjóli.

Samtals km í vikunni: 126 km

Þessi vika gekk ágætlega allt þar til ég lenti á kantsteini og endaði hjólatúr dagsins í hrúgu á gangstétt niður við strönd. Pinch

Nú fer hjólið í viðgerð og hnéin með pástur. Nýju fínu hjólabuxurnar verða sendar til álfkonunnar góðu sem mun sauma saman bæði götin á hnjánum.  

Þetta var upplifun! Ég sem hafði verið að pæla í að hjóla á hlýrabol í góða veðrinu var þakklát skynsemi minni sem varð yfirsterkari og því var ég í langermapeysu Halo Hafði eitthvað með það að gera að vinkona mín hafði nýlega tekið á móti tveimur hjólaslysum og haft á orði að það hefði verið ótrúlet hvað fólkið var krjálað þrátt fyrir góðan fatnað.

Þarf að spá betur í þetta. Ég var svo upptekinn við hanga í dekkinu hjá mínum manni að ég var of sein að uppgötva að innkeyrslan á hjólastíginn frá götunni sem við vorum á, var frekar mjó og ég lenti því á fullri ferð á kantsteininum við hliðina. Bæng!

Nú er ég reynslunni ríkari.

Á morgunn hefst svo ný æfingavika og ég tek bara hjólið hjá mínum manni og held áfram með planið Cool


Ákveðið og staðfest

Þá er það komið á hreint. Mín að fara í sína fystu íþróttakeppni. Ekki seinna vænna að byrja ferilinn Halo

Skráði mig í dag í hjólakeppni. Ákvað síðastliðið haust að ég ætlaði að vera með. Þá var ég nýbyrjuð að hjóla og fannst þetta bara snilldarhugmynd! Þessi hugmynd hefur svo hangið í mér þrátt fyrir þrálátt öklavesen. Nú viriðst mér loksins hafa tekist að fara hæfilega rólega af stað svo öklinn heldur enn.

Ég er því byrjuð að æfa fyrir þessa keppni og er fyrstu viku nú að ljúka. Búið að skrá sig í keppnina og borga Wink Orðið voða alvörulegt. Ekki bara snakk og hugsun, komin framkvæmd!

Þetta er hjólakeppni sem heitir Tøseturen og  fer fram í Köben 2. júní nk. Þar á að leggja að baki 112 km Smile  Skráðir þátttakendur voru þegar ég gáði síðast 5559 og er vonast eftir að um 7000 konur taki þátt í keppninni Smile

Ég hef ákveðið að blogga hér um þetta æfingaferli mitt því ég veit aldrei hvað ég á að blogga um, allir svo gáfulegir hér Smile sko... þessir sem les Tounge

Með því að bulla hér um undirbúning minn fyrir mína fyrstu íþróttakeppni er ég bara með eitthvað alveg annað en aðrir Sideways 

Já, nú er hægt að láta sig hlakka til eða þannig...

Over and out 


Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband